Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Vaxtaokrið
Dagblaöið Tíminn hrekkur f kút í gær og hróp-
ar á forsíðu að fyrirtækin séu að kafna í fjár-
magnskostnaði. Haft er eftir forstjóra Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga að vaxtastefn-
an sé að setja obbann af undirstöðuatvinnuveg-
unum í strand. Tíminn kann að segja fréttir af
fyrirtæki sem fengið hefur lán og þarf að greiða
tæplega 8,5% vexti ofan á vísitölubætur. Því
miður þekkjast mun hærri vextir. Nefna má að
fyrirtæki, sem reyna að afla sér framkvæmdafj-
ár með útboði skuldabréfa, þurfa að greiða 11 -
12% vexti ofan á verðtryggingu. En það er í
sjálfu sér athyglisvert að Tíminn skuli ekki telja
vaxtaokrið í landinu fréttnæmt fyrr en SÍS er
farið að kvarta.
Fróðlegt er að íhuga hvaða atvinnurekstur
getur auk afskrifta staðið undir vöxtum langt yfir
10%. Fjárfestingar hjá slíkum fyrirtækjum mega
ekki vera of miklar miðað við veltu og aðstaða
þarf að vera fyrir hendi til að ná umsvifalaust inn
kostnaðarhækkunum á borð við vaxtahækkanir
með því að hækka útsöluverð á framleiðslu-
vörum eða veittri þjónustu. Hvaða fyrirtæki upp-
fylla þessi skilyrði? Auðsjáanlega ekki undir-
stöðuatvinnugreinar á borð við útgerð og fisk-
vinnslu. Aftur á móti gengur formúlan upp hjá
ýmsum verslunar- og þjónustugreinum og þar
hefur uppbyggingin líka verið áberandi mest á
síðustu misserum. Verslunarhúsnæði hefur
margfaldast og gífurleg aukning orðið í ýmiss
konar auglýsinga- og sölumennsku að ó-
gleymdri sjálfri bankastarfseminni.
En það eru ekki bara fyrirtæki og einstak-
lingar sem búa við háa vexti. í fjárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að rúm 8% af útgjöldum
ríkissjóðs fari í vaxtagreiðslur. Sveitarfélög
eyða stöðugt meira af rýru aflafé sínu til að
greiða leigu fyrir peninga. í árbók sveitarfélaga
kemur fram að árið 1985 fóru tæp 12% af
rekstrargjöldum annarra kaupstaða en Reykja-
víkurborgar í fjármagnskostnað. Það ár fóru að
meðaltali rúm 17% af rekstrargjöldum hreppa
með meir en 200 íbúa í fjármagnskostnað.
Rúmlega þriðja hver króna, sem íbúarnir
greiddu í útsvar, fór upp í fjármagnskostnað.
Þetta var árið 1985 en síðan þá hafa vextir
hækkað gífurlega mikið svo að staða sveitarfé-
laganna hefur versnað að mun.
Einstakir þingmenn stjórnarflokkanna hafa
séð að háir vextir eru að sliga atvinnuvegina og
þá ekki síður þann hluta almennings sem er
skuldum vafinn. Árni Gunnarsson þingmaður
Alþýðuflokksins hefur tekið undir það með ýms-
um þingmönnum stjórnarandstöðunnar að háir
vextir slái síður en svo á verðbólguna. Öllum
kostnaði, hvort sem hann heitir fjármagns-
kostnaður eða eitthvað annað, er umsvifalaust
velt út í verðlagið sé þess nokkur kostur. Árni
hefur einkum bent á þau vandræði sem hent
geta skuldugt alþýðufólk og að verið sé að búa
til nýja öreigastétt í landinu.
Veit ekki Árni Gunnarsson hver eru yfirlýst
efnahagsleg markmið þeirrar ríkisstjórnar sem
hann og flokkur hans styður? Þar er sýknt og
heilagt kyrjaður söngurinn um frelsi og eitt
meginstefið í þeim söng er frelsi í vaxtamálum.
Okur er ekki lengur til hér á landi. Þeim, sem
lána peninga, er frjálst að krefjast eins hárrar
leigu fyrir þá og þeir telja að markaðurinn þoli.
I huga frjálshyggjupostulanna er markaður-
inn algerlega ópersónulegt hugtak. Hann snert-
ir ekki hremmingar þeirra sem ekki geta greitt
vexti af íbúðarlánum sínum eða þau ósköp sem
dunið geta yfir fámenn byggðarlög þegar aðal-
atvinnufyrirtæki ásamt sveitarsjóði fer á haus-
inn vegna óheyrilegs fjármagnskostnaðar.
Slíka atburði telja talsmenn frjálshyggjunnar
nauðsynlega fylgifiska þess svigrúms sem gefa
verður markaðinum til að hann nái jafnvægi.
Kratar slógu engan nýjan tón í stjórn efna-
hagsmála þegar þeir gerðust aðilar að ríkis-
stjórn Framsóknar og íhalds. Það er annað-
hvort barnaskapur eða hræsni hjá krötum ef
þeir segjast hissa á því að ríkisstjórnin fylgi nú í
blindni trúnni á markaðslögmálin. Það stóð
aidrei annað til en að núverandi ráðherrar fet-
uðu nákvæmlega sömu frjálshyggjuslóðina
með leiðsögn Þorsteins Pálssonar og forverar
þeirra gerðu undir forystu Steingríms Her-
mannssonar. ÓP
SKORIÐ
Talað við krata
Þröstur Ólafsson var um helg-
ina í hressilegu viðtali við Al-
þýðublaðið og er þar komið víða
við. Enda kynnir blaðið Þröst
sem svo fjölþreifinn að hann sé
eiginlega allt í öllu, að vísu „ekki
ennþá“ orðinn ráðherra og ekki
heldur prestur.
Fyrst og fremst er Þröstur þó í
Alþýðublaðinu að tala við krata
fyrir sína hönd og vandamanna,
svosem einsog í hlutverki eldri
bróður, og tekur þeim einkum
vara fyrir að búast við miklu af
stjórnarþátttökunni með íhaldi
og Framsókn:
„Þessir tveir flokkar, sem eiga
meira en allir aðrir þátt í því að
búa þetta kerfi til og eru hlutar af
því, standa í vegi framfara. Þeir
eiga hagsmuna að gceta við aðvið-
halda gömlu kerfi, hvortsem það
er rándýrt heildsölukerfi, forn-
eskjuleg landbúnaðarstefna, allt
of eyðslusamt vinnslukerfi, þar
sem flokkarnir tveir nánast skipta
því á milli sín. “
Dæmi
Jóns Sig
Þröstur tekur af þeim það
dæmi þegar Jón Sigurðsson ætl-
aði að fara að „leysa“ Útvegs-
bankaklúðrið sem hann tók í arf
frá fyrirrennurum sínum:
„Líttu á aðgerðir Jóns Sigurðs-
sonar í bankamálinu.
Jón verður að láta undan of-
forsi Þorsteins Pálssonar. Hvers
vegna? Sjálfstæðisflokknum var
meira í mun að Sambandið fengi
ekki ofsterka stöðu heldur en að
koma hagræðingu í gegn.
Það voru mistök hjá Jóni að
klára ekki dœmið. Nú stendur
hann uppi með bankann, enga
sameiningu og enga sölu. Og ég
held að það verði erfittfyrir hann
aðselja bankann að vori. Þeirsem
voru tilbúnir að kaupa, verða
tœplega tilbúnir að endurtaka
leikinn í vor. “
Dæmi
Jóns Baldvins
Þröstur dregur ekki í efa góðan
viija Jóns Baldvins Flannibals-
sonar til að auka velferð og
jöfnuð, og tekur undir það með
honum að ein af forsendum þessa
séu traust ríkisfjármál. Þresti Iíst
hinsvegar heldur illa á aðgerðirn-
ar nú og efast um að fjármálaráð-
herrann efni heit sín um að
„næst“ verði eignamennirnir fyrir
barðinu á skattheimtumönnum
og ekki launamenn:
„Ég er ekki farinn að sjá að það
gerist í annarri lotu aðgerðanna.
Ég held að þeir, sem sitja hinum
megin við borðið með Jóni Bald-
vin, komi í veg fyrir það. Ríkis-
stjórnin leyfir ekki að til þessara
jöfnunaraðgerða verði gengið,
hvort sem Alþýðuflokkurinn bið-
ur um það eða ekki.
Ég er ekki farinn að sjáAlþýðu-
flokkinn ganga út úr ríkisstjórn-
inni þess vegna. “
Ekki óskastaða
Alþýðublaðið spyr síðan
skelkað hvort Alþýðuflokkurinn
gæti að lokum stjórnarinnar stað-
ið uppi með það eitt að hafa
skömm þjóðarinnar á herðunum.
Þessu samsinnir Þröstur, en segir
það enga óskastöðu fyrir sinn
hatt:
„Gæti gert það, þó að það sé
engin óskastaða fyrir mig. Ég tel
að Alþýðuflokkurinn, Alþýðu-
bandalagið og verkalýðshreyfing-
in eigi að reyna að standa saman
að móta þetta samfélag sam-
kvœmt þeirri lífsskoðun, sem
gengur eins og rauður þráður í
gegnum þessar þrjár stofnanir.
Því er slœmt, ef einhver þessara
aðila fœr á sig högg og sœrist. “
Menn verði að fara að „hugsa
það sameiginlega hvernig við get-
um látið þessaflokka og hreyfing-
ar renna eina slóð, “ - og þá þurfi
menn að taka sér tak:
„Sennilega er bilið milli flokk-
anna mest í utanríkismálum.
Okkur þykir Alþýðuflokkurinn
hafa staðnað í þeim málum.
Auðvitað er það einkenni allra
flokka að þeir staðna - líka Al-
þýðubandalagsins. Stundum kel-
ur á þeim ein tá eða annar fótur-
inn. Framsóknarflokkurinn er
t.d. í kuldakasti með sína land-
búnaðarstefnu, og Alþýðuflokk-
urinn hefur orðið illa úti í kalda
stríðinu - og er því með stefnu í
utanríkismálum, sem er úr löngu
liðinni tíð.
Við erum miklu nœr hvor öðr-
um í innanlandsmálum en við
höfum verið nokkurn tíma áður,
og ég tel líka að það sé ekki slíkt
bil í utanríkismálum að með veru-
lega mikilli umrœðu sé ekki hœgt
að brúa bilið á einhvern hátt.
Við alþýðubandalagsmenn
höfum orðið að taka okkur á í
ýmsum málum. Við bundum
okkur ýmsa bagga í ríkisstjórnum
á síðasta áratug. Við fórum í
stjórnir, sem höfðu ýmislegt forn-
eskjulegt í farteskinu, og við höf-
um ekki losað okkur við það allt
Ekki skapað
nema skilja
Þessar hugleiðingar Þrastar um
„eina slóð“ til vinstri í íslenskri
pólitík eru auðvitað ekki nýjar af
nálinni, - nær sanni væri að póli-
tíkin til vinstri hafi snúist um
þessi efni áratugum saman með
ýmsum hætti. Það lýsir hinsvegar
ákveðinni íhygli hjá Þresti að
reifa þetta við lesendur Alþýðu-
blaðsins einmitt þessar vikurnar.
Alþýðubandalagið er í óða önn
að „losa sig við forneskjuna" eftir
duglega uppstokkun og endur-
nýjun í sumar, og flokkurinn
virðist vera að sækja mjög í sig
veðrið í stjórnarandstöðunni, á
alþingi, á fjölmiðlavettvangi og á
vinnustöðunum.
Alþýðuflokkurinn er hinsveg-
ar í hlutverki bandingjans inní
ríkisstjórninni með því að taka á
sig ábyrgð af stefnu hinna flokk-
anna, - og með því róli eru krat-
arnir ekki einungis að missa
traust kjósenda sem studdu
flokkinn í þeirri trú að hann byði
fram nýjar lausnir, forysta Al-
þýðuflokksins er einnig í óða önn
að loka þeim leiðum sem þrátt
fyrir allt hafa staðið opnar milli
A-flokkanna. Sem enn einu sinni
virðist ekki skapað nema skilja.
Þetta er Þröstur að segja les-
endum Alþýðublaðsins, og hér
skal tekið undir með honum að
þótt Þórðargleðin sé vissulega dí-
sæt tilfinning væri ömurlegt að
horfa uppá enn eina niðurlæg-
ingu hjá krötum. Jafnvel fyrir
Allaballa á uppleið.
þlÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Pjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, ÓttarProppé.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Biaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir,
KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH.
Gíslason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ.
Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét
Magnúsdóttir.
Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir,
Augiýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Gl
insdóttir.
Guðmunda Krist-
Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir.
Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
Utbreiðsla: G. MargrétÓskarsdóttir.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson
Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:65 kr.
Askriftarverð á mónuði: 600 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 16. desember 1987