Þjóðviljinn - 01.12.1987, Side 8
Krefjandi
stjórnunarstarf
Ríkismat sjávarafuröa óskar aö ráöa mann í krefj-
andi ábyrgðar- og stjórnunarstarf viö að veita
eftirliti stofnunarinnar forstööu.
Starfið felst í:
★ Stjórnun eftirlits stofnunarinnar meö hráefnis-
og vörugæðum íslenskra sjávarafuröa. í því felst
m.a. dagleg stjórn starfa þeirra manna sem hafa
meö hendi eftirlit stofnunarinnar, þar sem fiskur
eöa sjávarafuröir eru meöhöndlaðar og/eða unn-
ar.
★ Annast eftirlit meö gæöaeftirliti útflytjenda og
hvernig þeir standa að gæöastjórnun á sínum
vegum.
★ Yfirumsjón eftirlits með hreinlæti og búnaöi
fiskvinnslustöðva, svo og meö hvaöa hætti fisk-
vinnslutæki standa aö gæðastjórnun framleiöslu
sinnar.
★ Þátttöku í stefnumörkun og þróun vinnu-
bragöa Ríkismats sjávarafuröa.
Starfið krefst:
★ Mikils frumkvæöis og stjórnunarhæfileika.
★ Þekkingar, áhuga og skilnings á gæðamálum
sjávarútvegsins.
★ Háskólamenntunar í matvælafræðum, eöa
annarrar sambærilegrar menntunar og starfs-
reynslu.
Umsóknarfrestur er til 15. desember n.k. Um-
sóknum ber að skila á skrifstofu stofnunarinnar.
Nánari upplýsingar og starfslýsing fæst hjá skrif-
stofustjóra stofnunarinnar, Nóatúni 17, 105
Reykjavík, sími: 91-627533.
Ríkismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi:
★ Aö stuðla aö auknum hráefnis- og vörugæö-
um íslenskra sjávarafurða.
★ Að þróa starfsemi sína þannig aö hún veröi
einkum fólgin í miðlun þekkingar og færni og að
skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa.
★ Að verða í krafti þekkingar sinnar og reynslu
forystuafl í gæöamálum.
★ Að skapa sem starfsvettvang stjórnvalda og
sjávarútvegsins í stöðugri viöleitni þeirra til aö
auka þekkingu og færni í vinnubrögðum og vöru-
meðferð.
★ Aö móta afstöðu þeirra sem viö sjávarútveg
starfa til gæðamála og efla almenna gæöavitund.
Ríkismat sjávarafuröa telur þaö vera helsta verk-
efni sitt aö stuðla aö vönduöum vinnubrögðum,
svo íslenskar sjávarafurðir nái forskoti á mark-
aönum vegna gæöa og þar meö hærra veröi en
ella.
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö and-
lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa
Rögnvalds Rögnvaldssonar
Munkaþverárstræti 22
Akureyri
Sérstakar þakkir færum við þeim sem önnuðust hann á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Hlín Stefánsdóttir
Margrét Rögnvaldsdóttir
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
Rögnvaldur Dofri Pétursson
Stefán Tryggvi Brynjarsson
Hákon Gunnar Hákonarson
Guðrún Hlín Brynjarsdóttir
Helga Hlín Hákonardóttir
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Björn Ágúst Brynjarsson
Brynjar H. Jónsson
Hákon Hákonarson
Unnur Bjarnadóttir
Silja Sverrisdóttir
Sigríður Pálsdóttir
Hlynur Bjarkason
Litli drengurinn okkar
Styrkár Snorrason
Mávahlíð 38
Reykjavík
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2.
desember kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hans láti Slysavarnafélag íslands
njóta þess.
Snorri Styrkársson
Dagrún Magnúsdóttir
Kristrún Ragnarsdóttir
Stefán Jónsson.
Hlýir lyndisþættir
og það sem erfitt
er að muna
Stefán Jónsson
Að breyta fjalli
Svart á hvítu
Reykjavík 1987
Stefán Jónsson segist vera í
vandræðum með að setja vöru-
miða á þessa bók. Hann vill helst
ekki kalla hana endurminningar.
Hann fjallar að sönnu um
bernsku sína austur á Djúpavogi,
það fólk sem hann fyrst kynntist.
En hann veit það líka að „margt
er það í heiminum sem er ekki
alveg satt“ eins og hann segir á
einum stað. Minningareru einatt
óljósar í annan endann og kann
að vera erfitt að átta sig á því
„hvort ég á þær sjálfur eða hvort
þær eiga rætur í hugskoti einhvers
annars“. Ekki nóg með það. Per-
sóna Stefáns á barnsaldri er fyrir-
ferðarminni í þessari bók en
gengur og gerist um endurminn-
ingar. En þeim mun sterkari er
rödd Stefáns eins og hann er í dag
og vill koma að reynslu sinni og
skilningi. Það eru kaflar í bókinni
sem nálgast innlifun, samsömun
með liðinni tíð, eins og ágætar
lýsingar á myrkfælni sögumanns-
ins. En miklu meira verður les-
andinn var við fjarlægðina frá
þeim tíma sem rifjaður er upp -
og sögumaður gerir sér ofurvel
grein fyrir henni líka.
Framarlega í bókinni (bls. 41)
segir Stefán Jónsson:
„Þrátt fyrir sívaxandi elsku
mína á bernskuslóðunum og að-
dáun á ýmsum framúrskarandi
mjúkum og hlýjum og skemmti-
legum lyndisþáttum sem prýddu
þar geðslag margra, þá hef ég
ekki treyst mér til að halda því
fram, að höfðingsskapurinn hafi
átt stórhýsi í hvers manns hjarta
þar fremur en í öðrum sveitum."
Þessi orð segja mikið um hug-
blæ bókarinnar og aðferð höf-
undarins. Hann vill gjarna muna
eftir örlæti við grannann og góðri
samhjálp frá dögum afa sinna
sem hann lýsir með þessum orð-
um hér: „það fór ekki fram nein
verslun heldur skipti eftir því sem
þörfin kallaði á og geta leyfði og
enginn skrifaði neitt hjá neinum,
því reynsla kynslóðanna hafði
sannað að allir reikningar gengju
upp um síðir“. En þegar svo kem-
ur að því að lýsa undir lok bókar-
innar, hvernig óvinsæl úrræði
kreppuáranna einangra föður
hans, oddvita í litlu samfélagi, og
hrekja svo fjölskylduna frá
Djúpavogi, þá verður sögumaður
nokkuð frávísandi í huganum og
stílnum. Hann er umtalsfrómur
og vill engra að iilu geta en finnur
sér félagslegan sökudólg með
þessum særingum hér: „Enginn
var sekur nema fátæktarófreskja
fjórða áratugarins, gerjuð úr
mörgum eiturefnum í allsleysis-
gímaldi heimskreppunnar".
Mikið er þetta skiljanlegt við-
horf og elskulegt. En hitt gæti svo
verið fróðlegt að skoða, að ekki
bregðast allir eins við fátæktar-
ófreskjunni, ekki smækkar hún
alla - og hvað sker úr um það?
Förum samt ekki lengra út í þá
sálma, ekki stóð víst til að biðja
um einhverja aðra bók en þá sem
hér er lesin.
Lesandinn stendur með Stef-
áni í skjóli Búlandstinds, sem
hann kleif með föður sínum svo
eftirminnilegt er, í skjóli húman-
ískrar velvildar í garð réttlátra og
ranglátra og einnig í skjóli þeirrar
kímni sem Stefán á nóg af. Líður
lesandanum takk bærilega í svo
félagslyndu veðurfari, þótt það
komi fyrir að honum finnist að
Stefán hefði mátt skipuleggja
betur sinn efnivið (frásögnin
minnir oft á algengar uppákomur
í munnlegri frásögn: nú má ég til
með að minnast á þetta hér áður
en lengra verður haldið). Það
kemur líka fyrir að Stefán hlaði of
hátt málköstinn miðað við tilefni.
Sjálfsmynd höfundar á barns-
aldri er ekki fram reidd í samfellu
heldur gripið niður hér og þar í
leikjum hans, upphafi veiði-
mennskuástríðu, myrkfælni og
syndaföllum að ógleymdri van-
metakenndinni, sem verður m.a.
til þess að Stefán gengur vikum
saman með neðri framtennurnar
utan yfir þeim efri „til þess að
koma mér upp sterklegum höku-
svip“. Þessi drög til sjálfsmyndar
eru skráð í anda þeirrar sjálfs-
hæðni sem er að því leyti frjó að
hún hvílir á viðkvæmni í bland við
þá hefð íslenska að segja heldur
færra en fleira um það sem býr
hjarta nær. Hin impressjóníska
aðferð höfundar býður líka upp á
margt fleira. Þar eru persónulýs-
ingar vel meitlaðar og skal þá
ekki síst til nefna það sem segir
frá ömmu Stefáns sem notaði
tuttugu og sex orð á dag. Þar er
vel útfærð lýsing á unaðssemdum
og þrautum ræðarans. Þar eru
svipmyndir úr menningarsögu
(þegar útvarpið kom) og pólití-
skri sögu: ekki síst er því lýst
skemmtilega hvernig stórum
heimi og smáum lýstur saman;
kreppan á Djúpavogi og í Wall
Street, bolsévisminn á Húsavík
og svo mætti áfram telja.
Stefán Jónsson hefur gefið það
til kynna, að hann kunni að skrifa
fleiri bækur upp úr lífi sínu og
verði hann þá „að ganga nær mér
og muna fleira en ég hefi gaman
af“. Hvað sem áður sagði um
mildandi áhrif fjarlægðarinnar á
bernskuslóðir, þá er Stefán byrj-
aður með þessari bók sinni ein-
mitt á því sem hann lýsti í ofan-
greindum orðum. Og árangurinn
er af þeim gæðum að við óskum
þess að honum miði skjótt áfram
með framhaldið.
ÁB.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 1. desember 1987