Þjóðviljinn - 01.12.1987, Page 6
ÞJÓÐMÁL
FLÓAMARKAÐURINN
Tilsölu
Citroen GS ’79, skoðaður '87.
Vetrardekk fylgja. Verð kr.
50.000. Einnig til sölu Silver
Cross barnakerra með skermi
og svuntu. Verð kr. 3.000. Upp-
lýsingar í síma 11653.
Tilsölu
Afsýrt skatthol til sölu. Stærð: I.
120 cm, br. 50 cm, h. 115 cm. 4
stórar skúffur og 10 minni
skúffur. Upplýsingar í síma
34514 eftir kl. 19.
íbúð óskast
Ungt, rólegt og reglusamt par
sem stundar nám í Háskólanum
óskar eftir að taka á leigu litla
íbúð. Greiðslugeta 10-15 þús. á
mánuði. Upplýsingar hjá Sól-
veigu og Frosta í síma 82432.
Leirbrennsluofn
Notaður leirbrennsluofn til sölu
á góðu verði. Upplýsingar í
síma 21981 og 29734.
Ýmsir leirmunir
til sölu á góðu verði vegna flutn-
inga. Lítið við í Ingólfsstræti 18
eftir hádegi. Sími 21981.
Kettlingar gefins
3 loðnir, mjög fallegir kettlingar
fást gefins. Upplýsingar í síma
651589 eftir kl. 19.
Til sölu
hjónarúm, dýna getur fylgt.
Selst ódýrt. Upplýsingar í síma
82806.
Tii sölu
Þvottavél og þurrkari til sölu.
Upplýsingar í síma 24168.
Til sölu
negld Lödu snjódekk á felgum
og barnabílstóll. Upplýsingar í
síma 22336. 'í
Myndbandstæki
Orion myndbandstæki, enn í
ábyrgð, til sölu. Verð 30.000.
Sími 688073.
Hestur til sölu
Jarpstjörnóttur, 8 vetra klár-
hestur með tölti til sölu. Heppi-
legur fyrir ungling. Sími 36430
frá 9-12 og eftir 8 á kvöldin.
Til sölu
Notaðar barnakojur til sölu
1.90x78 cm, eikarklæðaskápur
h. 2.50, br. 1.75, dýpt 0.65 og
Ijósabekkur, einfaldur, Super-
sun. Upplýsingar í síma 42485
eða 46418.
Gítar - klassískur
t.d. Yamaha óskast. Upplýsing-
ar í síma 52842.
Skólaritvél - Silver Reed
til sölu. Upplýsingar í síma
52842.
Minkur
Vel með farið Suzuki LT 250
með fjórhjóladrifi til sölu. Upp-
lýsingar í síma 32969 á kvöldin.
Til sölu
Tveir kvenmokkajakkar til sölu.
Stærð 38-40. Sími 16038.
Jólahreingerning
Tek að mér jólahreingerningu
fyrir þig. Sími 75913.
Til söiu
2 Happy stólar og borð til sölu.
Sími 32207 milli kl. 6 og 7.
Tölvuskjár
Til sölu er ATARI SM 125 sv/hv
skjár. Þeir sem áhuga hafa
vinsamlega hringið í síma
15016.
Til sölu
Dökkt sófaborð 80x120 til sölu.
Slmi 626497 e.kl. 19.
Fururúm
Aðlaðandi, ungt fururúm til sölu.
120x200 cm. Uppl. í síma
686189 e.kl. 19.
Til sölu
Yfir 200 ára gamall antik stóll,
handskorinn til sölu. Uppl. í
síma 38455.
Óskast keypt
Óska eftir að kaupa Beta mynd-
bandstæki sem fyrst. Sími
12014.
Til sölu
sérsmíðaðar hillur. Seljast
ódýrt. Uppl. í síma 11890 e. kl.
19.
Jólatrésskemmtanir
Tek að mér að spila og stjórna
söngvum á jólaböllunum.
Sanngjarnt verð. Nánari uppl. í
síma 667250.
Au-pair
Hjón með 3 börn í Svíþjóð óska
eftir au-pair. Uppl. í síma 12951.
Til sölu
Barna- eða unglingarúm til sölu
með innbyggðu skrifborði og
skáp 200x80 cm, 1.64 á hæð.
Einnig til sölu Ferguson litsjón-
varp. Simi 18407.
Óskast keypt
Óska eftir að kaupa PC-tölvu
fyrir ritvinnslu og rúmdýnu
(svamp). Sími 45665.
Til sölu
Vel með farið hjónarúm m/
dýnum til sölu á kr. 10 þúsund.
Sími 23195.
Húsnæði óskast
3ja manna fjölskylda óskar eftir
2ja til 3ja herbergja íbúð til leigu.
Fyrirframgreiðslu, reglusemi og
góðri umgengni heitið. Uppl. í
síma 621037 e.kl. 18.
Saab-900
Til sölu. Blá-sans. 4ra dyra,
beinskiptur. Skoðaður ’87.
Góður bíll. Uppl. í síma 71858.
Saab-bílar og varahlutir
Til sölu Saab 99 árg. '75, sjálf-
skiptur og Saab 99 árg '77 bein-
skiptur. Einnig varahlutir í Saab,
m.a. vélar og gírkassar. Hag-
stætt verð. Uppl. í s. 44503 á
kvöldin og um helgar.
Viltu læra spænsku
eða katalónsku?
Spænskur nemi við Háskóla ís-
lands vill kenna fólki spænsku
og/eða katalónsku. Vinsam-
legast hafið samband við Jorge
á herbergi nr. 2 á Nýja Garði,
sími 625308.
Að heiman um jólin
Vantar litla íbúð til leigu um jólin
(26.12. til 2.2.) fyrir erlent vina-
fólk. Uppl. í síma 24089 á kvöld-
in.
Vantar klósett
með stút í vegg. Sími 77393.
ALÞÝÐUBANDALAGK)
Alþýðubandalagid Siglufirði
Opið hús
hjá AB Suðurgötu 10 þriðjudaginn 1. des. milli klukkan 5 og 7.
Ragnar Arnalds og Ólafur Ragnar Grímsson mæta.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Akureyri
Öldrunarmál
Bæjarmálaráð heldurfund um öldrunarmál í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18,
miðvikudaginn 2. desember, klukkar 20.30.
Lagðar verða fram upplýsingar um þá þjónustu sem öldruðum stendur til
boða á Akureyri og í framhaldi af því verða settar fram tillögur um úrbætur.
Allir áhugamenn velkomnir. Bæjarmálaráð
Menningarnefnd AB
Fyrsti reglulegi fundur nefndarinnar verður haldinn fimmtudaginn 3. des-
ember kl. 17.
þess að löndin staðfesti hann hið
fyrsta og mælir með öðrum að-
gerðum sem raktar eru á bls. 3 og
4 í greinargerð.
í fylgiskjali nr. 2, sem er sam-
þykkt ráðherrafundarins ásamt
fylgigögnum má einnig sjá hvern-
ig hvert land hyggst draga úr
notkun sinni, en það er nokkuð
misjafnt eftir aðstæðum. Alls
staðar er stefnt að því að hvetja til
og gera samninga um minni notk-
un, en dugi það ekki til að ná
settu marki eru löndin tilbúin að
beita öðrum ráðum, svo sem lag-
aboði og skattlagningu á umrædd
efni.
íslendingar ekki með
Það er miður hr. forseti, að
þurfa að segja það hér að íslend-
ingar hafa, þrátt fyrir samstarfið í
Norðurlandaráði, ekki tekið þátt
í þessu undirbúningsstarfi, ekki
safnað saman eða skilað inn upp-
lýsingum um notkun þessara efna
hér á landi né heldur áætlun um
hvernig draga megi úr henni.
Hvernig getur staðið á þessu?
Sú skýring sem nærtækust er,
er að hér á landi er enginn ráð-
herra sem fer öðrum fremur með
umhverfismál, kannski síst fé-
lagsmálaráðherra, sem þó er
samstarfsráðherra á þessu sviði.
Umhverfismálin, þessi mikilvægi
málaflokkur er dreifður og þar
með hornreka í nær öllum ráðu-
neytum. Umhverfismálin eru
munaðarlaus í stjórnkerfinu.
Fyrri ríkisstjórn hafði uppi
mikil fýrirheit um bót og betrun í
þessum efnum eins og reyndar
svo mörgum öðrum, þótt lítið
yrði um efndir. í starfsáætlun nú-
verandi ríkisstjórnar er einnig
ákvæði um að sett verði almenn
lög um umhverfismál og sam-
ræming þeirra falin einu ráðu-
neyti.“
Sú staðreynd að samstarfi um
umhverfismál á vegum Norður-
landaráðs var hætt eftir að þessi
ríkisstjórn tók við, gefur, hr.
forseti, litlar vonir um efndir
þessa ákvæðis í starfsáætluninni.
Því það dugir ekki, að líta á
ísland sem einangrað eyland,
fjarri öðrum mannabyggðum,
þegar umhverfisvernd er annars
vegar. Þær hættur sem nú steðja
að andrúmslofti og lífsskilyrðum
allra jarðarbúa eru svo miklar og
fjölþættar að þær krefjast sam-
eiginlegs átaks allra þjóða. Þar
mega íslendingar ekki lengur
sitja hjá.
Tiltektin heima
En hr. forseti. Það er nauðsyn-
legt að byrja á tiltektinni heima
hjá sér áður en maður fer að setja
útá heimili annarra.
Ég nefndi í upphafi míns máls,
að við íslendingar værum meðal
neyslufrekustu þjóða heims. Það
er því miður ekkert sem bendir til
þess að framlag okkar til eyðing-
ar ósonlagsins sé minna pr. mann
en framlag miljónaþjóðanna.
Þvert á móti.
Hér hefur engin könnun farið
fram á notkun eða innflutningi
freona, ef frá er talið framtak
Páls Lúðvíkssonar, vélaverk-
fræðings sem s.l. sumar dró út úr
innflutningsskrám töluna 208
tonn af kælivökva. Ef þetta væri
hið eina sem hér væri notað af
freonum, sem það er örugglega
ekki, jafngilti það 0,85 kg. á hvert
mannsbarn á landinu, eða meira
en á hinum Norðurlöndunum,
nema Danmörku.
En það er ekkert sem segir að
okkur ætti að vera erfiðara en
hinum Norðurlandaþjóðunum
að draga úr þessari notkun eins
og fyrsta grein tillögunnar gerir
ráð fyrir.
Það er ljóst að kælikerfi ýmiss
konar eru útbreidd og mikilvæg
hér á landi vegna fiskiðnaðarins,
og þó varmadælur séu ekki mjög
útbreiddar fer notkun þeirra
vaxandi. A hinum Norðurlönd-
unum er 13-25% allrar freon-
notkunar bundin við kælikerfi,
og eru þá ísskápar og frystikistur í
heimahúsum undanskildar,
nemaíNoregi. Búast má við svip-
uðum og jafnvel hærri hlutfalls-
tölum hér á Iandi.
Hér er bent á að auka megi
notkun óvirkari freons, CFC 22 í
stað CFC 12, CFC 22 er enn sem
komið er hvergi á bannlista.
Þessu má víða koma við, og brýnt
að þróa aðferðir til að nota hættu-
minna efnið í fiskiðnaði okkar,
þar til hættulaus efni finnast.
Úðabrúsar
Árið 1978 bönnuðu Banda-
ríkjamenn notkun á freoni í úða-
brúsa. Kanadamenn, Svíar og
Norðmenn hafa einnig bannað
ósoneyðandi efni á úðabrúsum.
Þannig hafa stórir markaðir lok-
ast fyrir framleiðendum alls kyns
úðunarefna og þeir hafa einfald-
lega brugðist við með því að nota
önnur úðunarefni í brúsana. Það
er því gjörsamlega sársaukalaust
að banna innflutning og notkun
þessara efna á úðabrúsum hér á
landi. Nær öll efni, lyf jafnt sem
hreinsiefni og lökk eru nú til á
úðabrúsum sem ekki innihalda
freon. Þetta er í samræmi við til-
lögur ráðherranefndarinnar og
ein af þeim ráðstöfunum sem ís-
lendingar gætu gripið til strax.
Slökkvitæki
Halonar eru hér sem annars
staðar aðallega notaðir í slökkvi-
tæki, en þeireru taldir a.m.k. þri-
svar til tíu sinnum mikilvirkari en
freonar við eyðingu ósonlagsins.
Slökkvitæki með haloni hafa
það umfram kolsýrutækin, sem
allir þekkja, að þau eyðileggja
ekki tölvubúnað, en frostið, sem
myndast við notkun kolsýrunnar
skilur eftir eyður á tölvudiskum.
Þó tölvurnar sjálfar eyðileggist í
eldi eða reyk má með notkun hal-
ontækja koma í veg fyrir eyðil-
eggingu þeirra upplýsinga sem
þær geyma.
Með aukinni notkun tölva og
tölvukerfa hefur því á ör-
skömmum tíma orðið margföld-
un á útbreiðslu halontækja, hér á
landi sem annars staðar. T.d. eru
í einu húsi hér í borg 80-100 hel-
ontæki, sem taka a.m.k. 400 kíló!
Hins vegar hefur Eldvarnareftir-
lit Reykjavíkurborgar haldið
verulega aftur af útbreiðslu þess-
ara tækja. og er það vel - enda
vert að gjalda varhug við óþarfa
notkun þeirra. Þar er ekki aðeins
átt við ósoneyðinguna, heldur
einnig hitt, að halon 1211, sem
notað er í handslökkvitæki er
baneitrað, fari þéttleiki þess yfir
4% í andrúmslofti. Það er mat
manna að sársaukalaust sé að
auka ekki við innflutning þessara
efna frá því sem nú er.
Það hlýtur að vera lágmark-
sframlag okkar íslendinga á
næstu þremur árum til viðhalds
lífi á þessari jörð. Því eins og
málshátturinn frá Kenya segir:
Við höfum ekki fengið jörðina
til eignar frá foreldrum okkar.
Við höfum fengið hana að láni frá
börnum okkar. Við skulum reyna
að haga okkur í samræmi við
þetta.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 1. desember 1987