Þjóðviljinn - 01.12.1987, Side 1

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Side 1
Þriðjudagur 1. desember 1987 269. tölublað 52. órgangur Keflavíkurflugvöllur Mengun í vatnsbóli Bandaríski herinn hœttur að nytja vatnsból ínámunda við sorpeyðingarstöð Suðurnesja vegna mengunar. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi: Ekkerthœgtað fullyrða hvaðan mengunin berst Herinn á Keflavíkurflugvelli er hættur að nytja vatnsból eitt vegna efnamengunar. Að sögn upplýsingafulltrúans, Friðþórs Eydal, hefur ekki reynst unnt að ákvarða hvaðan mengunin kem- ur. Vatnsbólið er í 3,5 kílómetra fjarlægð frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í Njarðvík að sögn Friðþórs, en ekki er vitað hvort stöðinni er um að kenna. Að sögn Eiríks Alexanders- sonar, framkvæmdastjóra Sam- bands sveitarfélaga á Suðurne- sjum, hefur herinn verið með sorphauga á mjög stóru svæði á þessum slóðum allt frá stríðslok- um til ársins 1983, og urðaði þá rusl og brenndi. Sagði hann að rannsókn þessa mengunarmáls stæði fyrir dyrum. Eiríkur segir að stöðin sé fullkomnasta sorpbrennslustöð á landinu, og anni hún öllu húsa- sorpi og smærra iðnaðarsorpi frá sveitarfélögunum á Suðurnesjum sem og hernum og eyði um 11,000 tonnum á ári. Ýmsu stórgerðu rusli var brennt við opinn eld í stöðinni á árum áður, en því hefur verið hætt fyrir nokkru. Að undan- förnu hefur brotajárn hrúgast upp, eða frá því fyrirtækið Sindri hætti að taka það til handarg- agns, en sorpeyðingarstöðin hafði gert samning við Sindra um brottflutning á brotajárni. Aðspurður um staðarvalið fyrir sorpeyðingarstöðina í Njarðvík sagði Eiríkur að íslensk tollyfirvöld hefðu sett það skil- yrði á sínum tíma að hún yrði innan girðingar hjá hernum, þar sem ekki hefði þótt við hæfi að sorpbflar þaðan færu út af svæð- inu oft á dag. Því hefði staðurinn verið valinn með hliðsjón af við- skiptum þessum við herinn. HS Alþýðubandalagið Fundað með fiskvinnslufólki StjórnAB boðar tilfunda með fiskvinnslufólki í öllum landsfjórðungum - Með þessum fundum crum við í senn að sýna samstöðu með kjarabaráttu fískvinnslufólks og knýja á um að snúið verði við þeirri óheillaþróun sem verið hef- ur í málum þess. Jafnframt þarf að taka af skarið með það hvað við teljum vera brýnasta forgangsverkefnið í kjaramálunum. Jafnframt erum við að leita eftir skoðunum og ábendingum frá fiskvinnslufólki um kjaramálin og stöðuna í sjáv- arútveginum, sagði Ólafur Ragn- ar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins í samtali við Þjóð- viljann en nýkjörin stjórn flokks- ins ætlar að eiga fundi með fisk- vinnslufólki í öllum landsfjórð- ungum á næstu dögum og vikum. -»g- Sevilla Þröstur útnefndur 5 íslenskir alþjóðameistarar í skák Frá Helga Ólafssyni fréttaritara Þjóð- viljans á heimsmeistaraeinvíginu í skák í Sevilla á Spáni Þröstur Þórhallsson var út- nefndur alþjóðlegur meistari á þingi FIDE alþjóðaskáksam- bandsins sem nú stendur yfir í Se- villa. Umsókn Skáksambands fs- lands um titil Þrastar barst seint þar sem síðasti áfangi hans náðist á alþjóðlega mótinu í Njarðvík, aðeins viku fyrir þingsetningu. Ero Helme formaður útnefn- inganefndar FIDE sá þó alla meinbugi á því að Þröstur gæti fengið titilinn. Fyrir tilverknað Pólverjans Filipowicz fékk þetta mál þó farsæla lausn. Helme er svæðisforseti Norðurlanda og hefur haldið þeirri stöðu þó að þing Norræna skáksambandsins hafi fundið ástæðu til að sam- þykkja vítur á hann vegna fram- göngu hans í sambandi við svæða- mót Norðurlanda 1985. Þröstur er fimmti íslenski skák- meistarinn sem ber þennan titil. Fyrir eru þeir Ingi R. Jóhanns- son, Karl Þorsteins, Haukur Angantýsson og Sævar Bjarna- son. í forföllum Þráins Guðmunds- sonar forseta Skáksambands ís- lands sat Einar S. Einarsson ritari norræna Skáksambandsins þing FIDE fyrir íslands hönd og fylgdi eftir máli þessu. -hól/Sevilla Sjá bls. 19 og bls. 15. Hópbónus Betri kostur? Sjáfréttaskýringu bls. 7 ^sgnmur C lonssnn " t >V.ti w. IjAggM < X i'fsNnn Á bókasýningu á Hótel Sögu í gær mátti kenna margan knáan kappann af (t.h.) og Jón Böðvarsson skólameistari sem samið hefur fyrsta bindi iðnsögu ritvellinum. Hér bera þeir saman bækur sínar þeir Bjarni Guðnason prófessor íslendinga. Bókasýning bókaútgefenda Meðaljólabókin á 2000 krónur Jólabókin í ár kostar umþað bil2000 krónur. Á markaði verða hálft fjórða hundrað bóka eða rösklega það. Bókaverð hefurhœkkað nokkuð minna en svarar verðbólgufráþvíífyrra eða um25-30 prósent Svo mæltu fulltrúar Félags bókaútgefenda þegar opnuð var i gær á Hótel Sögu sýning á obbanum af útgáfubókum ársins. Sýningin var einkum ætluð bóks- ölum, afgreiðslufólki og bóka- vörðum en verður opin almcnn- ingi í dag og á morgun milli kl. 16 og 22. Þetta er fyrsta sýning sinn- ar tegundar. Utgefendur voru fremur bjart- sýnir á bóksölu, þótt þeir hefðu af því áhyggjur að greiðslukort hefðu m.a. get það að verkum að bóksala hleðst á örfáa daga fyrir jól í enn ríkari mæli en áður. Þeir lögðu áherslu á þýðingu kynning- arstarfsemi og binda þá verulegar vonir við sín Bókatíðindi, 64 síðna bækling litprentaðan, sem borinn verður í hvert hús í landinu nú í vikunni. Af breytingu á hlutföllum milli bókaflokka er það að segja, að íslenskum skáldsögum fjölgar á markaði í ár, sömuleiðis vönduð- um þýddum bókmenntum. Einn- ig fjölgar stórum verkum og íburðarmiklum sem eru einatt mörg ár í undirbúningi. - ÁB. Sambandsstjórn ASÍ Andmælir matarskatti í gær kom saman til árlegs fundar sambandsstjórn Alþýðu- sambands íslands. í sambands- stjórninni eru á 7. tug manna og er hún valdamesta stofnun ASI milii Alþýðusambandsþinga. Á dagskrá fundarins eru m.a kjara-, skatta-, húsnæðis- og lif- eyrissjóðamál auk skipulagsmála samtakanna. í gær samþykkti sambands- stjórn mótmæli gegn áformum ríkisstjórnarinnar um að Ieggja söluskatt á öll matvæli frá og með áramótum. Fundinum verður slitið í kvöld. -ÓP

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.