Þjóðviljinn - 01.12.1987, Side 15
ERLENDAR FRETTIR
Tyrkland
Ozal á sigurbraut
Föðurlandsflokkurinn heldur hreinum meirihluta áþingi. Ecevit hœttur
afskiptum af stjórnmálum
Turgut Ozal, forsaetisráðherra
Tyrklands og leiðtogi Föður-
landsflokksins, vann glæstan
sigur í þingkjörinu er fram fór
þarlendis á sunnudag og hreinan
meirihluta fulltrúa á tyrknesku
löggjafarsamkundunni.
Þegar aðeins átti eftir að telja
tæpar tvær miljónir af 26 miljón
greiddum atkvæðum var orðið
Ijóst að Föðurlandsflokkurinn
hafði hreppt um 290 af 450 sætum
á tyrkneska þinginu.
Ennfremur var talið fullvíst að
aðeins tveim af fimm öðrum
flokkum er buðu fram í kosning-
unum hafði auðnast að fá fulltrúa
kjörna. Þetta eru Alþýðlegi jafn-
aðarmannaflokkurinn, sem er
miðjuflokkur, og Sannbrautar-
flokkurinn sem er til hægri í „lit-
rófi stjórnmálanna."
Ozal var að vonum kátur í
bragði þegar úrslitin voru ljós.
„Almenningur kaus pólitískan
stöðugleika," sagði hann og
brosti sínu fegursta. Fahir nokk-
ur Armaoglu, prófessor í stjórn-
málafræðum og þekktur blaða-
skríbent, tók í sama streng: „Nið-
urstaðan sýnir að fólk vill ekki
snúa til þess ástands er ríkti fyrir
valdarán herforingjanna árið
1980 og vill umfram annað stöð-
ugleika.“
Kosningarnar á sunnudag voru
mun lýðræðislegri en fyrsta kjör-
ið sem haldið var eftir að herfor-
ingjarnir létu af völdum árið
1983. Þá var mörg hundruð
stjórnmálamönnum meinuð þátt-
taka á þeirri forsendu að þeir
bæru ábyrgð á glundroða og óöld
á Tyrklandi á ofanverðum átt-
unda áratugnum. Talið er að þá
hafi að minnsta kosti 5 þúsund
einstaklingar látið lífið fyrir
hendi pólitískra andstæðinga
sinna og voru hægrisinnaðir öfga-
menn atkvæðamestir í þeirri öldu
hryðjuverka.
Föðurlandsflokkur Ozals er
hægrisinnaður markaðshyggju-
flokkur en félagar hans koma úr
ýmsum áttum og kennir þar
margra grasa. Til að mynda eiga
rétttrúaðir múhameðstrúarmenn
þar ekki síður ítök en sérfræðing-
ar sem hlotið hafa menntun á
Vesturlöndum. Eitt helsta
stefnumál flokksins er að koma
Tyrkjum í Evrópubandalagið
þótt við ramman reip sé að draga
þar sem er mótspyrna ýmissa evr-
ópskra aðildarríkja. Tyrkir eru
aðilar að NATO en sóttu í febrú-
ar síðasliðnum um aðild að EB.
Mjög líklegt þykir að Alþýð-
legi jafnaðarmannaflokkurinn,
undir leiðsögn Erdals Inonus,
muni hreppa um 100 sæti á nýju
þingi en Sannbrautarflokkur Su-
leymans Demirels, fyrrum for-
sætisráðherra, allt að 60.
Hinsvegar var ljóst að Lýðræð-
islegi vinstriflokkurinn, flokkur
Bulents Ecevits sem einnig er
fyrrverandi forsætisráðherra,
náði ekki þeim 10 af hundraði at-
kvæða sem var lágmark til að fá
Tveir fyrrum torsætisráðherrar Tyrklands, Suleyman Demirel og Bulent Ecevit.
Flokkur þess fyrrnefnda fékk 60 menn kjörna á þing en sá síðarnefndi er hættur
stjórnmálavafstri.
fulltrúa kjörinn á löggjafarsam- í gær lýsti hann því yfir að hann
komuna. Enda voru viðbrögð væri hættur afskiptum að
hans í samræmi við það. Síðdegis stjórnmálum. -Ls.
Pólland
Ósigur stjómvalda
Pólskir ráðamenn urðu fyrir
áfalli í gær er í ljós kom að
landsmenn höfðu hafnað áætlun
þeirra um efnahagsaðgerðir og
pólitískar umbætur í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á sunnudag.
Stjórnarandstaðan fagnaði nið-
urstöðunni og fullyrti að líta
mætti á hana sem vantraustsyfir-
lýsingu á valdhafa.
Áður en gengið var til atkvæða
höfðu stjórnvöld fullyrt að þau
myndu ekki ganga í berhögg við
niðurstöðu kosninganna en al-
mennt hafði verið búist við því að
meirihluti kjósenda myndi veita
áætlun þeirra brautargengi.
í þjóðaratkvæðagreiðslunni
var leitað álits manna á tveim at-
riðum, efnahagsáætluninni og
pólitískum og félagslegum til-
slökunum. Ríkisstjórnin hafði
lýst því yfir að nýmælunum yrði
ekki hrint í framkvæmd nema að
minnsta kosti 51 af hundraði 26
miljóna atkvæðisbærra manna í
Póllandi væru þess fýsandi.
Að sögn ríkissjónvarpsins í
Póllandi greiddu aðeins 44,28 af
hundraði Pólverja atkvæði með
efnahagsáætluninni en sam-
kvæmt henni átti að gn'pa til
strangra aðhaldsaðgerða, hækka
vöruverð en heimila einkarekstur
í smáum stfl.
Fleiri voru áfram um að láta
reyna á pólitísku og félagslegu til-
slakanirnar en þó voru það ein-
ungis 46,29 af hundraði atkvæðis-
bærra manna. Ráðamenn höfðu
heitið landsmönnum umbótum á
kosningalöggjöfinni, auknu
frjálsræði og valddreifingu ef
meirihluti þeirra greiddi atkvæði
með þessu atriði.
Blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn-
ar, Jerzy Urban, reyndi í gær að
gera lítið úr ósigri ráðamanna í
atkvæðagreiðslunni sem talinn er
mikið áfall fyrir Jaruzelski for-
sætisráðherra og formann kom-
múnistaflokksins. Hann sagði að
yfirgnæfandi meirihluti þeirra
67,2 af hundraði atkvæðisbærra
manna er þátt hefðu tekið í kosn-
ingunum hefði greitt umbótunum
atkvæði. Því hefðu ráðamenn
unnið siðferðilegan sigur þótt
þeir hefðu lotið í lægra haldi frá
sjónarhorni laganna. Hinsvegar
mætti vera ljóst að þrátt fyrir
niðurstöðuna gætu stjórnvöld
ekki snúið til baka og tekið upp
þá skipan er ríkti áður en þau
hófust handa um umbætur. Það
myndi þýða afturhvarf til stöðn-
unar og hnignunar í efnahagslífi.
-ks.
SKAK
18. einvígisskákin
Spennandi jafnteflisskák
Frá Helga Ólafssyni,
f rétt aritara Þjóðviljans
íSevillu:
(33. g4 kom einnig til greina.)
33. ...h5
Atjánda skák Garrís Kaspar-
ovs heiinsmeistara og áskoranda
hans, Anatólís Karpovs, lauk
með jafntefli í gær eftir 40 leiki.
Skákin var geysispennandi á
tímabili, einkum undir lok set-
unnar þegar Karpov lenti í alvar-
legu tímahraki en honum tókst
þrátt fyrir það að halda jafntefli í
erflðu hróksendatafli. Þeir tefldu
afbrigði í drottningarbragði sem
var mikið til „umræðu“ í fyrsta
einvígi þeirra í Moskvu veturinn
1984-1985. Þær skákir þóttu
aldrei sérlega skemmtilegar en að
þessu sinni náði Kasparov greini-
lega frumkvæðinu þótt hann yrði
að sætta sig við jafntefli að lok-
um. Nú eru aðeins sex skákir eftir
af einvíginu og hver einasta skák
því hrein úrslitaskák, minnstu
mistök ákvarða hver verður
heimsmeistari í skák næstu þrjú
árin.
Áhugi á einvíginu er mikill. í
dag sáu þeir Viktor Kortshnoi og
Mikhael Tal um skákskýringar og
fór vel á með þeim þrátt fyrir
fornar erjur. Skáksalurinn var
fullur út úr dyrum. Meðal áhorf-
enda í keppnissalnum sjálfum
voru Klara Kasparova, móðir
heimsmeistarans, og Natassja
Karpova, hin nýja eiginkona
Karpovs, ljóshærð og vel klædd
stúlka.
18. einvígisskák
Garrí Kasparov -
Anatólí Karpov
Drottningarbragð
1. c4 eó
(Þrátt fyrir sigurinn í sextándu
skákinni telur Karpov affærasæl-
ast að skipta um byrjun.)
2. Rc3 d5 4. Rf3
3. d4 Be7
. (Skarparaer4.dxc5 5.Bf4sam-
anber tólftu einvígisskákina.
Kasparov tekur aðra stefnu og
velur afbrigði sem olli skák-
áhugamönnum um allan heim
ómældum leiðindum í fyrsta ein-
vígi þeirra í Moskvu veturinn
1984-1985.)
4. ...Rfó 6. Bh4
5. Bg5 h6
(í síðasta einvígi lék Kasparov
ævinlega 6.Bxf6 og eftir 6....Bxf6
7.e3 0-0 8.Hcl c6 9.Bd3 Rd7
10.0-0 dxc4 11 .h3 náði hann betri
stöðu.)
6. ...0-.0 7. e3 b6
(Karpov fór sér að engu óðs-
lega í byrjuninni, var óvenju
lengi að leika miðað við að hann
hefur teflt þessa stöðu á svart nær
allan sinn skákferil.)
8. Be2 Bb7 10. cxd5 exd5
9. Bxf6 Bxf6 ll.b4
(Kasparov lék nær samstundis
og nú tók Karpov að leika á
leifturhraða. Eftir 16 leiki höfum
við stöðu sem kom upp fjórum
sinnum í fyrsta einvíginu og einu
sinni í öðru einvíginu.)
11. ...c5 14. 0-0 Rd7
12. bxc5 bxc5 15. Bb5 Dc7
13. Hbl Bc6 16. Dd3
(Ef mig misminnir ekki lék
Karpov einmitt þessum leik í átt-
undu skákinni í öðru einvígi
þeirra félaga. Áður hafði verið
leikið 16.Dc2.)
16. ...Hfc8 (tími:l,07)
(Þegar allt kemur til alls þá er
það kannski ekki svo vitlaust hjá
Kasparov að velja þessa leið því
Karpov hugsaði sig um í 40 mín-
útur um svarleik sinn og var hann
með klukkustundu lakari tíma.
Það skiptir kannski ekki neinu
verulegu máli en frá sálfræði-
legum sjónarhóli séð getur verið
erfitt að vera svo langt á eftir.
Almennt var búist við
16.. ..Hfd8.)
17. Hfcl Hab8 20. Dxbl Dxc6
18. h3 g6 21. bxc5
19. Bxc6 Hxbl
(Kasparov virtist vita uppá hár
hvað hann var að gera.
21.1eikurinn kom samstundis og
nú stendur Karpov frammi fyrir
erfiðri vörn. Enda talaði hann
óvenju mikið við sjálfan sig á
þessu augnabliki milli þess sem
hann gaf Kasparov auga.)
21. ...Dxc5
(Annar möguleiki var
21.. ..Rxc5 sem hvítur getur svar-
að með 22.Db5 og heldur þá ei-
lítið betri stöðu. 21...Bxc3 var
hinsvegar ekki gott vegna
22.Hxc3 Rxc5 23.Rd4 með mun
betri stöðu. Hvítur hefur óþægi-
legan þrýsting eftir c línunni og
getur einnig spilað uppá veik-
leikana í peðastöðu svarts.)
22. Re2 Df8
(Ef staðan í einvíginu er höfð f
huga þá má telja taflmennsku
Kasparovs viturlega.„Hann get-
ur ekki tapað þessu tafli,“ sagði
Jonathan Tisdall skákfréttaritari
Reuters í Sevillu við mig, „en
vinningsmöguleikar hans eru
heldur ekki miklir.“)
23. h4
(Óvæntur leikur. Menn bjugg-
ust ef til vill við23.Db7 en svartur
heldur velli með 23....Hxcl
24. Rxcl Da3! (en ekki 24....Dc5
25. Rb3! og svo framvegis). Kasp-
arov hyggst hræra upp kóngs-
stöðu Karpovs en það er stór
spurning hvort hann hefði ekki
átt að leika þessum leik þegar í
átjánda leik.)
23. ...Re5
(Karpov álítur að besta leiðin
til að jafna taflið sé í gegnum
mannakaup.)
24. Rxe5 Bxe5
(Ef til vill var betra að skjóta
inn 24. ...Hxcl þótt hvítur haldi
betri færum eftir 25. Dxcl Bxe5
26. Dc6 og svo framvegis.)
25. Hdl Dc5
(Þögult jafnteflistilboð:
25. Hcl Df8 26.Hdl og svo fram-
vegis.)
26. h5! Dc2!
(Leikurinn 26....g5 strandar á
27. DÍ5! og hvítur er hartnær með
vinningsstöðu.)
27. Dxc2
(Mannsfórnin 27.hxg6 Dxe2
28. gxf7+ Kg7 hefur ekkert uppá
sig. Hvítur fær einfaldlega tapað
tafl.)
27. ...Hxc2 30. hxg6 fxg6
28. Hxd5 Hxe2 31. He7
29. Hxe5 Hxa2
(Þótt hróksendataflið sé afar
jafnteflislegt þá er Karpov enn
með lakari stöðu og verður að
tefla af gætni til að forðast tap.
Staðan minnir óneitanlega á
sjöttu skákina í fyrsta einvígi
þeirra en þá tókst Karpov að
vinna hróksendatafl með þrem
peðum gegn tveimur.)
31. ...a5 33. g3
32. Ha7 a4
(Eftir þennan leik verður erfitt
fyrir Kasparov að þróa peða-
stöðu sína.)
34. Kg2 a3 (2,21)
35. e4 (1,59) g5!
(Karpov lék þessum leik eftir
langa umhugsun og átti nú aðeins
tvær mínútur eftir til að ljúka til-
skildum leikjafjölda. Hugmynd-
in er þessi: 36.Ha5 g4 37.Hxh5
Hal 38.Ha2 og hvítur kemst ekk-
ert áfram.)
36. KÍ3 g4+
37. Ke3 Hal
38. Kf4 Hfl
39. Kg5 Hxf2
40. Kxh5 He2
Tímamörkunum var náð og
Karpov hefur sloppið með
skrekkinn. Kasparov bauð jafn-
tefli sem Karpov þáði samstund-
is. Hörð baráttuskák þar sem
Kasparov var afar nálægt sigri en
Karpov tókst að halda jöfnu með
góðri vörn.
Staðan:
Kasparov 9 - Karpov 9.
Tími: Hvítur 2,13-Svartur
2,29.
Þriðjudagur 1. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15