Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 10
mi IÐUNN Bók sem skiptir okkur máli Mikhaíl Gorbatsjov PERESTROTKA NY HUGSUN, NY VON Ein athyglisverðasta bók síðari ára á alþjóðlegum vettvangi. Bók eftir þjóðarleiðtoga Sovétríkjanna, Mikhaíl Gorbatsjov, þar sem hann fjallar um hinar nýju stjórnmálahugmyndir sínar. Á ótrúlega hreinskilinn hátt gerir hann hér grein fyrir aðstæðum þjóðar sinnar fram á þennan dag. Með áherslu á opinskáa umræðu meðal allra þjóða fjallar hann um afvopnunarmál og heimsfrið. — Hugmyndir sem geta skipt sköpum. Pessi bók er uppgjör Höllu Linker við þá ímynd sem skapaðist aj henni í gegnum fjölmiðla í fjöldamörg ár. Aldrei sást annað en yfirborðið, frœgð og velgengni. En þannig var líf hennar aldrei í raun og veru. Nú lítur hún til baka yfir tuttugu og átta ár í hjónabandi með manni sem var fimmtán árum eldri en hún og stjórnaði henni eins og brúðu og tók allar ákvarðanir fyrir hana. Pegar hann lést skyndilega kom að því að hún þurfti að standa ein og óstudd í fyrsta sinn, bjarga sér, lœra að umgangast karlmenn, kynnast því að verða ástfangin eins og ung stúlka . . . Sú ganga var ekki þrautalaus, en að lokum hefur Halla náð því mavki að geta litið björtum augum til framtíðarinnar, virt fyrir sér fortíðina með augum áhorfandans, hlegið og grátið — sátt við sjálfa sig. Saga Höllu er engin harmsaga, heldur óvenjuleg ævisaga óvenjulegrar konu, sem séð hefur og reynt fleira en flestir Islendingar og hefur umgengist bœði hausaveiðara og Hollywoodleikara. Konu, sem var virt og dáð út á við, en fékk þó ekki einu sinni að ráða hárgreiðslu sinni sjálf. Frásögnin lætur engan ósnortinn, en hún vekur líka ótal hlátra, því að Halla katm flestum betur að draga fram skoplegu hliðarnar á því sem fyrir hana hefur borið. MIKHAIL GORBATSJOV íbestrojka NYHUCSUN NYMDN BRÆÐRABORGARSTÍG 16 - SÍMl 28555

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.