Þjóðviljinn - 24.12.1987, Side 7

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Side 7
Jólapoppgelraun Góöan dag og gleðileg jól. Heygarðshornið er komið í jóla- skap eins og allt annað um þessar mundir. Af því tilefni ætlar það að ausa úr brunnum örlætis síns, en þó ekki fyrr en þið, mínir hjartans kæru lesendur, hafið ausið úr viskubrunnum ykkar. Hér að neðan eru 15 misþungar spörningar sem skiptast í 3 hluta. Vegleg plötuverðlaun frá Steinum, Gramminu og Skífunni eru í boði fyrir rétt svör í hverjum flokki fyrir sig. Auk Myndaspurningar þess eru stórkostleg aðalverðlaun í boði fyrir fimmtán rétt svör, plús svör við þremur laufléttum aukaspurningum ... Og þessi aðalverðlaun eru einmitt það sem enginn tónlistarunnandi (nema ég) getur verið án í dag, eða hvorki meira né minna en geislaspilari... gangi ykkur nú vel, greyin mín. Skilafrestur er til 10. janúar 1988. 1. Hljómsveitin Sykurmol- arnir er skyndilega orðin heimsfræg á íslandi í kjölfar verðskuldaðrar velgengni lags þeirra, Ammælis, á Bretlands- eyjum. Hvað heitir næsta lag þeirra sem út kemur á þeim markaði (í jan/feb ’88)? 2. JohnnyTrlumphheitireinn af hinum meira áberandi fylgifisk- um Sykurmolanna og syngur sá mæti maður gjarnan um „Luftgitar" þá er hann stígur á svið með þeim. Hann hefur nú sett lag þetta á plast. En Johnny Triumph er öllu þekktari undir öðru nafni. Hvað er það? Erlendir listamenn 1. Maður að nafni Robbie Ro- bertsson gaf út sólóplötu á árinu. Hann var áður aðalsprautan f vel þekktri hljómsveit. Hvað hét hún? 2. Hljómsveltin Status Quo átti að halda tónleika á Kaplakrik- avelli í Hafnarfirði f sumar. Ekkert varð af þeim tónleikum, sem kunnugt er, en hins vegar héldu þeir nokkra tónleika á allt öðrum, og nokkuð umdeildum vettvangi og fengu bágt fyrir. Hvar var það? 3. S. H. Draumur sendir frá sér sfna fyrstu breiðskífu um þessar mundir. Hvað heitir gripurinn? 4. A þessu ári hóf störf stór- sveitir, mamma var rússi. Hana skipa sjö svipfríð ungmenni, þar af tvær stúlkur sem ekki hafa lagt nafn sitt við rokkiðnaðinn fyrr. Hinir fimm meðlimir sem allir eru karlkyns, hafa hins vegar allir stundað iðju þessa áður. Þeir eru líklega þekktastir fyrir veru sfna f tveimur löngu látnum sveitum, hverjar voru þær? 3. Gamla brýnið George Harrison sendi frá sér plötu á dögunum eftir 5 ára dvala. Margir frægir kappar aðstoðuðu Harri- son við upptökurnar á plötunni, sem nefnist Cloud 9, en þó er einn öðrum fremur, sem setur mark sitt á tónlistina. Þessi mað- ur útsetur öll lögin í félagi við Harrison auk þess að spila á nokkur hljóðfæri og syngja bak- raddir. Hver er þessi maður? 4. Frank Zappa sendi frá sér efni á árinu og telst það vart til tfðinda. Hins vegar má segja það fróttamaat að sonur hans sendi frá sér sfna fyrstu breiðskífu á þessu ári. Hvað heitir drengur- inn? M5:Og hvererþetta? 5. Stórpopparinn Bjartmar Guðlaugsson sendi frá sér plöt- una „I fylgd með fullorðnum" núna f haust og er hún ein sölu- hæsta skífan fyrir þessi jól. Tveir landsþekktir tónlistarmenn syng- ja með Bjartmari á þessari ágætu skífu. Hverjir eru þeir, og hverjir annast undirleik á plötunni? 5. Mækel Djakkson steig uppúr súrefniskassanum og gaf út plötuna Bad. I hvaða landi hóf hann tónleikaferð þá er fylgdi í kjölfar útgáfunnar? Aukaspurningar Fyrir að svara þessum þrem lauflétu spurningum rétt fær einn heppinn lesandi heilan geisla- spilara frá Japis h.f. f verðlaun. Reyndar er ekki nóg að svara bara þessum þrem spurningum, því hinar fimmtán þurfa einnig að vera róttar... en sem sagt, til mik- ils er að vinna. Og hórna eru þessar þrjár laufléttu. Tekið skal fram að svörin mega vera ein- staklega frjálsleg, og veitt eru sérstök aukaverðlaun fyrir besta svar við hverri spurningu... I.Botnið eftirfarandi vísu- part: Það er ekki undarlegt, ekki mikið skrýtið, 2. Gefið sennilega skýrlngu á vinsældum þeirra Madonnu og systkinanna ( Five Star... 3. Hvað er svona gott við smákökur? Þá eru allar átján spurningarn- ar komnar, og nú er þara að skrifa svörin við þeim niður á næsta blað, í röð og reglu (ísl. poppgetraun, myndagetraun, o.s.frv.) og senda þau til mfn fyrir 10. jan. n.k. Utanáskriftin er: þJÓÐVIUINN /Heygarðhornið c/o Ævar Örn Síðumúla 6 108 Reykjavík Hringdu til vina og ættingja erlendis um hátíðarnar... ...þú gefur ekki betri Dæmi um gjaldflokka á sjálfvirku vali til útlanda. Kostnaður á mínútu. 1. Norðurlöndin (að frátöldu Finnlandi) ....kr. 38. 2. Finnland og Holland .....................kr. 41. 3. Bretland ................................kr. 43. 4. Frakkland, Spánn, V-Þýskaland ...........kr. 49. 5. Bandaríkin ..............................kr. 85. jolagjof PÓSTUR OG SÍMI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.