Þjóðviljinn - 07.11.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.11.1987, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTT1R Evrópukeppni Barcelona stapp Barcelona slapp við stóriiðin þegar dregið var í 3. umferð UEFA-bikarsins í gær. Þeir fengu Flamutari Vlora frá Albaníu sem sló Wismut Aue út í 2. umferð. Espoanol frá Spáni dróst aftur gegn liði frá Milano. Þeir sigruðu AC Milano í 2. umferð, en leika gegn Inter Milano í 3. umferð. Werder Bremen sigraði Sparta Moskvu í 2. umferð og dróst aftur Knattspyrna Danir með ólöglegt lið Danir hafa játað að í Olympíuliði þeirra í knattspyrnu hafi verið ólög- legur leikmaður. Per Frirnann, sem leikur með Anderiecht hefur leikið þrjá leiki í HM og má því ekki leika með Olympiuiiðinu. Danir sigruðu í leiknum, 2-0, en gætu misst stigin. Málið verður tekið fyrir á fundi FIFA og ef Danir tapa málinu missa þeir stigin. Danir hafa mótmælt og segja að Pólverjar hafi ekki kært brotið innan tveggja klukkustunda eins og lög gera ráð fyrir. -lbe-/Reuter Frjálsar íþróttir Mistök í Róm Stjórnendur Evrópumótsins í frjálsum íþróttum í Róm, sem hald- ið var í haust, telja sig hafa gert mistök í mæiingu þegar keppni í langstökki fór fram. í sjónvarpsfrétt á Ítalía var sýnt frá keppninni í langstökki. Par sást að þrír efstu mennirnir höfðu ekki stokkið jafnlangt og mælingar sýndu. Carl Lewis sigraði, stökk 8.67 og Robert Emmian hafnaði í öðru sæti, stökk 8.53. Það var svo ítalinn Giovanni Evangelisti sem hafnaði í þriðja sæti með 8.38. Talið er að stökk hans hafi verið mælt ranglega, svo munaði 58 sent- imetrum. Það hefði því átt að vera Larry Myricks sem hafnaði í3. sæti, en hann stökk 8.33 metra. Málið verður tekið fyrir á fundi alþjóðlega frjálsíþróttasambands- ins, en talið er að tölvan sem reiknar vegalengdina út hafi bilað. -lbe/Reuter gegn liði frá Sovétríkjunum, nú Dynamo Tblishi. UEFA-bikarinn 3. umferð: Barcelona (Spáni) - Vlora (Albaníu) Feyenoord (Hollandi) - Bayer Le- verkusen (V-Þýsklandi) Honved (Ungverjalandi) - Panathin- aikos (Grikklandi) Guimars (Portúgal) - Vitkovice (Tékkósl.) Inter Milano (Italíu) - Espanol (Spáni) Werder Bremen (V-Þýskalandi) - Dy- namo Tiblisi (Sovétr.) Verona (ítaliu) - Sportul (Rúmeníu) Borussia Dortmund (V-Þýskalandi) - Club Brugge (Belgíu) -Ibe/Reuter Knattspyrna Guðjón þjálfar Guðjón Þórðarson mun þjálfa KA næsta keppnistímabil. Frá þessu var gengið í gær i KA- heimilinu á Akureyri. KA var síðasta lið 1. deildar til að ráða sér þjálfara. Hörður Helgason þjálfaði liðið í fyrra, en mun stjórna Valsmönnum næsta sumar. „Við erum ánægðir með Guð- jón og teljum að hann sé mjög góður þjálfari," sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður knatt- spyrnudeildar KA í samtali við Þjóðviljann í gær. „Það er að vísu erfitt að taka við af Herði, en við treystum Guðjóni. Við höfum fengið góðar sendingar af Skag- anum.“ Kalmar vildi Guðjón Kalmar FF, féagið sem sló Skagamenn úr Evrópukeppni bikarhafa, vildi fá Guðjón til sín. Forráðamenn félagsins ræddu við Guðjón, en ekkert varð úr samn- ingum. -Ibe Guðjón Þórðarson þjálfar KA næsta keppnlstímabil. Karl Þrálnsson brýst í gegnum vörn Kolding í fyrri leik Víkings gegn dönsku meisturunum. Síðari leikurinn er á morgun, en í dag leikur Stjarnan gegn Urædd. Um helgina Víkingur og Stjarnan leika síðari leiki sína í Evrópukeppninni í hand- knattleik um helgina. Stjarnan mætir Urædd frá Noregi í dag kl. 16. að íslenskum tíma og Víkingar mæta dösnku meisturunum Kold- ing á morgun kl. 15. Víkingar eiga líklega betri mögu- leika ásætií 3. umferð. Þeir sigruðu Kolding í Laugardalshöll, 19-16 og mega hugsanlega tapa með þriggja marka mun. Stjarnan sigraði Urædd 20-19 í Digranesi. Þrátt fyrir að munurinn sé ekki Rannsóknarstyrkir úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og JakobsJ. Bjarnasonar Ákveðið hefur verið að auglýsa til umsóknar styrki úrofangreindum sjóði, samtals að upphæð ein milljón króna. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans 1) að styrkja kaup á lækninga- og rannsóknatækjum til sjúkrastofnana. 2) að veita vísindamönnum í læknisfræði styrki til framhalds- náms eða sjálfstæðra vísindaiðkana. Rannsóknir á krabbameinssjúkdómum sitja að jafnaði fyrir um styrkveitingar. Umsóknum ásamt ítarlegum greinargerðum skal skilaðtil landlæknis, Laugavegi 116,105 Reykja- vík fyrir 31. desember 1987. Sjóðstjórn ýkjamikill ættu íslensku liðin að eiga möguleika á að komast áfram. Blak Um helgina er heil umferð í 1. deild karla og kvenna. I 1. deild karla mætast Fram og HSK í Haga- skóla kl. 14, að þeim leik loknum leika ÍS og Víkingur og loks ÍS og Víkingur í 1. deild kvenna. Þróttur og KA leika í Vogaskóla kl. 14.45 og svo sömu lið í 1. deild kvenna. Þróttur Neskaupstað tekur á móti HK kl. 16 og sömu lið leika í kvennaflokki. Á morgun taka Víkingar á móti KA í Hagaskóla kl. 13.30 og að þeim leik loknum leika sömu lið í 1. deild kvenna. Borðtennis Flugleiðamótið í borðtennis verður haldið í íþróttahúsi Kennar- aháskólans á dag. Keppt verður í karla og kvennaflokki. Keppni hefst kl. 14. Karate íslendingar heyja landskeppni við Skota og N-íra. Keppt verður í Laugardalshöllinni í dag, frá kl. 19- 21 og á morgun frá kl. 14-16. Sund Unglingameistaramót íslands í sundi hófst í gær og verður fram haldið um helgina. Keppt er í Sund- hölinni í Raykjavík og hefst keppni kl. 14 í dag og á morgun. Körfubolti Einn leikur er í úrvalsdeildinni. Haukar og Valur leika í íþróttahús- inu í Hafnarfirði kl. 14 á morgun. Auglýsing Staða framkvæmdastjóra við Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins er hér með auglýst laus til um- sóknar. Framkvæmdastjóri skal sjá um fjárhagslegan rekstur stofnunarinnar og hafa umsjón með dag- legum rekstri. Áskilið er að umsækjandi hafi menntun og starfs- reynslu á rekstrarsviði. Laun samkv. kjarasamn- ingi opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist félagsmálaráðu- neytinu deild fyrir málefni fatlaðra - fyrir 1. des- ember n.k. Staðan veitist frá 1. janúar 1988 eða eftir samkomulagi. Félagsmálaráðuneytið 3. nóvember 1987 Taktu eftir! Spennandi uppeldisstarf í boði. Upplýsingar í síma 33280. A Matráðskona - dagvistarheimili Lausar stöður Dagvistarheimilið Kópasteinn við Hábraut. Staða matráðskonu er laus til umsóknar frá 1. des. n.k. Upplýsingargefurforstöðumaðurísíma 41565. Dagvistarheimilið Furugrund. Staða matráðskonu er laus til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41124. Einnig gefur dagvistarfulltrúi nánari upp- lýsingar um störfin í síma 45700. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs Barnaheimili í Vogahverfi Dagheimilið Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar eftir fóstrum, uppeldismenntuðu fólki og aðstoð- arfólki til starfa í 100% og 50% stöður. Laugardagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Innilegt þakklæti fyrir samúð og vinarþel, sem okkur var sýnt vegna andláts Huldu Tryggvadóttur, Aragötu 16. Hörður Þorleifsson Hjalti Harðarson Egill Harðarson Kjartan Harðarson Hulda Kjartansdóttir Pétur Már Egilsson Tryggvi Gunnarsson Skúli G. Tryggvason Karítas Jensdóttir Svanhvít Guðmundsdóttir Axel Viðar Egilsson Hörður Ingi Kjartansson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.