Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 1
HAFNARFJÖRÐUR I dag eru 80 ár liðin síðan Hafn- arfjörður hlaut kaupstaðarrétt- indi. Vísir að þéttbýli þar er þó miklu eldri. Löngum var þar að- alhafskipahöfn landsins og sóttu þangað útlendir kaup- menn með útlenda siði. Líkur standa til að í Hafnaríirði hafi verið sungin lútersk messa í fyrsta sinn á íslandi og munu kaupmenn frá Þýskalandi hafa hlýttþartíðagjörð. Haf nfirðingar hafa lagt á það áherslu að þéttbýlið í Firðinum er ekki afleiöing af vexti Reykja- víkur. Gróandi atvinnulíf og verslun undirstrika að bærinn er síður en svo „svef nbær" höfuðborgarinnar. Til eru Haf nfirðingar á besta aldri sem telja þaðtöluvertferðalag að fara „inn eftir", þ.e. til Rvíkur. Þjóðviljinn óskar Hafnfirðingum til hamingju með merkan áfanga í sögu bæjar þeirra. Listaverk Syndandi fiskar á Maikaðshúsinu Listamennirnir Gestur og Rúna hafa unnið að glœsilegri veggskreytingu utan á Fiskmarkaðshúsið. Nýjar aðferðirvið vinnslu á útilistaverkum. Vígt á föstudaginn - Það er óhætt að segja að þessi vinna hefur verið sérstök að mörgu leyti. Það er held ég ein- stakt að listamenn séu fengnir til að skreyta fiskvinnsluhús og það var einnig til fyrirmyndar að við fengum að vera með frá upphafi. Vorum fengin til verksins áður en Fiskmarkaðshúsið hafði verið að fullu teiknað, segir Sigrún Guð- jónsdóttir myndlistarkona. Hún ásamt eiginmanni sínum Gesti Þorgrímssyni listamanni hafa útbúið sérstakt og glæsilegt listaverk utan á framhlið Fisk- markaðarins við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Það var hafnarstjórn sem óskaði eftir því við þau Gest og Rúnu fyrir hálfu öðru ári að þau gerðu tillögur að listaverki utan á húsið, en fiskmarkaðurinn tók formlega til starfa fyrir tæpu ári. Álið litað með rafbrynjun Listaverkið sem er sérlega glæsilegt og er samsett af fjöl- mörgum syndandi fiskum í hinum sérstaka „Rúnustíl" verður form- lega vígt og gefið nafn við hátíð- lega athöfn á föstudaginn. Lista- verkið er unnið úr áli sem er sér- staklega hert og litað með raf- brynjun. Umþáhlið málasérSig- urður Hreinn Hilmarsson raf- magnstæknifræðingur. Var útbú- in sérstök vinnuaðstaða í Fisk- markaðshúsinu til að anúðasera eða rafbrynja álið og þurfti að sérsmíða stór ker til að vinna þetta verk. Hingað til hefur Sig- urður einkum fengist við raf- brynjun á smáhlutum fyrir tölvu- og mælabúnað. - Þetta eru stærstu stykkin sem ég hef unnið með en ég hef áhuga á að geta komið upp það stórum kerjum að hægt sé að rafbrynja allt að 6 metra stór stykki í einu, sagði Sigurður þegar blaðamaður hítti hann að máli í Fiskmarkaðs- húsinu á dögunum þar sem hann var að undirbúa litunina ásamt þeim Gesti og Rúnu. Til marks um hversu sérstakt verkið og vinnslan er, þá þurfti Rafveitan að leggja sérstakan kapal í Fisk- markaðshúsið svo nægur straumur fengist fyrir rafbrynjun- ina. Galdramaður að vestan En hvernig kom til að ákveðið var að vinna verkið á þennan hátt? Gestur segír að þegar þau Rúna voru að vinna að listaverki utan á stúku íþróttavallarins í Laugardal hafi þau ætlað að láta útbúa hringi í verkinu á þennan hátt. - Ég fékk tilboð frá Sviss í gegnum Alverið en það var svo svimandi hátt að við hættum við og notuðum kopar í staðinn. - Þegar við fórum að undirbúa þetta listaverk utan á Fiskmark- aðinn skaut þessari hugmynd upp aftur og þegar ég færði þetta í tal við bæjarstjóra og hafnar- stjórnarmenn þá vísuðu þeir mér á hann Sigurð, galdramanninn á Arnarnesinu. Þegar ég heyrði nafnið, þekkti ég strax allar hans ættir, tómir galdramenn að vest- an. Sigurður segir að rafbrynjun á áli sé farin að ryðja sér æ meira til rúms varðandi klæðningar á byggingum. - Ég hef stundum sagt að menn hafi þetta fyrir augunum á ljósmyndavélum og klæðingunni utan á Seðlabanka- húsinu. Þetta er líka í Flugstöð- inni á Keflavíkurflugvelli en ég veit ekki til þess að listaverk hafi verið meðhöndluð hérlendis áður á þennan hátt. Þaðer 12 mm. þykktálífiskun- um hennar Rúnu og hans Gests sem munu prýða forhlið Fisk- Rúna með uppdrátt af listaverkinu og Gestur með einn álfiskinn ólitaðan, fyrir framan Fiskmarkaðshúsið. Mynd-lg. markaðarins. Fiskarnir eru mis- stórir og sumir samsettir úr nokkrum hlutum. Álstykkin verða skrúfuð upp á gaflinn í dag og á morgun og á föstudaginn verður verkið vígt og því gefið nafn. Um þá hlið mála annast Óskar Vigfússon formaður Sjó- mannasambandsins en hafnar- stjórn og bæjaryfirvöld hafa boð- ið sérstaklega öllum sjómönnum og fiskvinnslufólki í Hafnarfirði til vígslunnar. Horft út um gluggann heima - Ég hef trú á því að þetta taki sig bara vel út hérna á gaflinum og gefi hafnarsvæðinu skemmti- legan svip, segir Rúna. - Svo er ekki verra að við Gestur getum horft á skreytinguna út um vinn- ustofuna hjá okkur á Austurgöt- unni, þvert yfir fjöröinn. -Ig. Ein af vinnuskyssunum að skreytingunni. Miðvikudagur 1. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.