Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 4
LEHÐARI ... meinvill í myrkrunum lá Þegar guðfræöingurinn Sveinbjörn Egilsson rektor orti jólaljóð sitt „Heims um ból“, með hliðsjón af útlendum sálmi, hikaði hann ekki við að nota orðið „rnyrkur" í fleirtölu, frekar en Hall- grímur í Passíusálmunum („í yztu myrkrum eng- inn sér / aðgreining höfðingjanna"). Það var beinlínis nauðsynlegt. Og slíkur meistari tungu- taksins sem hann var, þá spruttu fram úr fjaður- penna hans orð eins og „frumglæðir Ijóssins'* þar sem hann lýsir tilkomu Jesúbarnsins á þeirri tíð er gjörvöll mannkindin lá svo vegarvill í hverskyns myrkrum að til meins var. Allt er þetta orðaval ágætlega skáldlegt og guðfræðilega pottþétt eins og við var að búast; nema hvað mörgu barninu og reyndarfullorðnum líka hefur gengið illa að átta sig á því hver hún var þessi Meinvill; talið það vera dularfullt nafn á annars óskilgreindri persónu. Nú má endalaust deila um það hvort mann- kindinni hafi auðnazt að ganga í Ijósi því sem frumglæðirinn tendraði í Betlehem forðum. En líklega myndi Stephan G. hvísla því að okkur, að eitthvað örlítið hafi miðað í rétta átt, þrátt fyrir langa villunótt frá örófi. Og á jólahátíð þeirri sem nú er haldin skyldi því enganveginn gleymt, að örlítill vonarneisti hefur glæðzt um það að ekki sé mannkindinni alls varnað á veglausu ráfi sínu um hnöttinn og jafnvel út í himingeiminn; það hefur oft verið svartari vetrarnóttin um jóla- leytið en einmitt nú. Vissulega ber að fagna því - og halda áfram að lifa í voninni. Auðvitað er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvaða afstöðu hann hefurtil jólanna. Einum eru þau fyrst og fremst trúarhátíð, öðrum tilefni til hverskyns óhófs og svalls; fyrir flesta eru þau e.t.v. meira og minna sambland af þessu tvennu. Þeir sem muna fullvel hálfrar aldar jól eða meira hljóta þó að finna fyrir því, að sífellt hefur aukizt í jólahaldinu dýrkun alls þess sem kennt er við guðinn Mammon, sem ýmsir hafa á síðari tímum ekki hikað við að tengja hugtakinu „frelsi", svo kynlega sem það þó ætti að láta í eyrum kristinna manna ef allt væri með felldu. Hugsjónalegur hrærigrautur og veikur siðferði- legur grundvöllur svonefndra kristinna þjóða hefur sjaldan eða aldrei verið óhugnanlegri en nú, þegar hraði, hávaði, frekja, tillitsleysi, pen- ingagræðgi og taumleysi fá enganveginn vikið fyrir gamaldags friðarboðskap hvortheldur er í nafni kyrra jóla eða óttans við tortímingu alls lífs. Stundum er eins og gleðin sjálf beri öðru fremur keim af gálgahúmor; taumleysið berj svipmót þeirrar stundar sem vitað sé að muni vera hin síðasta - og bezt að fá það sem fengið verði út úr skammvinnri bið áður en allt splundrist. Sjá, ég flyt yður engan fögnuð. Því í nótt mun fleiri en ein kona, bæði í austurlöndum og víða annarsstaðar um heimsbyggðina, ala börn sem þær geta ekki einusinni lagt í hlýja fjárhúsjötu, heldur verða að leggja frá sér í eyðimörkina. Það er öldungis undir hælinn lagt hvort vitringar heimsins hafa rænu á því að færa börnum þess- um í tæka tíð nokkrar þær gjafir sem verða mættu til að halda í þeim lífi. Vissulega þyrftu þau hvorki guil, reykelsi né myrru; en þau þyrftu svo sannarlega mat, húsaskjól og lyf. Og van- nærðar mæður þeirra þyrftu hins sama við, þótt ekki væri nema til þess að geta haft þau á brjósti. Vel mættu menn muna þessi börn á jólahátíð - og reyndar ekki aðeins þá, heldur um alla framtíð, öll börn. Og vinna að því með alheims átaki, hvort sem þeir teljast kristnir eða eitthvað annað, að börn þurfi ekki að fæðast til slíkrar hörmungartilveru sem er hlutskipti svo margra í þeim myrkrum sem gjörvöll mannkind hrærist enn í, meinvill og vönkuð þrátt fyrir alla sína isma og kenningar og tækni. Ef menn hefðu rænu á því að virkja t.d. jóla- guðspjallið á þann veg, að þeir gætu horfzt í augu við naktar staðreyndir eigin tíma, þá gæti máski runnið upp sú stund einhverju sinni, að mannkyn gæti með nokkurnveginn góðri sam- vizku haldið jól varanlegs friðar og sannrar gleði; án ótta við sjálft sig; án þess að þurfa að skammast sín frammi fyrir nýfæddum börnum - eða ófæddum. Þá mætti vel svo fara að því auðnaðist að eignast með sanni gleðileg jól. - EM Jósep Brodský Aðfangadagur 1971 Sem vitringar vér á jólum um verslanir troðumst og ryðjumst. Þar sem útlendur konfektkassi kostar mann atgang og hörku. í ösinni íþyngdri pökkum er hver þar sinn kóngur og kamell. Pokar úr plasti og töskur, pottlok og bindi, öll snúin. Þefur af þorski og vodka, þroskuðum ávöxtum, kanil. í mergðinni lítils við megum, það er ófœrt til Betlehemsborgar. Og gefendur hóflegra gjafa af götum í vagna sér þrengja. Hverfa inní galtóma garða en glœtu þar enga þeir finna: hvorki jarm eða jötu né hana sem gyllt er af geislandi baugi. En úr tóminu hugsanir tendra þær týrur sem loga um kvöldið. Þeim mun voldugri Heródes verður því vísar er undrið hið smáa. í því samhengi og sögunnar Ijósi helg eru jólin og haldin. Og kátt þeirra komu er fagnað, hún könnur og borðsali fyllir. Leitinni linnir í bili að Ijósi, því mannanna hjörtu skína af góðvild og gleði. Við eldana hirðar sér hlýja. Sem epli hvert andlit í snjónum, það andar frá reyklausum háfum. Þegar Heródes hreyfist af víni er hulið hvert barn af þess móður. Og óvæntum andlitsdráttum er í fœðingu frelsari dreginn. En þegar gustur úr gœttinni víkur grámóðu rökkurstundar og bundið í reifi þar birtist barn sem og heilagur andi kviknar þér innra og ofar í himin þú starir á stjörnu. Þýðing: Hallgrímur Helgason. JÓSEP BRODSKY er Rússi fæddur í seinnastríðs byrjun í Lenín- grad, eða „Gamla Pétri“ eins og borgin er kölluð á meðal íbúa sinna. Snemma varð honum Ijós inngróin andúð sín á þarlendu einræði og að- eins sextán ára gamall sagði hann skilið við skólakerfið og önnur stærri skyldmenni þess þar með. Hann hóf þá störf í vopnaverk- smiðju sem stendur við hlið eins frægasta fangelsis Sovétríkjanna og tókst fljótlega að yrkja sig yfir múra þess þar sem hann sat nokkur ár, auk einhverra fleiri í útlegð við heimskautsbauginn. Árið 1972 var honum loks leyft að flýja land og á sínum fyrsta degi vestra hitti hann, sem aðdáandi, W.H. Auden sem greiddi götur hans þannig að fljótlega fann hann sér hjartastað í hinum hörðu brjóstum bandarískra gagnrýnenda. Þeir veittu Brodský verðlaun sín árið 1986 fyrir greinasafnið „Minna en maður" og síöastliðið haust var síð- an röðin komin að honum við af- hendingu Nóbelsverðlaunanna. „Stórt skref fyrir einn mann en lítið fyrir heiminn allan“, kvað Jósep þá. Þýðingin er eftir enskri þýðingu gerðri af Alan Myers og höfundinum sjálfum, en kvæðið er líklega eitt af þeim síðustu ortum í heimalandi hans. þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, óttar Proppó. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörieifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). Magnús H. Gíslason, ÓlafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmda8tjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglý8ingar: Unnur Agústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrétóskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhoimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.