Þjóðviljinn - 15.10.1987, Side 2

Þjóðviljinn - 15.10.1987, Side 2
Ragnheiður Arngrímsd. verslunarmaður: Nei ég ætla ekki að setja nagla- dekk undir. Ég nota gróf vetrar- dekk. Við sem keyrum á jeppum þurfum ekki nagladekk. Þar að auki er ég alfarið á móti nöglun- um. Halldór Guðbjarnarson: Nei. Ég er á fjórhjóladrifnum bíl og læt það nægja. Ég er sam- mála gatnamálastjóra og er á móti nöglunum vegna þeirra skemmda sem þeir valda á göt- um borgarinnar. Magnús Arnaids: Ég skipti ekki yfir á naglana á morgun. annars á ég góð vetrar- dekk. Það getur vel verið að ég láti þau duga. Hulda Sigurðardóttir, verslunarmaður: Ég set naglana ekki undir alveg strax. Ég hugsa að það verði ekki fyrr en eftir næstu helgi. Ég hef trú á nöglurtfum og finn stórmun á þeim í hálku og ónegldum hjól- börðum. —SPURNINGIN— Ætlar þú aö setja nagla- dekkin undir í vetur? Gunnlaugur Sigurðsson, framkvæmdastjóri: Ég hef haft það fyrir sið að vera seinastur að skipta af sumar- dekkjum yfir á nagladekkin og ætli það verði ekki eins nú. FRÉTTIP Matarskatturinn Stóð illa í Jóni Svavar Gestsson: Jón Baldvin kemur aftan að kjósendum sínum með matarskattinum. Jón Baldvin Hannibalsson: Svavar Gestsson átti sœti íríkisstjórn sem ber ábyrgð á þessu vitlausa kerfi að fór mjög fyrir brjóstið á Jóni Baldvini Hannibalssyni, fjármálaráðherra, þegar Svavar Gestsson spurði hann á Alþingi í gær, hvar það hefði staðið í stefnuskrá Alþýðuflokksins að fyrstu aðgerðir flokksins í ríkis- stjórnarsamstarfi yrðu að leggja á nýjan matarskatt. „Ekki var það kynnt í fundar- herferð formanns Alþýðuflokks- ins um landið, að ef Alþýðu- flokkurinn fengi einhverju ráðið þá yrði byrjað á því að leggja á matarskatt. Formaður Alþýðu- flokksins kemur því aftan að kjósendum sínum, það er kjarni málsins," sagði Svavar. Jón Baldvin svaraði fyrir sig og sagði að á ferð sinni um landið hefði hann kynnt hugmyndir sínar um einföldun söluskatts- kerfisins. Sagði hann að þessi ummæli kæmu úr hörðustu átt, því Svavar Gestsson bæri ábyrgð á því kolvitlausa söluskattskerfi, sem hefði stóraukið skattsvik í landinu. „Þau lög voru sett í tíð úrræðalausustu og vitlausustu ríkisstjórnar sem setið hefur í landinu." Þetta þótti Svavar merkur dómur um ríkisstjórn sem Alþýðuflokkurinn átti þátt- töku í. Eiður Guðnason tók hins- vegar undir þessi orð formanns síns að þetta hefði verið úrræða- laus og vitlaus ríkisstjórn, enda hefðu kratar sagt sig úr henni. Umræður þessar komu eftir að Svavar Gestsson hafði mælt fyrir frumvarpi um Skattadóm og rannsókn skattsvikamála. Jóni Baldvini þótti rétt að útskýra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa, en það er fyrst og fremst með einföldun skattakerf- isins og afnámi undanþága. Þetta þóttu Svavari ekki nógu skýr svör og sagði að það væri ekki nóg að afnema undanþágur af söluskatti á matvæli og á að- flutningsgjöldum á bflum til fatl- aðra. Það þyrfti að afnema und- anþágur íýrirtækjanna. Spurði hann hvenær von væri á ríkis- stjórnarfrumvarpi um skattlagn- ingu fyrirtækja. Jón Baldvin svaraði því ekki og sagði Svavar þá að það væri að- dáunarvert hversu vel hefði tekist við að skipta um forrit í Jóni Baldvini eftir að hann komst í rík- isstjórn. í framhaldi af þessari umræðu mælti Svavar svo fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um tekj- uskatt og eignarskatt, þar sem lagt er til að dregið verði úr frá- dráttarheimildum fyrirtækja auk þess sem framtöl einstaklinga verða einfölduð mjög. -Sáf Matarskatturinn stóð í fjármálaráðherra á þingi í gær. Almannatryggingar Dagpeningar stórhækki Guðrún Helgadóttir mæltifyrir frumvarpi um að dagpening- ar einstaklinga jafngildi lágmarkslaunum Guðrún Helgadóttir mælti í gær fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um almannatryggingar, þar sem gert er ráð fyrir að fullir dagpeningar fyrir einstakling jafngildi lágmarkslaunum ófag- Iærðs verkafólks fyrir átta stunda dagvinnu, einsog þau eru á hverj- um tíma. Auk þess skal greiða 4% af framangreindum launum fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, þar með talin börn utan heimilis, sem bótaþegi sannanlega greiðir með samkvæmt meðlagsúrskurði eða skilnaðarleyfisbréfi. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en ekki útrætt þá. í greinargerð með frumvarp- inu segir að sjúkradagpeningar hafí um árabil verið svo lág upp- hæð að erfitt sé að koma auga á hvernig tekjulausum einstaklingi sé ætlað að draga fram lífið af þeim. Frá 1. október í ár fær mað- ur, sem verður tekjulaus vegna veikinda, rúmar 10 þúsund krón- ur á mánuði og tæpar þr j ú þúsund krónur með hverju barni. Þá er í frumvarpi Guðrúnar gert ráð fyrir að numið verði úr gildi það ranglæti að mæðralaun skerði sjúkradagpeninga, hafi sá sem þeirra nýtur verið heima- vinnandi. „Upphæðir sjúkradagpeninga eru ljótur blettur á því félagslega öryggi sem almannatrygginga- kerfinu er ætlað að veita og brýn þörf á að úr verði bætt. Það væri verðugt verkefni fyrir nýkjörið Alþingi, sem nú hefur störf, að má hann burt. Kjör sjúklinga, sem undir Iæknishendi eru og eiga ekki kost á öðrum trygging- um en sjúkradagpeningum, eru langt frá öllu velsæmi,“ sagði Guðrún þegar hún fylgdi frum- varpinu úr hlaði. ASáf Námslán Raunvextir boðaðir Jón Baldvin Hannibalsson, Ijármálaráðherra, telur eðli- legt að endurgreiðslur af náms- lánum væru verðtryggðar og beri lágmarks raunvexti. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem haldinn var til að kynna fjárlagafrumvarpið fyrir 1988. Samkvæmt frumvarpinu hækka framlög til lánasjóðsins úr tæpum milljarði í einn og hálfan milljarð króna. Áður hefur Lán- asjóðurinn þurft að taka heil- mikið fé að láni til að standa undir skuldbindingum og að sögn Jóns Baldvins stendur sjóðurinn ekki undir meiri lántökum. Því var ákveðið að gera þá breytingu nú að hækka verulega framlög til sjóðsins. „í framhaldi af þeim breyting- um tel ég eðlilegt að sú breyting verði gerð á endurgreiðslum lána til sjóðsins, að þær verði verð- tryggðar með lágmarksraunvöxt- um,“ sagði Jón Baldvin. Framsóknarmenn hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um vexti á námslán. -Sáf Nýr maður hjáVSÍ Prentvillupúkinn kom- inn á mála í Garðastrœt- inu. Breytir l íh og brenglar Þjóðviljafrétt Lesendur Þjóðviljans hafa ef- laust furðað sig nokkuð á þeirri staðhæfingu á forsíðu blaðsins í gær að ein meginforsenda nýrra fjárlaga væri almenn kauphækk- un. Hér stjórnaði penna fjandvin- ur okkar prentvillupúkinn sem virðist kominn á mála hjá VSÍ, nema hann sé orðinn aðstoðar- maður fjármálaráðherra. Stafurinn 1 í upphaflegum texta breyttist í h, og snerist því fyrir- sögnin við, - þar átti auðvitað að standa að kauplækkun væri ein af helstu forsendum fjárlaganna, sem gera ráð fyrir 10 prósent verðbólgu á næsta ári en aðeins 7 prósent hækkun á kaupinu. Ný Húsfriðun nefhd Menntamálaráðherra hefur skipað í Húsafriðunarnefnd til næstu fjögurra ára. í nefndinni eiga sæti: Þór Magnússon þjóðminjavörður, Hörður Ágústsson listmálari, Þorsteinn Gunnarsson arkitekt! Sturla Böðvarsson bæjarstjóri og Guðmundur Gunnarsson arki- tekt. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 15. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.