Þjóðviljinn - 01.12.1987, Qupperneq 20
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þlÓÐVIMINN
Þriðjudagur 1. desember 1987 269. tölublað 52. örganour
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Byggðastofnun
Óeining
hjá íhaldi
Fjórir þingmenn Sjálfstæðis-
flokks berjast um tvö eftirsótt
sæti í stjórn Byggðastofnunar.
Fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
fækkar nú úr þremur í tvo. Vegna
þessarar óeiningar þurfti í gær
enn einusinni að fresta kosningu
Alþingis í stjórn Byggðastofnun-
ar.
Þeir þingmenn sem sátu í
stjórn Byggðastofnunar eru Hall-
dór Blöndal, Ólafur G. Einars-
son og Eggert Haukdal, en auk
þess hefur Pálmi Jónsson lýst
áhuga sínum á stjórnarsetu. Pá
mun Matthías Bjarnason einnig
volgur, en talið er að hann dragi
sig í hlé.
í gær kaus Alþingi í stjórn
áfengisvarnaráðs, stjórnarnefnd
ríkisspítalanna og yfirskoðunar-
menn ríkisreikninga.
í stjórn áfengisvarnaráðs voru
kjörin Helgi Seljan, Hörður Zóp-
haníasson, Jóhannes Bergsveins-
son og Sigrún Sturludóttir. í
stjórn ríkisspítalanna Kjartan Jó-
hannsson, Stefán Friðbjarnar-
son, Svavar Gestsson og Por-
steinn Húnbogason. Yfir-
skoðunarmenn rtkisreikninga:
Geir H. Haarde, Jóhanna Egils-
dóttir og Sveinn G. Halfdánar-
son.
_______________________-Sáf
Suðurnes
Samvinnan
sífellt meiri
- Nú eru öll sveitarfélögin
suður frá búin að samþykkja
samning við ríkið um sameigin-
lega gjaldheimtu á Suðurncsjum,
og tekur hún til starfa um áramót,
sagði Eiríkur Alexandersson,
framkvæmdastjóri Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum, en
aðalfundur sambandsins var
haldinn um hclgina.
Gjaldheimtan verður í Njarð-
vík, og er hin fyrsta sem opnuð
verður undir formerkjum
breyttrar innheimtu.
Sameiningarmál sveitarfélag-
anna voru mjög til umræðu á að-
alfundinum, og ekki að undra að
sögn Eiríks, þar sem hvergi á
landinu er um að ræða jafn nána
samvinnu sveitarfélaga sem á
Suðurnesjum, og tiltók hann
sjúkrahús, heilsugæslu, dvalar-
heimili aldraðra, fjölbrautaskóla
og sorpeyðingarstöð í því sam-
bandi.
- Þau gerast æ færri málin sem
einstök sveitarfélög annast sjálf,
sagði Eiríkur. Par réði mestu
fjárhagsvandi hinna smærri.
Hann kvað sameiningaráhugann
mestan í „miðjubyggðum" eins
og Keflavík og Njarðvík, en
minni til dæmis í Grindavík. Þá
sagði Eiríkur að vaxandi áhuga
gætti í Vogum og á Vatnsleysu-
strönd.
Á fundinum voru nýmæli í at-
vinnumálum Suðurnesja mikið
rædd; gengið var frá stofnun út-
gerðarfyrirtækisins Eldeyjar um
helgina; í bígerð er að sameina
Iðnþróunarfélag Suðurnesja
fjárfestingarfélaginu Athöfn og
efla eitt stórt félag í ráðgjöf og
þjónustu við atvinnulífið. Þá eru
uppi hugmyndir um stofnun fjár-
festingarsjóðs.
HS
Stjórn Alþýðubandalagsins
Vidræður við
fískvinnslufólk
í fjórum landshlutum
r ' i
A næstu
dögum mun
stjórnAI-
þýðubanda-
lagsins efna
til viðræðna
við fisk-
vinnslufólk
víða um land
Vestmannaeyjar -
Grindavík - Siglu-
fjörður - Akranes -
Höfn - Reykjavík -
ísafjörður - Nes-
kaupstaður - Húsa-
vík - Boiungarvík -
Eskifjörður - Þor-
lákshöfn - Hafnar-
fjörður - Akureyri og
víðar
ÓlafurRagnar Svanfríður Bjargey BjörnGrétar
Grímsson Jónasdóttir Einarsdóttir Sveinsson ritari
formaður varaformaður gjaldkeri ogformaður
Verkalýðsfélags-
insJökuls, Höfn
Hornafirði
= éttlæti í launamálum fisk-
vinnslufólks
fstaða atvinnurekenda og
ríkisstjórnar til eðlilegra
kjarabóta fiskvinnslufólks
ndurskipulagning í rekstri
fiskvinnslunnar
ýsköpun og tækniþróun í
sjávarútvegi
Alþýöubandalagið