Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 7
BÆKUR SORGIN GLEYMIR ENGUM Ástvinamissir. Guðbjörg Guðmundsdóttir skráði. Tákn 1988 Við lifum nú tímabil fræðslu- rita eða leiðbeiningarrita um öll möguleg vandamál. Um karla sem vilja ekki verða fullorðnir, um konur sem ekki vilja axla ábyrgð, um konur sem elska of mikið, um börn sem sæta ofbeldi, um listina að elska sjálfan sig. Þessi bók er nokkuð öðruvísi þótt henni sé líka ætlað það hlut- verk að leiðbeina. Hún er blanda af viðtölum við fóik sem orðið hefur fyrir ástvinamissi og greinargerðum presta, geðlæknis og bókmenntafræðings um sálu- sorgun sinna stétta eða þá skáld- skaparins. Guðbjörg Guðmunds- dóttir hefur skráð viðtölin og verður ekki betur séð en henni farist það smekklega úr hendi að ræða við fólk um viðkvæm tilfinn- ingamál og koma þeim til skila í læsilegum og aðgengilegum texta. Þótt svo deila megi um hve langt skal seilst til ævisögu hvers og eins í slíku spjalli. Reyndar er sá lesandi, sem ekki hefur enn upplifað ástvinamissi sem svo nær höggvi honum sem viðmæl- endum Guðbjargar, nokkuð illa í stakk búinn til að fjalla um slíka bók. Fleiri en einn viðmælandi tekur það fram að „í raunini skilji enginn missi nema sá sem hefur orðið fyrir honum". Og með því að þessi orð mælir ung móðir tveggja drengja sem inni brunnu, þá hljótum við að hneigja höfuð til samþykkis. Við getum líka spurt í anda íslenskrar hefðar: er rétt að menn beri raunir sínar á torg? Við því eru gefin í bókinni svör sem erfitt er að vísa frá sér: „ég get ímyndað mér að það sé huggun að lesa um sorgarvið- brögð annarra" segir kona sem missti foreldra sína ung. Og geð- læknirinn segir: „Pað er mikil- vægt að fólk geri sér grein fyrir þeim kenndum er virðast sam- eiginlegar öllum í sorg. Pað veit þá hverju má búast við." Viðtölin staðfesta einmitt þetta: sorgin tekur sitt svipmót af þeim sem fór og þeim sem eftir lifir, en hún sækir í ákveðinn farveg. Syrgj- endur þekkja víst allir dofann, reiðina, vanmáttinn, einnig vissa sektarkennd í mörgum tilvikum (gat ég ekki gert betur við þann Iátna?), leitina að réttlæti í tilver- unni og þar fram eftir götum. Hvað hjálpar fólki til að vinna bug á sorginni, láta hana ekki hel- taka sig? (Það er annars leiðin- legt að einhverskonar sérfræði- legt skrifræðismálfar er full áleitið í texta bókarinnar: „úr- vinnsla sorgarferlis" er sagt, eða því um líkt). Annað fólk vitan- lega, vinátta þess og hluttekning - um það sameinast bæði þeir syrgjendur sem trúa á framhalds- líf einhverskonar og þeir sem ekki treysta á það. Menn þurfa einhvern til að tala við - eins og við höfum víst alltaf vitað. Og það væri dapurlegt ef það reyndist rétt hjá séra Jóni Aðal- steini Baldvinssyni, að þæginda- sókn vestrænnar nútímamenn- ingar ráði því, að fólk geri dauðann að feimnismáli, vísi honum sem mest frá sér. En af því leiðir, að þegar menn verða fyrir ástvinamissi, þá eru þeir bæði illa við búnir og geta ekki sótt stuðning sem skyldi til vina - þar með færist sorgin í vaxandi mæli yfir á þjónustusvið sorgar- sérfræðinga. Séra Ján Aðalsteinn kvartar yfir því að trú á framhaldslíf sé mjög á undanhaldi, með þeim styrk sem hún veiti syrgjendum. Ekki virðist þetta staðfestast í bókinni: svotil allir syrgjendurnir trúa á framhaldslíf og þá í þeim skilningi að menn hittist aftur hinummegin - ef þeir kæra sig um. Að hve miklu leyti þessi trú er kristin skal ósagt látið - hún er stundum í bland við endurholdg- unarkenningar, auk þess sem til- tölulega margir viðmælenda eru forlagatrúar: þetta átti að fara svona. En hvað um annað það sem að liði má koma syrgjend- um? Ein kona finnur huggun í því að mála, önnur í að yrkja. Það er reyndar vel til fundið að dreifa um bókina íslenskum kvæðum um sorgina, skáldskapur hefur löngum verið mönnum harma- bót, ekki síst þeim sem ort gátu sjálfir. Þegar manneskjan er slegin þögn í kvöl sinni, segir Go- ethe, gefur guð mér orð að tjá mína raun. Og Kristján Árnason leggur vel og skynsamlega út af þessum ljóðum og fleiri í grein sinni í bókinni um sorg í skáld- skap. Arni Bergmann Framtíðin sem hrollvekja Bókaútgáfa Máls og menning- ar hefur sent frá sér bókina Ver- öld ný og góð (Brave new world) eftir Aldous Huxley, í þýðingu Kristjáns Oddssonar. Bók þessi var skrifuð árið 1932 og er ein þekktasta framtíðarsaga allra tíma. f henni er lýst Alheimsríkinu, ríki framtíðarinnar, sem spannar alla jörðina og byggist á líffræði- legri og sálrænni innrætingu allra þegna. Stéttaskipting er þar líf- fræðilega ákvörðuð og fæðingar eru úr sögunni - öll börn eru getin í glösum. Margt í þessari hálfrar aldar gömlu framtíðarsýn kemur kunnuglega fyrir sjónir og ber vott um mikla skarpskyggni höf- undarins. í sögunni fara aðalp- ersónurnar í skemmtiferð á am- erískt verndarsvæði og hafa heim með sér frumstæðan mann, villi- manninn, sem verður eins konar sýningargripur í Alheimsrfkinu. En villimaðurinn fær hvorki útrás fyrir áhuga sinn á listum, trú- hneigð né ást í hinni nýju og góðu veröld. Það reynist hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar í þessu „fullkomna" ríki. AH Uvjiif FRÁ FYRIRJÓLIN OLTIHF. Bókaútgáfán Reykholt býður lesendum þrjár nýjar bækur fyrir þessi jól. Auk þess endurútgefum við á sérstöku tilboði þá fjórðu. SU FORVITNILEGASTA Við gefum út bók eftir einn umdeildasta guðsmann íslands, sr. Árelíus Níelsson. Bók hans heitir HORFT UM ÖXL AF HÁLOGALANDSHÆÖ og hefur að geyma endurminningar hans. í flestra augum er sr. Árelíus persónugervingur guðfræðinnar sem Qestir setja í samband við sína eigin barnatrú. Þröstur J. Karlsson er ungur höfundur sem við höfum sérstaka ánægju af að kynna bókaþjóðinni. Hann hefur skrifað skáldsöguna SKÚGGANN, bók sem okkur finnst einkennast af takmarkalausu hugmyndaflugi. í henni koma fyrir allir helstu öriagavaldar mannkyns. Við erum upp með okkur af að fá að gefa út nýjustu bók Indriða G. Þorsteins- sonar, en hún heitir því þjóðlega nafni HÚÐIR SVIGNASKARÐS. Þetta er leikrit sem fjallar um Snorra Sturluson. Einar Hákonarson myndlistarmaður myndskreytti bókina. REYKHOLT ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7 MAÐURINN OG SKALDID STEINN ST.eiNA.BR 80 *ftAh 1l AFMÆUS-1 TILBOy? SIGFUS ÐAOASON SETTISAMM) Maðurinn og skáldið STEINN STEINARR á afmæiistilboði Nú íoktóber hefði höfuðskáld ís- lenskrar nútímaijóðlistar, Steinn Steinarr, örðið 80 ára ef hann hefði lifað. Skáldbróðir Steins, Sigfús Daðason, hefur skriíað um hann bók, sem Reykholt hf. hefur nú dreift sérstáklega í tUefhi þessara tímamóta og boðið unnendum Steins til kaups á sérstöku afsláttar- verði. í bókinni er fjöldi mynda og ýmis áður óbirt verk Steins. AÐ SIGRA HEIMINN Að sígra heíminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið (Og ailt með glöðu geði er gjama sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það erncfhilega vitlaust gefið. Steinn Steinarr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.