Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 2
FRÉTTIR rSPURNINGIN- Hvað eyðir þú miklum peningum í flugelda fyrir áramótin? Sigurður Pétursson sjómaður: Það verður þessi venjulegi fjöl- skyldupakki. Fjóla Friðriksdóttir sölumaður: Bara fjölskyldupakki. Hann dugir venjulega. Helgi Davíðsson nemi: Það verða um það bil 1000 krón- ur að þessu sinni. Pálína Steinarsdóttir: Helst engum. Eflaust mun þó maðurinn minn sjá fyrir þessu. Eyþór Sigurbergsson tæknifræðingur: Ég þý erlendis þannig að ég eyði ekki neinu núna. Fœðingarorlof Lengist í 4 mánuði Ný lög umfœðingarorloftaka gildi um áramótin. Konur í hálfsdags starfi fá fullar bœtur amkvæmt. nýjum lögum um fæðingarorlof sem ganga í gildi um áramótin verða m.a. þær breytingar á að konur sem unnið hafa hálfa vinnu fá fullar bætur, eða sambærilegar þeim bótum Jóhann Hjartarson teflir við Braga Kristjánsson á jólahraðskákmóti Útvegsbankans. Jóhann sigraði öruggleaa á mótinu og verður vonandi í formi þegar alvaran tekur við eftir áramótin, en þá teflir hann einvígi við Viktor Kortsnoi Mynd: Sig. Útvegsbankamótið Stuð á Johanni Jóhann Hjartarson stórmeistari sigraði örugglega á áttunda jólahraðskákmóti Útvegsbankans. Friðrik í öðru sæti Jóhann Hjartarson stórmeistari sigraði öruggiega á áttunda sigraði öruggiega á jólahraðskákmóti Útvegsbank- ans, hlaut 14,5 vinninga af 17 mögulegum, tveimur vinningum meira en næsti maður, sem reyndar var enginn annar en gamla kempan Friðrik Ólafsson. Karl Þorsteins hreppti þriðja sætið með 11,5 vinninga, en| næstir og jafnir með hálfum vinn-' ingi minna voru þeir Hannesí Hlífar Stefánsson og Sævar Bjarnason. Jón L. Árnason hlaut! 10,5 vinninga og Margeir Péturs- son 10. Mótið var háð í afgreiðslusal aðalbankans við Lækjartorg síð- astliðinn sunnudag. Formaður bankaráðs setti mótið og afhenti forseta Skáksambandsins, Þráni Guðmundssyni, hundrað þúsund krónurtil eflingarskákíþróttinni. Sigurvegarinn, Jóhann Hjart- arson, er nú á förum til Kanada, en þar mun hann etja kappi við Viktor Kortsnoj, en einvígi þeirra verður liður í útsláttark- eppni um réttinn til að skora á heimsmeistarann, Garrí Kaspar- ov. HS sem konur fá sem unnið hafa fullt starf. Þá munu bætur heimavinn- andi kvenna hækka úr rúmum 12 þúsund krónum í 17370 auk þess sem fæðingarorlof lengist í 4 mán- uði. Um áramótin ganga í gildi tvenn lög um fæðingarorlof. Annars vegar er um að ræða lög um lengingu fæðingarorlofs, en frá og með 1. janúar lengist fæð- ingarorlof í fjóra mánuði, árið 1989 í fimm og árið 1990 í 6 mán- uði. Hinlögin fjalla um breyting- ar á á greiðslum bóta í fæðin- garorlofi, en eftir áramótin greiðast þær annars vegar í formi fæðingarstyrks og hins vegar sem fæðingardagpeningar. Fæðingar- styrkurinn greiðist eingöngu mæðrum, en foreldrum er í sjálfs- vald sett hvort tekur fæðingar- dagpeninga. Fæðingarstyrkur verður 17370 krónur og fæðingar- dagpeningar 729 krónur á dag. Samkvæmt reglugerðinni greiðast fæðingardagpeningar með tilliti til atvinnuþátttöku síð- ustu 12 mánuði fyrir töku fæðing- arorlofs. Fullir fæðiúgardagpen- ingar greiðast þeim sem unnið hafa 1032 til 2064 dagvinnustund- ir á tímabilinu en hálfir, þeim sem unnið hafa 516 til 1031 stundir. Samkvæmt þessu fá þær konur sem unnið hafa hálft starf í heilt ár fulla fæðingardagpeninga, en samkvæmt núgildandi reglugerð fá þær 2/3 af fullum dagpening- um. Reglugerðin nær ekki til þeirra kvenna sem njóta samn- ingsbundinna launa í fæðingaror- lofi, s.s. opinberra starfsmanna. -K.ÓI. Bókajól Léttmetið á undanhaldi Eyjólfur Sigurðsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda: Töluverð söluaukning frá í fyrra Mér sýnist allt benda til þess að um töluverða aukningu sé að ræða í bóksölunni nú miðað við síðasta ár, sagði Eyjólfur Sig- urðsson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, er hann var spurður hvernig jólabóka- vertíðin hefði gert sig. Eyjólfur sagði það nokkuð ljóst að betri bækurnar væru í sókn, en léttmetið að sama skapi á undanhaldi, þegar litið væri til sölunnar. Aðspurður sagði Eyjólfur að erfitt væri að tiltaka ákveðnar tegundir bóka sem hefðu selst betur en aðrar fyrir jólin í ár, enda væri metsölulistinn mjög blandaður. Á hinn bóginn væri Ijóst að fremur treg sala væri í barnabókum. Eyjólfur sagði að þar kæmi ekki síst til fjársvelti safnanna: Börn kynnast oft bókum í gegn- um söfnin, og ef þau geta ekki verið með nýjustu bækurnar þýð- ir það fráhvarf, sagði hann. Þá sagði hann að baráttan við söluskattinn skipti hér einnig máli og sú krafa margra fullorð- inna að barnabækur væru ódýrari en aðrar bækur: Algengt verð á barnabókum fyrir þessi jól var í kringum þúsund krónur, sem er helmingi lægra en á meðalskáld- sögu, og það þótt framleiðslu- kostnaðurinn sé svipaður, sagði hann. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 29. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.