Þjóðviljinn - 16.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.03.1988, Blaðsíða 9
Myndlist Brasilísk listakona sýnir í List I Gallerí List, Skipholti 50 b, stendur nú yfir sýning brasil- ísku listakonunnar Neide Mol- inari. Neide Molinari er fædd í Rio de Janeiro og stundaði mynd- listarnám þar og í Bandaríkjun- um. Hún hélt þrjár sýningar í Fortaleza, Brasilíu og tvær í New York árin 1985 og 1987. Á sýningunni, sem stendur til 20. mars, eru olíumálverk frá undanförnum árum. Gallerí List er opið virka daga kl. 10:00- 18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar. LG MENNING Sinfónían Fiðlukonsert eftir Sibelius, er meðal verka á efnisskrá tónleika Sinfóníunnar annað kvöld Sigrún Eðvaldsdóttir, einleikari. Zygmunt Rychert, stjórnandi. Sigrún Eðvaldsdóttir leikur einleik Tólftu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands verða í Háskólabíói annað kvöld, kl. 20:30. Áefnis- skránni eru þrjú verk, Orphe- us eftir Liszt, fiðlukonsert eftir Sibelius og sinfónía eftir Lut- oslavsky. Einleikari á tónleikunum er Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari. Sigrún er rúmlega tvítug. Hún hóf fiðlunám 5 ára, fór 11 ára í Tónlistarskólann í Reykjavík og lærði þar hjá Rut Ingólfsdóttur og Guðnýju Guðmundsdóttur þar til hún útskrifaðist 16 ára með einleikaraprófi. Hún stundar nú nám við The Curtis Institute of Music í Philadelphiu, Bandaríkj- unum og lýkur þaðan BM prófi í vór. Sigrún hefur leikið einleik með mörgum unglingahljóm- sveitum, meðal annars í Svíþjóð, og Michigan í Bandaríkjunum. Fyrsta verkið á tónleikunum er Orpheus eftir Franz Liszt, og því næst verður fiðlukonsert Sibe- liusar fluttur. Síðasta verkið á efnisskrá tónleikanna er Sinfónía númer 3, eftir Lutoslavsky, og er þetta nýlegt verk eftir hann. Lut- oslavsky sem nú stendur á sjö- Myndlist Guðbergur sýnir í Gallerí Grjót tugu, þykir eitt merkasta tón- skáld tuttugustu aldar. Við flutn- ing sinfóníunnar þarf að fjölga verulega flytjendum í hljóm- sveitinni, þannig að þeir verða nú 90. Stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar að þessu sinni er pól- verjinn Zygmunt Rychert. Hann lærði tónsmíðar og hljómsveitar- stjórn við opinbera tónlistarhá- skólann í Posnan, og hlaut verð- laun í þessum greinum í pólsku samkeppninni árið 1970. Hann hefur stjórnað hljómsveitum innan Póllands og utan, er stofn- andi Baltycka filharmóníuhljóm- sveitarinnar, og hefur hlotið verðlaun fyrir framlag sitt í þágu listarinnar í Póllandi. LG í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 a, stendur nú yfir sýning Guðbergs Auðunssonar. Guðbergur stundaði nám við Kunsthaandværkerskolen í Kaupmannahöfn 1959-1963 og við málaradeild MHÍ 1976. Hann sýndi á Kjarvalsstöðum 1978, í Gallerí Baden Baden, Vestur Þýskalandi 1980, og í Nýlistasafn- inu á síðasta ári. Verk eftir hann eru meðal annars í eigu Lista- safns íslands og Listasafns Kópa- vogs. A sýningunni sem stendur til 27. mars, eru ný og eldri verk sem eru öll til sölu. Gallerí Grjót er opið virka daga kl. 12:00-18:00 og kl. 14:00-18:00 um helgar. Að- gangur er ókeypis. Óperan Litli sótarinn Sýningum fer fækkandi (slenska óperan sýnir nú barnaóperuna „Litla sóta- rann“ eftir Benjamin Britten. Óperan hefur verið sýnd fyrir fullu húsi frá því í janúar og fer sýningum nú senn aðfækka. -Óperan hefurfengiðmjög góðar undirtektir barna og fullorðinna, enda byggð á þátttöku áhorfenda. Þátttakendur í sýningunni eru 26 talsins, þar af 12 börn sem fara með veigamikil hlutverk. Verði aðgöngumiða er mjög í hóf stillt, kostar miðinn um þriðj- ung af verði miða á venjulega óp- erusýningu. íslenska óperan hef- ur leitað eftir fjárstuðningi frá Reykjavíkurborg til að greiða niður verð aðgöngumiða fyrir börn í grunnskólum borgarinnar, en ekki haft erindi sem erfiði þrátt fyrir meðmæli fræðsluyfir- valda. Miðvikudagur 16. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Leikhús Sá með uppsnúnu uggana Seyðfirðingar frumflytja barnaleikrit Nú standa yfir sýningar hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar á ævintýraleik og er það frum- flutningur hér á landi. Leikritið heitir „Stóri klunnalegi blórinn með uppsnúnu uggana" og er danskt eftir Börge Hansen í þýðingu Emils Emilssonaren hann hefur einmitt um langt árabil verið burðarásinn í Leikfélagi Seyðisfjarðar. Þetta er 26. verkefni leikfélags- ins en það varð 30 ára á síðasta ári. „Stóri klunnalegi blórinn með uppsnúnu uggana“ er barna- leikrit með söngvum. Þátttak- endur í sýningunni eru allir böm og unglingar. Alls taka þátt í sýn- ingunni tæplega 80 manns. Þessi sýning er því ein sú viðamesta sem leikfélagið hefur ráðist í til þessa. Leikritið segir frá 5 krökkum sem eru að leika sér í indíánaleik. Þau hafa tapað teppi sem þau höfðu hnuplað af þvottasnúru. Þá kemur til þeirra skrítin stelpa sem upplýsir þau um að stóri er kennt um, s.s. að nenna ekki klunnalegi blórinn með upp- að iæra heima, blóta, pissa í bux- snúnu uggana hafi örugglega stol- urnar o.s.frv. Og það verður úr ið teppinu. Það sé nefnilega alltaf að þau leggja af stað í ferðalag til hann sem geri allt það sem okkur þess að finna þennan ósvífna blóra. Þau fara út á þjóðveginn, gegnum skóginn, niður að sjón- um og ofan í sjóinn. Þetta er því mikil ævintýraferð. Tónlistin í leikritinu er frum- samin af þeim Aðalheiði Borg- þórsdóttur og Kristrúnu Helgu Björnsdóttur sem jafnframt er stjórnandi hljómsveitarinnar. Leikstjóri er G. Margrét Óskars- dóttir. Leikfélagið ætlar að taka upp þá nýbreytni að gefa nemendum í öllum skólum á Austfjörðum kost á því að koma í leikferð til Seyðisfjarðar. Og vonast það til að fleiri fylgi því fordæmi. f því skyni verða næstu sýningar mið- aðar við þá daga sem heiðar og fjallvegir eru ruddir. Á þennan hátt hyggst Leikfélag Seyðis- fjarðar stuðla að því að þessi landshluti verði sjálfum sér nógur um skemmtanir í stað þess að sækja allt á suðvesturhornið eins og þeir fullorðnu hafa í alltof rík- um mæli tileinkað sér og þá hafa börnin of oft verið afskipt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.