Þjóðviljinn - 01.12.1987, Blaðsíða 7
Hópbónuskerfið breytir því ekki að við munum berjast fyrir hærri taxtalaunum," segir starfsfólk frystihússins á Flateyri
Hópbónuskerfi
Með hópbónuskerfinu telja margir að tendruð verði friðarpípa á vinnustöðum
fiskvinnslufólks þar sem mannleg samskipti einkennast oft af spennu og sam-
keppni.
Samvinnan í öndvegi
Útfœrsla Vestfirðinga á hópbónuskerfifœr víða jákvœð viðbrögð. Kerfið hefur verið til reynslu
á Flateyri ífjórar vikur. Flateyringar: Myndum ganga út efgamla kerfið yrði
tekið upp aftur. Jón Kjartansson: Hópbónuskerfi er engin guðsgjafarþula
Flestir eru sammála þvi að
bónuskerfi það sem físk-
vinnslufólk hefur unnið við síð-
ustu áratugina, er ekki bara ó-
manneskjulegt heldur líka úr sér
gengið tæknilega. Leitast hefur
verið við að lappa uppá kerfíð
öðru hvoru en engin grundvallar-
breyting orðið á. Útfærsla á hóp-
bónuskerfí sem Vestfírðingar
hafa verið að vinna að síðustu
mánuði er tilraun til þess að bæta
úr. En hvað felst í því kerfí sem
Vestfirðingar hafa verið að
móta?
Fyrst ber að nefna þá grund-
vallarbreytingu að fiskvinnslu-
fólk í einu frystihúsi myndar einn
ákvæðishóp. Allir fá því greiddan
sameiginlegan bónus. Samkvæmt
plaggi sem dreift hefur verið í
frystihúsum á Vestfjörðum er
gefin eftirfarandi lýsing á megin-
atriðum kerfisins: „Kaupauki er
greiddur á alla framleiðslu breyti-
legur eftir fisktegundum og
pakkningum. Einnig er greitt
aukalega fyrir heildarnýtingu
hráefnis.
Til að finna sem réttast sam-
ræmi í greiðslum eftir tegundum
og pakkningum með hliðsjón af
vinnutímaþörf er stuðst við stað-
altímakerfi sölusamtakanna og er
þar tekið mið af meðalástandi
hráefnis á Vestfjörðum. Að öðru
leyti er greiðslan kjarasamninga-
mál.
Meginreglan er sú að heildar-
kaupauki eftir hverja vinnuviku
skiptist milli allra í vinnslurásinni
(þjónustustörf meðtalin), frá
hráefnisgeymslu til frystiíclefa, í
hlutfalli við vinnutíma hvers
starfsmanns.
Hér er farið inn á þá braut að
miða kaupaukagreiðslur við
meðalástand hráefnis. Af því
leiðir að einhverjar sveiflur verða
milli daga og jafnvel vikna hvað
kaupauka á vinnnutíma snertir.
En þegar til lengri tíma er litið þá
jafnast þessar sveiflur út.
Grundvallaratriði í nýja hóp-
bónuskerfinu er samvinna. Störf
fólks eru ekki skýrt afmörkuð við
ákveðin stig framleiðslunnar
heldur færist fólk á milli starfa
eftir því sem þörf krefur hverju
sinni. Pegar „tappi" hefur mynd-
ast á einu framleiðslustiginu
tekur fólk sem vinnur við annað
stig framleiðslunnar virkan þátt í
að flýta fyrir. Samkvæmt útfærslu
Vestfirðinganna tilheyra eftirtal-
in störf kaupaukakerfinu: 1. Öll
störf í vinnslurásinni frá því að
hráefni er sótt úr kæligeymslunni
þar til afurðir eru frágengnar í
frystiklefa, þar með talin öll þau
þjónustustörf sem tilheyra vinns-
lurásinni. 2. Móttaka umbúða og
frágangur í geymslu. 3. Öll dag-
leg þrif á svæðum vinnslurásar-
innar. 4. Verkkennsla. 5. Lyft-
arastörf þ.e.a.s. að því marki sem
það tilheyrir vinnslurásinni í mót-
töku og frystigeymslu. 6. Gæða-
skoðun getur ýmist verið í kerf-
inu eða utan þess. Þetta á-
kvarðast á hverjum stað.
í plagginu sem dreift hefur ver-
ið til starfsfólk frystihúsa á Vest-
fjörðum segir að forsendan fyrir
því að góður heildarárangur náist
í hópbónuskerfi sé samhentur
hópur þar sem einstaklingarnir
eru færanlegir eftir því sem álag
breytist, bæði milli staða í
vinnslurásinni og milli þjónustu-
og vinnslustarfa.
Einstaklingsbónus
tilheyrir
mannkynssögunni
Vestfirðingar hafa nýlokið við
að kynna hópbónuskerfið í frysti-
húsum á Vestfjörðum og segir
Pétur Sigurðsson formaður Al-
þýðusambands Vestfjarða, við-
brögð fólks afar jákvæð. Við-
brögðin bentu til þess að hóp-
bónuskerfið yrði reynt víðast
hvar á Vestfjörðum, en að sjálf-
sögðu yrði ákvörðunin um hóp-
bónuskerfi tekin í hverju húsi
fyrir sig. Kerfinu yrði ekki þving-
að uppá neinn.
Þrátt fyrir að viðbrögðin hafi
almennt verið jákvæð hafa ýmsir
haft efasemdir um hópbónus-
kerfið og þá einna helst þeir sem
bera mest úr býtum í einstakl-
ingsbónus. Það hefur t.d. borið
mikið á þessum efasemdum í
frystihúsi Dýrfirðinga á Þingeyri,
en þar virðist starfsfólk almennt
mjög á móti hópbónus. Guð-
mundur Finnbogason verkstjóri í
frystihúsi Hjálms hf. á Flateyri,
þar sem hópbónuskerfið hefur
verið til reynslu í 4 vikur, vitnar
hins vegar um það að með nýju
kerfi hafi enginn lækkað í launum
en margir hækkað. Guðmundur
sagði að meðalbónus þeirra sem
voru með hæstan bónus í húsinu
áður en nýja kerfið kom til fram-
kvæmda hafi verið 120 krónur á
tímann. Nú væri meðalbónusinn í
húsinu 110 krónur á tímann, en
vegna þess að ýmsar tafir væru úr
sögunni með nýju kerfi fengi fólk
bónus í lengri tíma yfir vinnudag-
inn. Nýr meðalbónus samsvaraði
því 131 krónu reiknað út frá
gamla kerfinu. í gamla kerfinu
var meðalbónus þeirra sem voru
með hæsta bónusinn 120 krónur,
en að sögn Guðmundar var með-
albónusinn í húsinu 78 krónur.
Það væru því margir sem hækk-
uðu verulega í launum við
breytinguna, en vegna þess að
nýtingin væri mun betri sæi fyrir-
tækið sér fært að greiða það sem á
bættist. Guðundur vildi þó taka
það fram að auðvitað mætti búast
við sveiflum í meðalbónus, allt
eftir aðstæðum hverju sinni.
„Eftir að hafa reynt nýtt bónu-
skerfi finnst okkur að gamla kerf-
ið hljóti að heyra mannkynssög-
unni til. Við myndum öll ganga
héðan út ef það stæði til að breyta
yfir í það gamla aftur,“ sögðu 4
starfsmenn frystihússins á Flat-
eyri í hópsímtali við Þjóðviljann.
„Fólk er farið að hafa eðlileg
samskipti og það er svo miklu
léttara yfir öllum en áður, miklu
minna stress,“ sögðu viðmælend-
urnir Valdimar Valdimarsson,
Matthías Einarsson, Gunnar
Guðmundsson og Anna Jóhanns-
dóttir. Eftir að hópbónu-
skerfið var tekið upp á Flateyri
var myndaður vinnuhópur sem
starfsfólk kallar gæðahring. í
þessum hópi eiga sæti fimm full-
trúar starfsfólks og verkstjóri.
Hópurinn hittist einu sinni í viku
og fer yfir árangur vikunnar á
undan; hvað hafi vel tekist og
hvar brestir séu í skipulaginu.
Viðmælendur, sem allir eiga sæti
í hópnum, sögðu starf hópsins
breyta ýmsu. „Við skiljum rekst-
ur fyrirtækisins mun betur. Við
finnum að við fáum að hafa áhrif
á reksturinn, ábyrgðin er meiri og
upplýsingastreymið á báða bóga
hefði aukist gífurlega."
Aðrar tilraunir með starfið í
frystihúsinu hafa verið gerðar
með hópbónuskerfinu. Starf
þeirra sem unnið hafa við gæða-
eftirlit hefur verið lagt niður til
reynslu. Hverjum og einum er
ætlað að sjá um gæðaeftirlit hjá
sjálfum sér. „Við stefnum að því
að leggja lögregluríkið niður,“
sagði Guðmundur verkstjóri.
Starfsfólk í frystihúsi Dýrfirð-
inga hefur, í ályktun sem það
sendi frá sér, gagnrýnt að bón-
usmálin séu tengd komandi
kjarasamningum. Viðmælendur
okkar á Flateyri líta svo á að þótt
nýtt bónuskerfi hafi verið tekið í
gagnið þá breyti það því ekki, að í
komandi kjarasamningum verði
stefnt markvisst að því að hækka
taxtakaup starfsfólks. „Við ætl-
um ekki að láta vinnuveitendur
komast upp með það að líta svo á
að þessar breytingar komi í stað-
inn fyrir taxtahækkanir. Við
munum halda áfram að berjast
fyrir bættum taxtalaunum,"
sögðu viðmælendur.
Ekki nóg
að skipta um
frakka
Verkalýðsleiðtogar víða um
landið sem Þjóðviljinn hafði sam-
band við, lýstu flestir áhuga sín-
um á hópbónuskerfi og sögðust
bíða spenntir eftir að sjá hvernig
reynslan af kerfinu yrði þegar til
lengri tíma er litið. Ýmsir vildu
þó meina að erfitt gæti orðið að
ná árangri með slíkt kerfi í stærri
frystihúsum og jafnframt væri ó-
líklegt að ein útfærsla á hópbónus
myndi ganga í öllum frystihúsum.
Væntanlega yrði að aðlaga hana á
hverjum stað fyrir sig.
„Menn mega vara sig á því að
líta á hópbónuskerfið sem ein-
hverja guðsgjafarþulu. Bónus-
kerfið sem slíkt er ómannúðlegt.
Það er ekki nóg að skipta um
frakka, það hefur verið gert
áður,“ sagði Jón Kjartansson for-
maður fulltrúaráðs verkalýðsfél-
aganna í Vestmannaeyjum.
Það er auðvelt að taka undir
það með Jóni að bónuskerfi er
ómannúðlegt og „notað til þess
að arðræna fólk“ eins og segir
réttilega í ályktun Dýrfirðing-
anna. Stefnan hlýtur að vera sú
að bónuskerfi verði alfarið lagt
niður og í stað þess bjóðist fisk-
vinnslufólki mannsæmandi dag-
vinnulaun. Nokkrir viðmælendur
Þjóðviljans sögðust líta svo á að
hópbónusinn væri leið út úr
bónuskerfinu almennt. Hvort
sem það er raunhæf leið út úr
bónus eða ekki, er ljóst að hóp-
bónuskerfið léttir á álagi og
spennu á fólki og þar er tekið tillit
til þeirra sem geta ekki, vegna
aldurs, lélegrar heilsu eða lang-
varandi þreytu, lyft launum sín-
um yfir lágmarkstekjur. Af þess-
ari ástæðu einni er hópbónu-
skerfið þess virði að það sé
skoðað gaumgæfilega en ekki
hafnað áður en reynsla er komin
á það. -K.ÓI.
Þriðjudagur 1. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7