Þjóðviljinn

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1987næsti mánaðurin
    mifrlesu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Síða 5
Umsión SigurðurÁ. Friðþjófsson Félagsheimila- og íþróttasjóður Skuldbindingar stóriega sviknar Menntamálaráðherra svarar fyrirspurnumfrá Skúla Alexanderssyni oglnga BirniAlberts- syni umfélagsheimilasjóð og íþróttasjóð Alls hafa tekjur féiagsheimila- sjóðs af skemmtanaskatti ver- ið skertar um 107,5 milljónir króna á árunum 1981-1987 en ógreidd hlutdeild sjóðsins í kostn- aði við byggingu félagsheimila í landinu verður um 71,6 milljónir króna um næstu áramót. Þetta kemur fram í svari menntamálaráðherra við fyrir- spurn þeirra Skúla Alexanders- sonar og Inga Björns Alberts- sonar. í svarinu kemur einnig fram að verði félagsheimilasjóði ekki áætlaðar tekjur á fjárlögum næsta árs mun skemmtanaskatt- urinn renna óskertur í ríkissjóð. Ógreidd hlutdeild félags- heimilasjóðs er til 56 félagsheim- ila í landinu. Stærst er skuldin við félagsheimili Ólafsvíkur, eða 15 milljónir króna. Menningarsjóður félagsheim- ila hefur hingað til fengið 10% af tekjum félagsheimilasjóðs en þegar félagsheimilasjóður verður lagður niður hverfur þessi tekju- stofn. Enn hefur ekkert verið Fólagsheimilasjóður skuldar félagsheimilinu í Ólafsvík um 15 milljónir króna. Mynd Sig. ákveðið hvað komi í staðinn en samkvæmt svari menntamálaráð- herra er unnið að tillögum um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru í framhaldi af breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga sem fjármálafrumvarpið gerir ráð fyrir. Tekjur menningarsjóðs hefðu orðið helmingi meiri ef full skil hefðu verið gerð á skemmtana- skatti til félagsheimilasjóðs á ár- unum 1981-1987, eða 10,7 milljónir í stað rúmra 5 milljóna króna. Menntamálaráðherra hefur einnig svarað fyrirspurn þeirra Inga Björns og Skúla um íþrótta- sjóð og kemur þar fram að ógreidd hlutdeild íþróttasjóðs í byggingu íþróttamannvirkja eru tæpar 183 milljónir króna. í því svari kemur einnig fram að áætl- aður kostnaður við að ljúka óloknum verkefnum á skrá íþróttasjóðs nemi um 267 milljónum króna. Þrjú stærstu verkefnin eru íþróttahús íþrótt- afélags fatlaðra í Reykjavík, íþróttahús lyftingamanna í Reykjavík og íþróttasvæði Mos- fellsbæjar, en framkvæmdir við þessi mannvirki eru á byrjunars- tigi og áætlaður kostnaður við þau 120 milljónir króna. -Sáf Ósonlagið Jörð að láni frá bömum okkar Jómfrúrrœða Álfheiðar Ingadóttur á Alþingi Herra forseti. Við íslendingar búum í ríku og gjöfulu landi. Þó tekjum okkar og neyslu sé vissulega misskipt, þá erum við ein af neyslufrekustu þjóðum heims. Það sýna okkur og sanna tölur um sykurneyslu, bíla- eign og margt fleira. I gær var mér t.a.m. sagt hér í þinghúsinu að við ættum nýtt heimsmet í plastnotkun, 20 kfló á mann á ári. Enda hrúgast upp hjá okkur ruslið. öllu er hent og hús brotin, nýtt keypt og byggt í staðinn. Þetta eru einkenni neyslusamfé- lagsins. Það er sóknin eftir skammtímagróða og svokölluð- um lífsgæðum sem ræður ferð. Við vitum hverjar afleiðing- arnar verða ef ekki verður tekið upp nýtt verðmætamat á þessari jörð. Vanþekking er ekki sú af- sökun sem við berum við, heldur hitt, hversu fáir og smáir við erum. Sóun okkar á auðlindum náttúrunnar sé nú svo lítið brot af sóun mannkyns, mengun af okk- ar völdum svo lítill hluti af meng- un fjölmennra iðnaðarþjóða. Þetta ásamt fjarlægð okkar frá helstu mengunaruppsprettum í austri og vestri er afsökun okkar fyrir því að hér er umræða um alþjóðlega umhverfisvernd enn á frumstigi og þátttaka í alþjóða- samstarfi nær engin. Tillagan Ég mæli hér fyrir tillögu til þingsályktunar um verndun ós- onlagsins sem ég flyt ásamt þing- mönnunum Hjörleifi Guttorms- syni og Steingrími J. Sigfússyni. Tillagan miðar að því að við íslendingar öxlum ábyrgð okkar í samfélagi þjóðanna og leggjum okkar litla skerf af mörkum til þess að stöðva vaxandi þynningu ósonlagsins sem nú stefnir lífs- skilyrðum á jörðinni í stórfellda hættu. Ég ætla ekki að eyða löngu máli í útlistun á eyðingu óson- lagsins, né heldur afleiðingum þess ef ekkert verður að gert. Það var gert ágætlega hér á síðasta þingi, þegar Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir mælti fyrir þings- ályktunartillögu sinni og fleiri þingmanna um bann við inn- flutningi og notkun ósoneyðandi efna. Gatið á ósonlaginu í greinargerð með tillögu þeirri sem hér er á dagskrá svo og í fylg- iskjali nr. 1, erindi Sigurbjargar Gísladóttur, deildarefnafræðings hjá Hollustuvernd ríkisins er gerð ítarleg grein fyrir staðreynd málsins sem er þessi: Úrgangsefni frá efnaiðnaði á jörðu niðri eru smám saman að eyða ósonlaginu, sem verndar jarðarbúa fyrir skaðlegum út- fjólubláum geislum sólar. Þynn- ingin s.l. 8 ár nemur 4-5%. Meira en helmingur þeirrar þynningar er talinn vera af völdum freona og halona, en það eru lofttegundir sem stíga upp í heiðhvolfið úr úð- abrúsum, svampi, frauðplasti, slökkvitækjum og kælikerfum. Það var árið 1974 sem banda- rískur efnafræðingur, Sherwood Rowlands að nafni, benti á þá hættu sem í stefnir með notkun þessara lofttegunda í iðnaði. Enginn dró í efa kenningu hans um keðjuverkandi niðurbrot ós- ons í tilraunastofum, en vísinda- menn voru ekki á einu máli um hvort þessa gætti uppi í heiðhvolfinu sjálfu. Um það hver áhrifin yrðu ef svo væri, efaðist hins vegar eng- inn: Ósonlagið verndar jarðar- búa fyrir skaðlegum útfjólu- bláum geislum sem m.a. valda húðkrabbameini í mönnum og dýrum. Útfjólublá geislun er einnig skaðleg gróðri í sjó og á landi. Einkum er þörungasvifið, undirstaðan í lífkeðju sjávar, næmt fyrir þeim. Aukin losun ha- lona, freona og annarra úrgangs- efna í andrúmsloftið veldur líka hækkandi meðalhita á jörðu niðri. Úrkomubelti og vindakerfi geta breyst og sjávarstaða hækk- að með bráðnun jökla. Það er því ekki aðeins líkamleg heilsa manna sem er í hættu, heldur lífs- viðurværi þeirra og aðbúnaður. Áhyggjur manna vegna þessar- ar skelfilegu framtíðarspár hafa farið vaxandi eftir því sem vís- bendingar kenningunni til stuðn- ings hafa hrannast upp. Það var þó ekki fyrr en nú i haust þegar Geimferðastofnun Bandaríkj- anna kynnti nýjar niðurstöður rannsókna yfir Suðurskautinu að fyrir lágu gögn sem staðfestu hana. Gatið í ósonlaginu yfir Suðurhveli hefur aldrei verið stærra. Ósonmagnið þar hefur minnkað um helming, eða 50% frá árinu 1979. Jafnframt mældist þar nú hundraðfalt meira magn af freonum en í tempraða beltinu og telja menn ekki lengur leika vafa á samhenginu þarna á milli. Alþjóðlegt samstarf í mars gekkst umhverfismál- astofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir alþjóðaráðstefnu í Vínar- borg, þar sem 35 þjóðir undirrit- uðu sáttmála um verndun óson- lagsins. Þeirra á meðal voru Nor- egur, Danmörk, Svíþjóð og Finn- land. Þegar árið 1986 leið án þess að í augsýn væri raunverulegur árangur og frekari samkomulags- umleitanir virtust vonlitlar, tóku þessi fjögur lönd sig saman og ákváðu að bíða ekki lengur, held- ur hefjast handa upp á sitt eins- dæmi. Á þingi Norðurlandaráðs, 25. febrúar 1987, héldu umhverfis- málaráðherrar þessara fjögurra landa fund, sem markaði tíma- mót. Þar var ákveðið að hvert land gerði úttekt á notkun freona 1986 miðað við innflutning á hreinu efni. Jafnframt skyldi svarað spurningunni um það hvort unnt yrði að minnka notk- unina um fjórðung fyrir 1991. Sérstök vinnunefnd var skipuð á vegum embættismannanefndar um umhverfismál til að fylgja þessum verkum eftir, en emb- ættismannanefndin sjálf hefur tvívegis hist frá í febrúar: Fyrst 18. júlí og aftur 18. nóvember þ.e. á fimmtudegi fyrir réttri viku. íslendingar eiga þrjá full- trúa í nefndinni. Enginn þeirra mætti á þessa fundi. Meðan þessu fór fram á Norð- urlöndum (nema á íslandi), Var hafinn undirbúningur nýrrar ráð- stefnu um verndun ósonlagsins. Hún var haldin í Montreal í Kan- adaummiðjan septembers.l. Þar undirrituðu 24 þjóðir ásamt EBE samning sem miðar að því að iðn- aðarþjóðirnar minnki notkun sína á freonum um 20% fyrir 1994 og um 50% fyrir 1999, miðað við ársnotkun 1986. Vart hafði blekið þornað á Montreal-samningnum, þegar Geimferðastofnun Bandaríkj- anna kynnti þær niðurstöður sem ég hef þegar rakið. Hvort sú er eina ástæðan eða ekki, þá hafa þær raddir orðið æ háværari, sem telja samninginn ganga of skammt. Hefur Birgitte Dahl, umhverfismálaráðherra Svía, m.a. tekið í þann streng. Þannig var staðan þegar ráð- herranefnd um umhverfismál hittist á ný 7. október s.l. íslenski samstarfsráðherrann í þessum málaflokki, félagsmálaráðherra, sat ekki þann fund og reyndar enginn íslenskur ráðherra. Þar lágu fyrir svör frá hinum löndunum fjórum. Notkunin hafði verið könnuð og hún var á árinu 1986 0,5 til 1 kóló á mann. Sameiginlega nota þessi lönd ríflega 15 þúsund tonn af hreinum freonum, sem er ekki stór hluti heimsframleiðslunnar, sem er 1 miljón tonna. Svarið við spurningunni um hvort 25% niðurskurður væri mögulegur á næstu þremur árum var JÁ, frá öllum löndunum fjór- um. Niðurstaða ráðherrafundarins var að Norðurlönd halda fast við fyrri áætlun um niðurskurð á notkun þessara efna, enda þótt Montreal-samningurinn hafi ver- ið gerður í millitíðinni. Hins veg- ar hvetur ráðherrafundurinn til Framhald á síðu 6

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar: 269. tölublað (01.12.1987)
https://timarit.is/issue/225364

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

269. tölublað (01.12.1987)

Gongd: