Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.12.1987, Blaðsíða 3
Raftœki Munum skammast okkar Félag raftœkjasala: Aðföng fyrir fyrirtæki gjaldlaus en 60% á nauðsynleg heimilistœki. Duftpúðar og sólhlífar lcekka Við í Félagi raftækjasaia mun- um skammast okkar ef við eigum að geta keypt öll tæki og aðföng gjaldaiaust fyrir okkar fyrirtæki eftir áramótin á meðan verkamenn og láglaunahópar þurfa að greiða rúmlega 60% álögur fyrir utan söluskattinn á nauðsynleg heimilistæki, segir m.a. í plaggi frá Félagi raftækja- sala til fjárhags- og viðskipta- nefnda alþingis. Þar gagnrýnir fé- lagið harðlega að í nýju frum- varpi um vörugjald og toliskrá sé tollum ekki nógu vel út jafnað á miili vörutegunda. Hæsti tollur á heimilistæki er á bilinu 55-61% en vörur sem fyrir- tæki nota mikið, s.s. reiknivélar, ljósritunarvélar, ritvélar og áprentuð umslög eru færðar úr háum álögum niður í að vera undanskildar álögum. Segir í plagginu að miðað við heildar- innflutning á ofangreindum vöru- tegundum, þurfi ekki nema 10- 15% toll á þær til þess að létta aiveg vörugjaldstekjum af raft- ækjum. Þá gagnrýnir Félag raftækja- sala að á meðan verið er að hækka álögur á heimilistækjum þá sé allt að 80% tollur og 30% vörugjald afnumið af glys- og glingurvörum. í þessu sambandi nefnir félagið m.a. ilmúðara og duftpúða, ýmsar skrautvörur úr gúmmí, hluti til jólahalds og töfrabragða, legghlífar og sólh- lífar og vörur úr þörmum, en þó ekki silkiormaþörmum. -K.ÓI. FRETT1R Alþýðubandalagið Barátta framundan Framkvœmdastjórn Alþýðubandalagsins: Skattaálögur á almenningþyngdar. Verðbólga vex og hótað með gengisfellingu. Hörð og markviss barátta nauðsynleg Það er mikilvægt til að koma í veg fyrir þessa holskeflu að barátta samtaka launafólks verði skipulögð bæði af einstökum fé- lögum og heildarsamtökum launafólks. Hörð og markviss barátta er nauðsyn í komandi kjaraátökum,“ segir í samþykkt sem framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins gerði í fyrrakvöld en þar er andmælt fyrirhuguðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skattamálum. „Nýr 25% matarskattur leggst þyngst á þá sem eyða hlutfalls- lega mestu af launum sínum í lífsnauðsynjar,“ segir í sam- þykktinni. „Tekjuskattsfrum- varp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir stóraukinni skattbyrði alls þorra launafólks. Að auki æðir verðbólgan áfram og hótað er með gengisfellingu.“ „Ríkisstjórn Þorsteins Páls- sonar eykur skattlagningu á landsmenn um miljarða króna og nema nýir skattar ríkisstjórnar- innar 8.500 -9.000 miljónum króna. Verulegur hluti þessara skatta - eða 5.750 miljónir - leggst á matvörur. Á sama tíma og almenningur ber þannig aukinn skattþunga sleppa fyrir- tækin sem fyrr, þrátt fyrir stór- felldan gróða í góðæri liðinna ára. Síðar í samþykktinni segir að óhjákvæmilegt sé að launamenn um land allt búi sig undir baráttu gegn stjórnarstefnunni. „Al- þýðubandalagið mun ekki liggja á liði sínu í þeirri baráttu og hvet- ur félaga sína til að hefja um- ræður um nauðsyn aðgerða á vinnustöðum, í samtökum laun- fólks og annars staðar þar sem færi gefst." ÓP Greinar fyrir SÖng. Börnin á dagheimilinu Árborg tóru í litla jólaferð í gær. Skógræktarfélag Reykjavíkur bauð þeim og börnum af öðrum dagheimilum borgarinnar í heimsókn, sýndi þeim jólatré og gaf þeim greinar. Börnin þökkuðu fyrir sig með jólasöngvum. Mynd: KGA. Kvosarskipulag Jóhanna á leikinn Skipulagsstjórn hefur að ósk félagsmálaráðherra skilað áliti vegna athugasemda Guðrúnar Jónsdóttur um deiliskipulag Kvosarinnar Skipulagsstjórn hefur nú af- greitt formlega til félags- málaráðuneytisins svör við at- hugasemdum Guffrúnar Jóns- dóttur um deiliskipulag Kvosar- innar, sagði Hermann Guffjóns- son vita- og hafnamálastjóri, for- maður stjórnarinnar; framhald þessa máls er því á valdi ráð- herra. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Guðrún lagt til við ráðherra að hún samþykki ekki uppdráttinn. Á fundi skipulagsstjórnar í fyrri viku var Hermanni falið að Kindakjöt Slátnin innan fulMrðisréttar Nemur 196.644 kg eðaframleiðslu 26 meðal sauðfjárbúa Kindakjötsframleiðslan í haust er innan fullvirðisréttar. Munurinn er 197.644 kg eða 10.859,6 ærgildisafurðir. Svarar það til kjötframleiðslu á um það bil 26 meðal sauðfjárbúum. Framleiðsluráði landbúnaðar- ins hafa nú borist skýrslur frá öllum sláturleyfishöfum um sauðfjárslátrun í haust. Fullvirð- isréttur er alls 11.638.631,7 kg. Heildarkjötmagnið er 12.487.730 kg. Frá dregst: ósöluhæft kjöt, heimtekið kjöt, slátrun vegna Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og slátrun riðufjár, alls 1.046.743 kg. Þannig koma til uppgjörs vegna fullvirðisréttar 11.440.987 kg og er það sem fyrr segir 197.644 kg innan fullvirðismarkanna. Einhver viðbót er væntanleg vegna slátrunar í nóvember og desember en hún er óveruleg. -mhg ganga frá svörum til félags- málaráðuneytisins ásamt Stefáni Thors, skipulagsstjóra ríkisins. Svör þessi eru tvíþætt; á fundin- um var samþykkt tillaga að svari með tveimur atkvæðum gegn einu, en tveir sátu hjá. Jafnframt áskildi Hermann sér rétt til að skila séráliti fyrir 15. desember. Svör þessi bæði eru nú komin rétta boðleið til Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra, en samþykki hennar þarf til, eigi deiliskipulag Kvosarinnar að öðl- ast lagagildi. Skipulagsstjórn fundar í dag, og sagðist Hermann eiga von á að tekið yrði fyrir bréf sem þrír borgarfulltrúar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, BjarniP. Magnússon og Sigurjón Pétursson sendu inn á síðasta fund stjórnarinnar, en í bréfinu gera þremenningarnir at- hugasemdir við þá málsmeðferð sem afgreiðsla ráðhússins hefur hlotið. f bréfinu segir meðal annars að borgarstjóri hafi farið þess á leit við skipulagsstjórn ríkisins hinn 27. október að afstöðumynd væntanlegs ráðhúss yrði sýnd á skipulagsuppdrætti Kvosarinnar. „Bréf þetta var sent án vitundar eða vilja borgarráðs eða borgar- stjórnar. Þegar skipulagsstjórn féllst á að gera þetta lét hún að vilja framkvæmdastjóra borgar- innar en ekki kjörinnar borgar- stjórnar. Fáum við ekki séð hvað- an skipulagsstjórn kemurheimild til að þess að breyta á þennan hátt uppdrætti sem samþykktur hefur verið af löglega kjörinni sveitar- stjórn.“ HS Fiskur Markaður í Eyjum Hefst í janúar Við stefnum að því að halda fyrsta uppboðið á Fiskmark- aðnum í Vestmannaeyjum strax í fyrstu viku janúarmánaðar á næsta ári, í vertíðarbyrjun. Þetta verður blandaður markaður og geta fiskkaupcndur því bæði keypt flskinn séðan á gólfi og ó- séðan um borð í bátunum í gegn- um fjarskipti, sagði Finnur Sig- urgeirsson, framkvæmdastjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Þjóðviljann í gær. Að sögn Finns er mikill áhugi í Eyjum á fyrirhugaðri starfsemi fiskmarkaðarins þar og eru hlut- hafar í fyrirtækinu bæði stór og smá fiskvinnslufyrirtæki í bæn- um, auk útgerðarmanna og ann- arra einstaklinga sem áhugasamir eru um sjávarútveg. Þessa dag- ana er verið að ganga frá húsnæði hans og verður það um 400 fer- metrar. Reiknað er með að einhver samvinna verði höfð við fjar- skiptamarkað Suðurnesja- manna, en ennþá hafa engar við- ræður farið fram um það mál. Einnig er mikill vilji fyrir því í Eyjum að hafa samstarf við Þor- lákshöfn, Hornafjörð og jafnvel Vík í Mýrdal. „Þeir bjartsýnustu segja þó að þessð verði ekki langt að bíða að allt landið og miðin verði einn allsherjar markaður með fisk. Tækninni fleygir fram og með betri samgöngum en nú er verður ekki langt þangað til að þetta verður að raunveruleika,“ sagði Finnur. grh Bíla-happdrætti Handknatt- leikssambands íslands 14. desember 1987 vardregið um 15 bíla í bílahappd- rætti Handknattleikssambands íslands. 5 Suzuki Fox komu upp á eftirtalin númer: 9401 13709 70457 75462 98385 10 Suzuki Swift komu upp á eftirtalin númer: 42457 44260 53685 63614 65235 68125 85377 85568 89571 104540 Handknattleikssamband íslands þakkar stuðning þinn og minnir á að 18. janúar nk. verður dregið um 35 bíla. Allir eiga að sitja öruggir í bíl. Notum bílbelti - alltaf! ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 3 IUMFERÐAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.