Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.12.1988, Blaðsíða 11
BÆKUR Pá var ég ungur Njörður P. Njarðvík. í flæðarmálinu. Iðunn 1988. í eftirmála segir höfundur að þessir þættir séu að nokkru leyti sjálfsævisögulegir. Honum fer sem mörgum öðrum: fyrreða síð- ar færir hödundur sér í nyt endur- minningar frá þeim bernskutíma, þegar meira gerist á einni viku en síðar á tíu árum. Vegna þess að allt er nýtt. Og vegna þess að þá gilda engin hagnýt eða rökvís lögmál um það hvað er stórt og hvað er smátt. í flæðarmálinu geymir stutta þætti sem hver um sig á sér tölvert sjálfstæði, en um leið segja þeir í heild ákveðna sögu: drengur vaknar til lífsins. Hver þáttur segir frá vissum áfanga á þeirri braut, kannski eru tíðindin í sjálfu sér ekki stór, en við sætt- umst auðveldlega á það að þau skipti málí í því lífi sem lýst er. Hvort sem væri sú kátlega upp- hefð drengsins að flugmenn hafa komið og gefið honum banana (sem hann má til með að éta á sjálfu aðaltorgi kaupstaðarins) eða sú dapurlega upphefð hans, að hann er sá eini sem getur talað föður sinn í svefn og út úr drykkjutúrum. (Þættirnir „Ban- ani af himnum" og „ Vinur. Má ég segja það?") í þessum þáttum koma kostir þáttanna skýrt fram: góð skipuiagning efnis, sparsemi, Hlaut í fangið hrið og frost Sveinn frá Elivogum. Andstæður. Ljóðasafn. Skuggsjá 1988. Bók þess geymir allstórt úrval kvæða og vísna Sveins frá Elivog- um sem sonur hans, Auðunn Bragi Sveinsson, hefur saman tekið. Hann skrifar og greina- góðan formála um föður sinn og skáldskap hans. í suttu máli er sagt er hverjum manni ávinningur af því að kynn- ast slíkri bók. Ekki bara vegna þess að Sveinn frá Elivogum er vísnasmiður ágætur, ekki síst í heiftarvísum sínum: Þín er skitin skáldaflík sködduð, bitin, núin dauðum rituræfli lík rotin, slitin fúin. Ekki bara vegna þess að þegar honum tekst vel til getur hann látið undarlega mikið rúmast innan ramma einnar vísu - eins og þegar hann yrkir um Skúla Thoroddsen: Nú er Skúla komið kvöld kempan horfin vorum sjónum Þó að hríði í heila öld harðsporarnir sjást í snjónum. Ekki bara vegna þess arna. Held- ur vegna þess að safnið segir í sjálfu sér mikla sögu um íslenska hagyrðinga og um þá alþýðum- enningu sem þeir eru upp úr sprottnir. Andstæður segja frá tog- streitunni endalausu milli hag- yrðingsins, sem yrkir kannski of mikið, sem flýtur á leikni sinni, sem fetar í fótspor þjóðskálda, og skáldsins sem á sér drjúgt stolt, veit að honum tekst ððru hvoru vel upp, að hann á eitthvað sem ekki er í vðrslu hinna. Bókin segir Uka frá togstreitunm mitli hins fa- tæka manns, sem gjarna vill grípa til orðsins brands þegar hann er órétti beittur - og svo þess góða granna sem fylgir samferða- mönnum úr hlaði eða heilsar á vini sín: Nœr af manni ber ég blak brosir enginn kjaftur en ef grannans bít ég bak í bollan fœ ég aftur Og síðast en ekki síst lýsir bókin „andstæðum" milli bóndans sem finnst hann á rangri hillu og grátt leikinn af aðstæðum og bóndans sem á sitt einyrkjastolt og sitt „konungsríki á vorin". Og allt kemur þetta saman með eftir- minnilegum hætti í kvæðinu Á slætti, þar sem íslenskur smá- bóndi afgreiðir á sinn hátt það eilífðarstef sem stórskáldin hafa verið að spinna allt frá dögum Hórasar: Fúslega hef ég fœrri kindur og föt sem gengin eru úr móð en að lítið logasindur lagt ei geti í bragasjóð. Þvíþegar hinsta kemur kallið kynni einhver máske að sjá að þar vœri ei aðeins fallið aðsópslítið bóndastrá heldur sá sem hjó og lagði hæfði margt er til hann skaut... Vitanlega er margt í þessari bók sem sætir litlum tíðindum. Vitanlega má lengi skera niður, þétta - og þar með lyfta skáldinu í huga lesanda. En sem fyrr segir: þetta er hin ángjulegasta bók fyrir þá sem taugar hafa til ís- lenskrar kveðskaparhefðar og al- þýðumenningar. Og látum því ameni á eftir efninu fylgja þessa vísu hér, sem ort er fyrir nær fjörtfu árum, en hljómar ein- hvern veginn svo undarlega nú- tímalega: Eftir þvi sem hackka hús og herrar oftar þinga skríður meiri skuldalús á skrokkum tslendinga Árai agi sem gætir þess að ekki sé fleira sagt en hægt er að standa við. Agi sem ræður því til dæmis að miklum harmi drengs (hund- urinn hans er skotinn) er lýst með þessum hætti hér: „Drengurinn settist á stein og horfði tómum augum á hundinn sinn. Ekkert gat hann sagt. Engu gat hann breytt, Enginn hlustaði á hann. Hann gat ekkert gert. Bara setið máttlaus og horft á hundinn sinn." Að vísu bregst þessi agi stund- um. Til dæmis er í lok tveggja þátta látið undan þeirri freistingu að segja of margt. Þegar tvítekið er í lok annars hóftstillts þáttar um ástafundinn fyrsta að el- skendur séu eigin ljósgjafar í myrkrinu. Og þegar lokið er sam- taíi drengsins við píanókenna- rann um hin stærstu mál - þá hefði farið betur að setja punkt en hnykkja á með staðhæfingum um að nú hefði drengurinn „eignast ný augu til að skynja undursamlega veröld sem hann vissi ekki áður að væri til". Það getur líka komið fyrir að lesandinn óski þess að aginn hvíli sig og höfundur bregði meir á leik, einkum þegar jafngott tæki- færi gefst til og í prakkarasögunni af hugvitsamlegu rafmagnsleysi, sem unglingur sögunnar kemur á undir stjórn vinar síns. Best reynist aðferð Njarðar í þættí á borð við „Rauð nótt - hvítur dagur", þar sem hófstilling og nákvæmni sýna upplifunum drengsins andspænis dauða og lífsháska þá virðingu sem vert er. Árni Bergmann Spennusaga frá Af ríku Fálkinn flýgur sem ísafold gef- ur út myndar ásamt bókunum Menn með mönnum og Englar gráta þriggja bóka flokk sem fjallar um sókn hvitra manna inn í gjörólíkan menningarheim svarta kynstofnsins. Höfundurinn Wilbur Smith er margf aldur metsöluhöfundur um heim allan. Hann er fæddur í Suður-Afríku og býr þar í hlíðum Borðfjalls í Höfðaborg. Hann þekkir öðrum betur sögu Suður- Afríku, náttúru landsins og menningu þjóðanna sem það byggja. Þýðandi bókarinnar er Asgeir Ingólfsson. Um efni hennar segir svo í bókarkynningu: Systkinin Zouga og Robyn Ballantyne áttu þann draum sam- eiginlegan að komast til Afríku, þangað sem rætur þeirra lágu. Faðir þeirra, Fuller Ballant- yne, hafði verið trúboði og land- könnuður og dvalist langdvölum í hinni svörtu álfu. Nú var hann horfinn, ekkert hafði til hans spurst árum saman. Er systkinin höfðu aflað farar- eyris og tilskilinna leyfa lögðu þau upp frá Bretlandsströnd á vit hins óþekkta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.