Þjóðviljinn - 15.10.1987, Side 5
VIÐHORF
Ráðhúsiðog lýðræðið
Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar
Við borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins lögðum til á síð-
asta borgarstjórnarfundi að
leitað yrði álits Reykvíkinga á
þeirri ráðagerð að reisa ráðhús í
Tjörninni. Við vildum að borgar-
búar væru spurðir um tvennt:
1. Hvort þeir vildu ráðhús í
Tjörninni á horni Vonarstrætis
og Tjarnargötu.
2. Hvort þeir vildu nota mikla
fjármuni úr sameiginlegum
sjóði okkar til þess að byggja
ráðhús núna.
Borgarstjórinn lagði til að til-
lögu okkar um almenna atkvæða-
greiðslu yrði vísað frá. Og eins og
venjulega voru 9 hendur sjálfs-
tæðisins á lofti þegar frávísunart-
illaga Davíðs var borin upp. Eng-
inn hinna lýðræðiselskandi
Sjálfstæðismanna vildi heyra
rödd fólksins áður en ákvörðun
um þetta stórmál væri tekin.
Á þessum eina fundi sem ráð-
húsið var til umræðu samþykktu
Sjálfstæðismenn ásamt borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins til-
lögu Davíðs Oddssonar gegn 5 at-
kvæðum Alþýðubandalags, Al-
þýðuflokks og Kvennalista. Til-
lagan er stutt og laggóð: „Borgar-
stjórn samþykkir að byggja
ráðhús fyrir Reykjavíkurborg
skv. teikningu þeirri, sem hlaut 1.
verðlaun í samkeppni um bygg-
inguna. Þar sem byggingin er
staðsett á viðkvæmum stað skal
hraða framkvæmdum eins og
frekar er kostur.“
Viðkvæmasti
staðurinn
Það eru orð að sönnu að stað-
urinn sem borgarstjóri valdi er
viðkvæmur. Líklega er það skýr-
ingin á því að enn hefur ekki risið
ráðhús í Tjörninni, þótt áratugir
séu síðan að draumar um slíkt
vöknuðu í brjóstum einstaka
manns. Reyndar gekk málið svo
langt á 6. áratugnum að bæjar-
stjórn samþykkti gríðarlega
byggingu við norðurenda Tjarn-
arinnar, en aldrei varð þó af
framkvæmdum, góðu heilli.
Teikningin sem nú hlaut 1.
verðlaun er vissulega spennandi
og húsið fagurt, a.m.k. fyrir minn
smekk. Það er ekki við arkitekt-
ana að sakast því að í samkeppni
var aðeins boðið upp á þennan
eina stað. Ákvörðun um staðar-
valið var hinsvegar hvergi tekin á
um Tjarnargötuna og aðrar
þröngar umferðaræðar miðbæj-
arins.
Á borgarstjórnarfundinum var
vakin athygli á áhyggjum líffræð-
inga af hugsanlegri röskun lífríkis
Tjarnarinnar við þessar fram-
kvæmdir. Sjálfstæðismenn sögð-
Hvorugt er tilfellið.
Það er kaldhæðnisleg tilviljun
að ráðhúsupphæðin, 750
milljónir, er einmitt sú fjárhæð
sem þyrfti til þess að byggja barn-
aheimili fyrir þau börn sem voru
á biðlista borgarinnar eftir dag-
vistarplássum um síðustu ára-
„Ráðamenn hljóta að skoða betur hug
sinn efþeirfinna að gjörðir þeirra ganga
í berhögg við viljafólksins semfékk
þeim umboð sitt. Og menn skulu minn-
ast þess að enn er ekkert ráðhús risið í
Tjörninni þótt bœjarstjórn Reykjavíkur
hafi gert um það samþykktfyrir 30
árum. “
eðlilegum vettvangi borgarkerf-
isins - ekki í borgarráði eða borg-
arstjórn og ekki heldur í dóm-
nefndinni, eftir því sem hefur
verið upplýst.
En þótt teikningin sé góð er
hverju barni ljóst að Tjörnin og
umhverfi hennar gjörbreytist við
þetta stórhýsi. Stór hluti er tek-
inn af Tjörninni og röð gamalla,
virðulegra húsa við Tjarnargöt-
una mun ekki lengur njóta sín
sem borgarprýði. Iðnó og fleiri
eftirlætishús okkar við Vonar-
strætið munu verða hálfhjárænu-
leg við tilkomu þessa nýja nág-
ranna.
Og þá er enn ótalin breytingin
á umferð um þetta þrönga hjarta
Reykjavíkur. Dekurdýrið sem
nefnist einkabíll á nefnilega að
þrengja sér ofan í Tjörnina,
hvorki meira né minna en á
þremur neðanjarðarhæðum. í
þessu undirdjúpahúsi eiga að
rúmast 330 bflar. Og það á ekki
að flytja þá að og frá með þyrlu,
heldur munu þeir auka þungann
ust hvergi vera bangnir, en upp-
lýstu jafnframt að engar rann-
sóknir væru til sem segðu af eða á
um þvflíka hættu.
Þessar hugmyndir um upp-
skurð á hjarta Reykjavíkur vild-
um við bera undir borgarbúa.
Það er óviturlegt að gjörbreyta
þessum viðkvæmasta stað borg-
arinnar ef það er í ósátt við þorra
íbúanna. Þessi breyting var ekki
boðuð fyrir kosningarnar í fyrra.
Ráðhúsi í Tjörninni var hvergi
veifað á loforðalista Sjálfstæðis-
manna, svo ekki fengu þeir fylgið
út á það.
Hvað er mikilvægast?
Hin hliðin á þessu stórmáli eru
útgjöldin úr sameiginlegum sjóði
okkar. 750 milljónir eru áætlaðar
í framkvæmdina. Sú upphæð á
eftir að hækka með lántökum
sem kosta skildinginn. Það er því
ljóst að drjúgur peningur fer í
ráðhús næstu árin. Það væri svo-
sem í lagi ef okkur bráðvantaði
ekki þessa aðstöðu og ef brýnni
verkefnum væri sæmilega sinnt.
mót. Reyndar hafa biðlistarnir
lengst síðan. Auk barnanna er
gamalt fólk á vanrækslulista
borgaryfirvalda. Nú bíða um
1100 aldraðir eftir öruggum sam-
astað sem hentar þörfum þeirra.
Þar af eru 500 í brýnni þörf fyrir
þjónustuíbúð, vistheimili eða
hjúkrunarpláss. Ráðhúspening-
arnir verða heldur ekki notaðir til
að bæta úr mikilli þörf Reykvík-
inga fyrir leiguhúsnæði á viðráð-
anlegum kjörum. Þetta eru dæmi
um verkefni sem við viljum gera
átak í áður en við leyfum okkur
að setja hundruð milljóna í
ráðhús. Og við teljum að margir
Reykvíkingar meti forgangs-
röðun verkefna á svipaðan hátt.
Um það vildum við spyrja þá.
Þeir voru ekki spurðir í kosning-
unum í fyrra.
Ábyrgð eða forræði
Rök Sjálfstæðismanna gegn til-
lögu okkar um almenna atkvæða-
greiðslu opinberuðu virðingar-
leysi fyrir dómgreind Reykvík-
inga. Þeir töldu að með slíku at-
hæfi væri verið að „æsa upp íbú-
ana“ og „rugla þá í ríminu“, svo
vitnað sér í orð borgarstjóra.
Ábyrgð borgarfulltrúa var mikið
höfð á orði og svo var að skilja að
öllu lýðræði væri fullnægt með
því að kjósa fulltrúa á fjögurra
ára fresti. Fannst mér skorta á að
menn gerðu sér ljósan muninn á
ábyrgð og forræðishyggju. Vissu-
lega er borgarfulltrúum falið
mikið vald í kosningum og þeirra
er að taka stórar og smáar á-
kvarðanir. En mál geta verið þess
eðlis að sjálfsagt er að bera þau
undir almennan dóm. Sérstak-
lega ef þau hafa ekki verið á dag-
skrá þegar stjórnendur voru vald-
ir. Við teljum að ráðhúsið sé tví-
mælalaust þess eðlis. Skyndi-
könnun Bylgjunnar sama dag og
málið var afgreitt í borgarstjórn
sýndi að fólk hafði afdráttar-
lausar skoðanir til þessarar ráða-
gerðar. 15 manns, sami fjöldi og
situr í borgarstjórn, hringdu í
strikklotu og ■ þar féllu atkvæði
þveröfugt við það sem gerðist
stuttu síðar í Skúlatúni 2-10 voru
á móti, 5 með.
Á þeim hálfa mánuði sem lið-
inn er síðan meirihluti borgar-
stjórnar ákvað að byggja ráðhús í
Tjörninni hef ég orðið vör við
mikla óánægju manna með þessa
ákvörðun. Hún kom fólki í opna
skjöldu og margir velta því fyrir
sér hvort ekkert fái þessari
ákvörðun breytt. Þótt Reykvík-
ingum hafi verið meinað að tjá
vilja sinn í almennri atkvæða-
greiðslu getur ekkert bannað
þeim að gera það á annan lýðræð-
islegan hátt. Ráðamenn hljóta að
skoða betur hug sinn ef þeir finna
að gjörðir þeirra ganga í berhögg
við vilja fólksins sem fékk þeim
umboð sitt. Og menn skulu minn-
ast þess að enn er ekkert ráðhús
risið í Tjörninni þótt bæjarstjórn
Reykjavíkur hafi gert um það
samþykkt fyrir 30 árum.
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi
Alþýðubandaiagsins
Opið bréf
til Þrastar Asmundssonar fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins á Akureyri
Akureyrf, 14. október 1987
Kæri Þröstur
Undanfarin tvö ár höfum við
átt prýðilegt samstarf í bæjarmál-
um fyrir Alþýðubandalagið á Ak-
ureyri. Á störf þín sem formanns
félagsins hefur aftur á móti lítið
reynt, þar sem félagsfundurinn
síðastliðinn laugardag var í raun
sá fyrsti sem haldinn er eftir að þú
tókst við formennsku í júní síð-
astliðnum.
Vegna þess hve andinn hefur
verið góður í starfinu hér kom
mér nokkuð á óvart sú stóryrta
yfirlýsing sem þú birtir í Þjóðvilj-
anum á þriðjudaginn.
Það hefur varla farið framhjá
mörgum að á fundinum á laugar-
daginn voru meðal annars kjörnir
fulltrúar á landsfund flokksins,
og í kjölfarið komu fram miklar
samsæriskenningar vegna þess
eina atkvæðis sem þig vantaði til
að ná kjöri.
Lítum aðeins á fulltrúakjörið.
Allir sem kjörnir voru gegna og
hafa gegnt ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir félagið. Af þeim fjórtán
sem náðu kjöri sem aðalfulltrúar
Sigríður Stefánsdóttir skrifar
„Það er aftur á móti óþolandi aðfélagar
okkar hér á Akureyri, sem mættu áfund
og tóku þátt í lýðrœðislegri kosningu,
skuli að ósekju dragast inn í þá hörku,
sem þú kýst, því miður, að setja í
formennskukjörið með yfirlýsingu
þinni. Sú harka erflokknum ekki til
góðs“
voru þrír fjarstaddir þegar kosið
var. Fjögur voru nú í fyrsta sinn
kjörin til að fara á landsfund,
flest fremur nýir en mjög virkir
félagar. Fjórtánda sætið hlaut
kona sem fékk jafnmörg atkvæði
og þú þannig að tilviljun réð hver
hlaut aðaifulltrúasætið og fyrsta
til þriðja varamannssæti. Allt það
fólk, og reyndar mun fleiri fé-
lagar, hefðu átt mikið erindi á
landsfund.
Þér líkar ekki niðurstaðan og
hefur því kosið að fara fram með
látum og ásökunum í garð flokks-
systkina þinna hér, kallar þau því
útjaskaða skammaryrði „flokks-
eigendur“, og sakar þau um
gífurlegt samsæri, og að troða
lýðræðið fótum með offorsi.
Þau, segi ég, þar sem þú sagðir
við mig að þú teldir mig ekki hafa
verið með í hinu meinta samsæri.
Það hlýtur reyndar að vekja til
mikillar umhugsunar að hægt sé
að setja slíkar ásakanir og stór-
yrði á prent, rakalaus og án allra
sannana, og að fjölmiðlar skuli
gleypa við þeim, smjatta, og
þakka fyrir uppsláttarfrétt.
Það er að sjálfsögðu þitt mál að
þú segir af þér sem formaður fé-
lagsins. Mér þykir það að vísu
leitt, en enginn getur neytt þig til
að gegna því starfi gegn vilja þín-
um.
Ég verð líka að þola að tæki-
færið sé notað til að gera framboð
mitt til formennsku í flokknum
tortryggilegt. Það eru fleiri
óskemmtilegar aðferðir notaðar
til þess.
Það er aftur á móti óþolandi að
félagar okkar hér á Akureyri,
sem mættu á fund og tóku þátt í
lýðræðislegri kosningu, skuli að
ósekju dragast inn í þá hörku sem
þú kýst, því miður, að setja í
formennskukjörið með yfirlýs-
ingu þinni. Sú harka er floicknum
ekki til góðs.
Tilgangur minn með því að
gefa kost á mér sem formaður
flokksins er auðvitað sá einn að
taka þátt í því ásamt öðrum fé-
lögum um allt land að efla flokk-
inn að innri styrk og til áhrifa í
þjóðfélaginu. Ein forsenda þess
er að það takist að ná betri sam-
stöðu í forystu flokksins en verið
hefur um nokkurt skeið og að fé-
lagar standi þétt saman. Eg vona
að þú sjáir þér fært að taka þátt í
því nauðsynlega uppbyggingar-
starfi þó að stundarreiði virðist
hafa dregið ský fyrir sjónir þínar
um sinn.
Sigríður Stefánsdóttir
r
Flmmtudagur 15. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5