Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 6
VIÐHORF
Kúba, Mogginn og mannréttindin
Magnús H. Skarphéðinsson skrifar
„Ég hefsannfœrst um að ekki undir
nokkrum kringumstœðum getum við,
vinstri- eða hœgrimenn varið gjörðir
þeirra ríkisstjórna sem stjórna í krafti
fangelsana ogpyntinga... Sama hversu
ömurlegt ástand mannréttindabrota er í
einhverju nágrannaríkinu. “
Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir
sagnfræðingur ritar grein í f>jóð-
viljann þ. 4. mars sl. vegna skrifa
Morgunblaðsins um fyrrum
meint mannréttindabrot Kúbu-
stjórnar á Valladresi nokkrum.
Peim er nú gegnir störfum sendi-
herra Bandaríkjastjórnar í
Mannréttindanefnd Sameinuðu
þjóðanna.
Það sem mér finnst skorta í
þessa umræðu alla er sú staðfesta
bæði Sigurlaugar og Morgun-
blaðsins á með grundvallarm-
annréttindum hvers þegns þessa
að mörgu ieyti ólánsama hnattar.
Morgunblaðið byrjar leikinn á
því að segja frá meintri illri með-
ferð á Valladresi meðan hann
mátti þola dýflissuvist Kúbú-
stjórnar hér áður fyrr sem óþæg-
ur Kúbuþegn. Ber að þakka
Morgunblaðinu það sem og öll
önnur skrif þess um vonda með-
ferð eða pyntingar á varnar-
lausum föngum hvar sem er í ver-
öldinni. Það verður aldrei nógs-
amlega sagt frá hörmungum þeim
sem þetta baráttufólk þarf að !
þola fyrir brautryðjendaandóf.
sitt vegna hinna aðskiljanlegustu
og þörfu málefna.
Skinhelgi Morgun-
blaðsins íslenska
En hvernig í ósköpunum
stendur á því að Morgunblaðið,
sem kallar sig blað allra lands-
manna með rithöfundinn Matthí-
as og húmanistann Styrmi í
broddi fylkingar, gleymir þeim
öllum tugþúsundum fanga sem
sitja í svartholum allra hinna
Mið- og Suður-
Ameríkuríkjanna?
Hvernig stendur á því að við
íslendingar fáum varla nokkrar
fréttir á síðum þessa sama Morg-
unblaðs af margfalt ógeðfelldari
mannréttindabrotum í fylgiríkj-
um eða leppríkjum Bandaríkj-
anna í þessum heimshluta frekar
en öðrum sem varða hagsmuni
Bandaríkjanna? Hvers konar
sortering á mannréttindabrotum
eftir hagkerfum er þetta eigin-
lega, Matthías? Þótt Morgun-
blaðið sé ekki svipur hjá sjón í
dag í pólitískri sorteringu saman-
borið við það sem var á fimmta og
sjötta áratugnum þá hefur þessi
mælistika á mannréttindi lítið
breyst hjá „blaði allra lands-
manna“ ennþá, því miður. Hvers
vegna? - Spyr sá sem ekki veit.
Þess sárara finnst mér að lesa
skrif Sigurlaugar. Eftir Iestur
allra skýrslna og rita Amnesty
International samtakanna í gegn-
um árin hef ég sannfærst um að
ekki undir nokkrum kringum-
stæðum getum við, hægri- eða
vinstrimenn, varið gjörðir þeirra
ríkisstjórna sem stjórna í krafti
fangelsana á fólki sem hefur unn-
ið sér það eitt til óhelgi að vera
annarrar skoðunar en stjórnvöld
síns heimalands. Sama hversu
ömurlegt ástand
mannréttindabrota er í einhverju
nágrannaríkinu eða hvar sem er á
hnettinum til samanburðar.
Mannréttindabrot
í skjóli hernaðar-
aðstoðar USA
Auðvitað þarf enginn, sem
bara nennir að útvega sér árs-
skýrslur Amnestysamtakanna,
að fara í neinar grafgötur með að
ástand mannréttindamála í Mið-
og Suður-Ameríku er með lang-
skásta móti í Nicaragua og Kúbu í
samanburð við allt. mannrétt-
indatraðkið um alla álfuna í nán-
ast öllum öðrum ríkjum - með
þegjandi (?) samþyicki Banda-
ríkjastjórnar og Morgunblaða
allra landa. Eða hvað er annars
hægt að álykta?
I þessum ríkjum Suður- og
Mið-Ameríku eru mannréttinda-
brot daglegt brauð. Brot á borð
við: - skipulögð fjöldamorð
dauðasveitanna á tugþúsundum
manna á ári í álfunni, - Iimlest-
ingar á saklausu fólki vegna gruns
um stuðning þess við þennan
málstaðinn eða hinn, - óhugnan-
legar og ólýsanlegar pyntingar á
fólki, - fangelsanir án dóms og
laga, - áratugalangar fangelsanir
fólks vegna skoðana þess einung-
is, - nauðganir á konum og ótím-
abærar þunganir þeirra af þeim
sökum o.s.frv. o.s.frv.
í Argentínu einni saman áætlar
Amnesty skv. gögnum sínum að
a.m.k. 100 börn hafi verið alin af
konum í hinum ýmsu fangelsum
ríkisins eftir sífelldar nauðganir
af hálfu böðla þeirra sem er dag-
legt hlutskipti margra þessara
kvenna. Litlar sem engar upplýs-
ingar er að fá um þessi börn sem
eru skilgetin og holdi klædd af-
kvæmi skítuga stríðsins, eins og
það er venjulega nefnt í þessum
löndum.
Eða á bara stundum að
fordæma
mannréttindabrot?
Fyrrnefndur Valladares segist
hafa þurft að þola hið versta
harðræði af hálfu Kúbustjórnar
þegar hann var pólitískur fangi
þarforðum. Mun hann m.a. hafa
þurft að þola að saur og þvagi
annarra fanga hafi verið skvett
yfir hann af fangavörðum fang-
elsisins. Og er það meira en lík-
legt í ljósi reynslu annarra fanga
sem getur að lesa um í síðustu
ársskýrslum Amnestysamtak-
anna um mannréttindi á Kúbu.
Og skal það fordæmt um aldir
alda af öllum húmanistum allra
tíma og þjóðfélaga. Og það er
það sem skiptir máli hér að mati
undirritaðs. Við megum aldrei
undir nokkrum kringumstæðum
horfa framhjá illri meðferð á
föngum hvar í landi sem er.
Hversu góð og velviljuð eða
nauðsynleg ríkisstjórn þar situr
að okkar mati.
Sigurlaug ætti skilyrðislaust að
gera þá kröfu líka sem baráttu-
manneskja betri heims, í stað
þess að gera lítið úr reynslu þessa
óhamingjusama manns sem gisti
svarthol félaga Kastrós. Við
megum ekki láta hina annars
mjög svo þörfu þjóðfélagsbylt-
ingu á Kúbu villa okkur svo sýn
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Utboð
Innkaupastofnun Reykajvíkurborgar, f.h. Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í við-
gerðir og viðhald á Vogaskóla.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fri-
kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skila-
tryggingu.
tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudagmn
5. apríl kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKilRBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Fjármálaráðuneytið
óskar eftlr að ráða
fólk til starfa
í boði eru fjölbreytileg störf sem snerta m.a. eftir-
talin viðfangsefni ráðuneytisins:
Skattamál
Tollamál
Kjara- og launamál
Starfsmannamál
Skýrslugerð og tölfræði
Áætlanagerð
Rekstrareftirlit
Lífeyrismál
Menntun í lögfræði, hagfræði eða skyldum grein-
um er æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknum skal komið til fjármálaráðuneytisins
Arnarhvoli, 150 Reykjavík fyrir 28. mars n.k.
Fjármálaráðuneytið
að við verjum hennar verstu
voðaverk, hvorki nú né síðar. Og
enn síður að gera Morgunblöðum
allra landa það til geðs heldur.
Ég er reyndar kominn á þá
skoðun, þrátt fyrir að ég telji að
jafnvel blóðugra byltinga sé þörf
víða í þriðja heiminum til að al-
þýða manna eigi einhvern raun-
hæfan möguleika á lágmarks-
mannréttindum, s.s. mat, fatn-
aði, menntun og heilsugæslu, í
náinni framtíð, að þá megi samt
aldrei líða ofsóknir á fólki vegna
skoðana þess eða pyntingar á
innilokuðum föngum. Þá fyrst
erum við komin út á hálan ís í
meira lagi, eins og mörg ömurleg
dæmin sanna úr sögunni, því mið-
ur.
Það er af barmafullum kössum
af skýrslum um mannréttinda-
brot að taka, sem Morgunblaðið
íslenska hefur ekki sagt frá, sem
við þurfum og verðum að segja
umheiminum frá. Miklu frekar
en að eyða dýrmætum tíma í að
gera málflutninghr. Valladaresar
tortryggilegan.
Brot af
mannréttindabrotum
á Kúbu
í nýjustu ársskýrslu Amnesty
er sagt allvel frá mannréttinda-
brotum Kúbustjórnar sem vægast
sagt eru ófögur, sem og í öllum
hinum 134 ríkisstjórnum þessa
heims sem iðkuðu
mannréttindabrot að meira eða
minna leyti.
í Kúbukaflanum er m.a. sagt
frá kerfisbundnum handtökum
og fangelsunum á forsvarsmönn-
um stjórnarandstöðunnar og
óháðra mannréttindasamtaka og
illan viðurgjörning í fangelsum.
Þar er einnig greint frá einangrun
sumra þeirra flestar götur fram á
þennan dag frá því félagi Kastró
komst þar til valda. Talið er að
um 450 samviskufangar séu í Kú-
busvartholum í dag og stór hluti
þeirra hafi setið inni allar götur
frá 1959 er byltingin var gerð og
„alræði öreiganna" (???) var
komið þar á.
ísland er eitt örfárra ríkja sem
ekki eru á skrá þessarar svörtu
skýrslu. Meira að segja Noregur
og Finnland eru þar skráð vegna
fangelsisdóma yfir þeim þegnum
sínum sem neitað hafa að gegna
herþjónustu í landi sínu, sem bet-
ur fer (þ.e.a.s. af hálfu þegn-
anna). Það þyrftu fleiri að neita
að gegna þessari mannskemm-
andi herþjónustukvöð og dráp-
stækjaþjálfun nánast alls staðar.
Finnland er líka enn að dragnast
með þennan rússadraug upp á va-
sann að endursenda alla pólitíska
fanga aftur austur í Gúlagið ef
þeir biðja ásjár hjá þeim sem pól-
itískir flóttamenn.
Styðjum Amnesty-
samtökin með veski
og í verki
Velkist einhver í vafa um
mannréttindabrot, á Kúbu eða
annars staðar á hnettinum, þá
bendi ég þeim hinum sama á að
lesa nýútkomna ársskýrslu Amn-
esty frá 1987. Hún fæst gegn tíu
punda greiðslu til aðalstöðva
samtakanna í London og heimil-
isfangið er:
Amnesty International
Publication
1 Easton Street,
London WCIX 8DJ,
United Kingdom.
Enn fallegra væri að senda
þessum ómetanlegu samtökum
svo sem önnur tíu pund að gjöf í
ávísun til þeirra í ábyrgðarbréfi
eða helst hundrað pund eins og
mér er kunnugt um að nokkrir
einstaklingar hér á landi hafa gert
að reglu um flest jól.
Nú og svo geta menn, ef einkar
illa stendur á hjá þeim, snúið sér
til íslandsdeildar Amnesty og lík-
lega fengið skýrsluna þar.
Magnús H. Skarphéðinsson er
nemi í HÍ, fyrrverandi vagnstjóri
hjá SVR og meðal annars félagi í
Hvalavinum.
'fi
H:
Vioskiptafræðingar
og hagfræðingar
Viöskiptaráöuneytið óskar aö ráöa viðskipta-
fræöing eða hagfræðing til starfa.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 15. apríl n.k.
Viðskiptaráðuneytið, 11. mars 1988
Hjúkrunarfræðingar -
sjúkraliðar
Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar til
sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-
71403.
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað
Allir eiga að vera í beltum
hvar sem þeir sitja
í bílnum!
ÚUMFERÐAR
RÁÐ