Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 10
Þjóðsaga úr nútímanum Rætt við Viðar Víkingsson um nýja kvikmynd hans sem sjónvarpið frumsýnir um hátíðirnar Næstkomandi miðvikudag frumsýnir sjónvarpið nýja ís- lenska kvikmynd, sem Viðar Víkingsson hefur gert upp úr sögu Þórarins Eldjárns, Til- bury. Saga Þórarins segir okkur af sveitapiltinum Auðni Runólfssyni og prestsdóttur- inni Guðrúnu Innness frá Ýsu- firði vestra, sem fara suður á mölina árið 1940 og lenda í Bretavinnunni hvert með sín- um hætti, Auðun að steypa undirstöður undir hermanna- bragga, en Guðrún með því að leggjast með Tilbury ofur- sta í breska hernum. Saga Þórarins er að því leyti frábrugðin öðrum og hefðbundn- um sögum af „ástandinu", að hann fléttar inn í hana með einkar haglegum h'ætti þjóð- sagnarminninu um tilberana. Auðun uppgötvar semsagt að Guðrún var með plástur innan- læris, að hún hafði kynstrin öll af varningi og smjöri í dyngju sinni, að hún hafði sýnt frekju til mess- uvínsins við altarisgöngur og að hún hafði þau ummæli um Til- bury offísera, að hann „skaffaði betur en aðrir“. Því hnigu flest rök að því að Tilbury væri ekki venjulegur offíser, heldur tilberi úr grárri forneskju, sem á endan- um kostaði Guðrúnu lífið. Saga Þórarins er skrifuð sem bein frásögn Auðuns og framlag hans til ritgerðasamkeppni um hernámsárin eftir að hann er orð- inn vitavörður á Ýsufirði vestra, og er það lesandans að dæma hvort frásögnin sé hreinir hugar- órar manns sem hafi skaddast á geði af því að horfa á eftir elsk- unni sinni í ástandið, eða hvort hér hafi verið um raunverulegan tilbera að ræða. Viðar Víkingsson hefur sem- sagt gert kvikmynd sem byggir á þessari snjöllu sögu, en kvik- myndin er þó að öllu Ieyti sjálf- stætt verk, þar sem Viðar hefur með eigin handriti, sviðsetningu hvers vegna hann hafi valið þetta efni til þess að gera úr kvikmynd. - Það sem heillaði mig við þessa sögu er þessi sérkennilega blanda af forneskju og raunveru- leik hernámsáranna, þar sem þjóðsagan verður átylla til þess að segja eitthvað annað og þar sem raunveruleiki hernámsá- ranna verður jafnframt efniviður í einskonar þjóðsögu. í þjóðsögunni eru frumþarfirn- ar alltaf borðlagðar. Þjóðsög- urnar má alltaf leggja út frá því að menn séu að seðja hungur sitt með einhverjum hætti, líkamlegt eða kynferðislegt. í raunveru- leikanum liggja frumþarfirnar ekki eins á yfirborðinu. Það sem ég er að leitast við að gera í þess- ari mynd er að tengja söguna frumkröftunum í manninum. Mér fannst því þessi sálfræði- legi þáttur sögunnar vera spenn- andi, þetta þjóðsöguminni um nornina sem verður sjálfri sér nóg með því að koma sér upp tilbera- eða selja sig djöflinum. Er þetta þá táknræn saga? - Þó sjá megi táknræna merk- ingu út úr þessari mynd, þá er hún alls ekki einhlít. Það má til dæmis sjá myndina sem brengl- aða heimsmynd sveitapilts, sem orðið hefur fyrir kynferðislegu áfalli í æsku, eins og reyndar er óbeint gefið í skyn. Það sækja á hann órar í draumi, og hann ímyndar sér að Guðrún hafi selt sig djöflinum og að hún hafi þar með öðlast einhverja vitneskju sem hann sé útilokaður frá, eins og gerist oft með stráka gagnvart stúlkum sem verða kynþroska á undan þeim. Þá er líka visst nornaminni í þjóðtrúnni um til- berann. Guð skapaði konuna úr rifi Adams, en hér er það konan sem tekur sköpunarkraftinn í sínar hendur og skapar úr rifinu ófreskju til þess að seðja hungur sitt. Hún er sjálfri sér nóg með þennan innanlærisspena sinn og setur upp sinn heimilisiðnað með framleiðslu á súkkulaði úr tilber- asmjörinu sem Tilbury skaffar henni. Auðun á ekki lengur að- gang að hennar heimi, og það er honum óbærilegt. Eitt af því sem Guðrún ásakar hann um, eftir að hún var komin í ástandið, er að hann kunni ekki borðsiði. Það var eitt af því sem skildi á milli sveitamanna og hernámsliðsins. En Auðun skilur þetta ekki fyrr en á ballinu, þegar hann sér fyrir sér hvernig Tilbury umbreytist í ófreskju, tekur gaffalinn og stingur í Iæri Guð- rúnar og fer að sjúga hana. Þann- ig voru borðsiðir herliðsins í hans augum. Heimurinn er þannig sýndur í myndinni eins og Auðun sér hann, en það sem raunveru- lega hafði gerst var kannski ekki annað en að stelpan lenti í á- standinu og hann sat eftir með sárt ennið. Tilbury er semsagt bara venjulegur offíser fyrir öllum öðrum, en Auðun býr til þessa skýringu, - að hann sé til- beri, - og menn geta líka litið svo á að hann hafi haft rétt fyrir sér. Það má semsagt líta á Guðrúnu út frá tveim sjónarhornum, annars vegar að þetta sé einfaldlega kona sem er dugleg að bjarga sér og hins vegar að hún sé raunveru- leg norn. í myndinni kemur líka við sögu sundkennari, sem var orðaður við nasista og var á höttunum eftir Guðrúnu. Það er nasistinn sem varar Auðun við tilbera- smjöri Guðrúnar eftir að Bret- arnir hafa sett hann í dýflissu. Hvaða hlutverki gegnir hann? - Mér fannst það ekki fjarri lagi að leggja þau orð í munn nas- istans að Guðrún seldi sig fyrir drasl. Það var rökréttara að láta nasista gagnrýna hernámið en einhvern kommúnista. Hann hafði líka brenglaða heimsmynd. Og þegar Auðun ásakar Guð- rúnu fyrir að hafa selt sig fyrir drasl má benda á að hann var sjálfur í þjónustu bretans, þótt honum hafi kannski ekki verið skaffað eins vel og Guðrúnu. í lok myndarinnar sjáum við hvar ameríkanar taka við herset- unni af bretum og bandarískur hershöfðingi stráir um sig amer- ísku súkkulaði. Hvers vegna? - Var það ekki eðlilegt að hann tæki við hlutverki Tilbury? Þessi bandaríski Tilbury bar hers- höfðingjatign og gat skaffað enn betur. En þegar ameríski hers- höfðinginn sér Auðun þá minnir hann hann á uppruna sinn og á dýrin, hann sér fyrir sér kúna og ullarlagðinn sem tilberinn er bú- inn úr, og það heyrast dýrahljóð eins og úr Örkinni hans Nóa. Þannig leitast ég semsagt við að tengja þessa sögu frumkröftu- num í manninnum eins og í þjóðsögunni. - Myndin hefur nokkuð óræðan endi. Liggur einhver duln merking þar á bakvið? - Nei, mér fannst réttara að láta myndina vera opna í endann, ef svo mætti segja, þannig að menn hefðu frítt spil til að túlka það eftir eigin höfði. Við þetta er einungis því að bæta að enginn þarf að óttast að kvikmyndin Tilbury veiti ekki nægilegt umhugsunarefni, því hér er um snjalla og margslungna mynd að ræða sem bregður óvæntu ljósi á liðna sögu sem er þó enn að gerast. og leikstjórn uttært þessa sogu 1 nýrri og frumlegri mynd, þar sem táknmál sögunnar er bæði dýpk- að og aukið með ýmsum hætti. Blaðamenn fengu að sjá forsýn- ingu á myndinni nú í vikunni, og er óhætt að lofa sjónvarpsáhorf- endum að þarna er á ferðinni með metnaðarfyllri og frumlegri verkum sem sjónvarpið hefur látið gera, og ætti enginn áhuga- maður um sjónvarp og kvik- myndir að láta mynd þessa frá sér fara. Okkur iék hugur á að fiæðast nánar um verkið frá hendi höf- undar, og í stuttu kvöldspjalli byrjaði ég á því að spyrja Viðar -ólg i agt á ráðin við upptöku: Örn Sveinsson kvikmyndatökumaður, Helga Bernhard sem Guðrún og leikstjórinn Viðar Víkingsson. 10 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.