Þjóðviljinn - 15.10.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 15.10.1987, Page 13
Stjórn íslenskra ungtemplara. Frá v. Ingibergur, Aðalsteinn, Arndís, Guðni og Stefanía. Ungtemplarar Forvamir og frið Á 29. ársþingi íslenskra ung- templara sem haldið var á dögun- um var m. a. gerð ályktun þar sem stjórnvöld eru hvött til að leggja áherslu á forvarnarstarf í fíkni- efnamálum og tryggja til þess fjármagn. Þá fagnaði þingið áföngum í samskiptum stórveld- anna í afvopnunarmálum sem miða að tryggari friði í heimin- um. Hvetur þingið stjórnmála- menn og sérstaklega þá sem móta utanríkisstefnu landsins til að skipa íslandi í fylkingu þeirra þjóða sem vilja eiga frumkvæði að tilslökunum sem byggja á gagnkvæmu trausti. Á næsta ári halda ungtemplar- ar upp á 30 ára afmæli samtaka sinna og verður það gert á marg- víslegan hátt. Þá eru áætluð stór- aukin samskipti við ungtemplara í Færeyjum á næstu árum og einn- ig er áhugi á að kanna möguleika á samstarfi við Grænlendinga. Ingibergur Jóhannsson Reykjavík var endurkjörinn for- maður ungtemplara og Stefanía Sæmundsdóttir Selfossi sem varaformaður. Aðrir í stjórn eru: Aðalsteinn Gunnarsson og Arn- dís Hilmarsdóttir Reykjavík og Guðni R. Björnsson Sauðár- króki. Frá Áfengisvarnaráði Áfengt öl og þjóöamtkvæði Banni því sem nú er í gildi við innflutningi, sölu og framleiðslu áfengs öls á íslandi var ekki kom- ið á eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort afnema skyldi bannlögin fór fram haustið 1933. Þátttaka var mjög lítil. En meirihluti þeirra sem kusu eða fjórðungur kosningabærra manna greiddi at- kvæði með afnámi bannsins. Alþingi samþykkti áfengislög rúmu ári síðar. í umræðum um þau kom fram tillaga fjögurra þingmanna, Péturs Ottesens, Garðars Þorsteinssonar, Bjarna Bjarnasonar og Þorbergs Þor- leifssonar, um að banna innflutn- ing, sölu og framleiðslu áfengs öls. Rök flutningamanna voru einkum þau að öl yrði drukkið á vinnustöðum og börn ættu greiðari leið að því en öðru áfengi. - Tillagan var samþykkt með miklum atkvæðamun. Það er því Alþingi sem hefur ákveðið þá skipan mála að banna áfengt öl. Aðeins þrisvar hefur verið gengið til þióðaratkvæðagreiðslu á íslandi. Árið 1916 voru greidd atkvæði um hvort þegnskyldu- vinna yrði í lög tekin. f hin tvö skiptin voru greidd atkvæði um áfengisbann, 1908 um hvort koma skyldi á banni við innflutn- ingi og sölu áfengis og 1933 um hvort afnema skyldi bannið. Aðr- ar ákvarðanir um áfengismál hef- ur Alþingi tekið án undangeng- innar þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á þann veg, svo sem undanþágan frá bannlögunum 1922, en hún fól í sér heimild innflutnings veikra vína, sam- þykkt nýrra áfengislaga 1954 en þá var rekstur vínveitingahúsa heimilaður, og breytingar á áfengislögum 1986 um heimildir fjármálaráðherra til „að veita öðrum aðilum en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins leyfi til að framleiða áfenga drykki.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur því einungis farið fram um grund- vallaratriðin, bann eða ekki bann, en aldrei um einstaka þætti áfengislaga. Það er álit Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar að óeðlilegt sé að ganga til þjóðaratkvæða- greiðslu um einstaka þætti áfeng- islöggjafar, þar vegi heilbrigðis- sjónarmið svo þungt að meiri nauðsyn sé að mynda samtök en efna til sundrungar. Dæmi þess- arar stefnu sést glöggt í Banda- ríkjunum þar sem alríkisþingið í Washington hefur forgöngu um jafnveigamikla breytingu í áfeng- ismálum og að hækka lögaldur til áfengiskaupa í 21 ár, í sumum ríkjum jafnvel úr 18 árum. FRA LESENDUM Kennari eða ekki? Verði sá Salómonsdómur felldur í skrifstofu menntamála- ráðherra að guðfræðingar og prestar, sem kennt hafa kristin fræði í skólum landsins séu, ekki hæfir til að nefnast kennarar heldur leiðbeinendur, þá teldi ég við hæfi að allir þeir guðfræðing- ar sem þessi fræði hafa kennt hætti því svo að nemendur geti fengið hæfari kennara og betur menntaða í kristnum fræðum en guðfræðinga og presta. Sverrir Haraldsson Steinholti í Borgarfirði eystra KALLI OG KOBBI Kalli ég vona að þú hafir munað að fara úr stígvél unum áður en þú gekkst '~~~inn gólfið?/j^r^^ | Auðvitað! Þú þarft ekki að endurtaka allt mörgu j i sinnum. \ /vVt - GARPURINN APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöld- varsla lyfjabúða vikuna 9.-15.okt. 1987eríApóteki Austurbæjar og Lyfjabúð Breiðholts, Alfabakka 12, Mjódd. Fyrmefndáapótekið er opið um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Sfðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. stig: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30. Landakots- spítalhalladaga 15-16og 18.30- 19.00 Barnadelld Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspftall Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspital- Inn: alla daga 18.30-19og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyrhalladaga 15-16og 19- 19.30.SJúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16og 19-19.30. SjúkrahúsiðHúsavlk: 15-16 og 19.30-20. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. ■ Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722. Næturvakt læknas. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýs- ingars. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. ingu (alnæmi) f síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sfmi21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin ’78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78 fólags lesbia og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminner91-28539. Fólag eldri borgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni 3, s. 24822. LOGGAN Reykjavík....sími 1 11 66 Kópavogur...sími4 12 00 Seltj.nes...simi61 11 66 Hafnarfj.....sími 5 11 66 Garðabær.....sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabflar: Reykjavík....sími 1 11 00 Kópavogur....sími 1 11 00 Seitj.nes....símil 11 00 Hafnarfj.....sími 5 11 00 Garðabær.....sími 5 11 00 E LÆKNAR Læknavaktfyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingarum lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspítallnn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þásem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarspitalans opin allan sólarhringinn sími 696600. Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvaktlæknas.51100. YMISLEGT Bilananavakt raf magns- og hitaveitu: s. 27311. Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKI, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf i sálfræðilegum efn- um.Sími 687075. MS-félaglð Álandi 13. Opið virka daga f rá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin þriðjudaga kl.20-22, sími 21500, simsvari. Sjálf shjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu Upplýsingar um ónæmistær- SJUKRAHUS ' Heimsóknartímar: LandspK- alinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeiid Landspítalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeiid Borgarspítala: virka daqa 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- vemdarstöðin við Baróns- GENGIÐ 13. október 1987 kl. 9.15 Sala Bandaríkjadollar 38,980 Sterlingspund 64,151 Kanadadollar 29,864 Dönsk króna 5,5881 Norsk króna 5,8612 Sænsk króna 6,1045 Finnskt mark 8,9036 Franskurfranki.... 6,4273 Belgískurfranki... 1,0294 Svissn. franki 25,8454 Holl.gyllini 19,0188 V.-þýskt mark 21,4029 Itölsk líra 0,02966 Austurr. sch 3,0408 Portúg.escudo... 0,2708 Spánskurpeseti 0,3227 Japansktyen 0,27102 Irsktpund 57,462 SDR 50,2311 ECU-evr.mynt... 44,4664 Belgískurfr.fin 1,0250 KROSSGÁTAN Flmmtudagur 15. október 1987 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 13 n 2 n ■ 4 — i 5 P s p • ■ P ■ 10 ■ 12 13 ■ 14 ■ P ■ " 17 19 ■ “ 21 Lérétt: 1 kró 4 fugl 6 sjór 7 svall 9 gagnslaus 12 kinn 14 ásaki 15 óhreinindi 16 kona 19 brátt 20 vökvar 21 hrelli Lóðrétt: 2 fataefni 3 úr- gangsef ni 4 bikkja 5 sker 7 deyja8lifna10tv!sté11 liprari 13 lík 17 aftur 18 svefn Lausnásfðustu krossgátu Lárétt: 1 fálm 4 gild 6 aur 7 tusk 9 ógna 12 kamar 14 gái 15 ein 16 Pálmi 19 rétt 20óðal21 auðri Lóðrétt: 2 áðu 3 maka4 gróa 5 lin 7 togari 8 skipta 10 greiði 11 annáll13mál 17átu 18mór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.