Þjóðviljinn - 24.12.1987, Side 13
Heitur
eplavínsdrykkur
3 epli, skorin til helminga og
kjarninn hreinsaður úr.
3,7 I eplavín (cider)
6 negulnaglar
6 allrahanda ber
2 tsk múskat
11/2 dl sítrónusafi
175 gr púðursykur
1. Þegar búið er að hreinsa kjarn-
ana úr eplunum skal baka þau í
ofnföstum diski eða bara venju-
legri ofnskúffu við 180 gráðu hita
íca lOmín. eða þangað tilþau eru
orðin meyr.
2. Á meðan eplin eru að bakast er
hægt að byrja á blöndun drykks-
ins. Pá er best að nota stóran pott
og hella */2 1 eplavínsins í hann og
bæta negulnöglunum og hinu
kryddinu út í og láta þetta sjóða í
ca. 10 mín. Gætið þess að setja
lokið á pottinn til að forðast upp-
gufun.
3. Bætið næst öllu eplavíninu sem
eftir er auk sítrónusafans og púð-
ursykursins út í. Hitið en gætið
þess vel að sjóða ekki.
4. Hellið blöndunni í skál og
leggið eplin ofan á þannig að
hýðis-hliðin snúi upp. Berið fram
heitt í bollum.
Jóladrykkur I
3 dl vatn
100 gr sykur
4 negulnaglar
1 kanelstöng
2 sítrónur (skornar í þunnar
sneiðar)
1 flaska rauðvín
1 appelsína (skorin í þunnar
sneiðar)
1. Setjið vatnið, sykurinn og
kryddið í pott og látið sjóða.
Takið pottinn af hellunni og setj-
ið sítrónurnar út í blönduna og
látið þær liggja þar í 10 mín.
2. Bætið víninu út í og hitið upp
án þess að það sjóði. Síið í hitaða
skál og leggið appelsínurnar ofan
á til skrauts. Berið fram áður en
drykkurinn kólnar.
Jóladrykkur II
2 tsk. fínt rifinn appelsíunubörkur
1 tsk negull >-
4 kramin kardimommufræ
2 flöskur rauðvín
225 gr þurrkaðar apríkósur
175 gr rúsínur
1 flaska vodka eða gin
175 gr sykur
150 gr afhýddar möndlur
1. Bindið appelsínubörkinn og
kryddið í lítinn bleyjugarns- eða
nylonpoka. Setjið aðra rauðvíns-
flöskuna, kryddið apríkósurnar
og rúsínurnar í stóran pott. Lokið
með pottloki og látið krauma í
hálftíma.
2. Takið pottinn af hellunni,
hendið kryddpokanun og hrærið
út í víni sem eftir er auk sykurs-
ins. Látið standa yfir nótt.
3. Hitið glöggið án þess að sjóða,
hrærið af og til. Hrærið möndl-
urnar út í að síðustu. Hellið því
síðan í púnsskál eða einhverja
aðra skál og kveikið síðan í öllu
með kveikjara eða eldspýtu.
Þetta er mjög auðvelt svo að þið
skuluð alls ekki hafa áhyggjur af
því að glöggið brenni til kaldra
kola. Eldurinn slokknar sjálf-
krafa eftir örskamma stund í
flestum tilfellum; annars skal
Ieggja pottlok yfir og kæfa hann
þannig.
Japanski kvintettinn flytur kvartetta opg kvintetta fyrir strengi og píanó eftir
Mozart, Haydn og Schumann.
Japanskur kvintett hjá
Kammermúsíkklúbbnum
Kammermúsíkklúbburinn
heldur tónleika þriðjudaginn 29.
desember kl 20.30 í Bústaða-
kirkju. Japanskur kvintett, „The
ensemble Forum“ flytur verk
eftir Mozart. Haydn og Sxhu-
mann. Fammermúsíkkluburinn
hefur óskað þess að listamnenn-
irnir kynntu japanska tónlist og
kemur að henni síðast á efnis-
sk ránni.
SKATTKORT
Allir sem verða 16 ára og eldri á stað-
greiðsluári, fá sent skattkort fyrir upphaf stað-
greiðsluárs. Þar er mánaðariegur persónuaf-
sláttur tiltekinn og einnig það skatthlutfall, sem
draga á af launum, auk helstu persónuupplýs-
inga, svo sem nafns, heimilis og kennitölu
launamanns.
Launamanni ber að afhenda launagreið-
anda sínum skattkortið fyrir upphaf stað-
greiðsluárs. Ef launagreiðandinn hefur ekki
skattkortið við útborgun iauna, má hann
ekki draga persónuafsláttinn frá stað-
greiðslunni og launamaðurinn greiðir þar
með mun hærri fjárhæð. Þess vegna er mikil-
vægt fyrir launamann, að sjá til þess að launa-
greiðandinn fái skattkortið í tæka tíð.
Þegar maki launamanns er tekjulaus get-
ur launamaðurinn einnig afhent launagreið-
anda sínum skattkort makans og þar með nýtt
80% af persónuafslætti hans til viðbótar
sínum. Bam innan 16 ára fær ekki skattkorl.
Skatthlutfall þess er 6% og það fær ekki per-
sónuafslátt.
SKATTLAGNING TEKNA
ÁRSINS 1987
Öllum ber að skila framtali á árinu 1988
vegna ársins 1987 eins og endranær. Inn-
heimta fellur hins vegar niður af öllum
almennum launatekjum. Undantekningar
eru þó gerðar
• ef laun hafa verið yfirfærð á árið 1987.
• ef hækkun launa verður hvorki rakin til auk-
innar vinnu, ábyrgðar né stöðuhækkunar.
• ef menn i eigin atvinnurekstri reikna sér
meira en 25% hæni laun fyrir 1987 en 1986
(meðverðbótum).
• ef menn fá meira en 25% hærri laun fyrir
eignarhlutdeild en var árið 1987 (með verð-
bótum).
í þessumtilvikum verðuraukningin skattskyld.
HÆKKUNÁ PERSÓNUAFSLÆUl
Persónuafsiáttur í staðgreiðslu opin-
berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797,-
krónur fyrir hvem mánuð á tímibilinu janú-
ar-júní 1988. Þann persónuafslátt sem fram
kemur á skattkortum (einnig aukaskattkort-
um) sem gefin eru út fyrir 28.12. ber launa-
greiðendum því að hækka um 8.745% við
útreikning staðgreiðslu.
1. janúar nálgast með staðgreiðslu
opinberra gjalda. Það er afar mikilvægt að
allir launamenn og launagreiðendur þekki
rétt sinn og skyldur í hinu nýja kerfi. Menn
eru því hvattir til að kynna sér málið vel og
leita upplýsinga séu þeir í óvissu.
HVAÐ FELSTÍ STAÐGREÐSLU?
í staðgreiðslu enj skattar dregnir af öllum
launum við hverja útborgun. Þar með talið
eru hvers konar greiðslur, hlunnindi og oriof.
Staðgreiðslan tekur yfir alla skatta og gjöld,
sem áður voru álögð á launamenn, nema eign-
arskatt sem áfram verður innheimtur eftir á.
ÚTREIKNINGUR OGINNHEIMTA
STAÐGREÐSLU
Launagreiðandi annast útreikning stað-
greiðslu starfsmanna sinna, innheimtir hana og
skilar til innheimtumanns mánaðarlega, einnig
af eigin launum. Launamaður getur ekki sjálfur
skilað staðgreiðslu vegna launa frá launagreið-
anda. Sama skatthlutfall, 35.2%, er notað við
afdrátt af öllum launum óháð upphæð þeirra.
Skatturinn er því ekki stighækkandi.
FRÁDRÁTRIR í STAÐGREÐSLU
Allir launamenn fá áriegan persónu-
afslátt sem dreginn er af staðgreiðslunni. Per-
sónuafslættinum er skipt jafnt á alla mánuði
ársins og er 14.797 krónurfyrir hvem mánuð á
tímabilinu janúar-júní 1988.
Sjómenn og hlutráðnir landmenn fá sér-
stakan sjómannaafslátt 408 krónur á dag
janúar-júní 1988, sem ekki kemur fram á skatt-
kortinu. Námsmenn fá hærri persónuafslátt
yfirsumarmánuðina.
Vaxtafrádráttur verður afnuminn en til
bráðabirgða verður þó veittur afslátturtil þeirra
er festu kaup á íbúðarhúsnæði eða hófu bygg-
ingu þess til eigin nota 1987 eða fyrr og hefðu
að óbreyttu notið vaxtafrádráttar. Þessi afsláttur
verður veittur í allt að 6 ár, frá og með 1988.
BÆRJR
Bamabætur með hverju bami innan 16
ára aldurs verða greiddar á 3ja mánaða fresti
og skiptast jafnt á milli hjóna (sambýlisfólks).
Húsnæðisbætur eru greiddar þeim sem
kaupir eða hefur byggingu íbúðarhúsnæðis
1988 eða síðar í fyrsta sinn eða til eigin nota
einnig þeim sem keyptu eða byggðu í fyrsta
sinn 1985-1987 ef þeir nutu ekki vaxtafrádrátt-
ar á þeim tíma. Réttur til bótanna varir í 6 ár, frá
og með upphafsári.
Staðgreiðslan ereinföld
- efþú þekkir hana
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
AUKASKA TTKORT
Launamaður getur fengið aukaskattkort ef
hann vinnur á fleiri en einum stað og vill skipta
persónuafslætti sínum. Athugið að hver og
einn launagreiðandi þarf ekki að fá skattkort frá
launamanni ef unnið er á fleiri en einum stað. Ef
launamaður fullnýtir persónuafsláttinn á einum
stað þarf aðeins eitt skattkort. Einnig getur
hann fengið aukaskattkort ef hann vill afhenda
maka sínum þann persónuafslátt, sem hann
nýtir ekki sjálfur. Þeir launagreiðendur sem
hafa ekki skattkortið draga þá 35.2% af
laununum. Þeir sem vilja nýta sér aukaskattkort
þurfa að fylla út umsóknareyðublöð sem fylgdu
skattkortinu og súa sér með þau til næsta skatt-
stjóra.
ÁLAGNING OG FRAMTAL
Skattframtali ber að skila í staðgreiðslu
með hefðbundnum hætti. Að loknu stað-
greiðsluári fer fram álagning og síðan uppgjör
staðgreiðslu. Þegar sú fjárhæð, sem stað-
greidd hefur verið er borin saman við endan-
lega álagningu tekjuskatts og útsvars, kemur í
Ijós, hvort þessi gjöld hafi verið of eða van-
greidd. Það sem ofgreitt er verður endurgreitt
að viðbættri lánskjaravísitölu í einu lagi I ágúst.
Það sem vangreitt er verður innheimt með jöfn-
um greiðslun að viðbættri lánskjaravísitölu í
ágúst-desember.
SJÁLFSTÆÐIR REKSTRARAÐILAR
Sjálfstæðum rekstraraðilum er skylt að
reikna sér endurgjald (laun) af starfseminni og
miða staðgreiðslu sína við það og skila henni
mánaðariega. Ríkisskattstjóri ákveðurlágmark
endurgjalds og verður það tilkynnt.