Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.01.1988, Blaðsíða 8
MENNING Leikbækur Hjá Vöku-Helgafelli eru komnar út nýstárlegar bækur fyrir yngri börnin sem hafa hlotið nafnið Leikbækurog eru þetta fyrstu tvær bækurn- aríþessumflokki. Nefnast bækurnar Furðulúðar og Furðufés. í leikbókunum er lesmál mjög takmarkað en þess í stað er höfð- að til sköpunargáfu lesendanna og ímyndunarafls. Á hverri síðu eru kúnstugar persónur og geta bömin sjálf ákveðið útlit þeirra. Plastþynnur sem hægt er að nota aftur og aftur fylgja bókun- um og hægt er að festa þær inn á teiknaðar andlitsmyndir þannig að andlitin breyti sífellt um svip. Á þynnunum eru myndir af mis- munandi andlitshlutum, munn- um, nefjum, skeggi og fleiru. niðri sem ég innréttaði sem vinnustofu, ég er með myndirnar bæði hér uppi og niðri, mála niðri og kem svo með myndimar upp til að skoða þær betur. En þetta er auðvitað allt gert á hlaupum, til dæmis undirbjó ég síðustu sýn- ingu að hluta til á meðan dóttir mín svaf úti í vagni á daginn. Og svo hafði ég auðvitað kvöldin og helgamar því þá var pabbi henn- ar kominn heim úr vinnunni og gat tekið við. En ég held að ég hafi bara haft gott af þessum hiaupum þá, því þannig hafði ég ekki tíma til að liggja yfir smáat- riðum eins og mér hættir svo mikið til. Ertu búin að ákveða hvað þú œtlar að gera eftir þessa sýningu? - Ég ætla bara að halda áfram. Ég læt mig dreyma um að minnka við mig vinnu svo ég hafi meiri tíma til að mála, því þó ég vinni ekki nema nítján tíma, munar Iíka um þá. En mig langar til að gera ekkert annað en að mála þó ekki væri nema einn mánuð til að byrja með. En ég stefni að því að geta farið að mála á fullu. LG Sinfóníuhljómsveit Islands og Sinfóníuhljómsveit æskunnar Myndlist Sjö stemmningar á „7 dögum“ Anna S. Gunnlaugsdóttir listmálari í viðtali í tilefni sýningar hennar í Gallerí Borg Það er ekki á hverjum degi að tvær sinfóníuhljómsveitir haldi tónleika í Reykjavík í sömu vik- unni. Þó gerðist það um daginn. Sinfóníuhljómsveit fslands var með tónleika 5. janúar. Stjóm- andi Páll P. Pálsson. Fyrsta verk- ið var Norskt karneval eftir Jo- hann Svendsen. Það er svo ómerkilegt að maður getur velt því árangurslaust fyrir sér alla ævi, hvaða erindi það eigi á sin- fóníutónleika. Þá var flutt verk eftir Pál P. Pálsson, sem heitir Hendur. Það er innblásið af kvæði eftir Erik Blomberg í þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar. Kristín S. Kristjánsdóttir las ljóð- ið. Ekki þori ég að segja álit mitt á ljóðinu. Víkverji væri vís með að igera gys að mér, eins og síðast Iþegar ég gerðist ljóðrænn. Slíta íorð úr öllu samhengi með því húmorslausa skilningsleysi sem er harðlæst fyrir öllu sem heitir tvíræðni í texta, blindni sem aldrei les milli línanna í lífinu. Æ, það eru svo margir sem ekki kunna að lesa þó þeir þekki alla stafina. Mér er reyndar sagt að Víkverji sé ekki einn sérstakur maður eins og ég og aðrir, heldur marghöfða þurs er býr í bæli sínu á Mogga. Og vil ég nota tækifærið og þakka honum fyrir gamalt og gott og óska honum hjartanlega gleðilegs árs, hverjum haus um sig: moðhausnum, grautar- hausnum, þverhausnum, kál- hausnum og kindarhausnum. Al- þýðublaðið, þar sem ég var forð- um gagnrýnandi, er líka farið að vitna í mig (hvað annað) af þvílík- um áhuga og offorsi, að það mætti halda að ég væri formaður flokksins. Hálfu og heilu síður blaðsins eru nú ég endurprentað- ur og uppsettur með myndum og kommentum. - Bráðum fara þeir allir að vitna í mig. Bráðum verð- ur bara vitnað í mig. Tónverk Páls P. Pálssonar er svo „failegt“ að stappar nærri móðgun við áheyrendur. Og spilamennskan var svo andlaus og slöpp að það var fullkomin móðgun við áheyrendur. En hámark kvöldsins var pí- anókonsert nr. 2 eftir Brahms. Einleikari var hinn frægi John Ogdon sem getur spilað allt. En inni. Þannig ætlar mannkynið, sem hefur skapað glæst heimsveldi og trúarbrögð með eingetnuðum, djúpa speki og mikla list, að hafa það af að gera þetta allt saman ómark með svit- alyktareyði. Spámenn gamla góða testamentisins sem kölluðu nú ekki allt ömmu sína í heimsendaspám , hefðu þó áreið- anlega fengið slag ef þeim hefði vitrast að dómsdagurinn kæmi loks með jafn stórbrotnum og ó- hjákvæmilegum hætti. En meðan svona ungt og fal- legt fólk og var í Menntaskólan- um við Hamrahlíð kemur saman til að iðka tónlist, hefur maður nokkra von um að kraftaverkið gerist sem bjargar mannkyninu á síðustu stundu. Stjórnandi krakkanna var auðvitað Paul Zukovsky. Frá þeim hógværa manni geislar menning, snilld og þroski í allar áttir. Fyrst lék sveitin sinfóníu nr. 103 eftir Ha- ydn. Hún var leikin af þokka og fínheitum en ekki fór mikið fyrir andríki og gáska þessa yndislega meistara. Síðan lék hljómsveitin þriðju sinfóníu Schumanns. Og gerði það virkilega fallega. Það tókst meira að segja að breiða yfir versta klaufaskap tónskálds- ins í hljómsveitarútsetningu, án þess að raska persónulegum stíl hans. Og það var fín lýrík í þess- ari spilamennsku, líka björt glað- værð og hamingja. Einnig ströng regla og hátíðleiki en yfir öllu hvíldi rómantískt mistur og undir niðri ólgaði hinn dularfulli schu- mannski demón; þetta óskiljan- lega djúpa óhöndlanlega. Flutningurinn var mikið afrek. Fjölmiðlar gera mikið veður út af velgengni Sykurmolanna í út- löndum. Og ekki ætla ég að gera lítið úr þeim frama. En þeir hafa látið sig starf Zukovskys með ís- lenskri æsku litlu varða. Þó skiptir það tónmenningu þjóðar- innar meira og dýpra máli. Þetta er ágætt dæmi um það, hve fjöl- miðlar eiga stundum erfitt með að greina á milli þess sem er mik- ils virði og þess sem er minna virði. En fyrst og fremst er þetta til vitnis um það, að fjölmiðla- heimurinn gerir poppinu miklu hærra undir höfði en klassíkinni. Sigurður Þór Guðjónsson Á fimmtudaginn opnaði Anna S.Gunnlaugsdóttir sýningu sjö mynda í Gallerí Borg. Sýn- ingin heitir „7 dagar", og eru sjö konumyndir sem munu hanga uppi á Borg í eina viku. Anna stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands frá 1974 til 78, og við auglýsingadeild skólans 1981. Veturinn 1978-79 var hún við nám við listaskóla í París. Þettaerönnursýning Önnu, en hún héltsínafyrstu einkasýningu í Gallerí Borg í septemberífyrra. Anna, sjö konumyndir. Geturðu sagt mér eitthvað um þœr? - Svona til að byrja með þá er ég er ekki sátt við að kalla þetta konumyndir, þó að þetta séu auðvitað myndir af konum. Ég kalla þessar myndir Sjö daga, konurnar sjö eru eiginlega sjö mismunandi stemmningar eða tilfinningar, þó að ég afmarki það ekki nákvæmlega hvaða dagur hver mynd er. Það verður hver að finna það út fyrir sig, út frá sínum tilfinningum. Og ég ætla að láta þær hanga uppi í sjö daga. Þetta er þannig engin venjuieg eða hefðbundin sýning, bæði vegna vegna þess hvað hún stendur stutt og eins vegna þess hvað þetta eru fáar myndir. Hvemig stendur á því að þú á- kvaðst að sýna þessar sjö myndir núna? - Ég byrjaði á þeim fljótlega eftir sýninguna núna í haust sem var mín fyrsta einkasýning. Ég var með þessa hugmynd að formi sem mig langaði til að leika mér með, mig iangaði til að krukka svolítið í sálarlífið og mála mann- eskjuna útfrá tilfinningum, eða séða innanfrá, frekar en utanfrá. Svo þegar ég var búin með fyrstu myndina fann ég að ég var ekki búin að tæma efnið, að ég næði ekki í einni mynd því sem ég var að reyna að túlka, svo ég hélt áfram. Ætli ég hafi ekki verið búin með þrjár myndir þegar ég ákvað að hafa þær sjö. Þetta eru blandaðar tilfinningar sem ég þurfti að koma frá mér, fá útrás fyrir, eftir sýninguna í september og það er ein af ástæðunum fyrir að ég kýs að sýna þær einar og sér. Þetta eru líka það sjálfstæðar myndir að ég veit ekki hvernig þær myndu taka sig út með öðr- um myndum á sýningu, ég held að þær yrðu allt of dóminerandi. Er einhver sérstök ástceða fyrir því að þú velur að túlka þessar stemmningar með konumyndum? - Ja, ég er kona, ég held að það sé mér eðlilegast að mála konur. Inntakið í mínum myndum eru yfirleitt konur, þó að ég hafi verið búin að mála margar myndir þeg- ar ég áttaði mig á því. Kannski byrjaði ég á þessu af því að mér fannst að ég gæti best komið því á framfæri sem ég vildi með konu- mynd, gæti best túlkað mínar til- finningar þannig. Það er að minnsta kosti nokkuð sem mér finnst núna, svo ég held áfram að mála konur. Nú varstu með þína fyrstu einka- sýningu í haust, þó það séu liðin ein tíu ár síðan þú laukst námi. Hvað hefurðu verið að gera í milli- tíðinni? Varstu hœtt að mála? - Nei, það hefur aldrei hvarfl- að að mér að hætta, þó að ég hafi kannski ekki málað neitt mikið á þessum árum. En það var ýmis- legt sem ég vildi gera upp við, mér fannst ég aldrei ná fram því sem ég vildi, svo ég hef verið að vinna með formið. Ég var til dæmis mjög nákvæm, gat ekki málað öðruvísi þó að ég vildi. Nú ég komst frá því meðal annars með því að byria að mála litlar myndir, þá er ekki hægt að vera mjög nákvæmur. En það hefur ýmislegt gerst á þessum árum og það hefur margt gerst innra með mér sem gerir að verkum að ég er farin að mála allt öðruvísi en ég gerði, mér fannst til dæmis að hlutirnir yrðu allt öðruvísi eftir að ég eignaðist barn og eins eftir að móðir mín dó. Héma áður var líka alltaf í mér viss hræðsla við að byrja á mynd. Þegar ég kom frá París fór ég að vinna á Hrafn- istu og málaði heima, og ég mál- aði alltaf í olíu á strekktan striga. En bæði er að olíulitir eru ansi dýrir og ég fann fyrir því, ég gat ekki leyft mér að mála hvemig sem var, og eins tekur alltaf sinn tíma að strekkja striga, þó að reynda myndlistarmenn muni náttúrlega ekkert um að gera það. En þetta var svolítið mikið mál fyrir mér, og ég var eiginlega orðin hrædd við myndina þegar kom að því að mála hana. Svo var það sumarið ‘86 að ég heimsótti fyrrverandi skólafélaga minn og sá hvað hann var að gera, hann Anna S. Gunnlaugsdóttir á milli tveggja stemmninga. hafði þá bara málað beint á papp- ír með akrýlmálningu. Ég sá að það var miklu minna mál svo ég fór bara og keypti mér málning- ardollu og suliaði á pappírinn, og þannig gat ég losað mig við ótt- ann við þetta mikla listaverk sem átti að fæðast með þessum dýru litum á þennan striga sem ég var búin að hafa svo mikið fýrir. Þarna gat ég bara hent myndinni ef mér mistókst. Nú, og þegar ég var loksins laus við óttann gat ég aftur farið að mála á striga. Þú málar og vinnur á auglýs- ingastofu og svo áttu bam. Hvem- ig gengur að samrœma þetta allt? - Það er allt í lagi ennþá, ég vinn ekki fulla vinnu heldur nítj- án tíma á viku og ég get hagrætt mínum vinnutíma. Mér finnst vinnan á auglýsingastofunni ekki fara svo illa saman með því að mála, sum verkefni eru skapandi og skemmtiieg eins og til dæmis að teikna bókakápur. Mér finnst að minnsta kosti þægilegra að vinna við eitthvað skylt myndlist- inni en að vinna til dæmis á elli- heimili. Svo er geymsla héma ar þetta fólk verður orðið fuilorð- ið og hámenntað í músík. Það fer ekki öllu aftur nú á dögum. Þegar stórnmálamenn tala á hátíðarstundum lofsyngja þeir æskuna ákaflega. Þeir segjast trúa á hana eins og glænýtt net. Hún sé svo efnileg, falleg, gáfuð og prúð. Þetta er auðvitað bull. Æskan er hvorki betri né verri en þjóðin sem ól hana. En það er kannski skiijanleg blekking og friðþæging þegar gamla fólkið hefur siglt öllu í strand, að yppa öxlum og segja: Æskan reddar þessu. En einu sinni voru þessir strandkapteinar sjálfir í æskunni og þeir voru ekki fyrr orðnir full- orðnir en þeir fóru í hundana. Og fyrir langa löngu var kynslóðin í Þýskalandi, sem lét nasismann yfir sig ganga, ung og saklaus og hress og efnileg og hugsjónaglöð og bjartsýn og prúð og skírlíf og gáfuð. Svona er nú þetta í alvö- runni. En það skiptir varla neinu máli úr þessu. Ósongatið sér fyrir því. Það stækkar og stækkar og stækkar. Bráðum verður ekkert óson. Og þá mun blessuð sólin drepa hvert mannsbarn á jörð- leikur hans olli mér nokkrum vonbrigðum. Hann lék að vísu af miklum næmleika og skáldlegri tilfinningu, en mér fannst skorta átök, spennu og kraft. Þeir eigin- leikar em mjög áberandi í þessu stórkostlega tónverki. En Ogdon bætti þetta upp með svo yndis- lega vinalegri framkomu að ég hef aldrei vitað annað eins. Því- líkur húmor fyrir lífinu! Og það er gott að upplifa það stöku sinn- um að innst inni eru allir menn, líka frægir menn, bara ósköp blátt áfram strákar og stelpur. Daginn eftir hélt svo Sinfómu- hljómsveit æskunnar tónleika í Menntaskólanum við Hamra- hh'ð. f hljómsveitinni em stelpur og strákar á aldrinum 11-25 ára. Það verða ekki mikil vandræði að manna Sinfóníuhljómsveitina með eintómum íslendingum þeg- SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON i. Heimilispakkavinningur i \ » Goldstar hljómtækjastæöa Goldstar ferðatæki Mitsubishi farsími Apple Macintosh tölv Goldstar myndbandstæki 0" Goldstar sjónvarpstæki Einn hinna Ijónheppnu vinningshafa, viö móttöku vinnings síns Bftirtalin viimiiigsnúiiier komu upp í happdrætti ídugbjörgunarsveitanna, 24. desember 1987 Hcimllispakkar: 17495 - 90704 111229 - 159148 A MITSUBISHI farsímar: 6197 - 24629 - 28354 36790 - 46168 - 69164 75445 - 81529 - 81827 90033 - 93646 - 126712 133864- 134052- 135455 148679 - 151204 30” sjónvarpstæki: 4913 - 19780 - 30938 57136 - 70216 - 70830 75564 - 77165 - 85048 89567 - 92614 - 129631 130269- 147858- 150128 156342 - 159706 GoldS fcrðaíæki: 13434 - 17595 - 19643 19863 - 36214 - 46077 58117 - 66907 - 68489 99818 - 113950- 122404 145110- 150524- 151924 159025 - 162771 (Birt án ábyrg&ar) 95066 - 109752 MacintoshPlus tölvuii 4861 - 7480 - 22893 26842 - 30482 - 65724 67049 - 77030 - 82398 87068 - 100964 -106049 114646 - 125503 156240 162231 - 163848 GoldStcir mpulbandstæki: 5366 - 9135 - 14761 25450 - 28394 - 29327 36676 - 39297 - 39765 52383 - 94386 - 113,575 139083- 141160- 144731 148452 - 151138 GoIdStcir lilj ómtækjastædur: 8122 - 11571 - 21115 29030 - 31339 - 53568 55644 - 62521 - 80195 84306 - 89104 - 124268 139129- 142216- 147672 150692 - 150998 «T1 Vinninganna skal vitjaö hjá Grími Laxdal í Radíóbúöinni hf., Skipholti 19, Rvk. Flugbjörgunarsveitin Reykjavík Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin Skógum Flugbjörgunarsveitin V-Húnavatnssýslu IFIugbjörgunarsveitin Varmahlíð Flugbjörgunarsveitin Akureyri 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. janúar 1988 Laugardagur 16. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.