Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 4
Lúðrablástur eftir fiðluleikinn „Róm brennur," sagði Steingrímur Her- mannsson í lok ræðu sinnar á Framsóknarfundi í fyrrakvöld. Formaður Framsóknarflokksins, sem nú er utanríkisráðherra, áður forsætisráð- herra, þar áður sjávarútvegsráðherra og enn áður dómsmálaráðherra, - hefur setið nær samfellt í ríkisstjórn síðan árið 1978 -, honum finnst núna að eitthvað verði að gerast í efna- hagsmálunum, helst næstu vikurnar, annars vakni menn upp í rjúkandi rústum. Tíminn sem hinn margfaldi ráðherra notar til þessarar yfirlýsingar um eldinn í Rómaborg er athyglisverður, - nefnilega sama kvöldið og einhverri lengstu hausttörn alþingis lýkur og komið frammí janúar. Steingrímur Hermanns- son hefur sumsé annaðhvort ekki orðið var við neistaflugið neðanúr þingi eða fundist ein- hvernveginn ósmekklegt að kalla á slökkviliðið úr ræðustól hinna þjóðkjörnu. Það er hinsvegar rétt hjá Steingrími að eldur er laus í efnahagslífinu. Verðhækkanir í des- embermánuði jafngilda 55% verðbólgu á ári. Stjórnvöld hafa ekkert taumhald á fjármagns- markaðnum og síðustu ár og misseri hafa ein- kennst af gríðarlegum fjárfestingum, ekki síst opinberum, meðal annars í frægum monthús- um. Ríkisstjórnin hefur lagt á alþýðu manna gríðarlega skatta, þar á meðal hinn illræmda matarskatt sem þyngir verulega byrðar þeirra sem síst máttu við áður. Frammundan eru kjarasamningar þarsem launamenn búast til að sækja sinn hlut refjalaust. Enda ekki á aðra að treysta: síðasta ríkisstjórn sveik sín loforð í síð- ustu samningum og núverandi ríkisstjórn hefur beinlínis spillt fyrir næstu samningum með verk- um sínum - og aðgerðaleysi - í verðlags-, skatta- og peningamálum. Einsog Olafur Ragnar Grímsson benti á í Sjónvarpinu nú í vikunni er þessi eldsvoði ekki síst því að kenna að oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tóku þann kostinn í upp- hafi árs að reyna að dylja vandann fyrir hæst- virtum kjósendum. Þeir gáfu til kynna fyrir kosn- ingar að við lifðum hér í besta heimi allra heima, og á stjórnarmyndunartímanum var ekki samið um neinar þær ráðstafanir sem máli skiptu. í þessu Ijósi er óneitanlega svolítið neyðar- legt að horfa á Steingrím Hermannsson í hlut- verki lúðurþeytarans að vara við Rómareldin- um, og koma allri sök á lagsbræður sína í stjórn- inni. Fiðla Nerós fór honum miklu betur. Merkileg könnun Aldrei skyldu menn taka ofmark á einstökum skoðanakönnunum. Til þess eru þær helsti sveiflóttar og sundurleitar. Sú sem Helgarpósturinn birti í vikunni, - fyrsta könnun í tæpa tvo mánuði -, er hinsvegar merkileg fyrir að virðast spegla ákveðin þátta- skil í fylgisþróun nú um áramótin. Helstu tíðindin sem hún virðist bera á borð eru þau að ríkisstjórn með öflugri þingmeirihluta en þekkist langt aftur hefur minnihlutastuðning meðal þjóðarinnar. Aðeins 45 prósent þeirra sem afstöðu tóku lýsa fylgi við stjórnina, 55 prósent leggjast gegn henni. Eigi (Dessi mynd eftir að staðfestast í næstu könnunartilraunum eru á ferð pólitískar stórfréttir sem gætu haft veruleg áhrif á hegðun stjórnarliða næstu mán- uði. Þessi könnun kann raunar að hafa sitt að segja um nýjasta leik Steingríms Hermanns- sonar að eldinum. Athyglisvert er einnig að fylgissókn Fram- sóknar sýnist í rénun, og Sjálfstæðisflokkurinn fær nú minna fylgi í könnun en í aprílkosningun- um, - sem var versta útreið í mannaminnum. Það bendir líka til þáttaskila að Alþýðubanda- lagið rífur sig í þessari könnun uppúrfylgislægð í sumar og haust þegar flokkurinn var í slipp eftir brotsjói og brimlendingu. Alþýðubandalagið hefur að undanförnu verið í vígreifri forystu fyrir stjórnandstöðunni utan þings og innan, og þvert á hrakspár virðast flokksmenn samhentir um fersk svör meðan stjórnarsamstarfið trénast upp. Könnunin gefur flokknum byr undir báða vængi og ekki vanþörf á næstu mánuði þegar búast má við harðnandi stéttaátökum og ör- væntingarfullri ríkisstjórn. -m LJOSOPIÐ Mynd: E.ÓI. þlÓÐVILJiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Frótta8tjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamonn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) MagnúsH. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbrelðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Askrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.