Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 15
Fréttatilkynning Miðasala Samstarf hefur tekist milli K.S.I. og Samvinnuferða - Land- sýnar um að S.L. annist sölu miða á úrslitakeppni Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Vestur- Þýskalandi 10.-25. júní. Móttaka pantana hefst mánu- daginn 18. janúar á aðalskrifstofu S.L. í Austurstræti 12. Móttöku pantana lýkur 28. janúar. Þar sem ljóst er að K.S.Í. fær tak- markaðan fjölda miða til ráð- stöfunar er nauðsynlegt fyrir þá áhugamenn, sem ætla að fara á leiki í keppninni, að panta miða strax. Pantanir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast, verði fjöldinn ekki nægur fyrir þá sem hafa pantað. Um 15. febrúar verður ljóst hve marga miða K.S.Í. fær. Pant- anir verður að staðfesta og greiða fyrir 1. mars. Petta er eina tækifæri íslenskra áhugamanna um knattspyrnu að verða sér úti um miða, þar sem enginn söluaðili selur miða til annarra en þeirra, sem búsettir eru í viðkomandi landi. K.S.Í. Snóker Ný snókerstofa 10 ný borð A föstudag var opnuð í Mjódd- inni snókerstofa, Snóker. Þar er boðið upp á 4 tíu feta borð og 4 tólf feta borð og er opið alla daga frá kl. U til 23.30 nema sunnu- daga, kl. 13 til 23.30. Eigendur eru þeir Guðni Magnússon, Jónas P. Eiríksson, Einar G. Ólafsson og Bjarni Jónsson en hann mun vera á staðnum til að leiðbeina byrjend- um og öðrum. Er meiningin að allir aldurshópar geti komið þama og spilað, fyrirtæki haldið mót og fleira. Fyrirhugað er að þarna verði haldið stigamót 28. til 30. janúar en þar keppa menn um rétt til að spila um íslandsmeistaratitilinn. Mun Þjóðviljinn birta úrslit úr þessu móti og töflu yfir stiga- hæstu menn. IÞROTTIR Mun Einar halda áfram að verja eins og berserkur? Heimsbikarkeppnin Svíar á sunnudaginn Vantaði eitt mark upp á að komast í úrslit Það fór eins og spáð var, Svíar unnu Vestur-Þjóðverja en aðeins með 21 marki gegn 18 sem var ekki nægilega mikill munur til að koma frændum vorum í úrslit. grimmd, ákveðnir í að láta ekki sinn hlut. Það verða því Austur- og Vestur-Þjóðverjar sem leika til úrslita, Svíar og íslendingar spila um þriðja sæti, Ungverjaland og Júgóslavía um það fimmta en botnbaráttan er á milli Dana og Spánverja og það lið sem vinnur hreppir sjöunda sæti. Um helgina Borðtennis Á sunnudaginn verður Punktamót KR og verður það haldið í KR hús- inu. Keppt verður í 1. og 2. flokki karla og hefst keppni kl. 13.00. Karfa í íþróttahúsi Seljaskóla fer fram leikur milli ÍR og UMFN í Úrvals- deildinni. Hefst hann klukkan 19.00 í kvöld, iaugardag. Á sunnudag verður einn leikur í bik- arkeppninni. Það er í meistaraflokki og leika saman Valur og KR b. Hefst leikurinn kl. 20.00 í hinu nýja íþrótta- húsi Valsmanna við Hlíðarenda. Sund Sundmót SH verður haldið laugar- dag og sunnudag. Hefst það kl. 14.00 í dag, laugardag í Sundhöil Hafnar- fjarðar. Badminton Á laugardag verður haldið á Akra- nesi Unglingameistarmót ÍA og stendur bæði laugardag og sunnudag. Knattspyrna í gær hófst í Laugardalshöllinni ís- landsmótið í innanhússknattspyrnu. Því verður fram haldið í dag og á morgun. í gærkveldi lék 2. flokkur karla og byrjuðu þeir einnig í morgun kl. 09.00. Síðar í dag, eða kl. 17.35 hefst 3. deild karla og lýkur kl. 21.40 ef allir tímar standast. Á sunnudag hefst keppni kl. 09.00 í 3. deild karla ogstendurtil kl. 13.20 en þá kemur2. deild karla og stendur til kl. 21.50. Svíum tókst ekki að ná þeim fjögurra marka mun sem þeir þurftu og þar með lenda þeir gegn íslendingum á sunnudag. Líklega verður leikið í Stokk- hólmi og ef svo fer mun að öllum líkindum verða sýnt beint frá þeim leik. Svíar börðust eins og ljón á síðustu mínútum leiksins en Þjóðverjarnir vörðust af Karfa Létt hjá Haukum Henning Henningsson bestur Staðan fyrir úrslitaleikina A-riðill: V-Þjóðverjar..........3201 63-61 4 Svíþjóð............3 2 0 1 57-56 4 Ungverjaland.......3 1 0 2 57-56 2 Spánn..............3 1 0 2 51-55 2 B-riðill: A-Þjóðverjar.......3 2 0 1 65-62 4 ísland.............3 2 0 1 63-60 4 Júgóslavía...........320 1 64-63 4 Danmörk...............3003 64-71 0 -ste í gærkvöld var leikið f úrvals- deildinni. A Akureyri léku Þór og Haukar og unnu gestirnir sannfærandi sigur með 73 stigum gegn 104. Haukar komust strax í góða forystu en skiptu þá útaf öllu byrjunarliði sínu sem var þeirra bestu menn og settu inná nýtt lið sem kalla mætti varaliðið. Þeir sý ndu þó að þeir voru lítið lakari og héldu góðu forskoti allan leiktímann og léku nokkuð vel. Þór-Haukar 73-104 (38-69) Helstu tölur: 0-7,8-21,20-53,38- 69,40-78,66-96,73-104. Stlg Þórs: Jóhann Sigurðsson 13, Eiríkur Sigurðsson 12, Björn Sveins- son 10, Einar Karlsson 10, Guð- mundur Björnsson 9, Bjarni össurar- son 8, Birgir Karlsson 5, Konráð Ósk- arsson 4 og Ágúst Guðmundsson 2. Stig Hauka: Henning Hennings- son 25, Pálmar Sigurðsson 19, Tryggvi Jónsson 18, ívar Webster 9, Ingimar Jónsson 9, ivar Ásgrímsson 8, Sveinn Steinsson 6, Hörður Pét- ursson 4, Skarphéðinn Eiríksson 2 og Ólafur Rafnsson 2. Dómarar: Jóhann Dagur Björns- son og Árni Freyr Sigurlaugsson voru ágaetir. Bestu menn Þórs: Jóhann Sig- urðsson og Eiríkur Sigurðsson. Bestu menn Hauka: Henning Henningsson og Pálmar Sigurðsson. Maður leiksins: Henning Henn- ingsson Haukum. HK/ste Talið frá vinstri: Þórunn Pétursdóttir, Ástbjörg Gunnarsson formaður Trimmnefndar fsf, Guðmundur Þórarinsson íþróttakennari, Jóhann Björnsson forstjóri, Katrín Gunnarsdóttir, Valgarð S. Halldórsson og Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri. Frjálsar Guðmundur Þórarinsson fær viðurkenningu Vetrar-Ólympíuleikarnir Svíar búast við 6 gullverðlaunum Norðmenn heldur vondaufir en binda vonir við skautahlaup Fyrir skömmu veitti Trimm- nefnd ISI Tryggingafélaginu Ábyrgð og Guðmundi Þórarins- syni viðurkenningu fyrir átakið “Heilsuskokk“ sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár. Það er mikilvægt fyrir trimmstarfið í landinu að svo áhugasamir aðilar taka höndum saman til eílingar almenningsíþróttum. Fyrir hönd Tryggingafélagsins Ábyrgðar hf. tók Jóhann Björns- son forstjóri félagsins við viður- kenningunni og kom fram í máli hans að ástæðan fyrir því að farið var að sinna þessum þætti væri sú að í tilefni 30 ára afmælis félags- ins hefði verið samþykkt að efla fyrirbyggjandi starf í landinu og þessi vettvangur verið valinn.-ste Norðmenn eru heldur von- daufir um að fá nokkurt gull í Calgary í næsta mánuði. Þeir setja þó traust sitt á 24 ára gamlan símvirkja, Geir Karlstad. Geir á núgildandi heimsmet í 5.000 og 10.000 metra skautahlaupi. Hann er eini norski þátttakandinn sem á frátekið flugfar til Calgary í fe- brúar. Norðmenn eru enn að leita að keppendum Norðmenn leita nú logandi ljósi að þeim íþróttamönnum sem eru líklegastir til að vinna til verðlauna á vetrarólympíu- leikunum. Þrátt fyrir að Norð- menn hafi farið frá Sarajevo með 4 gullverðlaun fyrir gönguskíða- keppni þá eru þeir ekki bjartsýnir á að þeim takist að vinna til verð- launa í henni núna. Þrátt fyrir það álit manna að sérhver Norð- maður fæðist með skíði á fótun- um verður æ erfiðara fyrir þá að veita stórþjóðum eins og Sovét- mönnum og A-Þjóðverjum keppni. Þess vegna hafa þeir nú sett traust sitt á skautahlaupar- ann Geir Karlstad. Svíar horfa hinsvegar vonar- augum til Calgary en þar búast þeir við að fá hvorki meira né minna en 6 gullverðlaun. Það er enginn annar en Ingemar Sten- mark sem á að vinna til einhverra þessara verðlauna. Hann er nú 31 árs gamall og kominn að lokum síns ferils. Sá ferill er nú ekkert slor en hann vann 85 heimsbik- arkeppnir, 3 heimsmeistara- keppnir og tvenn gullverðlaun í Lake Placid 1980. Stenmark hefur lýst því yfir að hann muni að öllum líkindum leggja skíðin á hilluna eftir þetta tímabil og enda þar með langan feril sinn sem besti svigmaður heims. Þrátt fyrir vonir Svía á þessu sviði eru ansi margar raddir uppi um að þetta verði ekki mögulegt fyrir Stenmark. En menn eru al- mennt þeirrar skoðunar að Svíar eigi eina af allra sterkustu göngu- skíðasveitum heims. Sterkir í skíðagöngu Og það eru engar ýkjur. Á pappírnum virðist það aðeins vera formsatriði að ljúka 4x10 km göngunni. í sænsku sveitinni verða ekki minni menn en Tomas Wassberg, Gunde Svan og Tor- gny Mogren. Og þessir þrír eru einnig líklegir sigurvegarar í 15, 30 og 50 km göngu. Wassberg sem er orðinn 31 árs mun að öllum líkindum ljúka keppnisferli sínum í Calgary eins og Ingemar Stenmark. Wassberg vann til 2 silfurverðlauna og 2 bronsverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti í Obersdorf. Gunde Svan hefur verið í mjög góðu formi þetta tímabil svo það eru engar ofsjónir að vænta mik- ils af honum. Og meira til Fyrir utan svigið og gönguna eiga Svíar nokkrar fleiri stjörnur á leikunum í Calgary. Skíðastök- kvarinn Staffan Tallberg hefur veitt Matti Nykanen harða kepp- ni að undanförnu. Tomas Gustafsson skautah- laupari vann 5.000 metra hlaupið í Sarajevo 1984 og sýndi það í desember að hann er til alls lík- legur er hann sló heimsmet Geirs Karlstad. Heimsmetið stóð að vísu stutt því Geir hljóp strax á eftir honum og endurheimti metið. Og landsliðið í íshokký vann heimsmeistaramótið í Vín á síð- asta ári. -ih Laugardagur 16. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.