Þjóðviljinn - 01.12.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 01.12.1987, Page 13
BARNABÆKUR Ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók eftir Guðrúnu Helgadóttur og er það ellefta bók höfundar. Nefnist hún Sænginni yfir minni. Fyrr hafa komið út í sama flokki bækurnar Sitji Guðs engl- ar og Saman í hring, en hver þeirra segir sjálfstæða sögu, enda þótt sögusvið og persónur séu hinarsömu. Tilveran er skoðuð frá mis- munandi sjónarhóli og hér í Sænginni yfir minni kynnumst við vel yngstu systurinni í stórum systkinahópi. Hún er kölluð Abba hin - og hún lætur sig sífellt dreyma um betri heim; ef raun- veruleikinn er grár skreytir hún hann fagurlega með hugarflugi sínu. Og hún situr ekki alltaf við orðin tóm. Guðrún Helgadóttir segir hér á þann hátt sem henni einni er lagið frá litlu samfélagi og margbreyti- leika lífsins þar í blíðu og stríðu, þar sem hver einstaklingur skiptir máli. Sigrún Eldjárn myndskreytti bókina. Nútímaævintýri eftir Herdísi Egilsdóttur Komin er út hjá Iðunni ný barna- bók eftir Herdísi Egilsdóttur: Rympa á ruslahaugnum, skrif- uð eftir samnefndu leikriti sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrr á þessu ári. Herdís Egilsdóttir hefur samið mikið af barnasögum og leikrit- um og muna líklega flest íslensk börn eftir til dæmis Siggu og skessunni sem sést hefur í sjón- varpinu. Rympa á ruslahaugnum er nú- tímaævintýri. Rympa býr á rusla- haugnum með tuskukarlinum sínum. Hér er hennar konungs- ríki og þegar Bogga og Skúli, tveir einmana skólakrakkar, birt- ast þar komast þau fljótt að því að Rympa er aldeilis ekki eins og fólk er flest og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Brian Pilkinton myndskreytti bókina. Feðgamir Hinrik og Bjarni. 30 jólavöngvar með nótum Vaka-Helgafell hefur gefið út nýja jólasöngbók. Við hátíð skulum halda með söngtextum Hinriks Bjarnasonar og mynds- kreytingum sonar hans, Bjarna Hinrikssonar. Allir söngtextarnir eru tónsettir af Jóni Kristni Cortes og birtast nótur sem hann hefur skrifað með þeim öllum. Hinrik Bjarnason hefur á und- anförnum árum samið og þýtt fjölda texta við jólasöngva frá ýmsum löndum. Margir texta Hinriks eru þegar sígildir og sungnir um hver jól, svo sem Jól- asveinninn kemur í kvöld, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Sæfinn- ur snjókarl og Jólasveinninn minn. Svið þeirra söngva sem birtast í bókinni, Við hátíð skulum halda er allbreitt, allt frá vinsælum bandarískum samtímalögum til breskra og franskra miðalda- söngva, Nokkrir textanna hafa komið út áður, en flestir birtast hér á bók í fyrsta sinn. Fremst í bókinni Við hátíð skulum halda er einföld saman- tekt um uppruna söngvanna, höf- unda þeirra og erlend heiti. títa eftir Ulf Stark Iðunn hefur gefið út nýja barna- bók eftir Ulf Stark og nefnist hún María veimiltíta. Ulf Starf er ís- lenskum unglingum kunnurfyrir bóksína Ein af strákunum. - Hér skrifar hann hins vegar fyrir yngri lesendahóp söguna um Maríu veimiltítu. í sögunni kemur þó brátt í ljós að María er alis engin veimiltíta! Pað er bara barnapían hennar, hún Gerða, sem segir það. Og Gerða er raunar ekki heldur nein venjuleg barnapía, því að hún er galdranorn. María er að minnsta kosti alveg viss um það og tekur brátt til sinna ráða og bjargar því sem bjargað verður. Hildur Finnsdóttir þýddi. Norræn ævintýri Bókaútgáfa Máls og menningar hefur gefið út fyrstu bókina í nýj- um flokki ævintýra og nefnist hún Norræn ævintýri I. f þessu bindi eru allar þýðingar þeirra Steingríms Thorsteins- sonar og Brynjólfs Bjarnasonar á ævintýrum H. C. Andersen og auk þess sögurnar Álfhóll í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar og Leggur og skel eftir Jónas Hallgrímsson. Ennfremur koma nú ævintýri eftir Finnann Zachri- as Topelius í fyrsta sin út á ís- lensku í þýðingu Sigurjóns Guð- jónssonar. Bókin er í stóru broti, því sama og Þúsund og ein nótt og Islenskar þjóðsögur og ævintýri, safn Einars Ólafs Sveinssonar, sem kom út í fyrra. Norræn ævintýri er 616 bls. að stærð, prýdd fjölda fallegra 19. aldar teikninga. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin er gefin út með styrk úr Norræna þýðingarsjóðn- um. á hverjum degi Bókaútgáfan öm og Örlygur hef- ur gefið út bókina Bangsasögur - Rökkursögur fyrir allan ársins hring. HöfundurtextaerBarbara Hayes. John Astrop mynds- kreytti. Sigurður Arason og Þór- dís Guðjónsdóttir íslenskuðu. Hér er um stóra bók að ræða, 224 blaðsíður og í henni finna for- eldrar, sem vilja lesa fyrir börnin fyrir svefninn, rökkursögur fyrir allan ársins hring, þ.e.a.s. sögu fyrir hvern dag. Bókin hefst á sögu fyrir fyrsta janúar og lýkur að sjálfsögðu á sögu fyrir gaml- ársdag. Sögurnar eru allar ríku- lega myndskreyttar. Fyrsta bókin um Dagfinn Bókaútgáfan Örn og Örlygur hef- ur endurútgefið fyrstu bókina um Dagfinndýralækni. Höfundur barnasagnanna um Dagfinn dýralækni er Hugh Lofting, ensk- urog írskurað ætt, fæddur 1880. Fyrsta bókin, sagan um „Dag- finn dýralækni f Apalandi" kom út 1920 og hlaut miklar vinsældir sem ekki hafa fölnað síðan. Bækurnar um Dagfinn hafa síðan verið þýddar og gefnar út víða um lönd. Fyrsta bókin sem kom út á íslensku var einmitt þessi bók, Dagfinnur dýralæknir í Apalandi og hlaut hún strax frá- bærar viðtökur í þýðingu Andrés- ar Kristjánssonar. Hugh Lofting hafði eftirfaradi tileinkun á titilblaði bóka sinna: „Öllum börnum - börnum í æsku og börnum í hjarta, tileinka ég þessa sögu“. Saga af jólaálfi Komin er út hjá Iðunni ný bók um eftirOle Lund Kirkegaard, höfund bókanna Fúsa froskag- leypi.Gúmmí-Tarsan, Kallakúlu- hattog margafleiri. En hér er á ferðinni jólasaga, full af gríni og gamni, og heitir Eg, afi og Jóla-Stubbur. Sagan hefst fyrsta desember og eru kafl- ar bókarinnar tuttugu og fjórir - jafnmargir og dagarnir fram að jólum. Þar segir frá jólaundir- búningnum í sveitinni hjá afa, en þar er að ýmsu að huga, ýmislegt drífur á daga og engu má nú gleyma. En það færist nú heldur en ekki fjör í leikinn þegar jóla- álfurinn Jóla-Stubbur stingur upp kollinum Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Anna, guð og menn ísafold hefurgefið út bókina Önnubók eftir Fynn í þýðingu Sverris Páls Erlendssonar. í bókinni Kæri herra guð, þetta er hún Anna segir Fynn frá kynnum sínum af Önnu, þessu óvenju einlæga, skýra og hrein- skilna barni. Þegar Anna lést aðeins sjö ára gömul, lét hún lítið eftir sig liggja nema minninguna um tilvist sína. En hún hafði safnað saman í nokkra skókassa ýmsu dóti sem hún vildi varðveita. Þar á meðal voru niðurstöður skemmtilegra athugana hennar, ýmsar hugleið- ingar og svolítil sagnabrot. í Önnubók leyfir Fynn okkur að HUGH LOFTING DAGFINNUR DÝRALAkNIR i APALANDI ,<«!• njóta með sér brots af þessum handritum. RÁÐGÁTAN á Rökkurhólum Nýr bókaflokkur Enid Blyton Komin er út hjá Iðunni fyrsta bókin í nýjum bókaflokki eftir Enid Blyton. Nefnist hún Ráðgátan á Rökkurhólum. Allir krakkar þekkja Ævintýrabækurnar, Dul- arfullu bækurnarog bækurnar um félagana fimm, en hér kynn- umst við nýjum söguhetjum. Systkinin Reynir og Dóra eru ekki hrifin af að þurfa að eyða sumarleyfinu sínu með Petrínu gömlu kennslukonu. Verður fríið ef til vill ekki eins leiðinlegt og þau höfðu búist við? Krakkarnir komast nefnilega að því að það er eitthvað dularfullt á seyði í gamla, eyðilega húsinu á Rökk- urhólum. Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi. AHMANN KR. EINARSSON Leitin að gullskipinu Vaka-Helgafell hefurgefið út bókina Leitin að gullskipinu eftirÁrmann Kr. Einarsson, sem ersjöttabókin íútgáfurööVöku- Helgafells, ÆvintýraheimurÁr- manns. Leitin að gullskipinu fjallar um Óla og Magga sem halda í leiðangur með gullleitarmönnum á Skeiðarársandi í leit að hol- lensku kaupfari. Bókin er endurgerð á bókinni Óli og Maggi með gullleitar- mönnum sem kom út árið 1966. Bókin er skreytt myndum eftir Halldór Pétursson, en Brian Pilk- inton teiknaði kápumynd. Þriöjudagur 1. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.