Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 19
BvEKUR Þaðerandií glasinu Rúnar Ármann Arthúrsson les upp úr bók sinni Algjörir byrjendur fyrir unglinga í Er andi í glasinu? , Höfundur: Rúnar Ármann Arthúrsson Útgefandi: Svart á hvítu, 1987 Nei, fjandakornið, að ég nenni að lesa unglingabók, sagði 13 ára sonur minn þegar ég bað hann að renna yfir eina unglingabók núna rétt fyrir jól. Þær eru allar svo drepleiðinlegar og langt frá öllum raunveruleika. Þær eru ekki skrifaðar fyrir unglinga heldur fyrir ömmur til að gefa í jólagjöf. Ég var nú ekki á því að gefast upp og dró upp bókina. „Er andi í glasinu?" eftir Rúnar Ármann Arthúrsson og bað hann endilega aðl esa hana yfir og segja mér svo hvað honum fyndist. Heldur lyft- ist skapið hjá stráksa, enda hafði hann haft mjög gaman af bók Rúnars Ármanns frá því í fyrra, „Algjörir byrjendur“. f fyrra skrapp ég með Rúnari Ármanni á upplestur í æskulýðs- miðstöð hér í bæ, en þar las einn- ig Eðvarð Ingólfsson upp úr nýrri bók eftir sig. Þegar upplestrinum var lokið voru krakkarnir með fyrirspurnir: Afhverju eru ung- lingabækur ekki skrifaðar fyrir unglinga? var sú spurning sem mest brann á þeim. Því miður virðist meirihlutinn af unglingabókum skrifaðar fyrir allt aðra en unglinga. Svo var þó ekki með bók Rúnars Ármanns í fyrra, sú bók var skrifuð á máli sem unglingar skildu og sá heimur sem þar var lýst var heimur sem unglingarnir þekktu. En bókin höfðaði ekki síður til fullorðinna því einsog allar góðar bækur þá var hún ekki fyrir einn markhóp að njóta, heldur gátu allir haft gaman af. Hún var mergjuð ekki síðri en hin, sennilega bara betri, sagði sonur min þegar hann hafði lesið Andann. Sama kvöld opnaði ég bókina örlítið smeykur um að höfundi tækist ekki að fylgja eftir fyrri bókinni, því það vill oft brenna við að reynt sé að fylgja eftir velheppnaðri bók með út- þynntri útgáfu af fyrra verki. Samt var það svo þegar maður lagði frá sér Byrjendurna í fyrra að Iesanda fannst margir endar enn óhnýttir í sögunni og heimtaði því meira. f stuttu máli sagt þá stendur Andinn í glasinu undir því sem Algjörir byrjendur lofuðu fyrir ári. Það er andi í bókinni. Ég hygg að það sé óhætt að segja að með þessari bók hafi Rúnar Ár- mann staðfest að hann er sá ís- lenskra höfunda sem best tekst að koma heimi unglingsáranna til skila þannig að unglingunum finnist að verið sé að lýsa þeirra heimi. Rúnar Ármann fellur ekki í þá gryfju sem margir höfundar falla í, að skapa ákveðnar steríótýpur, hina góðu versus hina illu, heldur eru persónur bókanna einsog lif- andi fólk að því leytinu að þær hafa bæði kosti og galla. Grímsi er engin hetja og Lukka engin glanspía. Þetta eru krakkar eins- og krakkar eru, bölvað basl með foreldrin og stundum með hina krakkana, oftast þó með sjálf sig. Sagan hefst með unglingahasar í miðbænum á föstudagskvöldi. Síðan kynnist lesandinn ýmsum hliðum lífsins því Grfmsi fer á togara og Lukka starfar í frysti- húsi á Skaganum. Lýsingarnar af þessum vinnustöðum eru mjög lifandi og auðsætt að höfundur hefur haft viðdvöl á slíkum vinnustöðum. Þá er skroppið á þjóðhátíð í Eyjum, og sagan endar svo í æsilegum eltingaleik æskulýðsmiðstöð í fyrra. Mynd: Sig. suður með sjó. Öllu þessu tekst Rúnari Ár- manni að gæða lífsanda auk þess sem andi sögunnar leikur lausum hala í bókinni. Oddur Gott- skálksson heimsækir unglingana fyrst í andaglasforriti sem Grímsi og Palli hafa búið til fyrir tölvu og á þjóðhátíðinni heimsækir Oddur Grímsa í draumi. Þá gengur aftur ein frægasta samræðislýsing ís- lenskrar bókmenntasögu á þess- ari öld, þegar Þórbergur missti sveindóminn í gamla kirkjugarð- inum með stúlku af Seltjarnar- nesi. Höfundur vefur þennan vef af miklu listfengi og leitar aldrei ódýrra lausna heldur kemur les- anda stöðugt á óvart með nýjum uppátækjum. Síðasti hluti bókar- innar er svo æsispennandi en jafnframt er einsog þessi heimur sem þarna hefur verið lýst lokist og allir þræðir séu nú loksins sam- anhnýttir þannig að þriðja bókin er varla væntanleg. Þó er aldrei að vita. Eitt er víst að sá andi sem nú er sloppinn úr glasinu hlýtur í framtíðinni að geta af sér „orð sem flögra stall af stalli" og auðga íslenskar bók- menntir, því með þessum bókum hefur Rúnar Ármann sannað að hann er til alls vís. Sáf __________MINNING__________ Guðmn Guðnadóttir Fædd 30. maí 1917 - Dáin 4. desember 1987 Leiðir okkar félaganna og Guðrúnar lágu fyrst saman snemma á áttunda áratugnum. Synir hennar og Andrésar Ingi- bergssonar, Sigurður Ingi, Gunn- ar og Einar, voru framarlega í hreyfingu kommúnista á þessum árum. Það æxlaðist því þannig að heimili Guðrúnar og Andrésar varð nokkurs konar félagsheimili þessarar ungu hreyfingar. Og stundum gekk mikið á. Heimilið breyttist í fundarsali eða vinnustofu, allt eftir því hvað til stóð. Og Guðrún tók þátt í öllu. Guðrún var félagslynd kona og hafði unun af fjölmenni kringum sig og þótt erillinn hafi stundum verið þreytandi þá var það aldrei á henni að heyra. Þess vegna fannsta engunt að erillinn væri átroðningur. Þetta var framlag Guðrúnar til starfs róttækrar æsku á síðasta áratug. Þótt við værum ung að árum þá var fram- koma Guðrúnar slík að aldurs- munurinn þurrkaðist út og kyn- slóðamunurinn varð einungis misjöfn lífsreynsla. En gjafir hennar til okkar fól- ust ekki aðeins í því að dyr heimi- lis hennar voru opnar fyrir pólit- ísku starfi okkar. Hreinskilni Guðrúnar, ákveðnar og fast- mótaðar skoðanir og mannþekk- ing varð okkur drjúgt veganesti. Hún var samherji okkar og vinur. Eftir að hreyfingin lognaðist út af þá héldu mörg okkar áfram að venja komur okkar í Álftamýr- ina, kannski til að fá góð ráð, skyggnast inn í framtíðina gegn- um spilastokkinn hennar en mest til að njóta vináttu og bergja af reynslubrunni hennar. Reynsla annarra og vinátta skiptir ekki sköpum um ævi okk- ar. Það veltur á úrvinnslu okkar. En víst er að vinátta Guðrúnar og hlutur hennar í mótun lífsvið- horfa setur á okkur mark sem við viljum ekki vera án og getum aldrei þakkað til fulls. Við getum aðeins vonað að við höfum lagt eitthvað á móti. Við minnumst samherja og vinar. Og Andrés, og þið strákar, Ingi, Gunnar og Einar, tengda- dæturnar og barnabörnin, við berum söknuð með ykkur. Nokkrir félagar úr KFÍ ml. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Jólaball sunnudaginn 3. janúar Jólatrésskemmtun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur veröur haldin sunnudaginn 3. janúar kl. 15.00 á Hótel ísland, Ármúla 9. Miðasala hefst 28. desember á skrifstofu V.R. í Húsi Verslunarinnar. Miðaverð er kr. 350.- fyrir börn og kr. 100.- fyrir fullorðna. Pantanir teknar í síma 687100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Vinningstölurnar 26. desember 1987 Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.415.228,- 1. vinningur var kr. 2.710.234,- Þar sem enginn fékk fyrsta vinning, færist hann yfir á fyrsta vinning í næsta útdrætti. 2. vinningur var kr. 811.554.- og skiptist hann á 246 vinnings- hafa, kr. 3.299,- á^mann. 3. vinningur var kr: 1.893.440,- og skiptist á 7.760 vinningshafa, sem fá 244 krónur hver. TVÖFALDUR 1. VINNINGUR lUGARDAGINN JANUAR 1988! Þriðjudagur 29. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.