Þjóðviljinn - 01.12.1987, Page 2
Anna María Arnardóttir
sjúkraliði:
Ég veit það ekki, en ég vona það; við
megum ekki við því að fa'ra út í kosn-
ingar núna.
Björn Steffensen
löggiltur endurskoðandi:
Ég held nú ekkert en ég vona það.
Pað eru ekki skilyrði fyrir annarri betri
eins og er.
-SPURNINGIN—
Heldur ríkisstjórnin út
veturinn?
Smári Kristinsson
sjómaður:
Nei, það held ég varla. Þetta er engin
ríkisstjórn.
Ari Trausti Guðmundsson
leiðbeinandi:
Já, ég held hún geri það, en ég vona
samt ekki.
Þórunn Hermannsdóttir
heimavinnandi:
Já, ég ætla að vona það. Mér finnst of
fljótt að fara að skipta svona strax.
FRETTIR
Kyndingarkostnaður
hækkað
47%
Raforkuverð til húshitunar hœkkar uml8 % í
dag. A árinu hefur hœkkunin numið 47% sé
tekið mið afþví að niðurgreiðslur hafa staðið í
stað. Hitunarkostnaður samsvarar tvennum
mánaðarlaunum verkamanns ímeðalhúsi á
ári
Með nýrri gjaldskrá Raf-
magnsveitu ríkisins sem
tekur gildi í dag, 1. desember,
hækkar raforkuverð til húshitun-
ar um 18%. Hækkunin kemur í
kjölfar hækkunar á heildsölu-
verði Landsvirkjunar. Með nýrri
gjaldskrá hefur raforkuverð til
húshitunar hækkað um rúm 47%
frá því 1. janúar á þessu ári.
Verkalýðsfélagið Jökull á
Höfn í Hornafirði hefur tekið
saman yfirlit um hækkanir á
kyndingarkostnaði á árinu. Sam-
kvæmt því hefur hækkunin num-
ið um 17,15% frá 1. janúar fram
til 1. desember. Eftir 18 % hækk-
unina sem tekur gildi í dag, nem-
ur hækkunin rúmum 47%. I þess-
um útreikningum er tekið mið af
því að niðurgreiðslur á raforku-
verði til húshitunar hafa staðið í
stað á árinu.
Ársnotkun í meðalhúsi á raf-
orkú til kyndingar reik'nast u.þ.b.
33 kflóvattstundir, en samkvæmt
því greiðir notandi árlega, eftir 1.
desember, um 60 þúsund krónur í
kyndingu eingöngu. Þessi upp-
hæð nemur um tvennum mánað-
arlaunum verkafólks, en ofaná
þessar greiðslur bætist Síðan ann-
ar raforkukostnaður.
Stefán Arngrímsson deildar-
stjóri hjá Rafmagnsveitu ríkisins
sagði að frá hálfu Rafmagns-
veitunnar hefði raforkuverð til
almennra nota aldrei verið eins
lágt og nú frá því að nýtt gjalds-
krárkerfi var tekið upp árið 1981.
Niðurgreiðslurnar hafi hins vegar
lækkað frá því að til þeirra var
gripið 1983, enda hafi raforku-
verð frá þeim tíma almennt lækk-
að og forsendurnar fyrir niður-
greiðslunum væru því breyttar í
dag.
-K.ÓI.
Fiskveiðistefnan
Tveggja ára gildistími iausnin
Kratarandæfa íkvótamálum. Sjálfstœðismenn einnig andvígir
Aríkisstjórnarfundi í dag verð-
ur aðallega rætt um lög um
stjórn fiskveiða og þá deilu sem
upp er komin meðal stjórnarf-
lokkanna um þau mál.
Reiknað hafði verið með að
Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra legði fram stjórn-
arfrumvarp um stjórnun fisk-
veiða síðar í vikunni og að það
yrði óbreytt það handrit að frum-
varpi sem kynnt hefur verið
helstu hagsmunaaðilum í sjávar-
útvegi að undanförnu. Talið er að
margar breytingatillögur muni
koma fram við það, bæði frá
að sem ef er loðnuvertíðinni
er tekjutap verkamanna í
loðnubræðslunni um 200 þús.
krónur. Ef svo fer sem horfir má
búast við því að tekjutap sveitar-
félagsins, ásamt tekjutapi hinna
ýmsu þjónustuþátta sem skipta
við skipin og sjómennina á vertíð-
inni, verði um 6-8 milljónir
króna. Þetta er því veruiegt áfall
fyrir sveitarfélagið, segir Gunnar
Hilmarsson sveitarstjóri á Rauf-
stjórnarsinnum sem og stjórnar-
andstöðu.
Það er einkum tvennt sem
þingmenn hafa við frumvarpið að
athuga: Gildistíminn, sem sam-
kvæmt frumvarpinu er fjögur ár,
og það að kvótinn fylgi skipum.
Vilja kratar t.d. breyta því fyrir-
komulagi.
Fleiri en kratar gagnrýna nú-
verandi kvótakerfi. Formenn
Sjálfstæðisfélaga í Reykjavík og
Kópavogi hafa lagt til að kvótak-
erfið verði afnumið og í stað þess
verði veiðar takmarkaðar með
veiðibönnum og veiðileyfasölu.
arhöfn í samtali við Þjóðviljann.
Að sögn Gunnars kemur
loðnuleysið sér ákaflega illa fyrir
sveitarsjóðinn og allt efnahagslíf
Raufarhafnar. A sama tíma í
fyrra höfðu borist á land hvorki
meira né minna en rúmar 42 þús-
und lestir af loðnu, en nú aðeins
tæpar 4 þúsund lestir.
Sveitarfélagið réðst í ár í dýpk-
un hafnarinnar fyrir 15 milljónir
króna til að auðvelda loðnuskip-
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra hefur lýst því yfir að hann
telji að gildistími laganna eigi að
vera tvö ár í stað fjögurra og að á
þeim tíma verði fiskveiðistefnan
endurskoðuð einsog gert er ráð
fyrir í stjórnarsáttmálanum.
Talið er að kratar sættist á
þessa lausn og sömuleiðis sjávar-
útvegsráðherra. Hann lék svip-
aðan leik síðast þegar lög voru
samþykkt um stjórn fiskveiða. Þá
var lagt til að gildistími yrði
fjögur ár en niðurstaðan varð sú
að lögin giltu í tvö ár.
Fleira hangir þó á spýtunni.
unum að athafna sig við löndun
og ennfremur var hafnarkantur-
inn stækkaður fyrir aðrar 15
milljónir.
„Þetta er kaleikur sem við
verðum víst að drekka úr, því það
ræður enginn við duttlunga loðn-
unnar. Svona var ástandið einnig
á árunum 1982 og 1983. En lagað-
ist síðan og var gott 1984, 85 og
86,“ sagði Gunnar Hilmarsson
sveitarstjóri. - grh
Þar má nefna andstöðu þing-
flokks Framsóknar við húsnæðis-
frumvarp Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, einkum þó andstöðu Alex-
anders Stefánssonar. Hann er
formaður þeirrar þingnefndar
sem nú hefur frumvarpið til um-
fjöllunar. Þá eru kratar taldir
krefjast þess að framsóknarmenn
verði beygðir til hlýðni við fjárl-
agafrumvarpið.
-Sáf/ÓP
Sjónvarpið
Barnaleikrit
í 4 þáttum
Á sunnudaginn kemur verður
sýndur í Stundinni okkar í Ríkis-
sjónvarpinu 1. þátturinn af fjór-
um úr nýrri framhaldsmynd fyrir
börn eftir Iðunni Steinsdóttur.
Með aðalhlutverk fara þau
Guðrún Ásmundsdóttir og Guð-
mundur Ólafsson en í mynda-
texta í síðasta laugardagsblaði
var birt mynd af þeim í hlutverk-
um sínum og ranglega sagt að
myndin væri frá upptöku ára-
mótaskaupsins. Nær hefði verið
að segja að myndin væri úr barna-
jólaskaupi Sjónvarpsins, en leik-
stjóri myndarinnar er Viðar Egg-
ertsson.
Raufarhöfn
Milljóna tekjutap
Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri: Loðnuleysið verulegt áfall fyrir sveitarfélagið
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN