Þjóðviljinn - 15.10.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.10.1987, Blaðsíða 8
Þorvaldur S. Þorvaldsson, formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, stjórnar söng á samkomunni í Grensási en Eiríkur Guðjónsson úr Rangárvallasýslu, og Sveinbjörn Dagfinnsson úr Reykjavík taka hressilega undir. Mynd: sibl. Aðalfundur Skógræktarfé- lags íslands var að þessu sinni haldinn í Stykkishólmi. Mun ástæðan fyrir því, að Stykkishólmur varð fyrir val- inu, ekki hvað síst hafa verið sú, að á þessu ári er Skóg- ræktarfélag þeirra Hólmara 40 ára. Þótti skógræktar- mönnum mjög við hæfi að gera afmælisbarninu myndar- lega heimsókn á þessum merku tímamótum. Reykvfkingar og raunar fleiri fóru með langferðabíl frá Um- ferðarmiðstöðinni á slaginu kl. 6 sd. fimmtudaginn 3. sept. Komið var til Stykkishólms seint á 10. tímanum og haldið beint á hótel- ið. En þótt í húsi því séu „margar vistarverur”, eins og sagt er um annan góðan stað, þá rúmuðust þar ekki nándar nærri allir að- komumenn. Var því verulegur hluti þeirra vistaður víðs vegar um bæinn. Þeirra á meðal blaða- maður Þjóðviljans. Var hann til húsa að Lágholti 21, hjá þeim Sigurþóri Hjörleifssyni og Magn- dísi konu hans og átti þar góðar gistinætur. Fundur er settur Kl. 10 á föstudagsmorgun hófst svo fundurinn með setningar- ræðu formanns Skógræktarfélags fslands, Huldu Valtýsdóttur. Færði hún Skógræktarfélagi Stykkishólms hamingjuóskir með afmælið, minntist skógrækt- arfrömuðarins Tryggva Sig- tryggssonar á Laugabóli, sem lát- ist hafði frá því að síðasti aðal- fundur var haldinn, skipaði starfsmenn fundarins og skýrði frá störfum stjórnarinnar á liðnu ári og afdrifum þeirra ályktana sem síðasti aðalfundur fól stjórn- inni til fyrirgreiðslu. Gat þess einnig að allmörg ný skógrækt- arfélög hefðu verið stofnuð á ár- inu, flest austanlands. Ávarp flutti og formaður Skóg- ræktarfélags Stykkishólms, bauð fundarmenn velkomna og lét í ljósi þá von að fundurinn mætti verða verkadrjúgur. Þá flutti Jón Helgason land- búnaðarráðherra ávarp. Áhuga- fólk um skógrækt þarf tvennt, sagði ráðherrann: Plöntur og land. Lagði áherslu á að Skóg- ræktin útvegaði sem ódýrastar plöntur. Hefði beðið landgræðsl- una að svipast um eftir hentugu landi fyrir fólk til gróðursetning- ar og það hefði hún gert. Allir, sem þess óskuðu, þyrftu að fá skákir án mikils kostnaðar. Snorri Sigfússon framkvæmda- stjóri flutti fróðlega skýrslu um störf skógræktarfélaganna. Skóg- ræktarfélag Borgfirðinga tók til friðunar leiguland í Grafarholti í Stafholtstungum. Á vegum Skóg- ræktarfélags Skagfirðinga var sett um 2,5 ha girðing á Hólum í Hjaltadal og gróðursettar þar 4 þús. plöntur. Stækkuð voru girð- ingarhólf víðs vegar um land. Alls voru á sl. ári gróðursettar á vegum skógræktarfélaganna um 500 þús. plöntur, helmingi fleiri en árið áður. Eyfirðingar plönt- uðu um 30 þús. plöntum í bænda- skóga og Suður-Þingeyingar um 20 þús. Tveir menn ferðuðust á milli skógræktarfélaganna og leiðbeindu og aðstoðuðu við grisjun. Ekki er rúm til þess að grípa frekar á skýrslu Snorra framkvæmdastjóra, en öll var hún hin fróðlegasta og ber þess vitni að víða er vel að verki staðið hjá skógræktarfélögunum. „Hæstiréttur og sitka- lús” Sigurður Blöndal skógræktar- stjóri kvað trjávöxt hafa verið óvenju góðan að þessu sinni, enda sumarið hið hlýjasta sem komið hefði síðan 1966, og mið- aði þá við Reykjavík. En þótt vel hafi þannig árað fyrir trjávöxtinn hefur þó tvennt slæmt gerst. í rsta lagi hæstaréttardómurinn í sgarðsmálinu, þar sem úr- skurðað var að andvirði jarðar- innar Ásgarðs í Grímsnesi skyldi renna til erfingjanna en ekki Skógræktarinnar, eins og eigend- urnir ætluðust til. í öðru lagi það að sitkalúsin sem haldið hefur sig sunnanlands er nú komin til Austurlands, en vonast var til að kuldinn þar myndi reynast henni um megna. Skógræktin á nú mjög vaxandi byr að fagna, sagði skóg- ræktarstjóri, en nægir hann til þess að feykja seðlum upp úr ríkiskassanum? Fagnaði skóg- ræktaráhuga bændasamtakanna, sem bæði ályktanir Búnaðarsam- bandsins og Stéttarsambandsins bæru vott um. I skógræktarlögum er kafli um stuðning við nytja- skógrækt á bújörðum en naumast nægur. Við framkvæmdir við ræktun nytjaskóga verður Skógrækt rtkisins að vera leiðandi afl, líkt og í nágrannalöndunum. Pening- arnir koma frá ríkinu í hvaða farveg sem þeir verða svo látnir renna. Sérmenntaðir skógrækt- armenn verða að skipuleggja þá ræktun sem ríkið leggur fé til og hafa eftirlit með framkvæmd hennar, þannig er það í öllum þróuðum skógræktarlöndum. Drap einnig á nýtt skipulag fyrir Skógræktina sem miðaði að einföldun kerfisins, m.a. með því að gera boðleiðir greiðari og styttrí og fækka rekstrardeildum. í þann mund sem Sigurður Blöndal hafði. lokið máli sínu komst á kreik eftirfarandi erindi, sem kennt var Sveinbirni alls- herjargoða á Draghálsi: „Skógræktarmenn á grœnni grein, gremja og hrella þau verstu mein. Angra samt mest þeirra hrís og hús Hœstiréttur og sitkalús. ” Þessu næst las og skýrði Baldur Helgason gjaldkeri reikninga Skógræktarfélagsins og fluttar voru skýrslur einstakra félaga. Svarar til eins íþrótta- vallar Hófust nú almennar umræður. Verða þær ekki raktar hér nema að litlu leyti. Bent var á að bændaskógar hefðu ekki komist á nægan rek- spöl vegna fjárskorts. Ekki skortir áhuga hjá bændum en Skógræktin þarf að fylgja málinu 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 15. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.