Þjóðviljinn - 15.10.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 15.10.1987, Page 7
AFMvELI Séra Rögnvaldur Finnbogason sextugur í dag í september 1957 gerðust merkir atburðir í þjóðarsögunni. Þá var fiskveiðilögsagan færð út í 12 mflur en Bretar sendu í fyrsta skipti herskip á vettvang til verndar togurum sínum og til ár- ása á íslensk varðskip m.a. hand- tóku þeir íslenska varðskipsmenn og héldu þeim föngnum í hálfan mánuð. Þessi tíðindi vöktu mikla reiði um land allt og margar óvæntar spurningar kviknuðu á vörum landsmanna: Hvers virði er varnarlið sem ekkert aðhefst þegar að okkur er vegið? Er ein- hver glóra í NATO-aðild þegar NATO-herskip ráðast að til að ræna okkur lífsbjörginni? Það var á þessum sögulegu dögum sem leiðir okkar séra Rögnvalds Finnbogasonar lágu saman í fyrsta sinn. Við ferðuð- umst saman um Austur- og Norð- urland úr einu plássi í annað og héldum fundi ásamt Jónasi Árna- syni og rökræddum stríð og frið. Afstaða okkar til bandaríska hersins var að vísu lítt tengd land- helgismálum, þegar öllu var á botninn hvolft. Ræður okkar fjölluðu fremur um vígbúnaðar- brjálæðið og kjarnorkuháskann. En tilefnið var ærið. Engum sem kynnist séra Rögnvaldi dylst, að þar fer mikill kennimaður og frábær mælsku- maður. Hann vekur ekki athygli fyrir ákafa og stóryrði heldur fyrir mannvit og þekkingu; hann er smekkvís og orðheppinn og flytur mál sitt áreynslulaust af heillandi þunga með sinni djúpu hljómmiklu rödd. Rögnvaldur kynntist ungur al- þjóðlegum friðarhreyfingum og flutti friðarboðskap af predikun- arstólum kirkjunnar löngu áður en það þótti almennt við hæfi. í kalda stríðinu miðju þurfti til þess talsverða djörfung en hana hefur Rögnvald aldrei skort. Hann hefur gengið hiklaust til allra verka, smárra sem stórra, og ævinlega eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Rögnvaldur er listamaður að eðli og hefur næmt auga fyrir því sem fagurt er. Hann er ótrúlega fljótur að setja saman ræður sínar og fyrirlestra sem vakið hafa mikla athygli og aðdáun. Hann skortir það eitt til að skila frá sér merkum bókmenntum að ætla sér það. Við Rögnvaldur höfum verið vinir og sálufélagar tæpa þrjá ára- tugi. Rögnvaldur er sterkur per- sónuleiki með hlýlegt viðmót og PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA í hin ýmsu hverfi borgarinnar. Um hálfsdagsvinnu er að ræða frá kl. 8-12 á hádegi. Upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu póstmeistara, Ármúla 25 og póstútibúum. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða fólk til póstafgreiðslustarfa. Um er að ræða dagvinnu og vaktavinnu. Upplýsingar eru veittar hjá skrifstofu póstmeistara, Ármúla 25 og í síma 687010. REYKJMIIKURBORG StÖcácZ Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27 Laust er til umsóknar 100% starf á vakt, morgun- vaktir, kvöldvaktir og helgarvaktir. Starfssvið: að- stoð og umönnun aldraðra. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. Berðu ekki við tímaleysi _ í umferðinni. Þaö ert sem situr undir stýri. yUMFERÐAR RÁÐ P5?87\, einstakt skopskyn. Hann er um- fram allt mannlegur og hendir óspart gaman að breyskleika sín- um, laus við tilgerð og tepruskap sem margan manninn hrjáir. Við hjónin árnum Rögnvaldi heilla á sextugsafmæli og þökkum þeim Kristínu margar ánægjulegar samverustundir - með von um sem flestar í framtíð- inni. Ragnar Arnalds Ég frétti það fyrst af séra Rögnvaldi, að hann var sá klerk- ur sem hafði kjark til að segja sínar skoðanir á hersetu, vígbún- aðarkapphlaupi og öðrum ó- fögnuði - löngu áður en flestum öðrum kirkjunnar mönnum þótti við hæfi að skipta sér af friðar- málum, sem kalda stríðið hafði gert að laumukommúnisma. Þetta þótti mér merkilegt. En enn merkilegra var það svo að kynnast manninum sjálfum, þeim orðheppna, margfróða og hugmyndaglaða manni sem tekst svo ágætlega að halda sérí drjúgri fjarlægð frá grámósku og leiða. Séra Rögnvaldur er grúskari af þeirri góðu náttúru sem lætur hann upptendrast af sínu við- fangsefni, eins og ganga inn í það heillaður. Hvort sem hann hefur nú látið ánetjast gnostískum guðspjöllum, nýdregnum upp úr fornum krúsum í eyðimörkinni, hassidískum gyðingasögum, eða múslimskum súfisma. Nú síðast hefur Rögnvaldur orðið mjög forlyftur í orþódoxíunni og hefur þá hugann alveg sérstaklega við þær fagurlega máluðu spýtur, ík- onana, sem rétttrúaðir hafa mikla helgi á og eru mettaðir hjartnæmu bænakvaki margra alda og þar með ummyndaðir til kraftbirtingar. Það er svo rétttrúnaðinum í séra Rögnvaldi að þakka að ég óverðugur fékk að snæða með honum og biskupum merki- legum, öðrum eygpskum, hinum rússneskum, í vetur leið. Og mætti ég þá segja eins og Óli Maggadon þegar hann hafði setið og hjalað við Einar Ben: þá var nú ekki töluð vitleysan karl minn. Ég vil á þessu afmæli þakka séra Rögnvaldi kærlega fyrir það kvöld og svo margt annað spjall. En þó enn meir þakka honum fyrir þá alúð sem hann sýnir og þá gáfu sem hann er örlátur á að kunna að jarða menn með fullri virðingu og skáldlegum skilningi á þeim undursamlegu sérkennum hvers manns, sem aldrei voru saman komin í persónu fyrr og verða ekki um aldir. Bis hundert zwonzig johr, rebenke. Árni Bergmann Rögnvaldur Finnbogason tekur á móti gestum að Búðum á laugardag, sautjánda október. Verkakvennafélagið Framtíðin Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveöið hefur veriö aö viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 13. þing Verka- mannasambands íslands sem haldið verður á Akureyri dagana 28.-31. október 1987. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 19. október 1987. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félags- manna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins Strandgötu 11. Stjórnin Skóladagheimilið Hagakot Okkur vantar fóstru eða kennara í fullt starf frá 1. nóvember. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Steinunn Geirdal í símum 29270 og 27683. XXX Rögnvaldur Finnbogason fæddist 15. október 1927 í Hafn- arfirði, sonur hjónanna Ingi- bjargar Magnúsdóttur og Finn- boga Jónssonar. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1947, cand. theol frá Háskóla íslands 1952 og næsta ár var hann við nám í trúarbragða- sögu við Lundúnaháskóla. Hann hefur verið sóknarprestur í Skút- ustaðaprestakalli, í Bjarnarnesi í Hornafirði, á Mosfelli í Grímsnesi, á Valþjófsstað, í Staf- holti, á Hofi í Vopnafirði, á Seyðisfirði, Siglufirði og á Stað- astað síðan 1973. Hann hefur kennt við marga skóla, flutt er- indaflokka í útvarp um íslam, Hindúasið, Gyðingdóm og dul- hyggju, þýtt bækur - m.a. Ég lifi eftir Martin Grey. Kona hans er Kristín Thorlacius. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 DJÓÐVELJINN blaðið sem vitnað erí . <<:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.