Þjóðviljinn - 01.12.1987, Side 12
BÆKUR
Orðalykill frá
Menningarsjóði
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út Orðalykil eftir Arna
Böðvarsson cand.mag.,_en hann
mun kunnastur fyrir íslenska
orðabók sem ýmist er kennd við
hann eða Menningarsjóð.
Orðalykill skiptist í þrjá efnis-
flokka. Hinn fyrsti nefnist
Latnesk-íslenskur nafnalykill úr
náttúrufrœði, annar Ýmis frœði-
orð og hinn þriðji Landafrœði-
heiti.
í fyrsta hlutanum, Latnesk-
íslenskum nafnalykli úr náttúru-
frœði, eru um 7000 latnesk vís-
indaheiti á ættum, ættkvíslum og
tegundum í náttúrufræði með ís-
lenskum þýðingum. Annar hluti
bókarinnar, Ýmis frœðiorð, nær
yfir um 2100 alþjóðleg heiti
fræðigreina, svo og ýmis fræði-
orð, einkum úr málfræði, bók-
menntafræði og skyldum grein-
um. Gera má ráð fyrir að hann
komi einkum að notum skóla-
nemendum sem lesa fræðirit á út-
lendu máli. Priðji hlutinn,
Landafrœðiheiti, sýnir um 1850
sérnöfn úr erlendri landafræði,
svo sem á löndum, héruðum,
borgum, vatnsföllum og svo
framvegis.
Við öll staðanöfnin er sýnt
hvað eðljlegast þykir að nefna
íbúana á íslensku, svo og sam-
svarandi lýsingarorð.
í leiðbeiningum til notenda
segir höfundur, Árni Böðvars-
son, meðal annars: „Þessi bók
ætti að vera gagnleg skólanem-
endum, þýðendum, blaða-
mönnum og öðrum sem þurfa að
fá vísbendingu um íslenska þýð-
ingu á svonefndum „alþjóð-
legum“ orðum. Ekki skyldi þeirri
staðreynd gleymt að orð sem
kölluð eru „alþjóðleg“ í okkar
heimshluta eru algeng fyrst og
fremst í vestur-evrópskum mál-
um. Alþjóðleiki margra þeirra
mun varla vera miklu meiri.“
(F réttatilky nning)
Guðjón Sveinsson
á hollensku
í sumar kom út hjá Conserve
forlaginu í Groningen í Hollandi
safn norrænna smásagna. Bókin
heitir Reis naar een jeugd og
var gefin út í tilefni af fimm ára
afmæli Norrænnar þýðingar- og
upplýsingaþjónustu þar í landi
(Scandinavisch vertaal- en in-
formatiebureau Nederland). í
safninu eru sögur ellefu höfunda
sem margir eru vel kunnir, þ.á m.
Marianne Larsen, Martin A.
Hansen, Tove Ditlevsen og
Klaus Rifbjerg.
Einn íslenskur rithöfundur á
sögu í safninu. Það er Guðjón
Sveinsson og sagan er „Morgun-
dögg“, einlæg og áhrifamikil frá-
sögn af dreng á tímamótum, sem
hlaut verðlaun Samtaka móð-
urmálskennara á Norðurlöndum
1981. Hún kom út á norsku í safni
verðlaunasagna úr þeirri sam-
keppni sem bar heitið Reve-
sommer, og á íslensku í Tímariti
Máls og menningar 3. hefti 1982.
Guðjón Sveinsson
Spennusaga
eftir
Jack Higgins
Út er komin hjá Hörpuútgáf-
unni á Akranesi bókin „Lífið að
veði“ eftir metsöluhöfundinn
Jack Higgins. Þessi saga var
kvikmynduð í Bretlandi fyrr á
þessu ári.
Um bókina „Lífið að veði“
segir m.a. á baksíðu:
„Foringi glæpaklíku er skotinn
til bana þegar hann leggur blóm á
leiði móður sinnar. Kaþólskur
prestur, Da Costa, verður óvart
vitni að morðinu. Presturinn er
eiðsvarinn gagnvart þeim sem
játa í skriftastóli. Skyndilega
stendur hann frammi fyrir því að
halda hlífiskildi yfir eftirlýstum
IRA-foringja og morðingja. Da
Costa á í stríði við lögreglu,
morðingja, glæpaklíku, eitur-
lyfj asala og síðast en ekki síst sinn
innri mann.“
Þýðinguna gerði Gissur Ó. Er-
lingsson. (Fréttatilkynning)
Helsprengjan
eftir Alistair
MacLean
Iðunn hefur gefið út nýja bók
eftir meistara spennusögunnar,
Alistair MacLean og nefnist hún
Helsprengjan.
í kynningu útgefanda á efni
bókarinnar segir:
„Ótrúlegir atburðir eiga sér
stað í Eyjahafi fyrir augum Tal-
bots skipstjóra og áhafnar hans,
sem eru þar í vísindaleiðangri á
skipi sínu. Þeir horfa upp á
brennandi snekkju hverfa í
öldurnar - og andartaki síðar
hrapar flugvél í hafið á sömu
slóðum.
Er þetta tilviljun eða býr hér
eitthvað dularfullt að baki?
Talbot skipstjóra tekst að af-
hjúpa sannleikann... skipulagt
samsæri hryðjuverkamanna og
eiturlyfjasmyglara."
Bækur Alistair MacLean hafa
verið söluhæstar spennubóka hér
á landi um árabil.
Andrés Kristjánsson þýddi.
Sögur Svövu
Jakobsdóttur
Vaka-Helgafell gefur nú út í
einni bók smásagnasöfn Svövu
Jakobsdóttur, Tólf konur og
Veisla undir grjótvegg sem verið
hafa ófáanleg um langt skeið.
Svava vakti strax athygli þegar
þessar bækur komu út á sjöunda
áratugnum. Frásagnarmáti henn-
ar þótti nýstárlegur og spennandi
og efnistök óvenjuleg. Verkin
skipuðu henni í fremstu röð
þeirra rithöfunda sem mótað
hafa íslenskar samtímabók-
menntir.
Einkum ber að geta framlags
Svövu til bókmenntalegrar um-
ræðu um málefni kvenna og um
raunveruleika neysluþjóðfélags-
ins. Þótt viðfangsefnið kunni við
fyrstu sýn að virðast einfalt og
hversdagslegt, nær höfundur að
afhjúpa þau öfl sem blunda undir
yfirborðinu og að sýna hvernig
persónuleiki og verðmætamat
nútímamanneskju mótast.
Skírnir er
kominn út
Hausthefti Skírnis, tímarits
Hins íslenska bókmenntafélags,
161. árgangur, er komið út. Efni
heftisins er fjölbreytt^ Fimm Ijóð
eru eftir Þóru Jónsdóttur sem er
skáld Skírnis að þessu sinni.
Guðrún Kvaran skrifar grein í
minningu Rasmusar Kristjáns
Rask, en á þessu ári eru liðin 200
ár frá fæðingu hans.
Tvær greinar eru um íslenskar
fornsögur. Jónas Kristjánsson
skrifar ítarlega grein um sann-
fræði fornsagnanna og Helga
Kress setur fram nýstárlega
kenningu um hetjuskap í forn-
sögum í grein sem hún nefnir
„Bróklindi Falgeirs". Páll Skúla-
son á grein í heftinu um Sigurð
Nordal og tilvistarstefnuna og
Kristján Arnason fjallar um skylt
efni í greininni „Arfur Hegels".
Þá eru greinar eftir Sigurbjörn
Einarsson biskup, sem íhugar
stöðu kristinnar trúar á tækniöld,
og Jón Þ. Þór sagnfræðing, sem
varpar nýju ljósi á íslandsför æf-
ingadeildar breska flotans sumar-
ið 1896.
Ritdómar eru um sjö nýlegar
íslenskar bækur.
Ritstjóri Skírnis er Vilhjálmur
Árnason lektor.
VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVÍK SÍMI 681240
UMSÓKNIR
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 57
tveggja til fjögurra herbergja íbúðum, sem eru í byggingu í Grafarvogi í
Reykjavík.
Ennfremur er óskað eftir umsóknum um u.þ.b. 100 eldri íbúðir sem koma til
endursölu síðari hluta árs 1988 og fyrri hluta árs 1989. Um ráðstöfun, verð
og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984, nr. 77/1985, nr.
54/1986 ognr. 27/1987.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, frá
mánudeginum 30. nóvember 1987, og verða þar einnig veittar allar al-
mennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga-föstudaga kl. 9-12 og
13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 20. desember 1987.
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík
Rafeindavirkjar
Póst- og símamálastofnunin óskar eftir að ráða
rafeindavirkja til starfa í hinum ýmsu deildum
stofnunarinnar.
Við leitum að duglegum og áhugasömum
mönnum með full réttindi sem rafeindavirkjar og
sem eru reiðubúnir að tileinka sér nýjustu tækni á
sviði nútíma hátækni:
Símstöðvatækni
Fjölsímatækni
Radíótækni
Notendabúnaðar
Við bjóðum fjölbreytt framtíðarstörf hjá einu
stærsta fyrirtæki landsins.
Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi.
Umsækjendur séu tilbúnir til frekara náms utan
og/eða innanlands.
Laun samkvæmt launakjörum viðkomandi stétt-
arfélags.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannadeild og
viðkomandi yfirmenn deilda í sama 91 -26000 og í
umdæmunum.
Umsóknareyðublöð fást á póst- og símstöðvum
og hjá starfsmannadeild.
Póst- og símamálastofnunin