Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 12
_Jil viðskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 4. janúar og eindagi víxla Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar mánudaginn 4. janúar 1988. Leiðbeiningar um eindaga víxla um áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 14. desember 1987 Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa REYKJKJIKURBORG Jlau&vi Sfödtci Dagvist barna Leyf isveitingar fyrir daggæslu barna á einkaheimilum hefjast aö nýju 1. janúar til 1. mars 1988. Vakin er athygli á því aö skortur er á dagmæðrum í eldri hverfum borgarinnar. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna í Hafnarhúsinu við T ryggvagötu. Nánari upplýsingar í síma 27277. Auglýsið í Þjóðviljanum Minningarathöfn um manninn minn Ragnar H. Ragnar ísafirði fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. desember kl. 18 síðdegis Sigrfður Jónsdóttir Ragnar Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og lang- amma Ingibjörg Jónsdóttir frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 29. des- ember kl. 10.30. Jarðsett verður í Eiríkisstaðakirkjugarði síðdegis sama dag Guðrún Aðalsteinsdóttir Jóhanna Aðalsteinsdóttir Guðlaug Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Jón Jónsson Helgi Bjarnason Jón Hnefill Aðalsteinsson Stefán Aðalsteinsson Sigrún Aðalsteinsdóttir Aðalsteinn Aðalsteinsson Hákon Aðalsteinsson Ragnar Ingi Aðalsteinsson Birgir Þór Ásgeirsson Kristján Jóhann Jónsson Barnabörn og barnabarnabörn Svava Jakobsdóttir Elien Sætre Sigríður Sigurðardóttir Sigurlina Davíðsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Dagný Kristjánsdóttir Við þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur hlutttekn- ingu og einlægan vinarhug eftir andlát konu minnar og móður okkar Klöru Magnúsdóttur Einnig sendum við innilegar þakkir til lækna og hjúkrunar- fólks á deild 2B, Landakotsspítala. Hákon Hafliðason Guðrún Birta Hákonardóttir Magnús Óskar Hákonarson Gíslína Hákonardóttir Guðfinna Hákonardóttir Geir Sveinsson átti stórkostlegan leik í gær, skoraði fjögur mörk og bjargaði öðru stiginu. Mynd:E.ÓI. Handbolti Slagsmál gegn Sviss! Jafntelfi ífurðulegum leik. Geir bjargaði öðru stiginu meðþví að koma ólöglega inná. Jafntelfi nœgirgegn Dönum Geir Sveinsson var hetja ís- lenska landsliðsins í gær þegar liðið gerð jafntelfi við Sviss, 22-22 í slagsmálaleik í fjögurra þjóða móti í Danmörku. Þegar fímm sekúndur voru til Ieiksloka var staðan 22-22 og Svisslendingar fengu hraðaupphlaup. Geir sat á varamannabekknum, enda nýbú- ið að reka hann útaf. Hann var þó ekki á því að láta Svisslendinga stela sigrinum, óð inná og stöðv- aði hraðaupphlaupið! Hann var að sjálfsögðu rekinn útaf, en sókn Sviss var stöðvuð og Einar Þor- varðarson varði síðasta skot þeirra. „Þetta var grófasti leikur sem ég hef séð í þau fimm ár sem ég hef verið með landsliðinu", sagði Guðjón Guðmundsson liðstjóri í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við fengum 11 brottvísanir og Svisslendingarnir voru trylltir. Dómarar, sem voru danskir, réðu ekki við neitt og t.d. þegar Geir kom inná hefði hann átt að fá rauða spjaldið strax, enda ný- búið að reka hann útaf. Þeir gleymdu því, en gáfu Atla Hilm- arssyni rautt spjald! Þetta var þokkalegur leikur, en alltof grófur. Svisslendingar eru með gott lið og náðu í tvo leik- menn til Sviss til að styrkja liðið. Jafntefli kemur sér þó vel fyrir Hollenski landsliðsmaðurinn Ruud Gullit hefur verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evr- ópu. Gullit, sem leikur með AC Milan á Ítalíu, er fyrsti Hol- lendingurinn til að hljóta þennan titil síðan Johan Cruyff hlaut hann 1974. AC Milan keypti Gullit í mars frá PSV Eindhoven fyrir 8,5 milljónir dollara. Gullit sagði að ef hann hefði ekki spilað á ítalfu hefði hann aldrei fengið verð- launin. “Ég lærði margt í Hol- landi ... en án Milan og ítalska meistaratitilsins væri ég ekki sá sem ég er nú. Ég læri margt af okkur, en við þurfum jafntelfi gegn Dönum til að sigra í mót- inu“. Leikurinn var jafn framan af og í hálfleik leiddu Svisslendingar 10-12. íslendingar jöfnuðu strax og höfðu lengst af 1-2 marka for- ystu. Svisslendingar jöfnuðu svo þegar mínúta var eftir, en Geir bjargaði öðru stiginu. Geir Sveinsson átti frábæran leik, líklega besti landsleikur sem hann hefur leikið. Sigurður Sveinsson stóð sig einnig mjög vel og sama má segja um Guð- mund Guðmundsson. Tveir leikmenn íslenska liðsins meiddust. Sigurður Gunnarsson og Karl Þráinsson, en vonast er til Úrslit Island-Frakkland.................25-20 Danmörk-Sviss...................19-21 Danmörk-Frakkland................23-23 Island-Sviss.....................22-22 Staðan fsland............2 1 1 0 47-42 3 Danmörk...........2 1 1 0 44-42 3 Sviss.............2 0 1 1 41-43 1 Frakkland.........2 0 1 1 43-48 1 Leikur íslands og Danmerkur á morgun er því úrslitaleikur mótsins og íslendingum nægir jafntefli. _|be félögum mínum í liðinu og það er þeim að þakka að ég vann.“ Tvö lið eiga tvo leikmenn í efstu sætunum. Það eru Real Ma- drid og AC Milano. Úrslitin í kjörinu urðu þessi. 1. RuudGullit(ACMilano)......106 stig 2. PaoloFutre(AtleticoMadrid)...91 Stig 3. EmilioButragueno(RealMadrid) 61 stig 4. JoseGonzales(RealMadrid) 29stig 5. Gary Lineker(Barcelona).....13 stig 6. JohnBarnes(Liverpool).......10 stig 7. Marco Van Basten (Milano)...10stig 8. GianlucaVialli(Sampodoria)...9 stig 9. Bryan Robson (Manch. United) 7stig 10. KlausAllofs(Marseille)...........6 Glen Hysen (Fiorentina).......6stig -ih/Reuter að þeir geti leikið með gegn Dönum í dag. Mörk fslands: Siguröur Sveinsson 7, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Atli Hilmarsson 3, Valdimar Grimsson 3, Siguröur Gunn- arsson 3, Páll Ólafsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2 og Karl Þráinsson 2. Lyftingar íslandsmet Guðmundar Guðmundur Helgason, lyft- ingamaður úr KR, setti Island- smet í Olympískum lyftingum á Reykjavíkurmeistaramótinu sem haldið var um helgina. Guðmundur snaraði 155 kg. og jafnhenti 195 kg. Samtals 350 kg. sem er íslandsmet. Hann tók svo aukatilraun í jafnhendingu og lyfti þá 200.5 kg. og bætti tíu ára gamalt met Guð- mundar Sigurðssonar. Þetta nægir Guðmundi þó ekki til að ná Olympiulágmarkinu. íris Grönfledt, sem er betur Íiekkt fyrir spjótkast, setti einnig slandsmet, en hún keppti sem gestur á mótinu. Hún setti ísland- smet í snörun, jafnhendingu og samanlögðu. -Ibe Ítalía Úrslitunum snúið við Roma hefur verið dæmdur sigur í leik liðsins gegn AC Milano. Milano sigraði í leiknum, 1-0, en nú hefur Roma verið dæmdur sigur, 2-0. Ástæðan fyrir þessari breytingu eru tvær rakkettur sem einn áhorf- andi kastaði í markvörð Roma, Franco Tancredi. Hjarta hans stöðvaðist í nokkrar sekúndur og það þurfti hjartahnoð til að fá hann aftur til lífsins. Milano var einnig dæmt til að greiða rúmlega tvær milljónir króna í sekt. Þetta breytir nokkuð stöðunni í ítölsku deildinni. Roma færist í 2. sæti, fjórum stigum á eftir Napoli, en Milano fellur í 4. sæti. Þetta er í þriðja sinn sem úrslit- um er snúið eftir svipuð atvik. -Ibe/Reuter Knattspyrna Gullit knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1987 12 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.