Þjóðviljinn - 24.12.1987, Side 2
rSPURNINGIN—
Af hverju eru jólin haldin
hátíöleg?
(Spurt á dagheimilinu Múla-
borg)
Tekla Hrund Karlsdóttir, 5
ára:
Af því að Jesú á afmæli. Það
væru engin jól ef hann ætti ekki
afmæli.
Trausti Már Gunnarsson, 4
ára:
Af því að Jesúbarnið á afmæli.
Þorsteinn Magnússon, 4
ára:
Það er af því að Jesú fæddist þá.
Steinar Páll Magnússon, 4
ára:
Ég veit það ekki. Jú, kannski af
því að Jesú á afmæli þá.
Júlíus Þór Ríkharðsson, 3
ára:
Þá fæddist Jesú.
FRÉTTIR
Ærumeiðing
Hvolur fær uppreisn æru
Tekinnfyrir Sloppy Joe íjólablaðinu GunnarÁrnason:
Hvolur hefði svarað Jónasi á móðurmálinu
Gunnar Amason: Þetta var tyggur
hundur og hann fylgdi mér eins og
skuggi.
Þau leiðu mistök urðu í um-
fjöllun um hundinn Sloppy
Joe í síðara jólablaði Þjóðviljans,
að birt var mynd af röngum
hundi. Eigandi hundsins, Gunnar
Árnason verslunarmaður í
Reykjavík hafði samband við
blaðið og sagði að myndin sem
sögð var vera af Sloppy Joe hafi í
raun verið mynd af smalahundin-
um Hvoli sem ættaður var frá
Skeiði í Selárdal í Arnarfírði.
Sagðist Gunnar una því illa að
upp á hund sinn væri borið að
hann hefði borið amerískt heiti og
ekki kunnað að svara upp á ís-
lensku. Þetta var ákaflega trygg-
ur hundur og hann fylgdi mér
alltaf eins og skuggi, sagði Gunn-
ar, og Jónas hefði ekki þurft
nema að sletta í góm til þess að
hann svaraði honum. Myndin er
reyndar tekin um svipað leyti og
Jónas var á Keflavíkurflugvelli,
en hún er hins vegar tekin vestur í
Arnarfirði.
Þegar ég fór frá Arnarfírði
suður gat ég ekki lógað honum,
og hann fylgdi því gamla mannin-
um föður mínum, sem bjó á
Skeiði. En Hvolur fylgdi mér
alltaf, þegar ég var í smala-
mennsku fyrir vestan á vorin og
haustin. Síðustu árin var hann
alltaf lokaður inni þegar farið var
í leitir, en þegar hann losnaði út
var hann ekki í rónni fyrr en hann
hafði elt okkur uppi á fjallinu
með því að rekja slóðina.
Mig minnir að hann hafi dáið
1956, þá 14 vetra, en það bar að
með þeim hætti um göngur að
hann slapp út um miðjan dag og
hélt í spor okkar leitarmannanna
á fjallið. Hann var þá orðinn
þungur á sér og náði ekki að
hlaupa okkur uppi á fjallinu og
kom ekki heim fyrr en seint um
kvöldið og þá orðinn illa haldinn.
Það var hlúð að honum og búið
um hann undir eldavélinni, en
um morguninn var hann dáinn.
Þjóðviljinn biður hér með
hundinn Hvol úr Selárdal afsök-
unar á að hafa ruglað honum
saman við Sloppy Joe á Keflavík-
urflugvelli.
-ölg.
lavíkurflugvelli 1947 - samsett mynd.
SLOPPY JOE
Hundurinn sem hljóp í forsvarsmenn
Keflavíkursamningsins veturinn 1947
Úrklippa af greininni um Sloppy Joe í Jólablaði Þjóðviljans.
Jólin
Hátíð í veðurblíðu
Hinfádœma veðurblíða setursinn svip á jólin. Auð jörð og hitastigyfir
frostmarki á Horni, Grímsey og á Möðrudal á Fjöllum
Félagsheimilinu Múla um hátíð-
H
in fádæma veðurblíða sem
búin er að vera í allan vetur
setur sitt mark á jólaskap þeirra
manna sem búa á annesjum,
eyjum eða langt inn í landi um
þessi jól. Víðast hvar er auð jörð
og hitastig er fyrir ofan frost-
mark.
Að sögn Ólafs Jónssonar, vita-
varðar á Hornbjargsvita, er þar
hver dagur öðrum líkur en yfir
hátíðirnar ætlar Ólafur og að-
stoðarmaður hans að borða
steikur og hangikjöt og lesa pólit-
ísk rit. Þar efst á blaði er Gullna
flugan eftir Þorleif Friðriksson og
Saga Einokunarverslunarinnar
eftir Gísla Gunnarsson. Ólafur
sagði að þeir myndu setja upp
jólatré í dag í tilefni jólanna og
gera sér eitthvað til dundurs, taka
nokkrar skákir eða svo og horfa á
sjónvarp og hlusta á útvarpið.
í Grímsey er jörð svotil alauð
nema hvað snjódílar eru í nokkr-
um brekkum. Að sögn Þorláks
Sigurðssonar, oddvita er hugur í
eyjarskeggjum um hátíðarnar og
reynir þar hver maður að gera
eitthvað til hátíðabrigða. Þar er
búið að halda uppá litlu jólin fyrir
krakkana og ættingjar og vinir
eru margir komnir til eyjarinnar
til að halda upp á jólin hjá fjöl-
skyldum sínum. Aðventuljósin
eru fyrir nokkru komin í flesta
glugga og á þriðja í jólum verður
guðsþjónusta í Grímseyjarkirkju
ef veður leyfir. Og að sjálfsögðu
verður haldið veglegt jólaball í
arnar.
Vernharður Vilhjálmsson,
bóndi á Möðrudal á Fjöllum
sagði í samtali við Þjóðviljann að-
hann mundi ekki eftir annarri
eins veðurblíðu og verið hefur í
allt haust og vetur. En Möðrudal-
ur er í 450 metra hæð yfír sjávar-
máli. Þar er búið að baka laufa-
brauð og allt tilbúið fyrir jólahát-
tðina. _grh
Jólaveðrið _
Rauð jól
Það verður meinlaust veður
um hátíðarnar um mest allt
land og jólin í ár verða rauð, segir
Bragi Jónsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu íslands um veðrið
yfir jólahátíðina í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Að öðru leyti er spáð allhvassri
norðvestan átt á Vestfjörðum í
dag með snjókomu. En á öðrum
stöðum á landinu verður mun
hægari vindur og skúrir sumstað-
ar.
Á jóladag og annan í jólum er
búist við austlægri átt um allt
land. Á sunnanverðu landinu
verður hitinn frá 1-5 stig, en á
norðanverðu landinu frá 0-4
gráðu hiti. Búast má við einhverj-
um éljum á Vestfjörðum og á út-
skögum norðanlands.
-grh
Islenskir
unglingar
hraustir
íslenskir unglingar virðast
vera mun hraustari en jafnaldrar
þeirra í Skotlandi og á Norður-
Irlandi, ef marka má niðurstöður
úr sérstöku líkamshreystiprófi
sem kallast Eurofit.
Þetta próf var framkvæmt árið
1985 og ákvað menntamálaráðu-
neyti íslands að ísland tæki þátt í
þessu verkefni og komu niður-
stöður prófsins fram í grein
Gríms Sæmundsens í tímaritinu
Heilbrigðismál.
í prófinu voru valin 2385 börn á
aldrinum 9-16 ára og þegar sam-
anburðartöflur eru skoðaðar og
bomar saman við árangur ung-
linga í Skotlandi og Norður-
írlandi, kemur í ljós að íslensku
unglingamir stóðu sig áberandi
betur í flestum greinum.
f greininni er tekið fram að
ekki sé hægt að alhæfa að öll ís-
lensk börn á þessum aldri séu bet-
ur á sig komin en írskir og skoskir
jafnaldrar, en um marktækan
mun sé þó að ræða. -ns.
t- 1
c
-ik
«s> «
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. desember 1987