Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Báglega tókst með alþing enn Lokið er jólahaldi þingmanna og þeir eru sestir við enn á ný að setja þjóðinni lög. í sjálfu sér er ekkert við því að segja að þingmenn skuli þurfa að mæta til vinnu milli jóla og nýárs líkt og stærstur hluti vinnandi íslendinga. En það vekur óneitanlega nokkra athygli að þingið skyldi ekki Ijúka fyrir jól þeim verkum sem vitað var frá því í haust að vinna þyrfti á þessu ári. Það er um- hugsunarvert að nú verður að bregða þeim vana að hafa þinghlé á þessum árstíma. Hvað veldur? Sem betur fer hefur ekki borið til neinna þeirra stórtíðinda eða orðið sá héraðsbrestur að landsfeður þurfi að sitja á rökstólum til að upp- hugsa bjargráð. Veður hefur verið með ein- dæmum milt, það hefur fiskast vel og þungar sjúkdómsplágur hafa riðið hjá garði. Hvernig má þá vera að þingmenn geta ekki tekið sér sitt venjubundna jólaleyfi? Hvaða vandi er það sem nú steðjar að þjóðinni? Árið 1958 gerðist það síðast að haldið var áfram þingstörfum milli jóla og nýárs líkt og nú. Þá hafði ríkisstjórn Hermanns Jónassonar farið frá völdum á Þorláksmessu og minnihlutastjórn krata tekið við. Miklar sveiflur voru í íslenskum stjórnmálum því að þá titraði og skalf pólitíska sviðið af fæðingarhríðum Viðreisnar, banda- lags Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem setti svip sinn á stjórnmálalífið í meira en áratug. Þinginu tókst ekki að afgreiða fjárlög fyrir jól og því voru haldnir fundir milli jóla og nýárs. Hvern- ig sem skyggnst er um sviðið nú er ekki nokkur leið að koma auga á að í uppsiglingu séu stór- tíðindi á borð við það sem gerðist hér 1958. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar styðst við mikinn meirihluta á alþingi. Nærri því tveir þriðjuhlutar þingmanna, eða 41 af 63, eru í stjórnarflokkunum. Líf stjórnarinnar hangir því síður en svo á bláþræði vegna þess að óvíst sé um stuðning þingmanna. Þvert á móti. Hvað veldur því þá að stjórnarflokkarnir eru ekki enn búnir að setja þau lög sem talið er nauðsynlegt að séu í gildi um áramótin ef stjórna á samkvæmt áætlunum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Því hefur verið haldið fram að hér ráði mestu þrákelkni og skortur á samvinnu hjá þing- mönnum stjórnarandstöðunnar. Þeir heimti að málin séu rætt í rólegheitum. Þeir vilji að milli umræðna grúfi þingnefndir sig yfir frumvörpin og reyni að átta sig á hvort þau séu skyn- samleg, jafnvel að kallaðir séu til sérfræðingar og spurðir álits á vafaatriðum. Sá þriðjungur þingmanna, sem ekki styður stjórnina, sé jafnvel að gera sér leik að því að heimta þing- lega meðferð á málum sem búið er að leiða til lykta á fundum ráðherranna og leyfi sér jafnvel að tala um virðingu alþingis. Auðvitað er stjórnarandstaðan ekki söku- dólgurinn. Hún á þvert á móti þakkir skildar fyrir að minna á að hlutverk löggjafans er síður en svo það að vera afgreiðslustofnun fyrir ríkis- stjórnina. Skýringanna á slóðahættinum er að sjálfsögðu að leita innan ríkisstjórnarinnar. Það er með ólíkindum hvað ráðherrar hafa verið værukærir og hvað þeir hafa dregið málatilbún- að sinn fram á síðustu stundu. Hér hefur áður verið bent á að það verklag, sem tíðkast undir verkstjórn Þorsteins Páls- sonar forsætisráðherra, er í andstöðu við allar lýðræðislegar hefðir og verður að teljast einkar hentug aðferð til að halda almenningi utan við umræður. Þingmenn kvarta undan því að þeir viti vart hvað snýr upp og niður í hamaganginum og atinu á alþingi. Almenningur verður að sjálf- sögðu enn þá ringlaðri og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið fyrr en allt er um garð gengið. Tími til skipulegs andófs og persónulegra sam- tala við þingmenn verður enginn. Sumir telja að til þess séu refirnir skornir, að ráðherrarnir vilji ekki að almenningur sé að skipta sér af því sem honum er ekki talið koma við. Ríkisstjórnin, sem samkvæmt stjórnar- skránni á líf sitt undir þinginu, kemur fram við alþingismenn eins og þeir séu strengbrúður. Meirihluti þingmanna virðist sætta sig við það hlutskipti. Það gerir þjóðin ekki. Henni er annt um virðingu þingsins. KUPPT OG SKORIÐ Af jólaboðum Menn eru svona að fjasa eitt og annað í þessum jólaboðum eins og gengur. Og hvað sem líður blessuðum og tiltölulega friðsæl- um hátíðleik innan fjölskyldu- rammans freistast menn líka til að tala um eilífðarmálin. Til dæmis um verðlagsmálin sem eru mikil mál. Og ku þó lúta mjög einföldu lögmáli sem Halldór Laxness hefur sett fram í Innan- sveitarkróniku: semsagt því, að allir hlutir hafi verið að hækka í verði frá dögum Caligúla. Calígúla var, eins og margir muna, keisari í Róm og vann það sér til frægðar að gera hestinn sinn að ráðgjafa. Þetta lögmál bendir okkur ein- dregið í þá dapurlegu átt að verð- bólgan sé einskonar forlög mannkynsins eins og ástin og dauðinn. Sagan af kaffinu dýra Ekki vilja þó allir sætta sig við þetta án þess að æmta né skræmta og því segja menn hver öðrum nokkrar verðlagssögur í jólaboð- um þegar þeir hafa sinnt sínum höfuðskyldum: prófað allarsortir og dillað barnabörnum sínum. Nú er að rekja dæmi af því Aldraður maður sagði: „Ég hefi um nokkurra ára skeið farið á spilakvöld fyrir gamla fólkið í plássinu. Fyrsta árið kostaði kaff- ið sem við drukkum með spila- mennskunni fimm krónur. Næsta ár tíu krónur. Þriðja árið tuttugu og fimm krónur. Og fimmtíu krónur fjórða árið. Mér þykir þetta nokkuð röskleg framganga í verðlagsmálum." „Maður tekur alltof sjaldan eftir þessu“, sagði annar. „En ég þurfti nú fyrir jólin að senda pakka með rútu á milli bæja. Það kostaði áttatíu og fimm krónur. Og þá mundi ég allt í einu að ég þurfti að senda pakka sömu leið fyrir aðeins tveim eða þrem mán- uðum og þá kostaði þessi þjón- usta fjörtíu krónur. Þeir láta svona þessir and- skotar.“ Hvað kostar smjörkakan? Sá þriðji í fjölskylduboðinu hafði einnig sögu að segja, spán- nýja reyndar. Hann hafði farið á þriðja í jól- um í bakarí eins og gengur. Það var ös í bakaríinu. Karl einn var búinn að ná í sitt brauð og þá mundi hann eftir því, að hann átti eftir að kaupa með kaffinu. Hann kallaði á afgreiðslustúlku, benti á sitt val á frjálsum kökumarkaði og spurði: „Hvað kostar smjörkakan?" „Hún kostar hundrað og tíu krónur", sagði stúlkan, en hélt áfram að afgreiða annan við- skiptavin. Karlinn týndi fram akkúrat hundrað og tíu krónur og bað næstu afgreiðslustúlku sem birtist að pakka inn smjörkökunni. Hún gerði það, rétti kökuna yfir borðið og sagði: „Það eru hundrað og tuttugu krónur." Nú varð karlinn hissa. „Nú, sögðuð þið ekki hundrað og tíu?“ „Nei“, sagði stúlkan, og kall- aði á eldri afgreiðslukonu sér til fulltingis: „Segðu mér, hvað kostar smjörkakan núna?“ „Hún kostar hundrað þrjátíu og fimm krónur", sagði konan. Ör þróun markaðsmála „Ha“, sagði smjörköku- kaupandinn enn hissari. „Það er naumast.“ „Nú skaltu ekki spyrja oftar“, sagði samúðarrödd úr hópnum. „Nei það er eins gott“, sagði karlanginn. „Þetta hækkar bara um tuttugu og fimm krónur á nokkrum sekúndum. Maður er bara krossbit og klumsa.“ „Kostar ekki smjörkakan hundrað og tíu krónur?“ spurði nú afgreiðslustúlkan unga, sú sem fyrst hafði lagt orð í belg í þessu markaðsmáli. „Nei“, sagði afgreiðslukonan virðulega og gaumgæfði verðlista sem hékk upp á vegg. „Hún kost- ar hundrað þrjátíu og fimm eftir síðustu hækkun.“ Sjálf- skaparvítið Karlinn með kökuna hélt áfram að barma sér yfir markað- svonsku heimsins og skildi ekkert í þessum ósköpum nú til dags. Þá sagði stúlkan sem hafði tekið við aurunum hans: „Þetta kjósið þið yfir ykkur!“ Ékki sem verst hjá henni, nei hreint ekki sem verst. Og kannski í hæsta máta réttmæt athuga- semd, eins þótt enginn viti nátt- úrlega hvað ruglaður handhafi smjörköku sunnudaginn þriðja í jólum kaus yfir sig fyrir nokkrum mánuðum. Kannski er það svo, að hver þjóð fær þá bakara og þá smiði og það íhald og þá krata- ráðherra sem hún á skilið? En hvað sem þið haldið um það, þá er þessi saga dagsönn. ÁB. þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir). MagnúsH. Gíslason.ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson.SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlit8teiknarar: SævarGuðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmda8tjórl:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbroiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsia: G. Margrétóskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverö á mánuði: 600 kr. 4 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. desember 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.