Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1988, Blaðsíða 4
Hafnarfjörður 80 ára Stúdentar frá Flensborgarskóla Flensborgarskólanum var slitið föstudaginn 20. maí sl. og voru þá brautskráðir 47 stúdent- ar, 5 nemendur með verslunar- próf og 1 með lokapróf af tækni- fræðibraut, alls 55 nememdur. Við skólaslitin voru kynnt ákvæði í erfðaskrá Önnu Jónsdóttur Ijósmyndara, sem lést fyrir nokkrum mánuðum, en hún gaf andvirði húseignar sinnar til sjóðstofnunar til að styrkja efni- lega nemendur til framhaldsnáms að loknu prófi frá Flensborgar- skólanum. Er sjóðurinn helgaður minningu föður hennar, Jóns Þórarinssonar, sem var fyrsti skólastjóri Flensborgarskólans. Bestum námsárangri á stúd- entsprófi náðu Guðrún Guð- mundsdóttir, sem útskrifaðist bæði af náttúrufræðabraut og viðskiptabraut með 27A 14B og 2C, en hún stundaði nám í öld- ungadeild skólans, Þórunn Rakel Gylfadóttir (30A, 20B og 1C), sem útskrifaðist af náttúru- fræðabraut, og móðir hennar, Þórunn S. Olafsdóttir, (25A, 14B og 3C), sem útskrifaðist af málabraut og stundaði námið í öldungadeildinni. Skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, skýrði frá því í skóla- slitaræðunni, að nýlega hefði skólanum borist tilkynning um innihald erfðaskrár Onnu Jóns- dóttur ljósmyndara, sem lést fyrir nokkrum mánuðum. Þar var ákvæði um að selja skyldi húseign Önnu að Austurgötu 28 í Hafnar- firði og leggja andvirðið í sjóð er nefnist Fræðslusjóður Jóns Þór- arinssonar og er hlutverk hans að styrkja til framhaldsnáms efni- legt námsfólk, sem lokið hefur námi við Flensborgarskólann. Verður sjóðnum bráðlega sett skipulagsskrá, en hann á að vera í umsjá skólanefndar skólans. Auk skólameistara tóku til máls við skólaslitin Guðrún Ingv- arsdóttir, fulltrúi 50 ára gagn- fræðinga; Ólafur Thordarson, fulltrúi 40 ára gagnfræðinga, og Árni M. Mathiesen, fulltrúi 10 ára stúdenta, og færðu þau öll skólanum gjafir. Einnig talaði fulltrúi nýstúdenta, Valdimar Svavarsson, og kór Flensborgar- skólans söng við athöfnina undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Á merkum tímamótum í sögu Hafnarfjarðar senda eftirtalin bæjar- og sveitarfélög Hafnfirðingum sínar bestu kveðjur fjf Reykj avík ísafjörður Kópavogur Garðabær Akureyri Mosfellsbær Hveragerði Borgarnes STOKKSEYRI Húsavík Stokkseyrarhreppur Njarðvík V estmannaeyj ar Ölfushreppur Seltjarnarnes Neskaupstaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.