Þjóðviljinn - 24.12.1987, Qupperneq 24
Alþingi
3 dagar
nægja
tæpast
Eftir að greiða atkvœði
umfjárlög og afgreiða
lánsfjárlög, þrjú
frumvörp um tekjuöflun
og kvótann fyrir áramót
Mörg stórmál liggja nú fyrir
Alþingi sem ríkisstjórnin hefur
einsett sér að afgreiða sem lög
fyrir áramót, en þar sem aðeins
þrír virkir dagar eru milli jóia og
nýárs efast flestir um að þetta tak-
ist, auk þess sem stjórnarand-
staðan sér tæpast ástæðu til að
flýta t.d. matarskatti og kvóta-
frumvarpi í gegnum þingið.
Strax eftir jól fer fram at-
kvæðagreiðsla um fjárlög og get-
ur hún tekið allt að fjóra klukku-
tíma. Þá á þingið eftir að ljúka
lánsfjárlögum. Kvótinn á eftir að
fara í gegnum neðri deild og öll
tekjuöflunarfrumvörpin, um
söluskatt, vörugjald og tollalög,
eiga eftir að fá afgreiðslu. Hins-
vegar hefur ríkisstjórnin ákveðið
að fresta frumvarpi um verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
fram yfir áramót.
Ljóst er að kvótinn mun taka
mestan tíma en öll stjórnarand-
staðan hefur lýst yfir andstöðu
við frumvarpið, auk þess sem
Matthías Bjarnason formaður
sjávarútvegsnefndar neðri deild-
ar er andvígur frumvarpinu. Þá
hafa krataþingmenn lýst yfir and-
stöðu við það, bæði Sighvatur
Björgvinsson og Árni Gunnars-
son, auk þess sem Jón Baldvin
Hannibalsson vill fá breytingu á
frumvarpinu. Þá er talið að Jón
Sæmundur Sigurjónsson sé and-
vígur því.
Það eru einkum heftingar-
ákvæðin um trilluútgerð sem fara
fyrir brjóstið á mönnum og gæti
farið svo að sjávarútvegsráðherra
verði að bakka með þau til að ná
frumvarpinu í gegnum þingið.
Taki frumvarpið breytingum í
neðri deild verður það að fara aft-
ur til efri deildar. Það er því ljóst
að þrír dagar nægja tæpast til að
koma öllum þessum málum í
gegnum þingið, jafnvel þótt þing-
að verði allan sólarhringinn.
-Sáf
Tilkynningaskyldan
Fámennt
á miðunum
Haukur Bergmann:
Innan við lOskip á
veiðum um hátíðarnar.
Flotinn í höfn
Nú sem endranær um hátíð-
arnar verður svo til allur flski-
skipaflotinn íhöfn, nema þeir tog-
arar sem eru á veiðum fyrir fyrir-
hugaða siglingu og sölu erlendis.
Að sögn Hauks Bergmanus,
hjá Tilkynningaskyldunni verða
innan við 10 skip á veiðum um
hátíðarnar. Er það mjög svipað
því sem verið hefur á undanförn-
um árum.
í gær á Þorláksmessu voru um
20 skip á miðunum umhverfis
landið og mörg þeirra á leið í
land. Þá verða einhver flutninga-
skip á siglingu um hátíðarnar, en
um fjölda þeirra nákvæmlega var
ekki vitað í gær. grh
góöir ícmdsm
Med ósk um gæfu
og góðar ferðir á komandi ári
og þökk fyrir samleiðina
á liðnum árum.
FLUGLEIDIR
-fyrír þíg-
Ps. Hlýðið á ljúfa jóladagskrá Flugleiða á Ljósvakanum aðfangadag