Þjóðviljinn - 08.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBANDAlAGtÐ Ólafur Ragnar Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur ABR boðar til félagstundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða. ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu- mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miövikudaginn 14. okt. Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi með einföldu vægi allra atkvæða. Munið að greiða félagsgjöldin Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Breyting- ar á starfsreglum Bæjarmálaráðs 3) Kosning fulltrúa í Kjördæmisráð 4) Kosning fulltrúa á Landsfund AB. 5) ÍSLENSK FRAMTÍÐ - OKKAR FRAMLAG - Ólafur Ragnar Grímsson fjallar um stöðuna í stjórnmálunum og hlutverk AB Félagar fjölmennið Stjórnin Alþýðubandalag Héraðsmanna Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Héraðsmanna verður haldinn í Sam- kvæmispáfanum, þriðjudaginn 13. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Önnur mál. Á boðstólum verður kaffi á hóflegu verði. Flokksmenn fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin Alþýðubandalagið í Garðabæ Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins i Bessastaðahreppi og Garðabæ verður hald- inn sunnudaginn 11. október kl. 9.30 árdegis í Safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3) Kosning fulltrúa á landsfund. 4) Skýrslur starfsnefnda. 5) Önnur mál. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagið Blönduósi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðar til aðalfundar í hótel- inu á Blönduósi, sunnudaginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundinn og ræðir stjómmálaviðhorfin. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund laugardaginn 10. októ- ber kl. 14.00 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Reikningar félagsins. 2) Kosning á Landsfund og kjördæmisþing. 3) Efnahags- og atvinnumálaskýrsla Alþýðubandalagsins. 4) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð Fundur í bæjarmálaráði í kvöld, fimmtudagskvöld 8. október, klukkan 20.30. Dagskrá: Skipulagsmál, önnur mál. Landsfundur Alþýðubandalagsins Skrifstofa flokksins minnir á 2. mgr. 14. gr. laga Alþýðubandalagsins: „Þegar boðað ertil reglulegs landsfundar skulu grunneiningar hafa lokið kjöri fulltrúa á landsfund þremur vikum áður en hann er haldinn." Þar sem landsfundurinn verður settur 5. nóvember skal kjöri fulltrúa vera lokið eigi síðar en 15. október. Þess er vænst að fulltrúatal hafi borist skrifstofunni eigi síðar en 22. október. Flokksmiðstöð Aiþýðubandalagsins Þökkum öllum sem sýndu okkursamúö og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar og systur okkar Kristínar Þóru Jóhannesdóttur Melbraut 12 Ingibjörg Þórðardóttir Þórður Guðmannsson Kristján Guðmannsson Handbolti Góð byijun FH-inga ✓ Réði úrslitum gegn IR Úrslitin í leik ÍR og FH réðust strax á fyrstu mínútunum. FH- ingar byrjuðu af krafti og skoruðu sex fyrstu mörkin og þarmeð voru úrslitin ráðin. FH vann öruggan sigur, 26-19. FH-ingar voru mjög ákveðnir í byrjun og það tók IR-inga 11 Seljaskóli 7. október ÍR-FH 19-26 (7-13) 0-6, 4-10, 5-12, 7-13, 9-17, 12-21, 14- 24, 18-24, 19-26. Mörk ÍR: Bjarní Bessason 5, Magn- ús Ólafsson 4, Ólafur Gylfason 4(1 v), Matthías Matthíasson 2, Orri Bollason 2, Finnur Jóhannsson 1 og Guðmund- ur Þórðarson 1. Mörk FH: Þorgils Óttar Malhiesen 5, Óskar Ármannsson 5, Héðinn Gils- son 4, Gunnar Beinteinsson 4, Pétur Petersen 4, Óskar Helgason 3(1 v), Guðjón Árnason 1. Dómarar: Hákon Sigurjónsson og Guðjón Sigurðsson - slakir. Maður leiksins: Hrafn Margeirs- son, ÍR. mínútur að skora fyrsta markið. Staðan þá 6-0 og FH-ingar héldu þeim mun til leikhlés. FH-ingar byrjuðu síðari hálf- leikinn eins og þann fyrri og náðu mest tíu marka forskoti. Það var of mikið fyrir ÍR-inga og þrátt fyrir ágæta kafla voru þeir aldrei nálægt því að vinna upp forskot FH. FH-ingar léku á köflum mjög vel, en slökuðu á þess á milli. Þorgils Óttar Mathiesen átti góð- an leik og einnig Magnús Árna- son í markinu. Þá voru þeir sprækir Gunnar Beinteinsson og Pétur Petersen. Leikur ÍR-inga var nokkuð sveiflukenndur. Fyrstu mínút- urnar í hvorum hálfleik voru slæmar, en smám saman náði lið- ið sér á strik. Hrafn Margeirsson varði mjög vel og Ólafur Gylfa- son og Guðmundur Þórðarsson áttu góðan leik. -Ibe Handbolti Spenna á Akureyri Góður endasprettur fœrði KA sigur gegn Fram Það var mikil spenna í leik KA og Fram á Akureyri. Leikurinn var mjög jafn í síðari hálfleik, en á lokamínútunum náðu KA- menn góðum endaspretti og sigr- uðu, 27-24. Leikurinn var fjörugur og á köflum mjög skemmtilegur á að horfa. KA-menn byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina framan af. Jakob Jónsson byrjaði mjög vel og skoraði fjögur af fimm fyrstu mörkum KA. Eftir það var hann tekinn úr umferð og þá losnaði Akureyri 7. október KA-Fram 27-24 (14-13) 3-3, 8-4, 10-6, 11-9, 13-10, 14-13, 15-16,19-19,21 -19,22-22, 26-22,27- 24. Mörk KA: Jakob Jónsson 8(2v), Friðjón Jónsson 6, Guðmundur Guð- mundsson 4(1v), Axel Björnsson 3, Erlingur Kristjánsson 3, Hafþór Heimisson 2, Eggerl Tryggvason 1. Mörk Fram: Július Gunnarsson 7(1 v), Pálmi Jónsson 6, Hermann Björnsson 4, Birgir Sigurðsson 3, Ragnar Hiimarsson 2, Ólafur Vil- hjálmsson 1 og Agnar Sigurðsson 1. Dómari: Gunnar Viðarsson og Ein- ar Sveinsson - þokkalegir. Moður leikslns: Glsli Halldórs- son, KA. ÍÞRÓTTIR OL-landslið Slæmt tap í Portúgal Ódýrt mark og óheppni kostaði tap gegn Portúgal Eftir mjög gott gengi í síðustu landsleikjum kom að því að ís- lenska landsiiðið beið lægri hlut. Það mátti þó ekki miklu muna, 1-2 tap í Portúgal þar sem ís- lenska liðið hefði með smá heppni átt að geta náð stigi eða stigum. Það var svo sannarlega sárt að tapa þessum leik. íslenska liðið fékk góð færi og átti m.a. skot í stöng, en Portúgalar fengu mark á silfurfati snemma í leiknum. Það byrjaði mjög vel hjá ís- lenska liðinu og eftir tíu mínútur fékk Guðmundur Steinsson dauðafæri. Guðmundur Torfa- son lék upp kantinn og gaf fyrir á Guðmund Steinsson. Hann var einn gegn markverðinum, en skot hans fór í stöng. Það var svo á 22. mínútu að fyrra mark Portúgala kom og var pað mjög ódýrt svo ekki sé meira sagt. Ingvar Guðmundsson átti slæma sendingu sem rataði beint á Coelho og hann þakkaði fyrir sig með þrumuskoti í bláhornið, 1-0. Rétt undir lok fyrri hálfleiks fékk Guðmundur Steinsson gott færi. Guðni Bergsson tók auka- spyrnu og þaðan barst boltinn til Guðmundar Torfasonar. Hann sendi boltann á Guðmund Steins- son, en markvörðurinn varði mjög vel. Strax í upphafi síðari hálfleiks kom síðara mark Portúgal og var það mjög fallegt. Portúgalar splundruðu íslensku vörninni og Áparicio skoraði með góðum skalla af stuttu færi. íslensku strákarnir gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn Handbolti Einar Einarsson reynir skot að marki Breiðabliks. Svafar Magnússon grípur í Skúla Gunnsteinsson, sér til halds og trausts. Mynd: E.ÓI. Handbolti ðruggt hjá Víkingum um aðra leikmenn. Framarar, sem eru án þriggja lykilmanna voru þó aldrei langt undan, en í hálfleik var staðan 14-13 KA í vil. Síðari hálfleikurinn var fjörug- ur, en mikið af mistökum á báða bóga. Framarar komust yfir í fyrsta sinn 15-16 og eftir það var mikil spenna. Liðin skiptust á að hafa forystuna, en undir lok leiksins náðu KA-menn mjög góðum endaspretti og skoruðu fjögur mörk í röð. Framarar náðu aðeins að klóra í bakkann, en vantaði þó nokkuð uppá að jafna. Það var markvörðurinn Gísli Halldórsson sem var hetja KA. Brynjar Kvaran er meiddur í baki og lék því ekki og Gísli kom inná um miðjan fyrri hálfleik. Hann varði mjög vel, tæp 20 skot. Jak- ob Jónsson átti einnig góðan leik og bróðir hans Friðjón var mjög sterkur í vörninni. Hjá Fram átti Pálmi Jónsson góðan leik. Fyrsti leikur hans með Fram og lofar góðu. Júlíus Gunnarsson lék einnig vei og sama má segja um Birgi Sigurðs- son. -HK/Akureyri Blikamir mku í gang! Með góðum varnarleik og betri mark- vörslu fyrstu tuttugu mínútur síðari hálfleiks má segja að Blikar hafi tryggt sér sigur gegn Stjörnunni 23-21.Þar sem Stjarnan náði aðeins að skora tvívegis gegn sjö mörkum Blika á þessum kafla. Stjarnan kom mjög ákveðin vil leiks og virtist ætla að sýaa Blikum hvar Davíð keypti ölið. Stjarnan náði snemma í leiknum 3 marka forystu og virtust Blik- ar ekki hafa mikinn áhuga á leiknum á meðan flest gekk upp hjá Stjörnunni. í síðari hálfleik var allt annað að sjá Blikana, vörnin firna sterk og Guð- mundur Hrafnkellsson sýndi sína réttu hlið í markinu. Hægt og sígandi söxuðu Blikar síðan forskot Stjörnunar niður og um miðjan síðari hálfleik var staðan orðin jöfn 17-17. Allt ætlaði nú um koll að keyra í Digranesi áhorfendum og leikmönum orðið heitt í hamsi. Þegar um sjö mínút- ur voru eftir voru Blikar með tveggja marka forystu, þá var dæmt vítakast á Breiðablik en Guðmundur Hrafnkels- son varði og Blikar náðu hraðaupp- hlaupi sem þeir skoruðu úr og má segja að þetta hafi verið rothöggið fyrir Stjörnuna. Með góðum varnarleik og skipulegum sóknum náðu Blikar að halda fegnum hlut og sigra. Sigmar Þröstur Óskarsson átti góðan leik í fyrri hálfleik og varði þá oft á tíðum mjög vel en vörnin opnaðist oft illa í þeim síðari og er ekki hægt að kenna Sigmari um það. Gylfi Birgisson blómstraði í þeim fyrri en var tekinn úr umferð í síðari hálfleik en losnaði úr gæslunni og skoraði þá glæsileg mörk. Guðmundur Hrafnkelsson sýndi nú að það er ekki að ástæðulausu sem hann er í landsliðinu en hann varði oft vel á úrslitastundu í leiknum. Þórður Davíðs- son lék að nýju eftir þrálát meiðsli og var hann sterkur í vörn og sprækur í sókn fiskaði t.d. þrjú vítaköst. Hans Guð- mundsson átti einnig ágætan leik, tók öll vítaköst Blika og skoraði úr þeim.Ó.St Víkingar áttu ekki I miklum vandræðum með KR-inga í Laugardalshöllinni. Þrátt fyrir að aðeins hafí þrjú mörk skilið að í lokin var sigur Víkinga öruggur, 28-25. Laugardalshöll 7. október KR-Víkingur 25-28 (10-16) Mörk KR: Konráö Olavsson 13(6v), Sigurður Sveinsson 4, Guðmundur Al- bertsson 3, Stefán Kristjánsson 3 og Jóhannes Stefánsson 2. Mörk Víkings: Karl Þráinsson 7, Bjarki Sigurðsson 6, Guðmundur Guö- mundsson 5, Sigurður Gunnarsson 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Einar Jóhann- esson 2 og Árni Friðleifsson 1. Dómarar: Björn Jóhannesson og Sigurður Baldursson - slakir. Maöur leikslns: Konráð Olavsson, KR. Víkingar voru mun sprækari í byrjun og náðu góðu forskoti sem þeir juku jafnt og þétt. Vörnin var sterk, en sóknarleikurinn var nokkuð sveiflukenndur. KR- ingar léku ágætlega, en vörnin var ekki nógu sterk. Síðari hálfleikurinn var nokk- uð svipaður. Víkingar héldu for- ystunni. >g þrátt fyrir góða spretti hjá KR-ingum voru þeir ekki sér- lega nálægt því að jafna. Karl Þráinsson og Bjarki Sig- urðsson áttu báðir góðan leik og Hilmar Sigurgíslason var mjög sterkur í vörn Víkings. Hjá KR bar mest á Konráð Ol- avssyni. Jóhannes Stefánsson var sterkur á línunni og fiskaði mörg vítaköst. -MHM Handbolti Digranes 7. oktober Stjarnan-Brei&ablik 21- 23(15-12) 1-1,4-2,7-4,7-6,11 -7,16-12,17-17,19- 17, 18-20,20-22,21-23 Mörk Stjörnunar: Gylfi Birgisson 8, Skúli Gunnsteinsson 5, Einar Einars- son 3, Sigurður Bjarnason 3(1 v), Her- mundur Sigmundsson 1, Sigurjón Guðmunsson 1. Mörk Breiöabliks: Hans Guö- mundsson 10(5v), Kristján Halldórs- son 6, Svafar Magnússon 2, Aðal- steinn Jónsson 2, Þórður Daviðsson 2, Ólafur Björnsson 1. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmars- son og Óli Ólsen - undarlegir. Maður leiksins: Guðmundur Hrafnkelsson.Breiðablik. Naumt í nýja húsinu Valsmenn í basli með spræka Þórsara Það byrjaði ekki vel hjá Vals- mönnum í fyrsta leik þeirra í nýja íþróttahúsinu við Hlíðarenda. Þeir áttu í mesta basli með nýlið- ana Þór, en sigruðu þó, 20-16. Það var erfitt að ímynda sér hvoru liðinu hefði verið spáð falli og hvoru sigri í íslandsmótinu, eftir fyrstu mínúturnar. Þegar 16 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5-1 Þórsurum í vil. Valsmenn náðu sér þó á strik undir lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfleik, 8-7. Valsmenn byrjuðu vel í síðari hálfleik og náðu fimm marka for- skoti sem nægði þeim til sigurs, þrátt fyrir slæmar lokamínútur. Valsmenn voru langt frá því að vera sannfærandi í þessum fyrsta heimaleik sínum. Þeir gerðu mikið af mistökum og þegar Þórsarar tóku Júlíus Jónasson og Jón Kristjánsson úr umferð var Valsheimili 7. október Valur-Þór 20-16 (8-7) 0-2, 1-5, 3-6, 8-7, 9-8, 13-8, 15-10, 17-14, 18-15, 20-16. Mörk Vals: Valdimar Grimsson 5, Jakob Sigurðsson5(1v), Júlíus Jónas- son 5(3v), Einar Nábye 4 og Gísli Ósk- arsson 1. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðalsteinsson 5(3v), Sigurður Pálsson 4, Jóhann Samúelsson 4 og Árni Stefánsson 3. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson - þokkalegir. Maöur leiksins: Jakob Sigurösson, Val. sóknarleikur þeirra vandræða- legur. Hornamennirnir Jakob Sig- urðsson og Valdimar Grímsson áttu góðan leik og Geir Sveinsson var sterkur í vörninni. Þórsarar sýndu það í þessum leik að hér er á ferðinni lið sem á heima í 1. deild. Liðið lék vel, en klaufaskapur og reynsluleysi reyndist þeim dýrkeypt. Sigurður Pálsson og Árni Stef- ánsson áttu báðir góðan leik og Axel Stefánsson varði vel. Leikurinn var nokkuð harður. Þórsarar voru utan vallar í 14 mínútur, en Valsmenn í 10 mín- útur. Þá fékk hinn pólski þjálfari Vals, Stanisla Modrowoki rautt spjald rétt fyrir leikslok. -ibe 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 8. október 1987 England Derby, Portsmouth og Chelsea úr leik Þrjú lið til viðbótar féllu út í 2. umferð deildar- bikarsins í Englandi. Derby, Portsmouth og Chels- ea fundu ofjarla sína í neðri deildunum í gær og komast því ekki í 3. umferð. Southampton, Charlton og West Ham féllu út í fyrradag og í gær bættust þrjú 1. deildarlið í hóp- inn. Þrenna frá Gordon Durie nægði ekki til að halda Chelsea áfram í keppninni. Colin Gordon skoraði tvívegis fyrir Reading og þessi tvö mörk tryggðu Reading áframhaldandi veru í keppninni. Chelsea sigraði að vísu, 3-2, en það var ekki nóg, Reading vann fyrri leikinn 3-1. Chelsea er í 4. sæti í 1. deild, en Reading er í næst neðsta sæti í 2. deild. Swindon, sem leikur í 2. deild fór heldur illa með 1. deildarliðið Potsmouth. Swindon sigraði í báðum leikjunum, 3-1, samtals 6-2. Nico Claesen skoraði tvö mörk fyrir Tottenham gegn Torquay í sigri Tottenham, 3-1. Torquay sigraði reyndar í fyrri leiknum. -Ibe/Reuter Úrslit I deildarbikarnum. 2. umferð, síöari leikir, samanlögð úrslit í svigum: Aston Villa-Middlesborough...............1-0 (2-0) Bradford-Fulham..........................2-1 (7-2) Chelsea-Reading..........................3-2 (4-5) Derby-Southend.....................0-0 (0-1) Hereford-Nott.Forest.....................1-1 (1-6) Hull-Manch.United........................0-1 (0-6) Newcastle-Blackpool......................4-1 (4-2) Northampton-lpswich......................2-4 (3-5) Norwich-Burnley..........................1-0 (2-1) Portsmouth-Swindon................1 -3 (2-6) Sheft.United-Bury........................1-1 (2-3) Tottenham-Toquay...................3-0 (3-1) Kvennahandbolti 13 mörk Eriu nægðu ekki Fram sigraði Stjörnuna. Stórsigrar hjá Víking og Haukum Erla Rafnsdóttir var í miklu stuði þegar Stjarnan mætti Fram i 1. deild kvenna í handknattleik. Hún skoraði 13 mörk, en það nægði ekki því Framarar sigr- uðu, 26-22. Leikurinn var nokkuð fjörugur og mikið skorað í hálfleik var staðan 15-9 Fram í vil. Bæði lið gerðu mikið af mistök- um, Stjarnan þó heldur fleiri. Framarar voru sterkari og sigur- inn nokkuð öruggur. Ósk Víðisdóttir og Guðríður Guðjónsdóttir áttu góðan leik hjá Fram, en hjá Stjörnunni var Erla Rafnsdóttir sú eina sem stóð uppúr. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns- dóttir 6, Ósk Víðisdóttir 5, Arna Steinsen 4, Ingunn Bernódusdóttir 4,' Jóhanna Halldórsdóttir 3, Oddný Sig- steinsdóttir 3 og Hafdís Guðjónsdóttir 1. Mörk Stjörnunnar: Erla Rafns- dóttir 13, Anna Guðjónsdóttir 3, Drífa Gunnarsdóttir 2, Hrund Grétarsdóttir 2, Herdís Sigurbergsdóttir 1 og Guðný Gunnsteinsdóttir 1. Öruggt hjá Haukum Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með KR og sigruðu stórt, 25-13. í hálfleik var staðan 13-6. Það voru fyrst og fremst vel út- færð hraðaupphlaup Hauka sem færðu þeim sigur. Þá var vörn þeirraeinnigmjöggóð. Þaðmun- aði miklu um að Sigurbjörg Sig- þórsdóttir lék ekki með KR, en hún skoraði 12 mörk í síðasta leik KR, gegn Þrótti. Margrét Theodórsdóttir og Steinunn Þorkelsdóttir voru best- ar í liði Hauka, en Snjólaug Benj- amínsdóttir var mest áberandi KR-inga. Mörk Hauka: Margrét Theodórs- dóttir 7, Steinunn Þorkelsdóttir 7, Elva Guðmundsdóttir 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Halldóra Mahtiesen 2, Ólöf Aðalsteinsdóttir 1 og Brynhildur Magnúsdóttir 1. Mörk KR: Snjólaug Benjamíns- dóttir 6, Elsa Ævarsdóttir 3, Karolína Jónsdóttir 2, Áslaug Friðriksdóttir 1 og Nellý Pálsdóttir 1. Basl í Firðinum Það var mikið um mistök í leik Vals og FH og sést það kannski best á markatöluni. Valsstúlkur sigruðu 13-9, en í hálfleik var staðan 6-4. Það gekk lítið upp hjá liðunum í sókninni, en varnirnar voru mjög sterkar og markvarslan góð. Valsstúlkur voru heldur um rmðjan síðari hálfleik. Ólafur Þórðarson átti þrumuskot sem markvörðurinn varði. Hann hélt þó ekki boltanum og Guðmund- ur Steinsson fyldgi vel á eftir, lyfti boltanum yfir markvörðinn og skoraði af öryggi, 2-1. Það sem eftir var leiksins reyndu íslendingar ákaft að jafna, en gestgjafarnir tóku lífinu með ró, enda ánægðir með stöð- una og héldu fengnum hlut. Leikurinn var nokkuð jafn. Portúgalar voru meira með bolt- ann, en íslenska vörnin var mjög sterk. Þess á milli náðu íslending- ar hættulegum skyndisóknum. Aðstæðurnar voru ekki eins og best var á kosið. Völlurinn mjög stór og háll, enda rigning meðan á leiknum stóð. íslenska liðið lék mjög vel og 'vantaði ekki mikið uppá að ná stigi. Vörnin var sterk ogtókst að halda eldsnöggum framherjum Portúgala í skefjum og sóknar- leikurinn var á köflum beittur. Það var óneitanlega sorglegt að fá ekki stig úr þessum leik. ís- lenska liðíð hafði alla burði til þess, en heppnin var því ekki hliðholl í gær og möguleikar ís- lands á sæti í Seoul dvínuðu til muna. -ibe ákveðnari og uppskáru sann- gjarnan sigur. Það voru markverðirnir Halla Geirsdóttir hjá FH og Aðal- heiður Hreggviðsdóttir hjá Val. Mörk FH: Rut Baldursdóttir3, Hild- ur Harðardóttir 3, Kristín Pétursdóttir 1, Inga Einarsdóttir 1, Sigurborg Eyjólfsdóttir 1 og Inga Einarsdóttir 1. Mörk Vals: Katrín Freðriksen 6, Erna Lúðvíksdóttir 3, Guðrún Krist- jánsdóttir 3 og Guðný Guðjónsdóttir 1. Yfirburðir Víkinga Víkingar unnu stórsigur gegn döpru liði Þróttar, 28-12. Víking- ar höfðu mikla yfirburði allan tímann og í hálfleik var staðan 10-5. Þróttarar komust í 3-0, en eftir það vöknuðu Víkingar og gerðu út um leikinn með góðum kafla. Inga Lára Þórisdóttir og Oddný Jónsdóttir áttu góðan leik fyrir Víkinga, en engin stóð upp- úr í slöku liði Þróttar. Mörk Víklngs: Inga Lára Þóris- dóttir 11, Jóna Bjarnadóttir 4, Sigurr- ós Björnsdóttir 3, Svava Baldvins- dóttir 3, Valdís Birgisdóttir 2, Erika Ásgrímsdóttir 2, Heiða Erlingsdóttir 2 og Oddný Jónsdóttir 1. Því miður tókst ekki að fá marka- skorara Þróttar. -HM/KJ Fimmtudagur 8. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Staðan 1. deild karla: FH...........2 2 0 0 62-40 Víkingur.....2 2 0 0 55-45 Valur........2 1 1 0 39-35 Stjarnan.....2 1 0 1 47-43 UBK..........2 1 0 1 41-41 KR...........2 1 0 1 45-46 KA...........2 1 0 1 47-50 Fram.........2 0 1 1 43-46 ÍR...........2 0 0 2 39-53 Þór..........2 0 0 2 37-56 1. deild kvenna: Fram 2 2 0 0 43-36 4 Víkingur 2 1 0 1 43-34 2 Haukar 2 1 0 1 46-35 2 FH 2 1 0 1 31-28 2 Valur 2 1 0 1 27-26 2 Stjarnan 2 1 0 1 44-47 2 KR 2 1 0 1 30-38 2 Þróttur 2 0 0 2 27-45 0 Skotland Taphjá Aberdeen Topplið skosku deildarinnar, Aberdeen tapaði í gær fyrir Hearts, 1-2. Heil umferð var leikin í Skot- landi f gær og í fyrradag. Rangers sigraði St. Mirren 3-1 og skoraði stjórinn, Graeme So- uness eitt af mörkum Rangers. Dundee og Celtic gerðu jafntefli, 1-1. Þá sigraði Morton, Falkirk, 4-1 og Dundee United og Dunferm- Iine gerðu markalaust jafntefli. -4be/Reuter Veggtennis Johannes sigraði Jóhannes Guðmundsson sigr- aði í Stjörnu Wilson mótinu í veg- gtennis sem haldið var um helgina í Veggsport. Jóhannes sigraði Viktor Ur- bancic í spennandi úrslitaleik. Kristján Baldvinsson hafnaði í 3. sæti eftir harða kepni við Ás- . mund K. Ólafsson. -4be

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.