Þjóðviljinn - 15.10.1987, Side 10
FLÓAMARKAÐURINN
Óska eftir að kaupa
litsjónvarp, einnig „fifties" Ijósa-
stæði. Uppl. í síma 681936.
Góður bíll til sölu
Til sölu Fiat árg. ’85. Einstaklega
sparneytinn og þægilegur bíll í
toppstandi. Vetrardekk fylgja. Til
greina koma skipti á ódýrari. Uppl. í
síma 681310 kl. 9-17 og í síma
13462 e. kl. 19.
Húsnæði óskast
Ungt par, háskólanemar óskar eftir
2-3 herb. íbúð á leigu. Uppl. í síma
656299 eftir hádegi.
Bráðvantar
íbúð litla eða stóra. Erum 2 í heimili,
fullorðin og barn. Góðri umgengni
og skilvísum greiðslum heitið. Uppl.
í síma 50751.
Ferðaritvél óskast
til kaups. Þarf að vera í góðu standi.
Hringið í síma 22507 eftir kl. 5.
Til sölu fallegur
íslenskur hnakkur
sem nýr. Á sama stað eru til sölu
Islendingasögurnar, nýtt eintak,
(Islendingasagnaútgáfan). Auk
þess vandaður cellóbogi. Uppl. í
síma 29105.
Til sölu
nýtt 10 gíra karlmannsreiðhjól, ung-
barnastóll og hár barnastóll á sann-
gjörnu verði. Sími 18684.
Saumið jólafötin á
ykkur og börnin
Saumanámskeið hefst í Hlaðvarp-
anum laugardaginn 17. okt. Kennt
verður 5 laugardaga frá kl. 9-2. Sig-
rún Guðmundsdóttir, kennari og
hönnuður. Upplýsingar á kvöldin í
síma 16059 eða 17639.
Ársgömul Lancia „Skutla“
lúxusgerðin, fæst í skiptum fyrir
ódýrari bíl og peningamilligjöf.
Uppl. í síma 18054 eftir kl. 18.
Vantar ódýra
veggskápa í geymslu
Mættu vera úr eldhúsinnréttingu.
Uppl. í síma 681333 f.h. og 31197
e.h.
Renault 12 TL 78
til sölu. Skoðaður '87. Sumar- og
vetrardekk. Snyrtilegur og spar-
neytinn bíll. Selst ódýrt gegn stað-
greiðslu. Uppl. ísíma41831 eftirkl.
17.
ísskápur til sölu
UPO, stærð 120x50x60 cm. Uppl. í
síma 666709.
Vil kaupa þrekhjól
og kvenreiðhjól á skikkanlegu
verði. Sími 16376 milli kl. 9-5.
Húsnæði óskast
4-5 herb. íbúð óskast á leigu í Hafn-
arfirði, Kópavogi eða Garðabæ.
Sími 36742 eftir kl. 18.
Óska eftir
að kaupa ódýrt
notaðan ísskáp, þvottavél og ryk-
sugu. Uppl. í síma 681078 eða
76620 f.h.
Til sölu
vetrardekk á Daihatsu Charade,
12”. Uppl. í síma 29545.
2 barnastólar og
1 barnabílstóll
(Klippan) til sölu. Sími 15719.
Til sölu barnavagn
og barnakerra, regnhlífarkerra.
Sími 28814.
Austin Mini 74
fæst gefinst gegn því að vera sóttur.
Skoðaður '86 en óökufær eftir
árekstur. Nánari upplýsingar í síma
36110 eftir kl. 18.
Handunnar rússneskar
tehettur og matrúskur
í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta.
Ath. Get komið með vörurnar á t.d.
vinnustaði og í saumaklúbba ef
óskað er. Uppl. í síma 19239.
Til sölu
gamalt, mjög gott vandað hjónarúm
án dýnu. Stærð 1,40x1,80. Sími
651616 (Þórhallur) og eftir kl. 19 í
síma 54327.
Óska eftir
ryksugu til kaups. Sími 12687.
Til sölu
Datsun 140 Y árg. '79, skoðaður
'87. Boddy lélegt. Fer á kr. 30.000-.
Staðgreitt. Uppl. í síma 45622
seinni partinn föstudag og um helg-
ina.
Ryksuga óskast
Óska eftir að kaupa nýlega góða
ryksugu. Sími 681331 kl. 9-17 og
13462 eftir kl. 19.
Hef til sölu vörur
af gömlum lager í litlu magni. Hent-
ugt fyrir torgsölu. Uppl. í síma
21112 á kvöldin.
Trommusett til sölu
Gamalt, en nothæft trommusett til
sölu. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma
34959.
Til sölu
3 dekk á felgum á Golf bifreið. Uppl.
í síma 36687 eftir kl. 18.
Hjólhýsi - baðkar
Óska eftir ódýru hjólhýsi. Má þarfn-
ast viðgerðar á grind eða beisli. Á
sama stað fæst gefins baðkar.
Uppl. í síma 40591 eftir kl. 20.
Finnst þér leiðinlegt...
að ryksuga? Þá skal ég gjarnan
kaupa af þér gömlu ryksuguna
þína. Mér finnst nefnilega svo gam-
an að ryksuga. Uppl. í síma 37537.
Til sölu
Ftauðar stofugardínur, 8 lengjur.
Stórisar geta fylgt. Uppl. í síma
32053 eftir kl. 2.
Til sölu
óslitin nagladekk
stærð 155x13. Verðtilboð. Uppl. í
síma 666927 eftir kl. 18.
Til sölu ódýrt
vel með farinn ofn AEG. Hiuti af
eldhúsinnréttingu getur fylgt. Uppl. í
síma 42752 síðdegis.
Til sölu
karlmanns- og kvenmannsreiðhjól.
Selst ódýrt. Uppl. í síma 32113 eftir
kl. 4.
Kassagítar
Óska eftir að kaupa góðan, stóran
kassagítar. Sími 44465.
Ódýrt píanó óskast
Óska eftir að kaupa píanó. Sími
688224.
Fyrir lítið
Fíat 128 árg. 1978 með ösku-
bökkum afturí, ónýta tímareim og
lítið ryðgaður til sölu fyrir lítið. Hafið
samband í síma 681663 og spyrjið
eftir Herði.
Gott geymsluherbergi
til leigu
Á sama stað er gott ullarteppi til
sölu. 260x260. Sófaborð úr ma-
honí. Selst ódýrt Sími 681455.
Til sölu
mjög lítið notuð
Philco þvottavél. Verð kr. 20.000.-
Barnaskrifborð úr furu. Verð kr.
2.500.- Lundby dúkkuhús m /
húsgögnum. Verð kr. 1.500.-. Sími
74348.
Barnavagn
Mjög fallegur barnavagn til sölu.
Verð kr. 15 þús. Uppl. í síma 50226.
Myndlistarmaður
óskar eftir að leigja sal sem er að-
gengilegur fyrir menn í hjólastól,
kyntur og með aðgang að salerni.
Vinsamlegast hringið í síma 34323
eða 24201.
Vetrardekk á Trabant
til sölu
Uppl. í síma 671901 eftir kl. 7 á
kvöldin.
ERLENDAR FRÉTTIR
Hugvit
Uppfinningamennfrá þremur heimsálfum sýna hugarfóstur
sín á samsýningu í Tókýíó
Tómasi heitnum Edison væri ef-
iaust diliað ef hann mætti vera
viðstaddur sýningu eina í Tókíó
þessa dagana, en þar sýna 90
snillingar frá þremur heimsálfum
uppfínningar sínar.
Uppfinningarnar spanna afar
vítt svið, allt frá talandi klósetti
og píanói fyrir tónlistarmenn
með stutta putta til vélar einnar
sem auðveldar fólki veðmál á
kappreiðum.
Sýningin stendur út þessa viku
og eru uppfinningamennirnir frá
Asíu, Ástralíu og Bandaríkjun-
um. Peirra á meðal er doktor Ken
Hashimoto, en hann hefur fundið
upp fjölhæfasta rafmagnstól sem
sögur fara af, en það á að geta
læknað allt frá bólum til brenni-
vínssýki. Því til sönnunar var
gestur einn á sýningunni njörvað-
ur niður í maskínu þessa og
tengdir í hann vírar; alfabylgju-
kransinn.
Annar fylgihlutur er settur á
höfuðið og líkist hann geislabaug
úr gúmmíi. Honum er ætlað að
örva alfabylgjurnar í heilanum og
þar með hressa upp á andlega
hæfileika fólks. „Þetta hjálpar
þér að ná prófum. Sigurlíkurnar í
veðreiðum snaraukast líka fyrir
vikið,” segir Hashimoto.
Eldri kona með gúmmígeisla-
bauginn sagði; „Skyldi hann
hressa upp á enskuna mína?” En
að minnsta kosti var hún ekki
eins stíf í hálsinum eftir að hún
kom úr vélinni.
Hashimoto hefur stofnað
klúbb um vél sína. Meðlimsskír-
teini kostar um 40.000 krónur, en
síðan er árgjaldið um 4.000 krón-
ur. Að sögn Hashimotos eru
klúbbmeðlimir um fimmtán þús-
und talsins.
Annar uppfinningamaður,
Nakamats, hefur fundið upp
svipaðan hut. Það er stóll með
þeim hagleik gerður að hver sem í
hann sest og situr í klukkustund
öðlast hvfld á við átta tíma svefn.
„Og auk þess verður maður
skýrari í kollinum,” segir upp-
finningamaðurinn.
Ein hugmyndin beinist að því
að leysa vandræði stuttfingraðra
píanista. Nótnaborðinu er fyrir
komið í fimm stuttum röðum.
Sýningarmaður lék lag Duke Ell-
ingtons, Take the A-Train, og
tókst þokkalega upp.
Huang Chuan Chih frá Taiwan
er öllu jarðbundnari. Hann býð-
ur sýningargestum að setjast á
hugarfóstur sitt, en það er fyrsta
talandi klósett í heimi. Þegar ein-
hver sest segir tölvurödd; „Sextíu
kfló.” Engu máli skiptir hver sest
eða hvað hann er lítill eða stór,
feitur eða mjór, alltaf segir kló-
settið sextíu kfló. „Ég verð að
breyta vélinni og láta hana segja
eitthvað fleira,” segir uppfinn-
ingamaðurinn. HS
Gúmmígeislabaugar
og talandi klósett
Hvalveiðar
Búið með opna báta
Azoreyjar eini staðurinn á jarðríkiþarsem búrhveli eru enn skutluð á
opnum bátum. Veiðarnar að leggjast af
Hafið umhverfis Pico, eina Az-
oreyna er eini staðurinn á
jarðriki þar sem búrhveli eru enn
skutluð á opnum bátum, en nú er
komið að lokum þessa kapítula í
hvalveiðisögunni sem Herman
Melville gerði ódauðlegan í skáld-
sögu sinni um hvíta hvalinn,
Moby Dick.
„Þetta eru engar veiðar orðn-
ar. Við fengum ekki nema tvo
hvali í sumar, en þeir skiptu
hundruðum fyrir tuttugu árum
eða svo. Ungu mennirnir vilja
ekki leggja sig í þessa lífshættu,”
segir Bosun Joao, en hann hefur
stundað hvalveiðar í fjörutíu ár.
Alþjóðlegt bann við hval-
veiðum og betri lífskjör eyjar-
skeggja hafa því sem næst gengið
af veiðunum dauðum, en fyrr
meir stóðu þær með blóma.
Heimamenn sóttu þær enda fast
og hafa þau umsvif ratað inn í
söguna um Moby Dick. Azor-
eyjar hafa verið nátengdar hval-
veiðum síðan á 18. öld er amer-
ískur hvalveiðimaður frá Nant-
ucket settist þar að og fékk eyjar-
skeggja til liðs við sig.
Menn eru hafðir á útkíkki á
Pico, og byssuskot þeirra gefa til
kynna að búrhveli séu í nánd.
Hvalveiðimenn flýta sér þá um
borð í 12 metra langa árabáta sína
sem vélbátar draga á þann stað
þar sem búist er við hvölunum
næst upp á yfirborðið til að blása,
en þeir geta verið um klukkutíma
í kafi.
Aðspurðir um útrýmingar-
hættu hvalastofnanna koma
eyjarskeggjar affjöllum. Efhval-
irnir eru í hættu er það vegna
stórþjóðanna með sína sprengi-
skutla og verksmiðjuskip, segja
þeir.
Azoreyjar tilheyra Portúgal og
vegna þrýstings þaðan reynir
svæðisstjórnin nú að telja hval-
veiðimennina tuttugu, sem enn
eru eftir, á að skila skutlum sín-
um á hvalveiðisafnið. Sú hug-
mynd er uppi að fá hvalfangarana
í túrismann; fara með ferðamenn
á bátunum til móts við vöðurnar
og herma eftir alvöru hval-
veiðum, að hinum blóðuga loka-
þætti slepptum.
HS
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 15. október 1987