Þjóðviljinn - 16.03.1988, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR
r.ir-¥J.hni.¥)- f-f f 11 i i'' ii i ■ 11 —
0*713 3U D'onn 0313
Shimon Perez vill alþjóðlega ráðstefnu um herteknu svæðin og frið í Miðausturlöndum. Hann hefur hinsvegar ekki mjög hátt um það á heimaslóðum af ótta við
kjósendur. Yitzhak Shamir skellir skollaeyrum við gagnrýni erlendis frá og nafni hans Rabin læst ekki sjá afleiðingar gjörða sinna á herteknu svæðunum.
Myndin er úr ísraelsku dagblaði.
Palestína
Tveir mótmælendur skotnir
Fórnarlömb Israelsmanna 93 hið minnstafráþví uppreisnin
hófst. Israelsher kœrir bandarískan blaðaljósmyndara fyrir
ísraelskri lögreglu!
Bandaríkin
Dómsmorð
í Flórída?
Miðaldra blökkumaður
tekinn aflífi fyrir morð
þóttýmislegthefði komið
fram sem benti til sak-
leysis hans
Willie Jasper Barden var í gær
tekinn af lífi í rafmagnsstól í Flór-
ídafylki í Bandaríkjunum þrátt
fyrir hörð mótmæli fjölda ein-
staklinga og mannréttindasam-
taka. Þótt Jóhannes Páll II., And-
rei Sakharov og félagar Amnesty
International bæðu Barden
vægðar hélt „réttvísi“ fylkisst-
jórnarinnar sínu striki og mátti
einu gilda þótt hinn sakfelldi hefði
aldrei nokkurn tíma játað sekt
sína. Stjórn bandaríkjadeildar
Amnesty heldur því fram að Bar-
den sé fórnarlamb kynþáttafor-
dóma og að hendur fylkisstjó-
rans, Bob Martinez, séu flekkað-
ar blóði.
Barden var árið 1973 fundinn
sekur um að hafa myrt hvítan
húsgagnasala og rænt hann 15
dölum. Hann var dæmdur til
dauða en var ekki tekinn af lífi
þar eð slíkt var ekki í tísku í
Bandaríkjunum um skeið.
Sem fyrr segir hélt Barden ætíð
fram sakleysi sínu og margir
drógu í efa að mál hans hefði
fengið réttláta dómsmeðferð.
Kröfurnar um ný réttarhöld urðu
háværar eftir að ný vitni komu
fram, þar á meðal prestur nokkur
sem sagðist hafa séð hann víð-
sfjarri vettvangi glæpsins um
svipað leyti og húsgagnasalinn
var myrtur. Einhverra hluta
vegna var ekki orðið við þessum
kröfum þrátt fyrir herferðir og
áskoranir mikils metinna einstak-
linga. Barden ítrekaði sakleysi
sitt skömmu áður en hann var ól-
aður niður í rafmagnsstólinn og
sagðist ganga í dauðann með
hreina samvisku.
Að minnsta kosti 96 menn hafa
verið líflátnir í Bandaríkjunum
frá því dauðarefsing var heimiluð
á ný þarlendis árið 1976. Flesta
þeirra drápu böðlar Texasfylkis,
kollegar þeirra í Flórída koma
næstir í röðinni en í þriðja sæti
sitja opinberir drápsmenn Louis-
iana.
Reuter/-ks.
r
Israelskir hermenn skutu tvo
unga Palestínumenn til bana í
gær á vesturbakka Jórdanár en
þar kom víðsvegar til átaka í gær.
Talsmaður ísraelsku herstjórn-
arinnar staðfesti að ísraelskar
byssukúlur hefðu orðið Palest-
ínumönnunum tveim að aldurtila
í þorpunum Deir Jerir, steinsnar
frá bænum Ramallah, og Jabah,
skammt frá Nablusborg. Hins-
vegar sagði hann alls ósannað
hvort ísraelskir hermenn hefðu
tekið í gikkinn, verið væri að
rannsaka málið!
Að sögn palestínskra heimilda-
manna voru það Arafat Hweih,
22 ára, og Allam Nasrallah, 17
ára, sem urðu „fyrir ísraelsku
byssukúlunum" í gær. Þeir voru
nítugasta og annað og nítugasta
Og þriðja fórnarlamb ísraels-
pianna frá því uppreisn Palest-
ínumanna hófst á herteknu svæð-
unum fyrir 13 vikum. Sömu
heimildamenn kváðu að minnsta
kosti 23 landa sína hafa slasast í
átökunum á vesturbakkanum,
ýmist voru þeir særðir skotsárum
„af ísraelskum kúlurn" eða barðir
til óbóta af „ísraelskum trefja-
kylfum". Svo allrar hlutlægni sé
gætt verður að geta þess að þrír
ísraelskir hermenn særðust þegar
þeir voru hæfðir „palestínskum
grjóthnullungum."
Fyrrnefnd málpípa ísraelshers
skýrði frá því í gær að herstjórnin
hefði sett sig í samband við ísra-
elsku lögregluna til þess að kæra
bandarískan blaðaljósmyndara,
William Biggart að nafni, fyrir
grjótkast! Er hann sagður hafa
tekið þátt í mótmælaaðgerðum
Palestínumanna í Nablus í önd-
verðum þessum mánuði. Biggart
þessi kvað vera korninn heim til
New York og því óvíst hvað ísra-
elskir lögreglumenn geta tekið til
bragðs í þessu makalausa kæru-
máli.
Þorri Palestínumanna varð við
áskorun leiðtoga uppreisnarinn-
ar í gær um að sniðganga vinnu-
staði sína og halda kyrru fyrir
heima. Verslanir voru lokaðar
allan daginn og um 60 þúsund
palestínskir verkamenn sem alla-
jafna sækja vinnu til ísraels fóru
hvergi.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að Yitzhak Shamir forsætis-
ráðherra ísraels er nú gestur
ráðamanna í Washington. Að
sögn Georges Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, er
Shamir gersamlega ófáanlegur til
þess að fallast á nokkra alþjóð-
lega ráðstefnu um frið í ríkjum
fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann
vilji ekki heldur ljá máls á nokkr-
um tilslökunum gagnvart Palest-
ínumönnum nú fremur en endra-
nær. Það er því ljóst að ísraelskir
ráðamenn hafa ekki í hyggju að
leita friðsamlegrar lausnar átak-
anna á herteknu svæðunum held-
ur setja traust sitt áfram á kylfur
og byssur.
Reuter/-ks.
|rp| Fjórðungssjúkrahúsið
Akureyri
Mikhael Gorbatsjov
Gagnrýnir NATO-leiðtoga
Aðalritarinn telurþá Reagan hafa til lítils unnið í Washington
ef NATO hyggst efla kjarnvopnabúr sín
Mikhael Gorbatsjov sakaði að-
ildarríki NATO í gær um að
ætla að bæta sér upp missi meðal-
drægra kjarnflauga með því að
endurnýja og fjölga annarskonar
kjarnvopnum sínum í Vestur-
Evrópu.
Gorbatsjovhjónin eru sem
kunnugt er stödd í opinberri
heimsókn í Júgóslavíu. Aðalrit-
arinn lét ofansögð ummæli falla í
kvöldverðarboði sem gestgjaf-
arnir héldu honum til heiðurs í
gær. Kvað hann samninginn sem
þeir Ronald Reagan undirrituðu
með pompi og prakt í Washing-
ton nýskeð vera „fyrsta en ekki
sérlega stórt skref“ í átt að settu
marki, tryggingu friðar í heimin-
um.
„Við lýsum því yfir í heyranda
hljóði og án nokkurra vífilengja
að við erum gersamlega andsnún-
ir þeirri viðleitni ákveðinna
stjórnmálamanna á Vestur-
löndum að gera að engu þann ár-
angur sem þegar hefur náðst í af-
vopnunarmálum með því að
koma upp nýjum vopnum í
Vestur-Evrópu. “
Þótt Gorbatsjov hafi ekki
nefnt NATO á nafn blandast eng-
um hugur um að hann beindi
spjótum sínum að hinni loðinyrtu
lokaályktun sem leiðtogar
bandalagsins sendu frá sér eftir
fund sinn í Brussel fyrr í þessum
mánuði. í henni er haldið opnum
möguleika á endurnýjun
skammdrægra kjarnvopna
bandalagsins. Bandaríkjamenn
og Bretar eru því hlynntir en
Vestur-Þjóðverjar andvígir.
Gorbatsjov vísaði því gersam-
lega á bug að hann reyndi af
öllum mætti að reka fleyg á milli
Bandaríkjamanna og evrópskra
félaga þeirraíNATO. „Markmið
okkar er aðeins það að koma í
veg fyrir að skilin skerpist enn
meir en orðið er milli Austur- og
Vestur-Evrópu. Við viljum
stofna evrópskt heimili sem býr
öllum heimilismönnum öryggi og
velfarnað."
Fyrr í gær lagði Gorbatsjov
blómsveig á gröf Jósefs Broz Tít-
ós. Athöfnin var táknræn því
enginn sovétleiðtoga hefur kom-
ist nær því en Gorbatsjov að af-
hjúpa manninn sem kallaði Tító
„svikara við málstað kommún-
isrnans", Jósef Stalín.
Reuter/-ks.
LJÓSMÆÐUR
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
SJÚKRALIÐAR
Hafið þið áhuga á að taka þátt í að skipuieggja og
byggja upp nýja deild? Um er að ræða samein-
ingu Fæðinga- og kvensjúkdómadeildar, sem
verður ein hjúkrunareining eftir 15. apríl 1988.
Viö þurfum að fjölga Ijósmæðrum, hjúkrunar-
fræðingum með Ijósmæðramenntun og sjúkra-
liðum og þörfnumst því ykkar starfskrafta. Um-
sóknarfrestur er til 26. marz nk.
Allar nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri í síma 96 22100 - 274.
LÆKNARITARAR
Læknaritara vantar á Röntgendeild. Um er að
ræða sumarafleysingu og ráðningu í hlutastarf.
Einnig vantar læknaritara til sumarafleysinga á
ýmsar deildir.
Upplýsingar veita læknafulltrúar og/eða skrif-
stofustjóri í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Mlövikudagur 16. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11