Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 12
*■ y <i' ♦ * » « f i « f "4 . * ___________ERLENDAR FRÉTTIR____ Haftastefna framundan? Japanirgruna Vesturlandamenn um vaxandi „efnahagslegaþjóðernishyggju“ Uppdrátturinn sýnir hlut hinna ýmsu heimshluta í heimsversluninni, það er að segja heildarverðmæti hennar. Hlutur Vestur-Evrópu (45.4%) er þar langmestur, næst kemur Asía (22.6%) og í þriðja sæti er Norður-Ameríka (13.2%). Frá því í ensku iðnbyltingunni að minnsta kosti hefur þung- • amiðja efnahagsmála heimsins verið í löndunum báðumegin Norður-Atlantshafs. Síðustu ára- tugi hefur þetta breyst að nokkru. Komið er til sögunnar nýtt efna- hagslegt þungavigtarsvæði í Austur- og Suðaustur-Asíu, og það dregur kraft úr hinu. Sumir vilja raunar meina að þessi nýja efnahagslega þunga- miðja nái yfir lönd báðumegin Kyrrahafs, og hafa þeir nokkuð til síns máls. Síðustu áratugi hef- ur til dæmis þróunin verið sú f Bandaríkjunum að suður- og vesturríkin hafa eflst að efna- hagslegu mikilvægi á kostnað gömlu austurríkjanna. En sé litið á gang efnahagsmála í heiminum í heild sinni kemur í ljós að á þeim vettvangi eru Austur- og Suðaustur-Asíuríki í sókn en Vesturlönd í vörn. Þeim fyrr- nefndu er sumum sameiginlegt að efnahagslíf þeirra er í óvenju- ríkum mæli skipulagt með út- flutning fyrir augum. Þar er Jap- an að sjálfsögðu fremst í flokki, en Suður-Kórea magnast óð- fluga. Hér skipta einnig miklu máli Taívan, Hongkong og Sing- apúr. Konfúsíusarhyggja í efnahagsmálum Athyglisvert er að ríki þessi öll heyra til sömu menningarheild, sem einkum er mótuð af kín- verskum siðum og trúar- brögðum. í því menningarkerfi hefur Konfúsíusarhyggja í alda- nna rás verið leiðandi. I þeim sið er megináhersia lögð á dugnað og hollustu við fjölskyldu og samfé- lag. Konfúsíusarsinnar í Austur- Asíu segja nú að þetta geri að verkum að austurasísk menning sé kraftmeiri þeirri vestrænu, þar sem hollusta við fjölskyldu og ríki sé á hverfanda hveli og margir hafi meiri áhuga á að njóta lífsins en vinna hörðum höndum. Að mörgum læðist nú lúmskur grunur þess efnis, að meðal hvata stuðlandi að nánari efnahagslegri sameiningu Evrópubandalags- ríkja og stofnun norðuramerísks fríverslunarbandalags sé ótti við vaxandi sókn Austur- og Suðaustur-Asíuríkja í efna- hagsmálum. Þetta hefur vakið hjá ríkjum þessum ótta við að innflutningshafta- og tollvernd- arstefna sé á döfinni af hálfu Vesturlandaríkj a. Japanir óttast „Evrópuvirki“ Leiðandi menn í stjórn- og efnahagsmálum Vesturlanda sverja allir sem einn fyrir það að svo sé. í orði hefur málstaður frjálsrar verslunar líklega aldrei átt sér svo marga formælendur sem nú. Engu að síður hafa sér- staklega Japanir látið í Ijós sárar áhyggjur út af nánari sameiningu Evrópubandalagsríkja í efna- hagsmálum, sem á að hafa komist til framkvæmda í árslok 1992. Þeir óttast að þá komi til sögunn- ar „Evrópuvirki" á sviði efna- hagsmála, sem sé að aukinni verslun milli Evrópubandalags- ríkja innbyrðis muni fylgja innflutningshafta- og tollvernd- arstefna gagnvart ríkjum og efna- hagsbandalögum utan Evrópu- bandalagsins. í samræmi við þetta brá Jap- önum hastarlega í s.l. mánuði er Karl-Heinz Narjes, varaforseti stjómamefndar Evrópubanda- lagsins, krafðist þess að Japanir bættu evrópskum útflutningsfyr- irtækjum aftur í tímann fyrir að hafa haldið þeim utan japanska markaðarins í mörg ár eða ára- tugi. Samstarfsmenn Narjesar í Brussel halda því að vísu fram, að hann hafi við þetta tækifæri talað fyrir sjálfs sín hönd, en ekki bandalagsins, en sú staðreynd að svo háttsettur maður á vegum þess skuli bera fram slíka kröfu hlýtur engu að síður að teljast vís- bending um hugarfarið í þessum efnum í aðildarríkjum þess. Önnur vísbending um það sama er að Frakkar hafa nú greinilega hug á því að takmarka innflutn- ing á japönskum bílum, fram- leiddum í Bretiandi. Jacques Cal- vet, forstjóri franska bílafram- leiðslufyrirtækisins Peugeot SA, hélt því fram nýlega að svo fremi Evrópubandalagið grípi ekki til gagngerra ráðstafana til verndun- ar bifreiðaframleiðslu sinni gegn samkeppni utan frá, gæti svo far- ið að ekki tækist að gera banda- lagsríkin að einum markaði fyrir árslok 1992. Bandarísk hafta- stefna á döflnni? Evrópubandalagsmenn leggja áherslu á, að viðskiptaaðilar þeirra launi þeim greiðan aðgang að Vestur-Evrópumarkaði með engu síður greiðum aðgangi að sínum mörkuðum. En aðrir þykj- ast sjá vofu haftastefnu á bakvið þessa kröfu. Ekki aðeins Japanir og aðrir austurasískir stórútflytj- endur eru haldnir kvíða út af þessu, heldur og Bandaríkja- menn, Comeconríkin og þriðja- heimslönd. Milli Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins er nú á- greiningur út af landbúnaðarmál- um. Evrópubandalagsríki styrkja landbúnað sinn, en Bandaríkin krefjast þess að því sé hætt til að greiða fyrir innflutningi banda- rískra landbúnaðarafurða á Evr- ópumarkað. Bandaríkjamenn hafa líka, líkt og Vestur- Evrópumenn, lengi verið óá- nægðir með óhagstæðan viðskipt- ajöfnuð sinn við Japan. Út frá því óttast Japanir nú að fríverslunar- bandalag Bandaríkjanna og Kan- ada, sem Bush kanski vill fá Mex- íkó inn í, verði að einhverju marki norðuramerískt virki gegn japönskum innflutningi til þess meginlands. Fyrr á árinu gengu í gildi í Bandaríkjunum ný lög um versl- un. Samkvæmt þeim fá stjóm- völd aukið olnbogarými til ráð- stafana gegn „ósanngirni" af hálfu viðskiptavina. Martin S. Feldstein, fyrrum formaður ráð- gjafanefndar Bandaríkjaforseta um efnahagsmál, segir lög þessi ryðja öllum hindrunum úr vegi haftastefnu af Bandaríkjanna hálfu. Aðrir menn sérfróðir segja að ef Bush takist ekki þeim mun betur til í stjórnun efnahagsmála, sé framundan í Bandaríkjunum „efnahagsleg þjóðernishyggja" sem geti komið illilegu raski á efnahagsmál heimsins í heild á fyrstu ámm næsta áratugar. Ólíkar hugmyndir um „frjálsa“ verslun Bent hefur verið á, að vandinn viðvíkjandi verslun milli Vestur- Evrópu- og Norður-Ameríku- manna annarsvegar og Japana hinsvegar liggi í gerólíkum hug- myndum þeirra um það, hvað svokölluð frjáls verslun sé. Jap- anir hafa margsinnis lofað að greiða fyrir innflutningi þessara viðskiptavina sinna á japanskan markað, en heldur lítið hefur orðið úr efndum. Hér veldur inn- byrðis samheldni Japana og holl- usta við eigið samfélag miklu um. Sú hollusta lýsir sér í því að menn kaupa fremur af innlendum fram- leiðslufyrirtækjum en erlendum, án þess að nokkur opinber haft- astefna komi til. Niðurstaða alls þessa er sú að Engilsaxar, sem til þessa hafa öllum öðrum fremur verið taldir formælendur haftalausrar versl- unar, liggja nú undir nánast al- þjóðlegum grun um að hafa haft- astefnu í hyggju. Kaldhæðnis- legast af öllu í því sambandi er kannski að meðal þeirra, sem áhyggjur hafa af þessu, eru So- vétmenn og Kínverjar, sem hing- að til hafa ekki haft sérstakt orð á sér sem ákafamenn um hafta- lausa verslun. En nú færist mark- aðshyggja þar í aukana og þar með áhugi á aukinni verslun við önnur lönd. Eitt mesta áhugamál Gorbatsjovs í utanríkismálum er einmitt að tryggja að „Evrópu- virkið“ lokist ekki fyrir honum á vettvangi efnahagsmála. Dagur Þorleifsson Jólatilboð Helmsendingarlistans 801 ,?{- • »' 1 - f rf w. ■ Okeypis heimsending innan Stór-Reykjavikursvæðisins Bubbi & Megas Bláir draumar LPogKAkr. 995 CD kr. 1395 Bubbi Morthens Serbian flower LPogKAkr. 995 CD kr. 1395 Jóhann G. Jóhannsson Myndræn áhrif LPogKAkr. 995 CD kr. 1395 Artch Another Return (Eiríkur Hauksson) LPkr. 795 CD kr. 1295 3ú getur sparað allt að 1699 kr. ef þú kaupír 3 CD og allt að 1199 kr. ef þú kaupir 3 LP eða KA. Ef þú kaupír 3 bækur færð þú þá fjórðu frítt að eigin vali og þú sparar allt að 1233 kr. Umhverfis jöröina á 80 réttum er ein fallegasta bók sem skrifuð hefur verið um alþjóðlega matargerðarlist. Bókin er samin af Inger Grimlund og Christine Samuel- son, en þær ritstýra tímaritinu „Sæikerinn" í Stokkhólmi. Bókina prýða um 80 litmyndir. Verð kr. 1233. Grímuklæddi riddarinn eftir Caroline Courtney. Verð kr. 790. Orekabrúin eftir Emmu Drummond. Verð kr. 890. Þriðja stúlkan eftir Agöthu Christie í þýðingu Elíasar Marar. Verð kr. 980. , JÖRÐINA f ’ A 80 RETTUM: G RÍMUKUEqDl HIDDARJNN Emma Drummond ^ , DREKABRÚIN „ 3 SNÆFÁLKINN _^^mínna DOMA I — _ -OG 2 SNÆB W, Pöntunarsími allansólar- hringinn 34511 Laun ástarinnar eftir Caroline Courtney. Verð kr. 790. BÖOULL Dómari og böðull eftir Mickey - - Spillane. Verð kr. 755. Snæfálkinn eftir Craig Thomas. Verð kr. 815. 4 & HEIMSENDiNGARLISTINN Suðurlandsbraut 12 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.