Þjóðviljinn - 08.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.10.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR SriLanka Fríðurinn úti Tamíltígrar myrtu ígœr 160 sinhalesa eftir aðfréttir bárust afþví að 13félagar þeirra hefðufyrirfarið sér í vörslu stjórnarhermanna Tamflskir hryðjuverkamenn gerðu friðarvonir íbúa Sri Lanka að engu í gær. A einum degi myrtu félagar Frelsistígra ta- mfla Eelam 160 manns, almenna borgara og hermenn, í hefndar- skyni fyrir meint sjálfsmorð 13 Tígra í vörslu stjórnarhermanna. Þetta eru verstu ofbeldisverk á eyjunni frá því að Junius Jayaw- ardene, forseti landsins, og Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, gengu frá friðaráætlun til að binda enda á borgarastríð sinhalesa og tamfla á Sri Lanka þann 29. júlí síðastliðinn. Hryðjuverkin voru framin vítt og breitt á norður og austur- hlutum landsinsog fórnarlömbin voru vitaskuld sinhalesar. Ótta- slegnir flúðu þeir þúsundum saman úr austurhéruðunum í gær Tígrarnir hófust handa í gær með því að sprengja herflutning- abifreið í loft upp í norðurfylkinu Polonnaruwa. Sex stjórnarher- menn létust og tíu slösuðust. Járnbrautalest á leið frá Batt- icaloaborg á austurströndinni til höfuðborgarinnar Kólombó var stöðvuð af Tígrum, farþegar reknir út og eldur borinn að vögnunum. Þvínæst voru sinhal- esar flokkaðir frá tamílum og múslimum og 40 þeirra myrtir. Tígrar sátu fyrir áætlunarvagni við Lahugala og skutu 20 manns til bana. Félagar þeirra réðust inní bændaþorp nærri Batticaloa og drápu 38 manns. Samtímis ruddust Tígrar inná einkaheimili sinhalesa í borginni sjálfri og myrtu 17 manns, karla, konur og börn. Þeir réðust ennfremur inní þrjú sjávarþorp í Tincomalee og murkuðu lífið úr öllum er á vegi þeirra urðu, alls lést 31 sinhalesi í því héraði. Embættismenn fullyrtu að um 10 þúsund sinhalesar hefðu flúið Batticaloa og umhverfi og Trinc- omaleehérað í gær. Héldi fólkið ýmist til höfuðborgarinnar eða í nágrannabyggðir. Fjöldi manna hefði leitað athvarfs í lögreglust- öðvum og herbúðum. Þeir kváðu leiðtoga Tígranna hafa gefið mönnum sínum fyrirmæli um að hrekja alla sinhalesa burt úr norður og austurhéruðum Sri Lanka ellegar ganga milli bols og höfuðs á þeim. Indverska stjórnin sendi 11 þúsund hermenn til Sri Lanka þegar samningar leiðtoga ríkj- anna voru undirritaðir og var þeim ætlað að gæta friðar og af- vopna skæruliða. Þeir hafa ber- sýnilega ekki verið vanda sínum vaxnir enda hafa yfirmenn þeirra þráast í lengstu íög við að láta skerast í odda með mönnum sín- um og Tígrum. í gær lýsti stjórnin í Nýju-Delhi því hinsvegar yfir að hún hefði gefið hermönnum sínum fyrir- mæli um að uppræta sveitir Tam- fltígra með öllum tiltækum ráðum. Hún harmaði að hryðjuverkin hefðu átt sér stað og kvað Tíg- rana bersýnilega ætla að gera friðarvonir íbúa Sri Lanka að engu og einskis svífast til að ná því markmiði. -ks. Þessir tveir ætla að hefja sína fjórðu skákrimmu á þrem árum á laugardaginn kemur [ Sevilla á Spáni. Skák Tilbúnir Garrí Kasparof, heimsmeistari í skák, og áskorandi hans og erkifjandi, Anatólf Karpof, hafa um hríð átt náðuga daga og safn- að kröftum fyrir fjórða einvígi sitt um krúnuna er hefst í Sevilla á Spáni á laugardaginn. Kasparof hefur að undanförnu leikið knattspyrnu og synt í Kasp- íhafinu, líkama sínum til ágætis. í sama augnamiði leikur Karpof tennis. Ekki mun vanþörf á því það er alkunna að margra mán- aða skákeinvígi reynir mjög á líkamlegt þrek keppenda. „Þetta einvígi verður án efa i slaginn það erfiðasta til þessa,“ sagði Kasparof nýlega í viðtali við so- véskt dagblað. Karpof fullyrðir að heimsmeistarinn hafi viljað að einvígið færi fram í Bandaríkjun- um en hann sjálfur hefði kosið Sameinuðu arabísku furstadæm- in. Sevilla hefði verið málamiðl- un. Skipuleggjendurnir spænsku hyggjast greiða sigurvegaranum hærri verðlaun en dæmi eru fyrir í heimsmeistaraeinvígi í skák. Sá sem ber hærra hlut frá viður- eigninni hreppir hvorki meira né minna en 74 miljónir króna! -ks. Filippseyjar Upp komst ihh samsæri Yfirmaður hers Filippseyja kvað hœgrimenn ráðgera uppreisn og óvíst vœri hvort stjórnarhermenn gœtu kveðið hana niður Corazon Aquino, forseti Fil- ippseyja, lét í gær loka þrem útvarpsstöðvum í höfuðborginni Manilu og efla hervörð um for- setahöllina. Þetta kvað hafa verið gert vegna þess að stjórnin komst á snoðir um að ný valdaránstil- raun væri í uppsiglingu. „Stjórnin áskilur sér allan rétt til að grípa til nauðsynlegra ráð- stafana til að halda uppi lögum og reglu,“ sagði blaðafulltrúi ráða- manna, Teodoro Benigno, í gær. Snemma í gærmorgun var ríkisstjórnin kvödd saman til neyðarfundar og á honum upp- lýsti yfirmaður hersins, Fidel Ramos, ráðherra um að upp hefði komist um samsæri um að kollvarpa stjórn Aquinos. Sam- særismenn væru ýmsir hægri sinn- aðir stjórnarandstæðingar með eftirlýsta liðsforingja og áhang- endur Markosar, fyrrum einræð- isherra, í broddi fylkingar. Ramos lét á sér skilja að verið gæti að samsærismenn nytu svo mikils stuðnings í hernum að drottinhollir dátar myndu eiga fullt í fangi með að brjóta hugsan- lega uppreisn á bak aftur. Sveitir Alexanders nokkurs Aguirre gæta nú forsetahallar- innar og eru vel búnar vopnum. Aguirre sagði á fundi með frétta- mönnum í gær að allt væri með kyrrum kjörum í höfuðborginni en stjórnarhermenn væru engu að síður í viðbragðsstöðu. „Þeir (uppreisnarmenn) geta látið öllum illum látum, valdið tjóni á eignum og slasað fólk en þeir geta ekki kollvarpað stjórninni." Ákvörðun Aquinos um að láta loka útvarpsstöðvunum þrem sigldi í kjölfar fréttamannafunda tveggja eftirlýstra uppreisnarfor- ingja úr hernum. Reynaldo Cabauatan, fyrrum höfuðsmaður í stjórnarhernum, var potturinn og pannan í tveim valdaránstilraunum í fyrra. Hann ræddi við fjölmiðlalið í 90 mínút- ur í bandarísku Clark- herflugstöðinni í gær og hótaði látum. Samtímis voru 20 fylgis- menn hans teknir höndum í Man- ilu. Ekki fékkst viðhlítandi skýring á því að hann skyldi halda frétta- mannafund í bandarískri her- stöð. Reagan Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir stuðningi sínum við Aquino og fordæmt upphlaupsmenn úr hernum. Talsmaður yfirmanna flugstöðv- arinnar sagðist ætla að kanna málið. Leiðtogi liðhlaupanna er reyndu að ná völdum þann 28. ágúst síðastliðinn, þegar 50 manns létu lífið í átökum, Greg- orio Honasan, ræddi við frétta- menn í beinni sjónvarpsútsend- ingu í gær. Hann endurtók ásak- anir sínar um kommúnistadekur forsetans og fleira. Aquino þótti nóg um að eftirlýstur glæpamað- ur fengi að láta móðann mása í sjónvarpi og lét snimmhendis loka stöðinni. _*ts- Öllum er illa við okkur Japanir eiga í vaxandi efnahagsörðugleikum og sýna mjög sterkar tilhneigingar til að kenna öðrum um Japan er enn eitt af auðugustu ríkjum heims og ekkert ríki græðir meira á utanríkisvið- skiptum - í fyrra meira en áttatíu miljarða dollara. En ekki er samt allt með felldu, japanskir sér- fræðingar eru önnum kafnir við að skilgreina komandi kreppu, metsölubækurnar heita nöfnum sem segja sína sögu - ,Japan í hættu“ og „Hefnd Bandaríkj- anna“. Hagskýrslur segja frá því að jafnvel þau risafyrirtæki japönsk sem Evrópumenn og Bandaríkja- menn hafa mest óttast eigi í erfið- leikum. Toshiba og Hitachi sýna 30% minni arð nú en á sama tíma í fyrra. Sony hefur í fyrsta skipti í sögu sinni verið rekið með tapi, það sama gildir um úraframleið- andann Seiko og bílaframleið- andann Nissan. Viðskiptastríð Eins og menn vita hafa Japanir um langt skeið flutt miklu meira út en þeir flytja inn. Þetta ástand hefur farið mjög í taugarnar á keppinautum í Evrópu og Banda- rikjunum og nú má segja að byrj- að sé viðskiptastríð sem miðar að því að fá Japani til að opna mark- aði sína meir fyrir erlendum vörum svo að jöfnuði megi ná í viðskiptum. Af þessum sökum er mjög um það skrifað í Japan um þessar mundir ( og seljast þær bækur vel), að Kanar og Evrópu- menn hafi fyllst öfund í garð Jap- ana vegna velgengni þeirra, og fjandskapur í garð Japana hafi breiðst út um allan heim. „Menn hata okkur eins og kakkalakka" segir Hideo Itokava, höfundur bókarinnar „Japan í hættu“. Svartsýni Japanir hafa sterka tilhneig- ingu til að túlka það viðskiptast- ríð sem nú um hríð hefur verið í uppsiglingu ekki sem afleiðingu eigin viðskiptastefnu, heldur sem vitnisburð um veikleika annarra, sem séu í rauninni ekki sam- kepnnishæfir. En í þessum efnum blandast saman með sérkenni- legum hætti hroki og vanmeta- kennd. Og svo mikið er víst, að bölsýni breiðist ört út um það þjóðfélag sem til skamms tíma var að springa af bjartsýnni trú á morg- undaginn. Nú telur þriðji hver Japani að framtíðin verði mun lakari en samtíminn og sjálfs- morðum hefur enn fjölgað í þessu mikla sjálfsvígalandi. Leit að sökudólgum í leit að sökudólgum skjóta upp kollinum hin undarlegustu svör, sum reyndar ekki óþekkt í Evrópu. Til dæmis hafa selst mjög vel í Japan að undanförnu bækur sem kenna Gyðingum um þá erfiðleika sem Japanir eru í - og hefur í því tilefni verið dustað rykið af gömlu rússnesku falsriti frá keisaratímunum, Fundar- gerðir Síonsöldunga. Höfundar bókanna halda því fram, að Gyð- ingar, sem taldir eru ráða lögum og lofum í bandarískum iðnaði og fjölmiðlum, ætli að gera Japani að sökudólg, kenna þeim um þá heimskreppu sem spáð er að yfir skelli árið 1990 og eyðileggja um leið orðstí þeirra á mörkuðum heimsins (bygggt á Spiegel) Flmmtudagur 8. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.