Þjóðviljinn - 01.12.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Qupperneq 3
FRETT1R Útgerðarfélagið Eldey Skipakaup í sigtinu 200 manns á stofnfundi Eldeyjar síðastliðinn sunnudag. Hlutafé 70-80 milljónir króna. Mikill áhugi meðal sveitarstjórna að leggjafé til starfseminnar. Keflavík, Njarðvík og Hafnahreppur aðilar aðfélaginu nú þegar Smáfiskur Skyndilokanir aldrei fleiri „Það stefnir allt í nýtt met í skyndilokunum á þessu ári. Nú þegar eru þær orðnar 95 talsins og verða trúlega 100 eða fleiri fyrir ársiok. í fyrra var einnig slegið nýtt met í skyndilokunum og þá urðu þær einungis 76,“ sagði Sigfús A. Schopka, fiski- fræðingur hjá Hafrannsóknar- stofnun, í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Sigfúsar er nú orðið alveg sama hvaða veiðarfæri menn nota; það veiðist ekkert nema smáfiskur. Að undanförnu hefur fiskiríið verið ákaflega tregt hjá togurunum og lítið að hafa. Þorskurinn er dreifður út um allt og erfitt að veiða hann nema í smáslöttum hverju sinni. grh Utgerðarfélagið Eldey var formlega stofnað síðastliðinn sunnudag í Keflavík að viðstödd- um um 200 manns. Þegar hefur safnast hlutafé fyrir um 70-80 milljónum króna, en stefnt er að 100 milljón króna hlutafé. Til- gangur félagsins er að auka við útgerð á Suðurnesjum og er stjórn félagsins þegar farin að huga að skipakaupum. Að sögn Jóns Norðfjörðs, stjórnarformanns Eldeyjar er þó nokkuð um framboð á skipum á markaðnum, en hann vildi ekki gefa upp að svo stöddu hvaða skip væru í sigtinu hjá stjórninni. Sagði Jón að vel þyrfti að huga að fyrirhuguðum skipakaupum fé- lagsins, áður en skrifað verði undir samninga þar að lútandi. Útgerðarfélagið mun eingöngu gera skip út til hráefnisöflunar en mun ekki verka fisk. Hann verð- ur allur væntanlega boðinn upp á fiskmarkaði Suðurnesja. Mikill áhugi er meðal sveitar- stjórna á Suðurnesjum fyrir fé- laginu og nú þegar hafa þrjú sveitarfélög lagt fram fé til þess. Það eru Keflavík, Njarðvík og Hafnahreppur. Önnur sveitarfé- lög á Suðurnesjum eru jákvæð gagnvart hugsanlegri aðild að fyrirtækinu en vilja þó bíða og sjá hver framvindan verður hjá því áður en þau leggja fram fé til starfseminnar. Gert er ráð fyrir að sveitarfélögin eigi ekki nema 20% af hlutafé Eldeyjar til samans, eða um 20 milljónir króna. Aðrir í stjórn Eldeyjar voru kosnir þeir Eiríkur Tómasson, Sigurður Garðarsson, Viðar Halldórsson og Guðmundur Ing- varsson. grh Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól verður vígt í dag. Her manns vann að frág'angi í gær. Mynd: Sig. Aldraðir „Skjól“ í gagnið Umönnunar- og hjúkrunarheimilið Skjól vígt ídag. Rúmfyrir ríflega 100 manns Hér verður hægt að veita margvíslega umönnun, en við leggjum áherslu á að umhverfi og þjónusta verði með heimilislegum blæ, sagði Sigurður Heigi Guð- mundsson, en hann hefur haft umsjón með byggingu umönnun- ar- og hjúkrunarheimilisins Skjóls, sem er fyrst og fremst ætl- að öldruðum sjúkum. Heimilið verður vígt í dag og tekið í notkun að hluta. Skjól er sjálfseignarstofnun, en sex aðilar standa að bygging- unni: ASÍ, Samband lífeyrísþega starfsmanna ríkis og bæja, Stétt- arsamband bænda, Sjómanna- dagurinn í Reykjavík og Hafnar- firði, Reykjavíkurborg og Þjóð- kirkjan. Framkvæmdir hófust haustið 1985, en uppsteypan á sjálfu hús- inu ári síðar. Byggingin er 6 þús- und fermetrar á 6 hæðum og verður nú tekin í notkun að hluta. Upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 380 milljónir á nú- virði, en að sögn Sigurðar Helga næst kostnaður niður um 30 til 50 milljónir. Gífurleg þörf er fyrir heimili af þessu tagi, og sagði Sigurður Helgi að aldraðir sjúkir væru á meiri húsnæðishrakhólum en nokkur annar hópur. Ríflega hundrað manns munu eiga at- hvarf í húsinu fullbúnu, en vonir standa til að það komist í kring á næsta ári. Á næstu dögum munu hinir þrjátíu fyrstu flytja inn. Húsið er reist á lóð Hrafnistu, og sagði arkitektinn, Halldór Guðmundsson, að hönnun húss- ins hefði miðað að því að fella það sem best að þeim byggingum sem fyrir væru á lóðinni. Auk Halldórs eru helstu hönnuðir byggingarinnar Teiknistofan Ár- múla 6 og Verkfræðistofa Stefáns Ólafssonar hf. HS Sœplast hf. á Dalvík Ríkisstjórnin Ekkert lát á uppsveiflunni Keypti iðnfyrirtœkið Börkhf. íHafnarfirði um helgina. Kaupverð ekkigefið upp. Jón Gunnarsson á Dalvík: Keyptum til að auka á fjölbreytnina íframleiðslunni og til að styrkja stöðu Sœplasts hf. Tilgangur okkar með kaupun- um á iðnfyrirtækinu Berki hf. í Hafnarfirði er fyrst og fremst að styrkja stöðu Sæplasts hf. og jafn- framt að hafa meiri fjölbrcytni í starfsemi fyrirtækisins en nú er. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um hvert framhaldið verður og á meðan heldur Börkur hf. áfram að framleiða sínar vörur. Kaupverðið verður ekki gcfið upp að svo stöddu á meðan annað hefur ekki verið ákveðið, sagði Jón Gunnarsson hjá Sæp- lasti hf. á Dalvík í samtali við Samgöngumál Hugað að samhengi hluta Steingrímur J. Sigfússon og Skúli Alexandersson hafa lagtfram þingsályktunartillögu um samræmingu áætlana á sviði samgöngumála og eir Steingrímur J. Sigfússon og Skúli Alexandersson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin láti vinna að samræmingu áætlana á sviði sam- göngumála og meiriháttar mannvirkjagerðar þannig að slíkar áætlanir fyrir einstaka landshluta og landið allt falli eðli- mannvirkjagerðar lega saman í eina heild. f tillögunni er einnig lagt til að stuðlað verði að samræmingu flutninga og flutningaleiða á landi, sjó og í lofti með opinberri stefnumótun sem jafnframt taki mið af áformum um meiri háttar mannvirkjagerð, þróunarfor- sendum atvinnulífs og byggða- sjónarmiðum. í greinargerð með tillögunni segir að jafnvel þó ljóst sé að stefnumörkun, áform og áætlanir liggi ætíð að einhverju leyti inn í óvissa framtíð hljóti að teljast skynsamlegt að huga að sam- hengi hlutanna eftir því sem kost- ur er. -Sáf Þjóðviljann í gær. Það kom heldur betur flatt upp á margan Hafnfirðinginn um helgina þegar það fréttist að búið væri að selja eitt stærsta iðnfyrir- tæki bæjarins, Börk hf., sem hef- ur að staðaldri um 35-40 manns í vinnu. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í smíði húseininga, stálklæðni- nga, kæli- og frystiklefa, snjó- bræðsluröra, einangraðra hita- veituröra auk ýmiss konar sérs- míða. Að sögn Jóns Gunnarssonar er ekkert lát á uppsveiflunni hjá Sæplasti í framleiðslu á fisk- körum og fiskbrettum. Unnið er á vöktum við framleiðsluna allan sólarhringinn og eru 23 á launa- skrá þess. 30% af heildarfram- leiðslu fyrirtækisins eru flutt út. Unnið er af krafti við smíði nýs verksmiðjuhúss á Dalvík og er stefnt að því að það verði tilbúið um næstu áramót. grh Steingrímur óheiðarlegur Karl Steinar Guðnason vænir utanríkisráðherra um óheiðarleika Sumir þingmenn ríkisstjórnar- innar virðast grípa hvert tækifæri sem gefst til að beina spjótum sín- um að samherjum í stjórnarsam- starfinu. Þannig greip Karí Steinar Guðnason tækifærið í gær til að skammast út í utan- ríkisráðherra og vændi hann um óheiðarleika. Karl Steinar notaði umræðu um þingsályktunartillögu frá Finni Ingólfssyni og fleiri fram- sóknarmönnum, um könnun á mikilvægi íþrótta og efnahags- legum áhrifum þeirra, til að minna þingheim á ummæli Stein- gríms Hermannssonar um niður- skurð við íþróttahreyfinguna í fjárlögum næsta árs í dagblaðinu Tímanum. Karl Steinar sagði þetta mikinn óheiðarleika í stjórnmálum, að ráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gagnrýndi fjármála- ráðherra í dagblaði en tæki ekki málið upp á vettvangi ríkisstjórn- arinnar frekar. -Sáf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.