Þjóðviljinn - 15.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.10.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Bagdad Stund hefndarinnar Gífurleg reiði í höfuðborg íraks eftir að írönskflugskeyti grönduðu 30 skólabörnum í fyrradag Irönsk flugskeyti grönduðu að minnsta kosti 30 skólabörnum í Bagdad í fyrradag, og í gær fjöl- menntu nemendur sem og aðrir borgarbúar í jarðarförina. Kröfðust ýmsir hefndaraðgerða er jarðarförin fór hjá rústum skólans sem varð fyrir árásinni. Sama dag gat að líta pistil í dag- blaði stjórnarflokkanna, Baath, með fyrirsögninni: Stund hefnd- arinnar er runnin upp. Þrír fullorðnir létust í árásinni auk skólabarnanna, og á þriðja hundrað manns særðust, en flest voru það börn úr sama skóla og fómarlömbin. Þrúgandi andrúmsloft ríkir nú í höfuðborg íraks. Fimmtán sinn- um á árinu hafa flugskeyti írana hæft skotmörk innan hennar, en að öðru leyti hefur hún sloppið nokkuð vel í langvinnu stríði írana og íraka. Flestir skólar eru lokaðir, og foreldrar halda börnum sínum heima af ótta við aðra árás. Út- varpið í Bagdad breytti dagskrá sinni í gær og vom leiknir her- göngumarsar og ættjarðarlög. Þá var útvarpað beint frá mótmæla- aðgerðum sem haldnar voru víðs vegar um borgina til að fordæma árásina. Flokksmálgagn stjórnarinnar, Ai-Thawra, sagði árásina fólsku- legan glæp, og að þeir sem hana hefðu framið fengju sína refs- ingu. Eftir þessa árás getum við óá- reittir af almenningsálitinu í heiminum gripið til hverra þeirra meðala sem við höfum yfir að ráða, og ráðist gegn hvaða skot- marki innan írans sem okkur sýn- ist. Og það skotmark er ekki til staðar þar í landi sem við náum ekki til, segir í blaðinu. HS Móðir í írak stumrar yfir barni sínu: Ettir þessa árás getum við gripið til hverra þeirra meðala sem við höfum yfir að ráða. Samveldið Rasistar rífa kjaft Pretoria svarar ásökunum Samveldisleiðtoga fullum hálsi Eðlisfrœði Ofurieiðnimenn fáNóbel Sænska vísindaakademían hef- ur veitt Vesturþjóðverjanum Bednorz og Svisslendingnum Möller Nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði í ár. Tvímenningarnir starfa við rannsóknarstöð IBM-samsteyp- unnar í Ziirich, og í fyrra komust þeir áleiðis með uppgötvanir sem hafa mikla þýðingu fyrir tölvu- búnað, er þeir þróuðu nýtt efni sem leiðir rafmagn mótstöðu- laust, en sá eiginleiki hefur verið nefndur ofurleiðni. Verðlaunaveitingin í ár er að því leyti óvenjuleg að hún fer til mjög nýlegrar uppgötvunar. HS Fimm daga toppfundur leið- toga Breska samveldisins stendur nú yfir i Vancouver í Kanada, en ríkjasamband þetta nær til fjórða hvers jarðarbúa. Eitt af höfuðmálum fundarins er hvernig best megi nudda Suður- Afriku til að taka sig á í kynþátt- amálum, en í upphafi fundahald- anna voru deildar meiningar um vænlegar leiðir í því skyni. Þá munu leiðtogarnir fjalla um vald- arán hersins á Fiji-eyjum. Málflutningurinn gegn Suður- Afríku hefur almennt einkennst af meiri hálfvelgju en á síðasta leiðtogafundi fyrir tveimur árum, er ákveðið var að grípa til efna- hagslegra refsiaðgerða gegn Ap- artheidstjórninni. Engu að síður hafa Suður- Afrísk stjórnvöld tekið alla gagnrýni óstinnt upp, og í út- varpsútsendingu þaðan í gær var Bretlandi og fyrrum nýlendum landsins lýst á þann veg að kyn- þáttamisrétti væri þar daglegt brauð, mannréttindi fótum troðin og ofbeldisverk alsiða. Suður-afríska útvarpið vísaði á bug ásökunum gegn stjórn iands- ins, og tiltók í því sambandi gagnrýni á Ástralíu, Sri Lanka, Fijieyjar og Indland. Voru tíndar til ýmsar vammir og skammir um ástand mála í löndunum fjórum. „En þau eru ekki ein um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu sem þau kæra sig ekki um að Sam- veldið grufli út í.“ Suður-Afríkumenn bjuggu sér til næsta óvæntan bandamann í þessari kokhraustu útsendingu, en það eru samtökin Amnesty International sem hafa höfuð- stöðvar í London, en Amnesty hefur gagnrýnt stjórnvöld í Suður-Afríku harkalega. Tilvitn- un útvarpsins í Amnesty var á þá lund að 33 af 49 Samveldis- löndum væru sek um mannréttindabrot, þar á meðal Bretland, þar sem öryggissveitir Breta á Norður-írlandi hefðu verið ásakaðar um að skipuleggja morð. HS Efnafrœði Þrískipt Nóbelsverðlaun Frakkinn Jean-Marie Lehn og Bandaríkjamennirnir Charles Pedersen og Donald Cram hlutu Nóbelsverðlaunin í efnafræði í ár. í tilkynningu sænsku vísinda- akademíunnar segir að þeir fé- lagar hafi lagt grundvöllinn að nýjum landvinningum efnafræð- innar með rannsóknum sínum á því sviði greinarinnar sem ekki einskorðast við mólekúl. Aldursforsetinn Pedersen, 83 ára, er langt að rekinn áður en hann fékk bandarískan ríkisborg- ararétt. Hann fæddist í Kóreu og var norskur þegn til ársins 1953, er hann fluttist til Bandaríkj- anna. HS SKÁK Umsjón: Heigi Ólafsson HM-einvígið Atlaga Kasparovs geigaði og Karpov vann ♦ Atvik sem að öllum líkindum er einstætt í sögu heimsmeistara- einvígja setti talsverðan svip á aðra einvígisskák Kasparovs og Karpovs í Sevilla í gær. Kasparov sem hafði hvítt eyddi miklum tíma á byrjunarleikina, náði ekki að bregðast rétt við fiókinni mið- taflsstöðu og var kominn með mun lakara tafl er hann eftir sinn 26. leik gleymdi að ýta á skák- klukkuna uppgötvaði mistök sin þegar hann átti innan við mínútu eftir að tímamörkunum við 40. leik. Honum tókst engan veginn að ráða fram úr vandamálum stöðunnar á svo litlum tíma og eftir 32. leik Karpovs varð hann að gefast upp vegna óverjandi máthótana. Þar með hefur Karp- ov tekið forystuna í einvíginu. Kasparov hefur furðu lítið teflt eftir að hann varði titil sinn í London og Leningrad í fyrra og skýra má óstöðuga taflmennsku hans með vissu æfingaleysi. Hann gerði sig sekan um ónákvæmni í útreikningum og kóngssóknartil- burðir hans náðu engu fram. Karpov nýtti færi sín vel og vann örugglega. Hann náði aldrei for- ystu í síðasta einvígi og var mest- an part 2. einvígisins undir og tapaði að lokum. Sigurinn í gær þykir renna stoðum undir skoð- anir margra skákmeistara að möguleikar Karpovs á að endur- 'heimta titilinn séu betri núna en í síðasta einvígi. Að öðru leyti lofar skákin í gær góðu um fram- haldið og búast má við miklum sviptingum í næstu skákum, því Kasparov mun leggja allt kapp á að jafna metin sem fyrst, jafnvel með svörtu. Hann hefur svart í næstu skák sem tefld verður á morgun, föstudag. 2. einvígisskák: Garri Kasparov - Anatoly Karpov Enskur leikur 1. c4 (Kasparov sem er heitur drottningarpeðsmaður kemur á óvart þegar í 1. skák einvígisins. Enski leikurinn örsjaldan komið upp í skákum hans og það er greinilegt að hann hyggst byggja talsvert á honum í einvíginu. Drottningarpeðsbyrjanir ollu Karpov miklum heilabrotum í tveim síðustu einvígjum en ný- lega hafa fundist haldgóðar varn- ir gegn kerfum Kasparovs svo haldið er á önnur mið.) 1. .. Rf6. 2. Rc3-e5 (Enski leikurinn kom marg- sinnis upp í einvígjum Karpovs við Kortsnoj. Hann býr áreiðan- lega að reynslu sinni frá þeim víg- stöðvum.) 3. Rf3-Rc6 4. g3-Bb4 5. Bg2-0-0 6. 0-0-e4 7. Rg5-Bxc3 8. bxc3-He8 9. f3-e3! (Eitt sinn þótti 9. ... exf3 10. Rxf3 d5 11. cxd5 Dxd5! fullgott framhald sbr. skák Guðmundar Sigurjónssonar við Smyslov á Reykjavíkurmótinu 1974. 9. .. e3 er nýjung, án efa árangur undir- búningsvinnu. Það er ótrúlegt annað en að leikurinn hafi komið Kasparov á óvart því nú hugsaði hann sig um í 1 klst. og 19 mínút- ur. Þar fór meira en helmingur- inn af umhugsunartíma hans sem er 2V2 klst. á 40 leiki.) 10. d3 (Eftir 10. dxe3 virðist hvítur fá góð færi með 10. .. h6 11. Rh3 Re5 eða jafnvel 10. .. d5.) 10. .. d5 11. Db3-Ra5 12. Da3-c6 13. cxd5-cxd5 14. f4-Rc6 (Svartur má allvel við hag sinn una eftir byrjunarleikina. E3- peðið má skoðast bæði í senn veikleiki og styrkleiki. Það bind- ur stöðu hvíts niður en er ekki burðugt að öðru leyti. Hér var þegar ljóst að baráttan myndi að miklu leyti snúast um þetta peð.) 15. Hbl-Dc7 16. Bb2-Bg4 17. c4!? (Tvíeggjað framhald en dæmi- gert fyrir Kasparov sem leggur mikið á stöðurnar. 17. Rf3 kom til greina.) 17. .. dxc4 18. Bxf6-gxf6 19. Re4-Kg7 20. dxc4? (Furðu slappur leikur eftir kraftmikla byrjanataflmennsku. 20. Rd6 kom sterklega til greina. Hvítur hótar þá 21. Hxb7 og ekki er betri varnarleik að sjá en 20. .. Heb8 Eftir 21. Rxc4 Rd4 er stað- an í jafnvægi. Svartur nær nú að hrifsa til sín frumkvæðið.) 20. .. Had8! (Kemur í veg fyrir 21. Rd6. Svartur hefur náð betri stöðu, en nú þegar voru keppendur og þó einkum Kasparov orðnir tíma- naumir.) 21. Hb3 (Eftir 21. Dxe3 Bf5! kemst hvítur ekki hjá liðstapi.) 21. .. Rd4 22. Hxe3-Dxc4 23. Khl-Rf5 (Hvíta staðan er orðin mjög erfið.) 24. Hd3-Bxe2 25. Hxd8-Hxd8 26. Hel (Það er hugsanlegt að 26. Db2 sé skárra en Kasparov hefur varla litist á endataflið sem kemur upp eftir 26. .. Hd4 27. Hcl Dxcl + 28. Dxcl Hdl+ o.s.frv. Það var eftir þennan leik sem atvikið ótrúlega henti. Kasparov gleymdi að ýta á klukkuna og þegar hann tók eftir því átti hann innan við mínútu eftir. Staðan er auðvitað mjög erfið,svona hand- vömm bætir ekki úr skák.) 26. ,.He8! 28. Da5 (Ekki 27. Rc3 vegna 27... Rf3! 28. Hxe8 Ðfl mát. Þetta þema er gegnumgangandi í framhaldinu.) 27. .. b5 28. Rd2-Dd3 29. Rb3-Bf3! 30. Bxf3 (Ekki 30. Hxe8 Dfl mát.) 30. .. Dxf3+ 31. Kgl-Hxel + 32. Dxel-Re3! - Hvítur á enga viðunandi vöm við hótuninni. 33... Dg2mátt.d. 33. Df2 Ddl og mát eða 33. Dd2 Dfl mát. Kasparov gafst því upp. Staðan: Karpov IV2 - Kasparov V2 Fimmtudagur 15. október 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.