Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.03.1988, Blaðsíða 8
Norðuriöndin enihlutiaf EVRÓPU Þaö málefni sem mest bar á í umræðum á þingi Norður- landaráðs í Oslo var staða Norðurlandanna gagnvart Evrópubandalaginu og þeirri þróun sem nú á sér stað innan EFTA, þar sem sjá má fram á það að bæði Noregur og Austurríki stefna í framtíðinni að aðild að hinum sameinaða markaði Evrópubandalagsins með þeim skilmálum sem því fylgja. Mönnum er nú að verða það æ Ijósara að Norð- urlöndin geta ekki haldið áfram að lifa í sjálfumglaðri einangrun frá öðrum heimsh- lutum án þess að aðlaga sig að þeim breytingum sem þar eigasérstað. Þetta sagði Guðrún Helgadótt- ir í samtali við Þjóðviljann, en hún sat þingið í Oslo í síðustu viku sem einn af fulltrúum Al- þingis. Guðrún á sæti í efna- hagsmálanefnd Norðurlandaráðs og er formaður ritstjórnar tíma- ritsins Nordisk Kontakt, sem gef- ið era út á vegum ráðsins. - Það er ljóst að afstaða Norð- manna til þessa máls mótast ekki bara af markaðsmálum, heldur líka af því að þeim finnst þeir áhrifalitiir innan NATO þar sem þeir eru nú orðnir eitt af örfáum NATO-ríkjum, sem ekki á aðild að Evrópubandalaginu, og þessi tvö mál tengjast óhjákvæmilega að einhverju leyti. Það er auðvitað ljóst að skil- málar Rómarsáttmálans útiloka aðild okkar íslendinga, og hún er því ekki á dagskrá, en við getum hins vegar ekki látið þá þróun sem nú á sér stað í Evrópu af- skiptalausa, og við eigum um ýmsa kosti að velja við að aðlaga okkur breyttum aðstæðum. Um- ræðan um þessi mál er komin mun lengra á hinum Norðurlönd- unum, en það hefur lítið verið hugað að þeim sameiginlega vanda og þeim sameiginlegu valkostum, sem við á norð-vestur hjaranum, það er að segja Fær- eyjar, ísland og Grænland, eigum með okkar miklu auðlind sem er hafið og þau hráefni sem úr því fást. Þetta er auðlind sem verður stöðugt mikilvægari og okkur ber skylda til að standa vörð um hana um leið og við þurf- um að gera átak í fiskiðnaðinum sjálfum. Dæmi um sameiginlega hagsmuni og mikilvægi norrænn- ar samstöðu á þessu sviði er bar- áttan gegn kjarnorkuverunum ( Dounrey og Shellafield, þar sem Alþingi hefur reyndar tekið ein- arðlega afstöðu. í málum sem þessum getur samstaða Norður- íandanna ráðið úrslitum. Ef ekkert verður að gert á þessu sviði má eins búast við að við eigum eftir að standa frammi fyrir þeim afarkosti að selja bandalaginu fiskimiðin bakdyra- megin eða velja á milli Evrópu og Ameríku sem tveggja afarkosta. Ég gerðist svo djörf á þinginu að rifja upp gamla hugmynd um Nordek - efnahagsbandalag Norðurlandanna - og kastaði einnig fram þeirri spurningu, hvort Danir væru reiðubúnir að standa með okkur í samningum við Evrópubandalagið. Því ef að þeir gætu orðið okkur að liði í eðlilegri sambúð við þennan stóra markað, þá gæti aðild þeirra líka orðið til góðs fyrir hin Norðurlöndin. Spurningin er þá hvort Danir eru reiðubúnir að standa við stóru orðin um nor- ræna samvinnu í verki. Þú varst fyrsti flutningsmaður að tillögu um samnorrœna starfsá- œtlun gegn sjávar- og strandmeng- un á Norðurlöndunum? Já, þessi tillaga okkar gerði ráð fyrir því að ráðherranefnd Norðurlandaráðs gerði úttekt á hinum flóknu samnorrænu og al- þjóðlegu hliðum þessa máls með tilliti til alþjóðlegra samþykkta, og að nefndin legði síðan fram sameiginlega starfsáætlun allra Norðurlandanna er miðaði að því að Norðurlöndin gætu í verki gerst forusturíki um verndun hafssvæða fyrir mengun og vist- fræðilegri eyðileggingu, sem víða er yfirvofandi, ekki síst í Eystra- salti og Norðursjó. Það er ástæða til þess að geta þess hér að íslenska siglingamál- astofnunin og starfsmaður henn- ar, Gunnar H. Ágústsson, unnu mjög gott starf við afgreiðslu málsins í nefnd, og má ekki síst þakka það þeirra mikilvæga starfi að tillagan var samþykkt. í tengslum við umræðu um þessa tillögu lagði ég einnig fram fyrirspurn til ráðherranefndar- innar um það, hvers vegna hin Norðurlöndin hefðu ekki staðfest Alþjóða hafréttarsáttmálann. Spurningin virtist koma illa við ráðherranefndina, en það var Bjarne Mörk Eidem fiskimála- ráðherra Noregs sem svaraði og sagði að hin Norðurlöndin vildu bíða og sjá hvort þær þjóðir sem staðfest hefðu sáttmálann væru samstíga í afstöðunni til annarra mála. Núer Ijóst að öll þessi mál eru að einhverju leyti utanríkismál. Eru þau ákvceði að Norðurlandaráð megi ekki álykta um utanríkismál ekki orðin starfsemi ráðsins til trafala? Jú, auðvitað heyrir til dæmis öll umræðan um Evrópubanda- lagið undir utanríkismál, og ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær þetta verður afnumið. í þessu sambandi vakti það athygli að Anker Jörgensen opnaði um- ræðu um fsrael og Palestínu- menn. Það var gagnrýnt, einkum af hægri mönnum, en Páll Péturs- son, sem var í forsetastóli, leysti þetta mál snyrtilega með því meðal annars að lesa upp úr Helsinki-sáttmálanum. Menningarmálin voru einnig á dagskrá, meðal annars hvað varð- aði reglur við val til verðlauna- veitinga. Voru gerðar breytingar á þeim reglum? Já, umræður um menningar- málin voru fyrirferðarmiklar á þinginu, og þar voru gerðar þær veigamiklu breytingar að öll mál er vörðuðu norrænt samstarf á sviði lista og menningar voru sett undir 5 stórar nefndir, sem fjalla eiga hver um sig um norrænt sam- starf á sviði bókmennta, tónlist- ar, leikhúss, myndlistar og kvik- myndalistar. Við í íslensku sendinefndinni gerðum fyrirvara á þessum breytingum þar sem við teljum hættu á því að með þessu sé verið að færa völdin í þessum málum úr höndum fagfólks yfir á hendur skrifræðisins. Þetta gildir til dæmis um leikhúsnefndina, en nú á að Ieggja Norræna áhugaleikhús- ráðið niður en veita áhugaleik- húsunum þess í stað fulltrúa í leiklistarnefndinni. Við óttumst að þetta verði til þess að áhugam- annaleikhúsin verði sett til hlið- ar. Þá verða bókmenntanefndinni falin fjölmörg samnorræn verk- efni á sviði þýðingarmála, dreif- ingarmála, bókasafnsmála o.s.frv. og verður óhjákvæmilega valið til hennar út frá öðrum for- sendum en gert hefur verið við val dómnefndar fyrir bók- menntaverðlaunin. Við óttumst að þetta muni koma niður á fag- Iegum vinnubrögðum. Norræna tónlistarnefndin á nú að taka við af Nomus og auk þess að sjá um val til tónlistarverð- launa á hún að samhæfa norrænt samstarf á milli áhugamanna og á milli tónlistarskóla svo dæmi sé tekið. Við óttumst að þetta geti orðið til þess að þynna út gildi tónlistarverðlaunanna og að þeim verði jafnvel hugsanlega út- hlutað til áhugafólks sem ekki hefur tónlistarmenntun. Við töldum í stuttu máli að í öllum þessum tillögum fælist hætta á að vald skrifræðisins í norrænum menningarmálum yrði aukið, á kostnað faglegra sjónarmiða. Úthlutun bókmenntaverðlaun- anna í ár vakti mikla athygli fjöl- miðla, var ekki svo? Jú, og það verður ekki annað sagt en að Thor Vilhjálmsson hafi staðið sig frábærlega þarna úti. Hann var á stöðugum þönum á milli sjónvarpsmanna og frétta- manna og vakti hvarvetna mikla og verðskuldaða athygli. Ég held að menn hafi verið sammála um að úthlutun bókmenntaverðlaun- anna hafi sjaldan vakið jafn mikla athygli og í þetta skipti. Að lokum nokkur orð um nor- rœna samvinnu almennt. Er þró- unin í Evrópu að kippa grundvell- inum undan henni? - Nei, ég held þvert á móti að mönnum sé að verða ljóst að nor- ræn samstaða er að verða mik- ilvægari nú en nokkru sinni fyrr. Samstarf Norðurlandanna hefur í gegnum árin komið miklu í verk, einkum á sviði félagsmála og menningarmála, bæði með samn- ingum um gagnkvæm réttindi, af- námi vegabréfsskyldu, stór- auknum menningarlegum sam- skiptum o.s.frv. Á tímabili var eins og kæmi lægð í þetta sam- starf, menn sáu ekki fram á að hægt væri að gera mikið meira. Og fyrir okkur er Norðurlanda- samstarfið mikilvægur tengiliður við Evrópu. Þar hljótum við að hafa samleið með þeim Norður- landanna sem standa utan Evróp- ubandalagsins. Því væri svo kom- ið að við stæðum ein utan banda- lagsins, hvar stæðum við þá? -ólg Guðrún Helgadóttir Umrœða um stöðu Norð- urlandanna innanEvr- ópu setti mark sitt á 36. þing Norður- landaráðs segir Guð- rán Helga- dóttir 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þríöjucíagur 15. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.