Þjóðviljinn - 15.10.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 15.10.1987, Side 15
Evrópukeppni Danir eiga möguleika Preben Elkjær Larsen tryggöi Dönum sigur gegn Wales í 6. riðli. Larsen skoraði sigurmarkið á 49. mínútu, en brenndi einnig af víta- spyrnu. Danir verða að treysta á að Wales tapi stigi í síðasta leik riðilsins gegn Tékkóslóvakíu. Ef Wales sigrar í þeim leik eru Danir úr leik. Þeir eru þó með tveggja stiga forskot, en verra markahlutfall. Stórt hjá Englendingum Englendingar fóru illa með Tyrki í 4. riðli og sigruðu stórt, 8-0. Gary Lineker skoraði þrjú mörk, John Barnes tvö mörk og þeir Bryan Rob- son, Peter Beardsley og Neil Webb eitt mark hvor. f sama riðli sigruðu Júgóslavar Norður-fra, 2-0. Spennan er því mikil í riðlinum. Englendingar eru í efsta sæti með 9 stig, Júgóslavar í 2. sæti með 6 stig, Tyrkir eru með tvö stig og N-írar eitt. Englendingar eiga aðeins eftir að leika gegn Júgóslövum, en Júgóslavar eiga einnig eftir að leika gegn Tyrkjum. Jafnt hjá Frökkum Frakkar, sjálfir Evrópumeistararn- ir eru greinilega heillum horfnir og náðu aðeins jafntefli gegn Norð- mönnum. Það nægði þeiin þó til að komast upp fyrir íslendinga. Philippe Fargeon náði forystunni fyrir Frakka á 63. mínútu, en Tom Sundby jafnaði á 76. mínútu. írar eiga möguleika frar eiga möguleika á sæti í loka- keppninni eftir sigur gegn Búlgaríu í 7. riðli, 2-0. í>að voru Paul McGrath og Kevin Moran sem skoruðu mörk fra. Skotar sigruðu Belga í sama riðli, 2-0. Ally McCoist og Paul McStay skoruðu mörk Skota og Belgar því úr leik. frar eru í efsta sæti með 11 stig, en hafa lokið leikjum sínum. Búlgaría er í 2. sæti með 10 stig og á eftir að leika gegn Belgíu. Belgía er í 3. sæti með 7 stig, Skotar með 6 stig og Luxemburg á botninum með ekkert stig. Hollendingar efstir Hollendingar eru efstir í 5. riðli eftir sigur yfir Pólverjum, 2-0. Það var Ruud Gullit sem skoraði bæði mörkin. Hollendingar eru svo gott sem öruggir í lokakeppnina, þurfa að- eins að sigra Kýpur á heimavelli. Ungverjar sigruðu Grikki í sama riðli, 3-0. Það voru Detari, Bognar og Meszaros sem skoruðu mörk Ung- verja á fyrstu 15 mínútum leiksins. Naumt hjá Spánverjum Spánverjar náðu ekki stórsigrinum sem þeir stefndu að gegn Austurríki í 1. riðli. Spánverjar sigruðu þó, 2-0, með mörkum frá Gonzalez og Sanc- his. Spánverjar eru efstir í riðlinum með 8 stig og eiga einn ieik eftir, gegn Albaníu. Rúmenar eru í 2. sæti með 6 stig og eiga tvo leiki eftir. Peir eru einnig með hagstæðara markahlut- -Íbe/Reuter Þorglls Óttar Mathiesen átti frábæran leik í gær og hér skorar hann eitt af 10 mörkum sínum. Mynd:E.ÓI. Handbolti Snilldarieikur FH-inga FH-ingar sýndu sannkallaða meistaratakta þegar þeir „rúlluðu“ Stjörnunni upp í Digranesi í gær. Lokatölurnar 38-22 segja sitt um yfirburði FH-inga sem föru á kost- um. Leikurinn var þó jafn framan af, en fljótlega skildu leiðir. FH-ingar settu á fulla ferð og allt small sam- Digranes 14. október Stjarnan-FH 22-38 (11- 19) 1 -0,3-3, 5-7, 7-14, 8-17,11 -19, 13- 25,14-27,16-27,19-31,21-35, 22-38. Mörk Stjörnunnar: Einar Einars- son 6, Skúli Gunnsteinsson 4, Sigur- jón Guðmundsson 3, Sigurður Bjarna- son 2, Magnús Teitsson 2, Hermundur Sigmundsson 2, Gylfi Birgisson 1, Hafsteinn Bragason 1 og Hilmar Hjaltason 1. Mörk FH: Þorgils Óttar Mathiesen 10, Hóðinn Gilsson 8, Óskar Ár- mannsson 5, Gunnar Beinteinsson 4, Óskar Helgason 4, Pétur Petersen 3, Guðjón Árnason 3 og Hálfdán Pórðar- son 1. Dómarar: Þorgeir Pálsson og Guð- mundur Kolbeinsson - |x)kkalegir. Maður leiksins: Þorgils Óttar Mathiesen, FH. an. Leikmenn Stjörnunnar gátu lítið annað gert en að fylgjast með, slíkir voru yfirburðir FH-inga. FH-ingar sýndu það í þessum leik að þeir stefna að fslandsmeitaratitli og engu öðru. Þeir léku frábærlega og það var nánast sama hvað þeir reyndu í sókninni, allt gekk upp. Það er engu líkara en að sigur Stjömunnar gegn Víkingum hafi stigið þeim til höfuðs. Þeir áttu sinn versta leik í langan tíma og vom aldrei líklegir til að ógna forskoti FH-inga. Ef að FH-liðið heldur áfram á sömu braut fer íslandsmeistaratit- illinn til Hafnarfjarðar. Liðið lék allt mjög vel. Þorgils Óttar var sterkur á línunni og skoraði góð mörk, auk þess að vera öruggur í vöminni. Héðinn Gilsson átti einn- ig stórleik og skoraði glæsileg mörk. í>á áttu nafnarnir Óskar Ár- mannsson og Helgason mjög góðan leik. Aðrir skiluðu hlutverki sýnu með prýði. Einar Einarsson var eini leik- maður Stjörnunnar sem lék eftir getu. Þrátt fyrir yfirburði FH-inga var leikurinn skemmtilegur á að horfa, enda ekki á hverjum degi sem menn sj á 60 mörk í 60 mínútna leik! -GG Handbolti Spenna á Akureyri Lokamínúturnar voru æsispenn- andi í leik KA og Breiðabliks. Leiknum iauk með sigri Breiðabliks, 18-17. Jón Þórir Jónsson skoraði 18. mark Breiðabliks þegar 15 sekúndur vom Létt Handbolti KR-ingar áttu ekki í teljandi vand- ræðum með Þórsara í Laugardals- höllinni., KR-ingar sigruðu 31-22 og nýliðarnir því enn á stig í deildinni. Leikurinn var ekki sérlega skemmtilegur á að horfa. KR-ingar heldur sterkari og juku muninn jafnt og þétt. KR-ingar léku þokkalega, en gerðu þó mikið af mistökum. Konráð Olavsson var bestur í liði KR og þeir Stefán Kristjánsson og Sigurður Sveinsson áttu ágæta spretti. Hjá Þór var Gunnar Gunnarsson mest áberandi og Sigurður Pálsson átti ágætan leik. -Ó.St Handbolti Víkingar sterkari Víkingar sigruðu Framara ör- ugglega 28-21 í frekar slökum leik og virðist sem Framara vanti trúna á að þeir geti sigrað án sinna sterkustu manna, sem þeir hafa misst vegna meiðsla. Laugardalshöll 14 okt. Fram-Víkingur 21-28 (9-12) 1-1,1-3,4-4,6-10,9-12,15-16 17-20 19-23, 20-26, 21-28. Mörk Fram: Júlíus Gunnarsson 4 Agnar Sigurðsson 4, Hinrik Ólafsson 4, Pálmi Jónsson 2, Hermann Björns- son 2, Olafur Vilhjálmsson 2, Brynjar Stefánsson 1, Siguröur Rúnarsson 1 og Guðmundur A. Jónsson 1. Mörk Vfkings: Siguröur Gunnars- son 7(2v), Bjarki Sigurðsson 6, Hilmar Sigurgíslason 4, Karl Þráinsson 4, Árni Friðleifsson 3, Siggeir Magnússon 2 og Guðmundur Guðmundsson 2. Dómarar: Guðjón Sigurðsson oq Hákon Sigurjónsson - ágætir Maður leiksins: Bjarki Sigurðsson Viking. Jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks og stefndi allt í spennandi og skemmtilegan leik, en um miðjan hálfleik mis- stu Framarar flugið og Víkingar gengu á lagið og sigu fram úr. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá síðari endaði, Víkingar héldu áfram að auka muninn, en um miðjan síðari hálfleik sigu Framarar aftur á, og munaði litlu að þeir næðu að jafna því á 16. mínútu var staðan 15-16 fyrir Víking þá fengu Framarar vítak- ast. Vítakastið mistókst og Vík- ingar komust í hraðaupphlaup og juku muninn í tvö mörk. Við þetta var sem allur vindur færi úr Frömurum og Víkingar gengu á lagið og sigruðu örugglega. -Ó.St. Laugardalshöll 14. október KR-Þór 31-22 (15-7) 3-1, 7-3, 13-5, 15-7, 21-10, 25-13, 26-18, 29-15, 31-22. Mörk KR: Konráð Olavsson 7, Bjarni Ólafsson 5, Stefán Kristjánsson 5(2v), Guðmundur Pálmason 4, Sig- urður Sveinsson 4, Jóhannes Stefáns- son 3, Guðmundur Albertsson 2 og Stefán Steinsen 1. Mörk Þórs: Gunnar Gunnarsson 6, Sigurpáll Aðalsteinsson 5(3v), Ölafur Hilmarsson 4, Ámi Stefánsson 2, Baldvin Heiðarsson 1, Ingólfur Samúelsson 1 og Jóhann Samúels- son 1. Dómarar: Sigurður Baldursson og Björn Jóhannesson - þokkalegir. Maður lelksins: Konráð Olavsson, KR. Akureyri 14. október KA-UBK 17-18 (8-9) 3-0, 4-1, 4-4, 7-7, 7-9, 9-10, 9-14, 12-14,12-16,15-16,16-17,16-18,17- 18. Mörk KA: Guðmundur Guðmunds- son 4, Eggert Tryggvason 4, Axel Björnsson 3, Friðjón Jónsson 3, Pétur Bjarnason 1 (1 v), Erlingur Kristjánsson 1 og Hafjxir Heimisson 1. Mörk UBK: Hans Guðmundsson 6(2v), Jón Þórir Jónsson 3, Kristján Halldórsson 3, Aðalsteinn Jónsson 2, Björn Jónsson 1, Svavar Magnússon 1, Andrés Magnússon 1 og Þórður Da- viðsson 1. Dómarar: Óli Ólsen og Gunnlaugur Hjálmarsson - slakir. Maður leiksins: Hans Guömunds- son, UBK. 1. deild Öruggt hjá Valsmönnum Valsmenn unnu nokkuð örugg- an sigur yfir ÍR-ingum að Hlíðar- enda í gær. Valsmenn áttu reyndar í basli framan af og í hálf- leik var staðan 11-10, en í síðari hálfleik tryggðu Valsmenn sér sigur 26-18. Leikurinn var jafn framan af og ÍR-ingar léku á köflum mjög vel. En þegar líða tók á leikinn náðu Valsmenn undirtökunum. Mestu munaði um kafla í síðari hálfleik þar sem Valsmenn skoruðu 9 mörk gegn 2. Júlíus Jónasson lék mjög vei, einkum þó í síðari hálfleik og Valdimar Grímsson var sterkur í horninu. Einar Þorvarðarson og Jakob Sigurðsson áttu einnig góðan leik. Hjá ÍR var Guðmundur Þórð- arson allt í öllu og skoraði helm- ing marka ÍR. Frosti Guðlaugs- son stóð sig einnig vel og Hrafn Margeirsson varði á köflum mjög vel. -Ibe Hlíöarendi 14. október Valur-ÍR 26-18 (10-9) 2-0, 2-3, 6-4, 8-6, 8-9, 10-9, 11-11, 20-13, 21-16, 24-18, 26-18. Mörk Vals: Valdimar Grimsson 8, Júlíus Jónasson 8(1 v), Jakob Sigurðs- son 6, Jón Kristjánsson 1, Theodór Guðfinnsson 1, Þorbjörn Guðmunds- son 1 og Einar Nábye 1. Mörk IR: Guðmundur Þórðarson 9, Frosti Guðlaugsson 5, Orri Bollason 1, Matthías Matthíasson 1, Finnur Jó- hannsson 1 og Magnús Ólafsson 1. Dómarar: Kjartan Steinbach og Gunnar Kjartansson - slakir. Maður lelksins: Guðmundur Þórð- arson, |R. til leiksloka, en Friðjón Jónsson minnkaði muninn fyrir KA á síðustu sekúndunum. KA-menn byrjuðu betur og Blik- arnir skoruðu sit fyrsta mark ekki fyrr en á 9. mínútu. Þeir tóku svo við sér og náðu forystunni í upphafi síðari hálfleiksins og héldu henni til leiks- loka. Hans Guðmundsson átti góðan leik fyrir Breiðablik og þeir Aðalsteinn Jónsson og Jón Þórir Jónsson léku vel. Hjá KA voru þeir mest áberandi Guðmundur Guðmundsson og Axel Björnsson. -liK Knattspyrna Sigurður þjálfar Völsunga Skagamaðurinn Sigurður Hall- dórsson hefur verið ráðinn þjálfari Völsungs næsta keppnistímabil. Þetta var ákveðið í gærkvöldi. Samningur Völsunga við Sigurð kemur líklega til með að gilda í eitt ár, en ekki er búið að skrifa undir ennþá. Sigurður tekur við af Guðmundi Ólafssyni sem hefur þjálfað liðið tvö síðustu ár. Sigurður þjálfaði Völsunga 1985 og lék einnig með liðinu. Hann átti stóran þátt í að byggja upp liðið sem svo síðar vann sér inn 1. deildarsæti, í fyrra þjálfaði hann og lék með liði Selfyssinga og var að- eins hársbreidd frá því að koma þeim upp í 1. deild. Sigurður lék með Skagamönnum í sumar, en meiddist og gat lítið leikið. Sigurður mun ekki leika með liði Völsunga, heldur einbeita sér að þjálfun liðsins. -Ibe ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 U-21 landslið Atta marka jafntefli „Það var hræðilegt að tapa þessu niður eftir svo góða byrjun,“ sagði Guðni Kjartansson aðstoðarþjálf- ari U-21 árs landsliðsins í samtaii við Þjóðviljann í gær. íslenska liðið gerði jafntefli við Tékka, 4-4, en eftir 15 mínútur var staðan 0-3 ís- lendingum i vil. íslendingar byrjuðu mjög vel og Sævar Jónsson náði forystunni á 9. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Jón Grétar Jónsson bætti öðru marki við á 14. mínútu, eftir góða sendingu frá Kristjáni Gíslasyni og mínútu síðar var Jón aftur á ferðinni. Skoraði með skalla eftir sendingu Ragnars Margeirs- sonar. Frábær byrjun, en Tékkarnir minnkuðu muninn á 20. mínútu og aftur rétt fyrir leikhlé. Síðari hálfleikurinn byrjaði ilia og Tékkar skoruðu tvö mörk á fyrstu mínútunum. Staðan þá 4-3, Tékkum í vil, en Ragnar Margeirs- son jafnaði á 77. mínútu eftir send- ingu frá Haraldi Ingólfssyni. Leikurinn var fjörugur og bæði liðin fengu góð færi. Nokkur harka var í leiknum og einum Tékkanum var vísað af leikvelli eftir að hafa sparkað í liggjandi íslending. „Það er eins og leikmenn skorti einbeitingu. Liðið lék á köflum mjög vel, en datt niður þess á milli. Það er kannske ekki skrítið, flestir þeirra hafa ekki leikið í rúman mánuð. Þessi leikur skipti ekki svo miklu máli. Tékkar voru búnir að sigra í riðlinum, en engu að síður mjög slæmt að missa þetta svona niður, “ sagði Guðni. -Ibe

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.