Þjóðviljinn - 30.11.1988, Blaðsíða 7
BÆKUR
„Alveg miljón!“
Býður nokkur betui?
Alveg milljón. Höfundur Andrés
Indriðason. Mál og menning 1988.
Út er komin hja Máli og menn-
ingu ný bók eftir Andrés Indriða-
son, Alveg milljón! (er þetta nú
áreiðanlega rétt stafsett?). Bók
frá Andrési hefur um langt skeið
verið árviss viðburður sem betur
fer, enda er hér á ferð óvenju
vandvirkur höfundur barna- og
unglingabókmennta og virðist
reyndar vaxa með hverri bók.
Að þessu sinni heitir söguhetj-
an Steini. Hann er eitthvað
skyldur Jóni Agnari úr Stæltrí-
lógíu Andrésar, sýnist manni, en
býr við erfiðar fjölskylduaðstæð-
ur. Latur og tillitslaus stjúpi (ein-
hvers konar uppgjafarskalla-
poppari), lítill bróðir sem tekur
hástöfum tennur, þreytt og geð-
vond móðir, að ekki sé minnst á
þungbært gelgjuskeið, allt þetta
leggst á eitt til þess að gera Steina
erfitt fyrir. Ekki bætir úr skák að
vinurinn Porbergur Óskarsson er
fjarska erfiður viðureignar og
frekur við Steina. Það vill þó til
að Steini stendur sig vel í námi og
öllum ber saman um að hann sé
góður strákur, „alveg milljón“,
svo vitnað sé í föður hans, far-
manninn fráskilda.
Sagan gerist á einum sólar-
hring og verða þá sannkölluð pól-
skipti í tilveru Steina. Ja, hvílíkt!
Sittaf
voru
tagi
Heimur í hnotskurn. Fjölfræði fyrir
börn og unglinga eftir Jane Elliott og
Colin King. Bjarni Fr. Karlsson
þýddi. Forlagið 1988.
Það er víst engin lygi að í þess-
ari bók er tæpt á mörgum fróð-
leik. Opnu eftir opnu fylla mynd-
ir margar sem í samvinnu við
stutta texta lýsa fróðleik um það,
hvernig jörðin varð til, um veður-
far og tíma, um sögu lífsins á
jörðinni, um álfur og þjóðir, um
sögu mannkyns og þróun vísinda.
Fullorðinn maður skoðar þessa
bók og hugsar sem svo: alsæll
hefði hann orðið ef hann hefði
fengið að halda á einni slíkri þeg-
ar hann sjálfur var svosem tíu ára
gamall. Hann getur líka skemmt
sér við það, að spyrja sjálfan sig
(til dæmis þegar hann skoðar
kaflana um jurtir og tré og
skordýr) - hvort hann viti í raun-
inni nokkru meir um þessa hluti
en hér stendur skrifað. Hann get-
ur líka skemmt sér við teikningar
Colin Kings, sem eru margar
kankvísar - eins og þegar fræ
Ekki verður söguþráður rakinn
frekar en hugkvæmni Andrésar
er aðdáunarverð. Allt gerist svo
hratt, klippingar örar og vel
heppnaðar, frásögnin lipur og á
köflum ærri lýrisk. Þegar hugar-
ástandi söguhetju er lýst verður
manni hugsað til Einars Más
Guðmundssonar og er þá ekki
leiðum að líkjast.
Bók Andrésar líður áreynslu-
laust áfram eins og vel gert og
spennandi myndband. Framför
spýtist úr belgjurt með þeim
krafti að rúður brotna (bls. 39)
eða þegar rauð blóðkorn ráðast á
sýkil ljótan til að berja hann í rot
og klessu (bls. 59). En náttúrlega
veit sá sami fullorðningur, alinn
upp í myndleysi, ekkert um það,
hvernig svona fjölfræðibók fer í
böre okkar tíma, sem lifa í enda-
lausu áreiti mynda. En við
skulum vona hið besta. Líka
vegna þess að oft eru kennarar að
kvarta yfir því að svona bækur
vanti á skólabókasöfnin.
frá Stjörnustælum frá í fyrra er
einmitt að hér er mun minna af
yfirborðslegum stælum, „effekt-
um“, en þar. Einnig eru horfnir
smábrestir í siðferði söguhetju.
Jón Agnar gat beitt fyrir sér lygi
en Steini er ekki þannig gerður.
Þorbergi er teflt fram sem and-
stæðu. Hann brýtur ýmis bönn,
það er dálítill gelgjupúki í honum
en ekki er hann leiðinlegur, fjarri
því. Þótt hann geri ýmislegt sem
ekki telst æskilegt, s.s. að reykja,
svindla og koma yfirlætislega
fram við vini sína tekur hann
sinnaskiptum á trúverðugan hátt.
Auk þess að lýsa viðkvæmu
skeiði í lífi unglinga er sagan
mergjuð spennusaga sem höf-
undur kryddar með leiftrandi
kímni. Það ætti að vera ómögu-
legt að láta sér leiðast við lestur
þessarar bókar, hversu frábitnir
sem menn kynnu annars að vera
bóklestri. Hér skiptir líka ágætur
frágangur miklu máli. Letur er
svo skýrt og stórt, kaflar svo ör-
stuttir og skýrt afmarkaðir, að
jafnvel þeir sem hafa aðeins neytt
teiknimynda hafa ekki tilefni til
að kvarta. Vitaskuld er hér „að-
eins“ um afþreyingarbók fyrir
unga lesendur að ræða, en hún er
líka skrambi góð sem slík. Til
hamingju, Andrés!
Ólöf Pétursdóttir
Sem fyrr segir: það er miklum
fróðleik saman þjappað á ekki
stærri bók. Vitanlega er mjög
fljótt farið yfir sögu og stundum
verða úr því nokkuð hlálegir text-
ar. Eins og þegar einum parti Nú-
tímans er svo lýst:
„Tvær heimsstyrjaldir ollu
þjóðfélagsbreytingum. Konur
hafa nú kosningarétt og vinna
störf sem karlar einir unnu áðuL “
Annað segir ekki um
heimsstyrjaldirnar tvær og við
skulum vona að börnin saklausu
dragi ekki þær ályktanir, að þær
hafi verið háðar um kvenfrels-
ismál.
Það er líka í þessum fróðleik
sitt af hverju sem minnir einna
helst á heimsmetabók Guinness
(Kínverji einn var 133 daga á
fleka) eða fundargerð Samtaka
um gagnslausan fróðleik: títu-
prjónshaus með sólarhita dræpi
mann í 150 km fjarlægð. En ekki
skal um það kvarta: hinn gagnlegi
fróðleikur rennur jafnan betur
niður með þeim gagnslausa - og
sá síðarnefndi er ekki síður hollur
fyrir ímyndunaraflið.
Arni Bergmann
Skáldsaga eftir
Isabel Allende
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu skáldsagan Ást og skuggar
eftir Isabel Allende, en í fyrra
kom út fyrsta skáldsaga hennar
hér á landi, Hús andanna, sem
vakti mikla athygli.
Sögusviðið er sem fyrr Chile,
en þessi bók gerist öll undir ógn-
arstjórn hershöfðingjanna. Við
fylgjumst með ungri blaðakonu
úr hástétt, Irene Beltrán, og
ljósmyndaranum Francisco Leal
sem er sonur spænskra
stjórnleysingja. Starf þeirra við
blað eitt leiðir þau á slóð fólks,
sem hefur horfið af völdum hers-
ins, og jafnframt því kviknar ást-
in milli þeirra. Öll er sagan hug-
vitsamlega fléttuð og uppfull af
spaugilegum uppákomum og
persónum, án þess þó að falli í
skuggann hinn harmræni þáttur
hennar sem er í rauninni örlög
heillar þjóðar.
Þessi saga hefur, eins og fyrri
bók Allende, farið sigurför um
heiminn og verið þýdd á fjölda
tungumála.
Berglind Gunnarsdóttir þýddi
bókina sem er 246 bls. Kápu-
mynd gerði Róbert Guillemette.
Stafróf verða til
CAO
Z 3 cj
Ílvíoít
Flest stafróf sem fólk notar í
dag eiga rætur sínar að rekja til
myndleturs.
Frá bókfelli til pappírs
Latneski bókstafurinn A er tal-
inn sprottinn af fornu mynd-
tákni fyrir uxa.
Egypitar skrifuðu á pappír sem
gerður var úr blöðum papýrus-
jurtarinnar. Blekið var úr viðar-
kolum, vatni og límefni.
Síðar tóku menn að gera bók
fell úr skinrii. Það var betra er
papýrusinn, því hægt var að
skrifa beggja megin.
Leikuraðlæra1-3
3 góðar vinnubækur með þroskandi íöndurverk-
efnum fyrir böm á forskólaaldri. Nóg að teikna,
lita, klippaog líma.
Bömin skemmta sér konunglega um leið og þau
læra ýmis vinnubrögð og hugtök sem koma sér
velvið lestramámiðsíðar.
Ódýrar, góðar og skemmtilegar föndurbækur fyr-
iryngstu bömin.
A ..
og menning
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
WÓÐVILJINN - SÍÐA 15