Þjóðviljinn - 08.10.1987, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Qupperneq 15
 FREfTIR Orkustofnun Um 100 manns á félagssvæði Iðju í Reykjavík hefur verið sagt upp störfum að undanförnu og langstærsti hlutinn af því fólki eru konur sem störfuðu í fataiðnaði. t-> . • ^ * Fataiðnaður Kemur sér bagalega GuðmundurP. Jónsson, Iðju: Getum líttaðhafst. Uppsagnirnar komasér illa. Fólk missir starfsréttindi semþað hefur verið mörg ár að ávinna sér. Yfir 100 manns sem sagthefur verið upp á árinu etta er uggvænlegt ástand. Hver saumastofan á fætur annarri leggur upp laupana og starfsfólki í fataiðnaði er sagt upp í stórum stíl eins og gerst hefur trekk í trekk á þessu ári. Við get- um því miður ekki rönd við reist, enda er í öllum tilvikum farið að með löglegum hætti, sagði Guð- mundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks. Nýlega var starfsmönnum á saumastofu Karnabæjar sagt upp frá og með áramótum. Áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja niður saumastofu Hag- kaupa frá og með desember n.k., Dúkur hætti fyrr á árinu sinni framleiðslu og Prjónastofa Borg- arness og Sunna á Hvolsvelli hafa einnig lagt upp laupana á árinu. - Það eru rúmlega 100 manns á okkar svæði sem sagt hefur verið upp í fataiðnaðinum á þessu ári og þar af eru konur í miklum meirihluta. Það má kannski segja að það sé huggun harmi gegn að störf eru til fyrir þetta fólk. En málið er ekki svona einfalt. Mikið af þessu fólki er komið með háan starfsaldur og hefur unnið sér inn ýmis réttindi með því að vinna lengi á sama vinnu- stað, eins og lengra orlof og veikindafrí, sem það tapar með Þessi réttindi flytjast ekki með fólki nema í litlum mæli á rnilli vinnustaða, jafnvel innan sömu atvinnugreinar, sagði Guðmund- ur. Rakalaust, óþarft, hættulegf Félag náttúrufræðinga bregst hart við uppsögn- um á Orkustofnun Félag íslenskra náttúrufræð- inga hefur í álvktun mótmælt uppsögnum starfsmanna á Orku- stofnun sem óþörfum og ótíma- bærum. „Aðhald og sparnaður eru dyggðir" segir í lok ályktun- arinnar „en ógrundaður og tilvilj- anakenndur niðurskurður er skömm og sneypa þeim sem valda.“ Vakin er athygli á því að upp- sagnirnar eru gerðar í samrænri við fjárlagafrumvarp sem ekki einungis er ósamþykkt heldur einnig óbirt, og sagt að rakalaus niðurskurður á stofnun með reynslu og einstæða sérþekkingu sé varhugaverð stjórnsýsla og geti hæglega reynst þjóðhagslega hættuleg. Þá segir að röksemd unt sam- drátt í virkjunum sé ekki hald- bær, samdráttur hafi þegar orðið í vatnsaflsvirkjunum og þótt nýj- um hitaveitum hafi fækkað komi á móti aukin þjónusta við þær sem fyrir eru. Áð auki sé á Orku- stofnun verið að afla grunnþekk- ingar á orkulindum og aðstæðum til orkunýtingar og sé slíkt starf lítt háð virkjunarsveiflum. Átján mönnum var sagt upp á Orkustofnun í septemberlok og tilkynnt að ekki verði ráðið í tíu stöður sem losna á næsta ári. - m Kirkjuþing þvi að byrja a nýjum vinnustað. þJÓÐVILJINN 0 68 13 33 ríiMinn V 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er í siðfræði Siðfrœðistofnun Háskólans og Þjóðkirkjunnar Fyrir Kirkjuþingi liggur nú frumvarp um Siðfræðistofn- un Háskóla Islands og Þjóðkirkj- unnar, flutt af Kirkjuráði. Er stofnuninni ætlað tvennskonar hlutverk: Að vera vettvangur rannsókna í siðfræði og vera til ráðuneytis um siðferðisvandamál og verkefni, sem að steðja. Þessu hlutverki skal stofnunin leitast við að gegna með því að veita starfsmönnum sínum og öðrum fyrirgreiðslu um rann- sóknir. Utbúa fræðsluefni um siðfræði handa skólum. Gangast fyrir fyrirlestrum fyrir almenning og starfshópa svo sem hjúkrun- arfræðinga, lækna, kennara, blaðamenn, presta o.fl. Ætlunin er að stjórn Siðfræð- istofnunar skipi þrír menn: frá heimspekistofnun, guðfræði- stofnun og kirkjuráði. Kjörtíma- bil þeirra sé þrjú ár. Stjórninni til ráðuneytis verði lOmannanefnd, tilnefnd af háskólaráði og kirkju- ráði til helminga. Rekstur stofn- unarinnar greiðist af ríkinu að því marki sem fjárlög heimila en að öðru leyti af eigin tekjum. Þjóð- kirkjan leggur stofnuninni til húsnæði og aðra aðstöðu. í greinargerð er bent á að nauðsyn aukinnar fræðslu í sið- fræði geri víða og í vaxandi mæli vartviðsig. Kemurþarm.a. tilný tækni í læknisfræði, (tæknifrjóvg- un, líffæraflutningur). Nýjar leiðir við öflun og dreifingu upp-^ lýsinga (m.a. tölvunotkun), með- höndlun náttúruauðlinda, (veiði- skapur, iðnaður), umbyltingar á sviði stjórnsýslu, viðskipta- og atvinnulífs. Þá er og minnt á vandamál eins og vímuefnanotk- un, fjölskylduvandamál ýmiss konar, umönnun barna, sjúk- linga og gamalmenna o.fl. Þó að Siðfræðistofnun leysi ekki þessi vandamál þá ætti hún að gera kleift að takast á við þau af meiri festu og öryggi en nú. Bent er á að stofnun sem þessi sé nauðsynleg forsenda fyrir skipulegri siðfræði- kennslu í skólum. mhg BLAÐBERAR ÓSKAST í þJÓÐVILJINN Nýja miðbæ Fellsmúla Bakkahvcrfi (Breiðholti) Seljahverfi Ártúnsholt Kópavog (vestur) Kópavog (austur) Smáíbúðahverfi Fossvog Vesturbæ Seitjarnarnes Hafðu samband við okkur þJómnuiNN Siðumúla 6 0 68 13 33 og borgar sig Hlíðar Vettvangur rannsókna Fimmtudagur 8. október 1987 PJÓÐVILJINN - SIÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.