Þjóðviljinn - 01.12.1987, Qupperneq 19
SKÁK
Helgi Ólafsson skrifar frá Sevilla
Taugastyrkur mun
ráða úrslitum
Spennan íhámarki. Ævisaga Kasparovs dregur dilk á
Þegar þetta er ritað er lokið 17
skákum af 24 í einvíginu um
heimsmeistaratitilinn. Hvorki
Garry Kasparov heimsmeistara
né Anatoly Karpov áskoranda
hans hefur tekist að sýna neina
yfírburði framyfír mótstöðu-
manninn, svo allt bendir til þess
að sá sem hefur yfir meiri tauga-
styrk að ráða á lokasprettinum
beri sigur úr býtum.
Skoðanir eru skiptar á því hvor
hafi betri möguleika. Kasparov
heldur titlinum í því tilviki að ein-
vígið endi með jafntefli 12-12 og
hann hefur hvítt í 4 skákum af
þeim 7 sem eftir eru. Á hinn bóg-
inn hefur Karpov verið að sækja í
sig veðrið að undanförnu, hann
vann mikilvægan sigur með
svörtu í 16. skákinni og hefur á
vissan hátt haft frumkvæði í ein-
víginu, þegar litið er til þess að
Kasparov hefur þurft að hafa
talsvert fyrir því að ná jafntefli í
7., 9., 13. og 17. skákinni.
Kasparov hefur einnig sýnt
furðulítinn baráttukraft með
hvftu í nokkrum skákum þó
margir vilji halda því fram að
hann hafi verið að spara orkuna
eftirsér
fyrir lokasprettinn. „Kasparov er
orðinn hundleiður á því að tefla
við Karpov" sagði enski stór-
meistarinn Raymond Keene, að
lokinhj 17. skákinni. „Það er
ástæðan fyrir því hversu erfiðlega
honufh hefur gengið í einvíginu.
Karpov á hinn bóginn virðist geta
teflt við hvurn sem er í hið óend-
anlega. Það virðist ekki breyta
neinu hvort .hann er að kljást við
sama andstæðinginn," bætti hann
við.
Keene er náinn vinur Kaspar-
ovs og veit því hvað hann syngur.
Þeir rituðu saman handbók um
byrjanir og tvívegis hefur Keene,
næstum því upp á eigin spýtur,
gengist fyrir einvígjum hans.
Fyrst í London 1983 þegar hann
tefldi við Viktor Kortsnoj og síð-
an átti hann stóran þátt í Lund-
únahluta síðasta einvígis. Ensku
mótshaldararnir töpuðu að vísu
stórfé á því dæmi og hefur FIDE
orðið að afskrifa óinnkomnar
tekjur vegna þessa.
Skákbók á flugvelli
Innan um og saman við ævi-
sögur manna og kvenna svo sem
Marilyn Monroe, Frank Sinatra
(I Will do it my way) sé ég glitta í
frekar dapurlegt andlit á bókar-
kápu. „Child of chains" ævisaga
Kasþarovs hefur ratað í bókahill-
umar á Heathrow flugvelli.
Kannski.er hér komin sönnun
þess að skáklistin sé að vinna á í
hinum stóra heimi. Getið var um
þessa bók í Þjóðviljanum í upp-
hafi einVígisins. Hún er fsatt að
segja rituð í stfl manns sem hefur
'fyrir löngu yfirgefið föðurland
sitt. Ef Victor Kortsnoj fékk að
greiða hátt verð fyrir ummæli sín
fyrrum, þá er Kasparov mun
hvassari í ádeilu sinni á Campo-
manes forseta FIDE og hina
rotnu klíku sem stjórnar Skák-
sambandi Sovétríkjanna þar sem
Karpov hefur verið æðstiprestur
um langt skeið.
Fulltrúar á þingi FIDE sem
hófst sl. sunnudag vissu ekki sitt
rjúkandi ráð þegar Campomanes
tók að hella úr skálum reiði sinn-
ar yfir því sem hann kallaði linnu-
lausan áróður gegn sér. Hann
sagðist hafa haldið stillingu sinni
en nú væri mælirinn fullur. Það
mun hafa vafist fyrir mönnum
hverjum sneiðin var ætluð, en út-
koma títtnefndrar bókar mun
vera ástæða þessarar einkenni-
KACfiAPOB
KAPÍ10B
legu opnunarræðu þingsins.
Ég tel ekki ósennilegt að sov-
éska skáksambandið grípi til
sinna ráða vegna bókarinnár og
Kasparov hafi þegar verið gert
ljóst að ummælin muni draga dilk'
á eftir sér. „Fjölskylda Karpovs"
eins og Kasparov kallar helstu
forsvarsmenn sovéska skáksam-
bandsins er öll stödd hér, svo og
nokkrir þekktir stórmeistarar
sem hafa aðstoðað hann í gegn-
um árin. Þar skal nefna Mikhael
Tal, Lev Polugajevskí, Edual
Gufeld, Mark Taimanov og
fleiri.
Einhvern veginn hefur maður
það á tilfinningunni að staða
heimsmeistarans sé ekkert allt of
sterk hér. Má til dæmis nefna að á
þingi FIDE liggur fyrir tillaga frá
miðstjórn sambandsins um að ná-
inn vinur hans, Spánverjinn Cal-
vo verði dæmdur í 5 ára bann frá
öllum afskiptum af málefnum
FIDE vegna greinar sem hann
skrifaði í hollenska tímaritið New
in chess. Calvo var fylgismaður
Brasilíumannsins Lucena til
kjörs forseta FIDE og hafði náið
samráð við Kasparov sem einnig
beitti sér af mikilli einurð fyrir
Lucena á þingi FIDE í Dubai í
fyrra. Þá var Sevillá beinlínis ekki
óskastaður Kasparovs fyrir þetta
einvígi, hann vildi tefla í Seattle í
Bandaríkjunum.
Spennan stigmagnast
Á yfirborðinu virðist fara allvel
á með þeim Kasparov og Karpov.
Það heyrir þó til undantekninga
fari þeir yfir skákirnar að þeim
loknum, ekki fyrr en eftir 17.
skákina sem þeir ræddu nokkra
möguleika. Á sínum tíma tók
Kasparov fyrir allar slíkar vanga-
veltur en af og til bregða þeir út af
þessari reglu.
Spassky og Fischer ræddust
aldrei við að loknum skákum sín-
um í einvíginu í Reykjavík 1972.
Það er eins og keppendur í
heimsmeistaraeinvígjum óttist að
þeir Ijóstri upp einhverjum
leyndarmálum sínum undir þess-
um kringumstæðum. -hól.
UMÖNNUNAR- OG HJÚKRUNARHEIMIUD
SKJOL
VERDUR VIGTIDAG
Heimilinu er œtlað oð verða skjól
fyrirþá aldraða, sem afeinhverjum
ástœðum þarfnast sérstakrar
umönnunar.
Þar eiga allir landsmenn
jafnan aðgang.
Húsið er alls 6 hœðir og verða tvœr
þeirra teknar í notkun í fyrsta áfanga.
Stefnt er að því að nœstu tvœr verði
tilbúnar í mars 1988 og að byggingin
verði fullbúin í desember 1988.
SKJÓL er sjálfseignarstofnun og
stofnendur hennar eru:
ÁTAK TIL SKJÓLS
Hafin er fjársöfnun til styrktar áfram-
haldandi framkvœmdum og verða
gíróseðlar sendir öllum heimilum
á iandinu.
Einnig er tekið við framlögum
á gíróreikning nr. 46226
í Landsbanka íslands.
ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS ■ REYKJAVÍKURBORG ■ SJÓMANNADAGSRÁÐ ■ STÉTTARSAMBAND BÆNDA
SAMBAND LÍFEYRISÞEGA RÍKIS OG BÆJA ■ ÞJÓÐKIRKJAN
VIÐ, SEM ÁTT HÖFUM ÞÁTT í VERKINU,
HVETJUM FÓLK TIL AÐ LEGGJA GÓÐU MÁLEFNI LIÐ.
VERKFRÆÐISTOFA STEFÁNS ÓtAFSSONAR HF:
TEIKNISTOFAN HF„ ÁRMÚiA 6
TRÉSMIBUA ÞORVALDAR ÓIAFSSONAR HF.
TRÉSMiÐJA ÚLFARS, AUÐBREKKU 19
SVERRIR SIGURÐSSON. PÍPUIAGNINGAMEISTARI
SIGFÚS OG KRISTJÁN SF. MÚRARAMEISTARAR
LOFTORKA HF.
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF.
HEILDVERSLUNIN EDDA HF.
FJARÐARMÓT HF.
EPAL HF.
BRÆÐURNIR ORMSSON HF.
BRAGI KRISTIANSEN, RAFVIRKJAMEISTARI
BLIKKSMIÐJAN VÍK HF.
ALMÁLUN SF.
Framkvœmdanefnd þakkar öllum þeim
sem stutt hafa verkið með framlögum sínum.